Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Síða 7
Mánuidagur 20. október 1969
Mánudagsblaðið
7
Hetjur og hetjumyndir
Framhald af 8. síSu
vafningalaust, að Bandarikin hafa
hvorki mótað né fylgt annarri
stefnu í al'þjóðamalum heldur en
þeirri, ef stefnu skyldi kalla, að
strá út yfirlýsinigum um ábyrgð
á frelsi og sjálfstæði allra þeirra
þjóða og ríkja, sem hafa viljað
þiggja — og gera síðan sitt ítrasta
til þass að smeygja sér undan
að standa við orð sín og eiða,
þegar á hefir reynt. Þeir eru
alltaf fúsir til samninga um hags-
muni skjólstæðiniga sinna a grund-
velli undanhalds og eftirgjafa.
TORNÆMIR LÆRLINGAR.
Ástæðan fyrir hinni alkunnu
bleyðimennsku Bandaríkjamanna
á sér djúpar, en ekki sérlega
margslungnar, rætur í þjóðh'fi
þeirra, sögu og arfleyfð. Þeir eru
nýbyrjendur í alþjóðlegum stjórn-
málasviptingum og hafa aldrei
gert sér grein fyrir því, að al-
þjóðastjórnmál eru fyrst og síð-
ast barátta, sem háð er í þeim
tilgangi að knýja fram sín eigin
áform til tryggingar eigin ríkis-
hagsmuna, en ekki neitt sýning-
arsvið, þar sem innantómum
orðabelgingi um mat og mannrétt-
indi er í sífellu haldið á lofti.
Ennþá síður hafa þeir skilið, að
her og herbúnaður eru nauðsyn-
leg skilyrði þess, að andstæðing-
unum verði ljóst, að alvara og
athafnir muni fyigja orðum og
yfirlýsingum, og að stríðin eru
áframhald stjórnmálabaráttunn-
ar með breyttum aðferðum, eins
og v. Clausewitz orðaði það fyrir
rösikum 140 árum. Andúð á stjórn-
málurn og stríðsrekstri í kiass-
ískum skilningi hefir því um
langan aldur verið eitt megin-
einkenni bandarískra viðhorfa i
alþjóðamálum, enda hafa Banda-
ríkin aldrei lagt í styrjöld nema
annað hvort gegn andstæðingi,
sem þegar var kominn að fótum
fram ellegar þá, er andstæðingur-
inn megnaði að verja sig, með
margföldu ofurefli liðs og her-
gagna. Oftar en ekki hafa bæði
skilyrðin verið fyrir hendi-
KNÝJANDI NAUÐSYN.
Þrátt fyrir þetta, eða öllu heJd-
ur: einmitt vegna þesisa, hefir þörf
Bandaríkjamanna fyrir hetjur og
hetjudáðir verið nær takmarka-
laus, og heilar atvinnugreinar
hafa streytzt myrkranna á milli
við að fullnægja eftirspurninni.
Mat þeirra í þeim efnum hefir
og tíðast verið með þeim hætti,
að furðu, ef ekki beinlínis með-
aumkvun hefir vakið hjá flest-
um Evrópumönnum. Trommlarar
og skrípatrúðir (A1 Jolson, Chap-
lin), slagboltaslánar („Babe“
Ruth), glæpamenn (Dillinger, A1
Capone), hrein úrþvætti (Bonnie
& Clyde), vangefin illyrmi (Eins-
enhower, Morgenthau), sjúklegir
sadistar (Eleanbr & Framtolin D.
Roosevelt), skræfur og uppskafn-
ingar (Kennedy-bræður), skríl-
æsingaseggir (Martin Luther
King), hafa orðið þjóðardýrðlimg-
ar á svipstundu og verið gerðir
ódauðlegir í söngvum og sögum-
Svo langt hefir jafmvel verið geng-
ið að reynt hefir verið að gera
hina svokölluðu „hershöfðingja“
þeirra að hetjum.
En í þeirri viðleitni sinni hafa
Bandaríkjamenn ekki halft erimdi
sem erfiði, nema í hetjumynda-
gerð, enda annars varla að vænta,
því að þar hefir svo sannarlega
ekki verið um auðugan garð að
gresja- Hins vegar er ekki nema
rétt og sanngjart að viðurkenna,
að engir hafa komizt með tæm-
ar, þar sem þeir hafa haft hæl-
ana, í framleiðslu hetjumynda,
enda hafir þörfin sjálfsagt hvergi
verið jafn knýjandi.
Af öllum þeim sæg Bandaríkja-
manna, sem sæmdir hafa verið
hershöfðingjatign um dagana,
man varla nokkur lifandi maður
lengur eftir nema aðeins tveim-
ur, sem nokkuð hefir kveðið að,
og þeim báðum úr Heimsstyrj-
öld II, nefnilega Patton og Mac-
Arthur, og er sá síðarnefndi tvf-
mælalaust þekktari, en þó eink-
um fyrir það, sem hann vildi gert
hafa í erjunum við Norður-Kór-
eumenn.
Þó vann hann alveg sérstakt
„afreksverk“ f Heimstyrjöld II,
sem allir Bandaríkjamenn eru
sammála um að hafi verið hrein-
lega óviðjafnanlegt.
Það var undanhald hans og
herja ha-ns, uppgjöf og flótti frá
Bataan-skaga og Corregidor-virki
á Filippseyjum árið 1942.
Af því að þeir atburðir varpá
sérstaklega skýru Ijósi á altæk
viðhorf Bandaríkjamanna til stríðs
reksturs og mat þeirra á her-
frækni, tel ég afar fróðlegt, eink-
anilega með hliðsjón af núlegum
atburðum í Vietnam og víðar, að
rekja gang þeirra hér í stuttu
máli-
HETJUFLÖTTI.
Árás Japana á Corregidor hófst
eftir rýmingu Bataans hinn 10-
Apríl og henni lauk eftir 26 daga
með uppgjöf bandaríska setuliðs-
ins hinn 6. Maí. Hinn 10- April
hafði 60.000-manna bandaríkst
herlið farið fram á ■ vopnahlé-
3-500 höfðu kornizt unidan til Cor-
regidor. MacArthUr „hershöfð-
ingi“, æðsti yfirínaður þéirra,
hafði yfirgefið Bataan, svoria í
varúöarsikyni, þegar hinn 10. Marz
ásamt fjölskyldu sinni, en ekki
samt án þess að áminna hermenn
sfna um að gera skyldu sína og
sýna hreysti, hugprýði og þraut-
seigju. Eiginkona hans gaf her-
mannakonunum það góða heilla-
ráð, að verða um kyrrt hjá eig-
inmönnum sínum, og fyrir sitt
leyti fylgdi hún sjálf því heil-
ræði, því að hún flýði með sín-
um eiginmanni. Þegar MacArthur
hafði stigið fæti á land í Ástra-
líu, greip hann þegar í stað hljóð-
nemanna og eggjaði menn sína
enn á ný, að muna nú endilega
eftir skyldum sinum við Guð og
föðurlandið. Á meðan MacArthur
barðist á öldum ljósvakans, tóku
Japanir 12-495 hermanna hans
höndum á Corregidor. Tala fall-
ina Bandaríkjamanna nam ná-
kvæmlega 640 manns að leiks-
lokum. Samkvæmt ytfirlýsingum
Bandaríkjamanna sjólfra voru
ennfremur til nægilega miklar
birgðir matvæla og vis-ta til þess
að halda bardögum áfram um
hálft ár f viðbót. Ennþá siður var
um nokkurn skort vopna og stoot-
færa að ræða.
Corregidor var eitthvert alöíl-
ugasta og ákjósanlegasta nátt-
úruvirki f öllum heíminum. öll
eyjan var hólfuð sundur í Víð-
feðma varnarskúta, stórskotaliðs-
stæði, stjórnstöðvar og návigis-
velli. Hápallamir neðanjarðar,
sem teragdu hinar ýmsu varnar-
stöðvar, voru nægilega breiðir til
þess að rúma tvíspora tflutninga-
lest. f skotvirkin ein höfðu Banda
ríkjamenn eytt 500 milljónum
dollara á friðartímum- Almenn-
ingur í Bandaríkjunum kalllaði
Corregidor Gíbraltar Bandaríkj-
anna, Bandarískir sérfræðingar
fullyrtu, að Corregidor væri ó-
vinnandi með öllu. Þar við bætt-
ist, að þetta var eyja, þannig að
skriðdrekaárós kom ekki til álita,
og árásarliðið gat því aðeins
treyst á stórskotaliðs- og loftár-
ásir. Að sj'álfsögðu skorti ekki
heldur neitt á sprengjuheld skýli
fyrir særða og sjúka, skurðstof-
ur, sjúkrarými, o-s-tfrv. Banda-
rísku hermennirndr töldu hins
vegar ekki fara nógu vel um sig
þar, heldur tóku stríðsfangabúðir
Japana fram yfir. Og hvaðahvatn
ingu hefðu þeir líka getað fundið
hjá sér til þesis að reyast dug-
meiri en yfirmaður þeirra, sem
hafði komizt þurrum fótum alla
leið til Ástralíu og var nú lof-
sungin „back home“ hátt og í
hljóði sem óumdeilanlega stór-
fenglegasta hetja, er Bandaríkin
þá áttu!
I augum flestra Bandarfkja-
manna var og smánarflótti Mac-
Artihurs dæmi um fróbœran
hetjuskap, eins að áður segir. Þar
lýsir sér eins greinilega og frek-
ast verður á kosið, hversu fyr-
irmunað þeim er að skilja eðli
og tilgang hernaðar. Það mun ó-
hætt að gerá ráð fyrir því, að
þessum „hershöfðingja", Mac-
Arthur, myndi hafa verið gefið
vottorð upp á það 1 svo að segja
hvaða Evrópulandi, sem vera
viU, að honum hafði aðeins láðzt
að gefa sig fram í Hollywood í
stað þess að fást við vopnaskak-
Hugmyndir stríðsreyndra Ev-
rópuiþjóða um hetjur og hetju-
skap er nefnilega allt, allt annars
eðlis.
SCHERERS VAR ALLT,
ALLT ÖÐRUVlSI.
Svo að eitt dæmi af óteljandi
sé tekið til samanburðar:
I varnaraðgerðum Þjóðverja á
Austurvígstöðvunum kom það oft
fyrir, að herflokkar þeirra,
smærri og smærri, urðu viðskila
við herfylki sín og urðu að bjarg-
ajst á eigin spýtur. Þannig fór t-d-
fyrir herfylki undir stjóm Scher-
ers hersihöfðingja í Janúar 1942,
sem „beit sig fastan“ fyrir austan
Cholm og varnaði 3. sóknarher
Purkajews frekari framsóknar.
Scherer hershöfðingi og herfylki
hans voru einangraðir í 107 daga-
Á þeim tíma varð hann að svara
128 stórárásum Sowjetmenna, sem
menn hans hrundu m-a. með 10
gagnárásum og 43 gagnútrásum.
öllurn liðsforingjunum bar sam-
an um, að Scherer hershöfðingi
hafi jafnan staðið þar, sem bar-
áttan var hörðust, hann halfi allt-
af, á hvaða tfma sem var og
hvernlg sem á stóð, haft augu
og eyru opin fyrir velferð manna
sinna. í þrjá sólarhringa sam-
fleybt barst herfylkinu hvorki
vistir né hergögn né skotfæri; þá
var gripið til þess ráðs að flytja
þeim nauðþurtftir sínar loftleið-
is. Næstum því allan tfmann var
ekki um annað varnarskjól að
ræða en upphlaðna trjágarða, ó-
vinaherinn hélt uppi látlausri
skothríð úr öllum áttum. Skrið-
drekaárósimar komu í bylgju eft-
ir bylgju. Þýzku hermennirnir
höfðu svo að segja ekkert til
þess að veita sér haldgott skjól
gegn hinum geigvænlega, nístandi
kulda. Stórskotalið fjandmann-
anna hafði næstum þvf skotið
hvert eimasta hús í æpandi rúst-
Jarðvegurinn var gaddfrosinn,
þannig að hermcnnirnir gátu ekki
grafið sig niður. Það vantaði m-a.s.
hlífðarnet fyrir skotmiðunaraug-
un.
„Okkur tókst ckki að koma í
veg fyrir, að óvinimir hæfu skot-
hríð á húsin, þar sem við höfð-
um hina særðu. Þá þurftum við
að taka þá upp aftur, flytja 'þá
annað og koma þeim einhvers
staðar fyrir til bráðabirgða. En
það aðdáunarverða var, hvcrsu
margir héldu áfram að berjast,
eftir að þær höfðu orðið fyrir
banvænum kúlum, og stóðu jafn-
vcl í fremstu víglínu!“ sagði
Scherer hershöfðingi í blaðavið-
tali eftir að umsátinni var lok-
ið-
Herfylki Scherers taldi aðeine
um 5.000 manns. Af þeim féllu
1.550, 2.200 særðuist hættulega-
(Sbr. Paul Carell: UNTERNEH-
MEN BARBAROSSA (Verlag
UUstein GmbH., Frankfiurt, Ber-
lin, Wien, 1963), bls- 322, 357, 359
og 387).
OKW SEGIR FRÁ.
En ætli Þjóðverjar haíi ekki
orðið afskaplega upp með sér
af frammistöðu Soherers hers-
höfðingja og manna hans? Þeir
hafa sjál/fsagt ekki minnkast sín
neiibt teljandi þeirra vegna, en
yfiriherstjórnin lét sér samt sem
áður nægja að geta hans í örfáum
orðum í herstjórnartilkynningu
sinni hinn 6. Maí 1942, þanmig:
„Á norðurhluta Austurvíg-
stöðvanna tókst þýzkum her-
sveitum að leysa Innikróað
herfylki úr umsát með djarf-
legum, skipulega undirbúnum
árásum. Hið innikróaða her-
fylki undir yfirstjóm Scherer
yfirmajórs hafði haldið stöðv-
um sinum i harðri varnarbar-
áttu gcgn óaflátanlcgum árás-
um ofurcfldra hersvcita óvin-
anna af frábærri hrcysti síð-
an 21. Janúar 1942“.
Svo mörg voru þau orð. Engin
þjóðh'átíð- Enginn stakk upp á
að Scherer hershöfðingi yrði eft-
iranaður Hitlers.
Þjóðverjar og aðrar stríðsvanar
Evrópuþjóðir hafa enda alltaf gert
mun ó hetjum og hetjumyndum,
og menn eins og nefndur Scherer
skipta tugþúsum á meðal þeirra.
SPÁDÓMUR RÆTIST.
Það líður nú óðum að því, að
Bandaríkjamenn reki endahnútinni
á svik sín við lamghrjáða íbúa
Vietnam, eins og ég leyfði mér
að segja fyrir í stuttri blaðagrein
fyrir rúmum 3 árum (afsakið
sjálfsihóTið-). Þeir þykjast hafa
samnreynt, að einhver viður-
styggilegustu glæpaúrhrök, sem
dæmi eru til um síðan Tékkar
urðu „Frjálsir“ vorið og sumarið
1945, séu í rauninni bara „þjóð-
frelsismenn",.. „umbótasinnaðir
bændur“, og Guð veit hvað. Það
er engin hætta á öðru en að þeim
Dick, Tom og Harry verði fagn-
að vel, þegar þeir koma heim
aftur úr frægðarförinni, allir þrír,
ásamt tæpri 1 000.000 félaga sinna.
Hollywood mun síðan leggja
okkur til hetjur- J. Þ. Á.
PEUKAN
Það er enginn betri
C S23I £
j StoffedesMonats:
Die schönsten
! Webpelze
Mollig
warme
Sachen
fiirden
Winter
Zum Selbermachen
lm Rezeptteil: ...
Wild-Spezialitáten
fur Feinschmecker
10 Onrona 'tn
ÍlMlH
-.- .*n..