Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 64

Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������������������� Það verður að viðurkennast að ég er ein af þessum vísindalega vit- lausu. Varð ofsalega glöð þegar ég fékk þrjá í eðlisfræði. Fannst ég alger ofviti að fá ekki núll í þessu undna fagi sem leit eins út hvort sem maður sneri bókinni rétt, á hvolf, eða á hlið. Augun störðu sig þurr á hugtök og for- múlur sem fóru aldrei lengra. Heilinn hafnaði þeim. Vildi ekkert hafa að gera með svona fyrirbæri sem hétu eitthvað án þess að hægt væri að tengja heitið þeirri fúnksjón sem þau höfðu. Það vantaði allt táknrænt. Það var ómögulegt að finna nokkurn und- irtexta eða dulda merkingu. Ekkert hægt að túlka, uppgötva nýja frum- lega hugsun. Það var bara ein rétt útkoma og það fannst mér svo mikið frat að ég fór bara að prjóna. ENGU að síður bar ég alltaf mikla lotningu fyrir þeim sem voru góðir í raungreinum. Mig hefur ávallt sett hljóða í návist fólks sem hefur slíka heila að þeir eru taldir öðrum heilum fremri. Sem sést best á því að það er alltaf verið að gera alheimskannanir á því hverra nemendur eru bestir í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði. Það er eitthvað minna verið að skipta sér af því hverjir séu góðir í bók- menntafræði, sagnfræði og félags- fræði. EN nú hefur lotningarstuðull minn skekkst svo mikið að óvíst er hvort hann muni nokkurn tímann rétta sig við. Það hefur nefnilega haffræði- prófessor í Ameríku tilkynnt allri heimsbyggðinni að Jesús hafi alls ekki gengið á vatni, heldur ísfleka. Hér er þessi ræfill búinn að liggja yfir ofur- heilafræðum frá barnsaldri, puða í gegnum þau í háskóla, streða við að kenna þau svo lengi að hann er orðinn prófessor – og dettur svo ekkert betra í hug en að reikna út vötn og vinda fyrir tvö þúsund árum, bara vegna þess að í formúlum hans er líkamlega útilokað að framkvæma göngu á vatnsfleti. ER karluglan eini maðurinn á jörðinni sem hefur ekki frétt að auðvitað gekk Jesús aldrei á vatni; auðvitað turner- aði hann aldrei vatni í vín eða fjölfald- aði brauð og fiska. Hann var ekki galdrakarl. Vissulega segir Biblían að hann hafi gert þetta, en Biblían er líka einhver magnaðasta bók sem tákn- og túlkunarfrík komast í. Hún fjallar um leið sálarinnar (sem margir vísinda- menn hafna vegna þess að þeir hafa ekki fundið hana). Kristur var hrein sál (eins og við öll) þegar hann fædd- ist (tákngert með meyfæðingu). Hann eyddi lífi sínu í að boða þeim sem höfðu laskast í uppvexti á leiðina til hreinleikans og fegurðarinnar og allar sögur af honum eru táknrænar fyrir þá boðun. Hverjum er ekki sama hvort hann raunverulega gekk á vatni? Sagan, með öllum sínum túlkunar- möguleikum, er jafn góð. Og það geta allar sálir gengið á vatni. Jesú og vatnið BESTI FERÐAFÉLAGINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR FAXE Á FERÐ OG FLUGI Kipptu með þér FAXE ROYAL í handhægri ferðatösku í ferðalagið eða sumarbústaðinn Mp3 spilari U1X 512mb: Tilboðsverð: 12.990 U1Z 1 GB: Tilboðsverð: 17.990 MJU-700 7.1 milljón pixla myndavél 3x Optical aðdráttur Tilboðsverð: 22.900 SMÁRALIND SÍÐUMÚLI 9 AKUREYRI KEFLAVÍK 530 2900 530 2800 461 5000 421 1535

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.