Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Side 8

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Side 8
Vínvandræði Hafnfirðinga — Pelafyllerí — Kennaraskólinn og húsnæði — Sláttuferð Magnúsar — Erlendir skemmti- kraftar — Kvörtun Konráðs í Sögu — Rasssíðir karlmenn — JÆJA, aldrei fór það svo. Eins og kunnugt er þá eru Hafnfirð- ingar, þ. e. þæjarstjórnin þar, orðin að athlægi fyrir afstöðu sína í svonefndu þrennivínsmáli staðarins. Sjálfir Hafnfirðing- ar sýndu skjótt, að þeir eru engir eftirbátar annarra íslendinga þegar kemur til kjarna málanna. Strax á fyrsta „vínlausa" ballinu á nýja veitingastaðnum, einasta, syðra, mættu inn- fæddir með sínar „pytlur" upp á vasann og hófu gömlu rétta- fylleríin upp til síns gamla vegs og vanda. Að „drekka í smul" er víst eina svarið, sem þesir þrautpýndu bæjarbúar, verða að búa við, vegna frámunalegs kjarkleysis ráðamanna syðra. DR. BRODDI JÓHANNESSON, er gildur maður og greina- góður. En hann er brenndur sama marki og margir kollegar hans þegar kemur til umræðna um skólamál og bygginga- mál skólans. Kennaraskólinn hamast nú við að útskrifa at- vinuleysingja, þ.e. aðeins hluti nýrra kennara hefur nokkra von um vinnu samkvæmt upplýsingum Brodda í sjónvarpsviðtali. Hér er um að ræða typiska eyðsluhít í skólamálum, en dr. Broddi er manna heppnastur, að enginn af þýðendum sjón- varpsins, tókst á hendur að „þýða" nafnið hans, eins og oft gerist, því eflaust hefði það orðið „Spíke Jones", sem er næsta orðrétt þýðing á nafni skólastjórans og mun skárri en sumar aðrar nafnaþýðingar hjá þeirri stofnun. ÞÁ ER bráðlega von á Magnúsi fjármálaráðherra úr vestur- heimi eftir eina eftirminnilegustu „sláttuferð" sem um getur, enda hafði hann frítt lið meðferðis. M.a. var nú slegið fé til „lagningu varanlegra vega“, sem er mjög aðkallandi en hefði vel mátt bjarga ef kommagrílan hefði ekki ráðið öllum gerðum ríkisstjórnarinnar. Þarna sem víðar gátum við sparað stór út- gjöld, án þess að minnka „virðingu okkar, þjóðerni og stolt", eins og í mörgum öðrum dýrum framkvæmdum, en nú er kom- ið á daginn, að einhver skilur að útilokað er að smá og fá- menn þjóð í stóru landi, geti staðið ein undir slíkum fram- kvæmdum. Þjóðin geturþakkað hræðslunni og kommum þessi útgjöld. MEÐ HAUSTINU virðast veitingahúsin í Reykjavík ætla að ríða á vaðið með erlenda skemmtikrafta, einkum nakið kven- fólk. Röðull hefur nú tekið upp háttu Sigtúns og flutt inn eina „þeldökka" prinsessu, samkvæmt frásögn frú Helgu, og mun sú eflaust njóta óskiptra vinsælda. Onnur hús munu hafa álíka plön í uppsiglingu til að trekkja, því íslenzku dömurnar virðast vekja litla sem enga athygli, þótt sumar hverjar syngi dálag- lega. „Það er kroppurinn sem gildir" sagði maðurinn og eru þetta næsta orð að sönnu. ÞAÐ ER ekki oft, að hótelmenn kvarti yfir aðsókn, en Konráð í Sögu gerir það réttilega og eftirminnilega í Tímanum s.l. þriðjudag. Virðist þetta vatnsból bændastéttarinnar vera svo vinsælt um helgar, að gestir noti ekki einu sinni dyrnar heldur brjóti rúður til að komast í dýrð Konráðs. Saga er vinsæll skemmtistaður, og mun þó verða enn vinsælli ef hótelstjórinn ætlar að hefja þá nýbreytni að auka skemmtikrafta — „dreyfa skemmtanafýsninni" á önnur kvöld — og lækka veitingarnar. Allt er þetta í rétta átt. REIÐ STÚLKA skrifar: „Hvernig er það með ykkur karlmenn- ina, getið þið krafizt þess, að við skörtum okkar bezta, reyn- um að vera „sexy" þegar þið svo sjálfir eruð yfirleitt eins og sveitamenn, bæði í klæðnaði og göngulagi? Að sjá þessa lura með rassinn niður á hæla (buxurnar) — hendurnar grafnar í vösum, vaggandi eins og gæsir, og án allra mannasiða. Fjöldi karlmanna, sem gætu litið sæmilega út virðast annaðhvort beltislausir, í fermingaraxlaböndum, skálmarnar upp á kálfa, eða einmuna rasssíðir. Við reynum okkar bezta, en fáum svo þetta í staðinn. Þá er munur á göngulagi og reisn útlendinga". — Jæja piltar, þarna sjáið þið. ftí hátUfrnÍAbí H E R RAD E I L D Mánudagur 13. október 1969 Þáttur Indriða lofar góðu Hitlers-myndin Hví ekki gamla Stalin og lítil 20 milljón morð? Sérkenni þulanna okkar Hinn nýi þáttur Indriða G. Þor- steinssonar, spjallþátur við nafn- kennda menn, virtist fara vel af stað, er rætt var við Helga á Hrafn kelsstöðum, alkunnan persónuleika úr þjóðlífinu. Indriði hefur mjög skemmtilega framkomu í sjónvarpi, rólegur í fasi, röddin mikil og hann lætur oftast þann, sem við er rætt hafa orðið. Helgi var alls ófeiminn að segja skoðanir sínar, einkum ei varðar grugg hans í höfunda ís- lendingasagnanna, er þar fastur fyr ir og býður fræðimönnum, ef frá er skilinn dr. Nordal, byrginn. Hvort sem skýringar og kenningar Helga fá staðizt eður ei, þá er hress andi að heyra og sjá svona menn. Indriði sjálfur virtist all-vel að sér í sögunum, en þó bar dálítið á því, að hann var öllu kunnari Gerplu Laxness, en Fóstbræðrasögu, eink- um er hann bryddaði á því, upp á eigin spýtur, að vopn sögualdar- manna hefðu verið helzti bitlaus. Þar eru greinileg áhrif Gerpluhöf- undar. ★ Nú, nú, sjónvarpið náði sér í 15—20 ára mynd úr lífi Adólfs bónda Hitlers, hins þýzka. Er þetta gamall áróður, úreltur jafnvel í Evrópu, en engu að síður fróðleikur í áróðri, því þetta var fyrst og fremst áróðursmynd upphaflega. Slíkt eru ágætir þættir, og væri ekki úr vegi, að kommadeild sjónvarps og útvarps, taki næst til sýningar glæpaferil Stalíns heitins, hins rúss- neska, en karlanganum tókst þó að myrða nær 20 milljónir manna á valdaferli sínum, ekki smáafrek fyr ir ómentaðan mann, enda flúði uppáhaldsdóttirin til erkióvinanna, Ameríkumanna, sem gert hafa stelpuangann að milljónamæringi með útgáfu endurmininga hennar um „pabba" litla. ★ Það er ætíð gaman að veita því eftirtekt hvernig sumir sjónvarps- manna, fréttaþulir sérhæfa sig. Auð séð er t.d. að Markús Orn Antons- son leggur sig allan fram í erlend- um fréttum. Markús er orðinn dá- lítið „fyrirlesaralegur" í fréttalestri sínum, einskonar fræðari í stað þuls, og er það vel, því Markús er líka fréttamaður. Erlendur frétta- lestur hans er öllu svipmeiri og á- kveðnari en þegar hann les upp bruna- og slysafréttir, svo ekki sé talað um fréttir af vandræðum bænda. Magnús Bjarnfreðsson er á dálítið öðru sviði. Honum fara bezt viðtölin, harður í horn að taka, spurull með ágætum og oft bein- skeyttur í orðum og hispurslaus. Sást það einna bezt er hann ,yfir- heyrði" Ragnar Arnalds, þingmann, spurði hann spjörunum úr, og leið- beindi honum aftur inn á efnið, er Ragnar hugðist fara villur á rétt- lætisbrautinni. Einarðar spurningar eru einmitt bað sem bezt hentar Framhald á 4. síðu. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (39) ATVINNULÝÐRÆÐI Trúaratriði — „Afnám eða lækkun“ — Á Blindravinafélagið að borga? — Nytsemi nýyrða — Fjárplógsmenn hefja fundi Spurningar um samvizku „Hvað er meirihlutinn? Meirihlutinn er heimskan. Skynsemin hefur alltaf átt heima hjá fáum aðeins.“ — Friedrich von Schiller (1759 —1805): DEMETRIUS, I (Sapiehe). MERGURINN MÁLSINS Dapurlegri vitnisburður um úr- ræðalausa þjóð og nignandi þjóö- félag, heldur en hvíldarlaust þras um aukaatriði og einber hégóma- mál, verður vart fundinn í fljótu bragði. Skýringarinar þarf hvorki lengi að leita, né er hún langsótt. Þjóðfélag, er telur sér það helzt til gildis, að velferð þess byggist á vizku og þroska fjöldans, sem hvort tveggja hlýtur ávallt að vera af skornum skammti, sérstaklega að því er varðar jafn flókin og margbrotin vísindi og stjórnskip- unarfræðin, verður óhjákvæmilega stefnulaust rekald og upplausninni að bráð. Óreiðan og glundroðinn verða höfuðeinkenni þess. Oðruvísi getur beinlínis hvergi farið, þar sem sú meginregla hefir verið gerð að trúaratriði, að framtíð ríkis og þegna, sé að verulegu leyti undir því komin, að sem allra flestir leggi sér til skoðanir á sem allra flestum málum, alveg án tillits til þekk- ingar og reynslu, og hafi síðan tæki færi til þess að staðfesta hugar- bjástur sitt með jöfnum rétti í al- mennum atkvæðagreiðslum. Höfðatalan ein ræður því úrslit- um um stefnu og starfshætti, og jafnaðardellan hefir það eðlilega í för með sér, að þeir, sem hafa framfæri sitt af atvinnulýðræði, þ. e. „stjórnmálamennirnir", leggja sig jafnan alla fram um að þræða vegi meðalheimskunnar, ef ekki blátt áfram reginheimskunnar, í öllum orðum sínum og athöfnum, nema þar, sem eiginhagsmunir þeirra eru í veði, enda þótt þeir viti gjarnan betur. Af því er sem kunnugt er löng og mikil saga, að það er auðveldara að vinna lýðinn á sitt band með hástemmdum fyr- irheitum og blossandi loforða- glamri um gull og græna skóga, heldur en með hlutlægum upplýs- ingum, rökstuddum skoðunum og þroskandi fróðleik. Allir teljast jafn dómbærir um hvaðeina, jafnt Iærdómsmenn sem landeyður, fram taksmenn sem fábjánar, greindir alþýðumenn sem siðlaus leiguþý dagblaðanna. HUGSUN OG HUGSUNARLEYSI En atvinnulýðræðismenn kunna fleira fyrir sér og hafa oftast fleiri spjót úti. Sökum þess, að þeim er sú staðreynd löngu kunn, að fjöldann brestur öll skilyrði til þess að gera sér grein fyrir langframaáhrifum einstakra aðgerða og atvika, við- brögð hans ráðast einatt af hugboð- um hans um það, sem hann heldur að þjóni sérhagsmunum sínum bezt í svipinn, þá hefir þeim orðið ó- metanlegur aðstöðu- og áhrifa-styrk ur í að rotta atkvæðapeningi sínum saman í andstæð, sundurleit stétta- baráttusamtök, sem böðlast livert á öðru í tíma og ótíma. Samþykktir þær og ályktanir, sem samkundur slíkra bjargráðastofnana láta við- stöðulaust frá sér fara, eru oft hroll- vekjandi áminning um það, hvílík- um heljartökum forheimskunin hefir náð á jafnvel hinum dagfars- greindustu mönnum. Það er ekkert einsdæmi, að í einni og sömu at- rennunni sé hellt yfir landsfólkið kröfum og áskorunum og ályktun- um til „Alþingis og ríkisstjórnar'' frá t.d. 1) útvegsmönnum um „afnám eða lækkun tolla á rekstr- arvörum sjávarútvegsins, s. s. salti og olíu“, 2) bændum um „afnám eða lækkun tolla á landbúnað- arvélum og öðrum nauð- synjum landbúnaðarins", 3) iðnrekendum um „afnám eða lækkun tolla á hráefn- um til iðnaðarins, svo og að athugað verði, hvort ekki sé tímabært að banna innflutning á erlendum iðn- aðarvörum, sem hægt er að framleiða hér innan- lands með jafngóðum á- rangri“, og 4) alþýðusamtökunum um „mannsæmandi lífskjör og réttlátan hlut til handa vinn andi fólki af þjóðartekjun- um, svo og afnám eða lækkun tolla á brýnustu nauðsynjum almennings.“ Þegar þvílíkt syndaflóð heimtu- frekju og ófyrirleitni, samtvinnung- ur hugsunarleysis og blindrar sér- hagsmunastreytu, hefir glumið við í nokkur ár, verður manni ósjálfrátt að spyrja, hvort ekki hafi e.t.v. eitthvað fallið aftan af boðskap hinna vísu Ieiðtoga um allt þetta Framhald á 7. sxðu.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.