Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 62
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 opið alla laugardaga 10-14 GLÆNÝ LÚÐA SKÖTUSELUR LAXAFLÖK STÓR HUMAR SIGINN FISKUR Úrslitakvöld Idol Stjörnuleitar fer fram í Vetrargarðinum í kvöld og í lok kvöldsins mun því verða ljóst hver verður Idol stjarna Íslands árið 2006. Ína Valgerður Péturs- dóttir og Snorri Snorrason munu takast á um titilinn. „Keppendurn- ir hafa verið undir miklu álagi og í stífum æfingum þessa síðustu viku fyrir lokaþáttinn,“ segir Þór Freys- son framleiðandi Idol stjörnuleitar. „Þau voru á síðustu æfingunni í gær með restinni af tólf manna hópnum sem kemur allur fram á morgun. Snemma í dag fara þau svo í viðtal á FM 95.7 og síðan verða þau bara í Smáralindinni að æfa. Í gærkvöld fóru þau reyndar til Jóhanns Inga Gunnarssonar sál- fræðings sem hefur unnið með okkur í Idolinu síðastliðin tvö ár. Hann hefur tekið hópinn reglulega í viðtöl þar sem þau fara í djúpslökun sem nær úr þeim öllu stressi og hjálpar þeim að höndla álagið.“ Ína og Snorri syngja þrjú lög hvert. Eitt lag völdu þau sjálf, eitt var valið af dómnefnd og það þriðja var sérstaklega samið fyrir þau af einum eftirsóttasta og far- sælasta popplagahöfundi í heimi. Í úrslitaþættinum fyrir ári síðan bárust um 130 þúsund atkvæði sem var met og verður spennandi að sjá hvort metið verði slegið. Einnig verður efnt til auka síma- kosningar um fyndnasta og eftir- minnilegasta keppandann eða atriðið þar sem allur ágóði mun renna óskiptur til Barnaspítala Hringsins. „Það voru nokkrir keppendur í upphafi sem vöktu mikla athygli og þóttu áhugaverðir og það kviknaði sú hugmynd hjá okkur að leyfa þeim að láta ljós sitt skína með þessum hætti. Þessir keppendur eiga það inni hjá okkur. Einnig var tilgangurinn að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins en við höfum unnið svolítið með honum í þættinum. Það er hins vegar mikil- vægt að rugla þessum tveimur kosningum ekki saman,“ segir Þór. ÚRSLITAKVÖLD IDOL STJÖRNULEITAR Í KVÖLD: Rokkarinn og söngdívan keppa um titilinn ÍNA VALGERÐUR PÉTURSDÓTTIR Hún flytur meðal annars lög með Janis Joplin og Celine Dion í kvöld. SNORRI SNORRASON Hann flytur meðal annars lög með Robbie Williams og Hollies í keppninni í kvöld. Venni Páer er enginn venjulegur gaur, hann er einkaþjálfari með meiningar sem dreymir um frægð og frama. Venni er hugarfóstur Vernharðs Þorleifssonar fyrrum júdókappa og verðandi sjónvarps- stjörnu því nú í sumar hefjast tökur á átta þátta seríu um líf og störf þessarar óvenjulegu hvers- dagshetju. „Þessi hugmynd er búin að vera í vinnslu í eitt og hálft ár,“ segir Vernharð en bætir við að ýmislegt hafi breyst síðan þá. „Þetta verða gamanþættir en aðalpersónan, einkaþjálfarinn Venni Páer, hefur frekar einfalda sýn á hlutina. Hann skilur ekki hvers vegna allt þarf að vera flókið í lífinu.“ Vernharð segir að fimm persónur verði í aðalhlutverki í þáttunum en sögusviðið sé æfinga- stöð þar sem Venni Páer starfar. „Það verður svona pínu Office- blær á þessu en samt ekki,“ segir Vernharð og viðurkennir að gaurinn dragi ef til vill dám af skapara sínum sem einnig kemur til með að leika kappann. Vernharð skrifar handritið að þáttunum en hann hefur einnig fengið Filmumennina Kristján Kristjánsson og leikstjórann Sævar Guðmundsson til samstarfs. „Það eru strákar að norðan sem byrjuðu að fást við stuttmyndagerð á unga aldri og hafa verið að vinna í þessum bransa í mörg ár,“ segir Vernharð. Vernharð lætur af stöfum sem pistlahöfundur á Fréttablaðinu vegna þessa. „Mig langar að þakka lesendum fyrir öll partýin sem mér hefur verið boðið í vegna pistlaskrifanna minna,“ segir hann að lokum. - khh Skapar einkaþjálfara Íslands VERÐHARÐ ÞORLEIFSSON Skrifar og leikur í þáttum á Skjá einum. FRÉTTABLAÐIÐ/ E.ÓL LÁRÉTT: 2 fangi 6 tveir eins 8 arinn 9 stormur 11 til 12 ráðagerð 14 fíflagangur 16 nafnorð 17 mas 18 mælieining 20 guð 21 málmur. LÓÐRÉTT: 1 listi 3 klaki 4 balar 5 landspilda 7 kista 10 bergtegund 13 þrep í stiga 15 áætlun 16 tangi 19 gelt. LAUSN: LAGALISTI ÍNU SMS: idol1 sími 900-9001 1. Piece Of My Heart - Janis Joplin. 2. Because You Loved Me - Celine Dion. 3. Allt sem ég á. LAGALISTI SNORRA SMS: idol2 sími 900-9002 1. He Ain‘t Heavy, He’s My Brother - Hollies. 2. Feel - Robbie Williams. 3. Allt sem ég á. LÁRÉTT: 2 gísl, 6 kk, 8 stó, 9 rok, 11 að, 12 áform, 14 flipp, 16 no, 17 mal, 18 erg, 20 ra, 21 stál. LÓÐRÉTT: 1 skrá, 3 ís, 4 stampar, 5 lóð, 7 koffort, 10 kol, 13 rim, 15 plan, 16 nes, 19 gá. HRÓSIÐ ...fær Ármann Reynisson sem hefur gengið frá samningum við þýska bókaútgáfu um útgáfu á bók sinni Vinjettur V. Ég lá uppi í rúmi eitt kvöldið og vorkenndi sjálfri mér að þurfa að vera í prófum. Mér fannst eins og ég væri eina manneskjan í heiminum sem þyrfti að húka heima hjá sér heila helgi án þess svo mikið sem stinga litlu tá út á lífið. Þrátt fyrir að vera ekki sú duglegasta að halda mér við lestur lagabókanna hef ég samt sem áður ekki samvisku í að gera neitt annað. Þá húki ég innan dyra með bækurnar við hliðina á mér, kveiki á sjónvarpinu stöku sinnum og gef mér tíma til að elda fínan mat. Reyndar hef ég tíma fyrir ótrúleg- ustu hluti þegar ég á að vera að lesa. Einhvern veginn finnst mér ég vera tilneydd að taka til í skúffunum, taka góða rispu á straubunkann og raða reikningunum í möppu. En þegar ég lá þarna í rúminu fékk ég fjörfisk á þann einkennilega stað sem ilin er. Hef aldrei upplifað það áður. Þá fattaði ég hvað málið var, vorið var að koma í kroppinn á mér. Í gegnum endalausa doðranta og að því er virðist óendanleg lögfræðipróf, sá ég glitta í eitthvað bjart og betra. Ég áttaði mig á því að vorið er á næsta leiti og því engin ástæða til að horfa í það sem erfitt er. Ég hef gengið í gegnum allmargar prófatíðir og einhvern veginn taka þær alltaf enda og enda svona líka vel í hvert skipti, annað hvort með jólum eða sumri. Veturinn er þó ekki mín uppáhalds árstíð og því engin furða að ég hafi upplifað ómælda gleði af því einu að átta mig á því að hann væri senn á enda. Fyrir mér er veturinn næstum jafn “minningaríkur” og sumarið þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt lengri. Ég horfði yfir veturinn sem leið. Hann var að sjálfsögðu mjög góður en það er þó staðreynd að það er lengra á milli brjálæðislega skemmtilegu kvöldanna sem ein- kenna sumarið. Með haustinu förum við smátt og smátt að hægja á púlsinum. Ég held að við getum alveg sagt að við leggjumst í hýði að vissu leyti. Vikan líður, við hringjumst jú á á hverju kvöldi til að athuga hvort eitthvað sé að gerast, en einhvern veginn er það aldrei fyrr en á föstudags- eða laugardagskvöldum að við látum verða af því að koma okkur út fyrir bæjardyrnar til að hrista upp í hlutunum. Þetta er jú andstæðan við sumarið þar sem hver dagur er gleðidagur. Hvað sem öðru líður þá er vet- urinn búinn og tími til kominn að skipta um gír. Framundan er vor og sumar sem býður upp á lítið annað en endalaust fjör og æðislegheit. Sumarbústaða- ferðir, góðan mat í dinnerpartíum á pallinum, útilegur, kæruleysi og kreisí fjör. Gangi ykkur vel í prófunum! REYKJAVÍKURNÆTUR: HARPA PÉTURSDÓTTIR SÉR BETRI OG BJARTARI TÍMA Vorið er komið í kroppinn á mér FRÉTTIR AF FÓLKI Veðmála - og spilavítissíðan Betsson.com hefur verið töluvert í umræð- unni að undanförnu en þar geta menn lagt undir á kappleiki og spilað póker að hætti erlendra fyrirmynda. Mikið spilaæði hefur gripið landann á síðustu misserum og varla neinn maður með mönnum nema hann eigi spilapeninga ofan í skúffu. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, er talsmaður vefsíðunnar og hann ætti að geta glaðst yfir tíðindum sem bárust frá frændum vorum Dönum. Þar vann hún Nina frá Fjóni rúmar tólf milljónir íslenskra króna í svokölluðu Gullæði Betsson.com. „Fjöl- skyldan hefur alltaf farið í tjaldferðalag á sumrin en ætli við gerum ekki eitthvað aðeins skemmti- legra núna,“ sagði hin kampakáta Nína aðspurð hvernig hún ætlaði að eyða þessari dágóðu summu og bætti því við að hún hefði aðeins unnið 35 danskar krónur í lottóinu. Bloggstjarna sjónvarpstöðvarinnar Sirkuss verður kynnt í Kastljósþætti kvöldsins og verður fyrsta videoblogg- inu hleypt af stokkunum í framhaldinu. Aðstandendur stöðvarinnar hafa heldur betur þurft að spýta í lófana eftir að hnakkavæðingin gekk nánast af stöð- inni dauðri og virðist Árni Þór Vigfússon vera staðráðinn í að hreinsa aðeins til eftir frekar dapurt gengi. Partí 101 er horfinn af dagskránni og hnakka- bræðrunum í Köllunum hefur verið gefið kærkomið frí. Meðal annars hefur Árni keypt þætti tveggja plötusnúða sem fylgjast með hljómsveitum og svo munu nokkrir rapparar fjalla um menn- ingu á stöðinni. Menn binda hins vegar miklar vonir við að bloggstjarnan eigi eftir að reisa stöðina upp úr öskustónni enda þykir sú ansi skrautleg og samkvæmt heimildum blaðsins á hún eftir að láta mikið að sér kveða í íslensku þjóðlífi. - fgg 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.