Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Page 2

Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Page 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 9. marz 1970 rápi með ritstjóranum Cocktail-party — menningarfyrirbrigði — Ólánsafbökun — Hinn rétti andi — í fagnaði með tryggingarmönnum og jurta- íssölum — Á Keflavíkurvelli — Einkennisföt og Loftleiða- menn — Hlálegt. Ýmislegt skemmtilegt rak á fjör- urnar í vikunni hjá ritstjóranum og víða komið við. Samband ísl. tryggingafélaga minntist 10 ára af- mælis síns með fjölmennu coktail- boði í Átthagasal Sögu (sjá úrdrátt úr ræðu Stefáns G. Björnssonar á öðrum stað í blaðinu) og var það veglegt mjög og virðulegt, eins og vænta mátti. Þar voru, að venju, samankomnir fyrirmenn í þjóðfé- Iaginu, tryggingarmálaráðherra, borgarstjóri, ýmsir bankastjórar og svo forustumenn í tryggingarmál- um að ótöldum blaðamönnum, sem oft þykja aufúsugestir í slíkum merkisafmælum. Cocktailparty eru yfirleitt skemmtileg, og öll byrja þau eins. Fyrst ganga menn hljóðir í veizlusal, nikka eða heilsa með handabandi, næst rotta þeir sig sam an, sem bezt þekkjast spyrjast al- mæltra tíðinda, ræða veðurfarið og súpa hægt og virðulega á sjúss sín- um, sletta tungu í góm og gæta þess vel, að blandan sé hárrétt. Annars er mér meinilla við þessa barnalegu og plebísku þýðingu bæði blaða og einstaklinga á orðinu Cocktail, sem íslenzka mætti með íslenzkri beygingu en hlotið hefur þau aumu örlög, að vera kallaður hanastélsfagnaður, eitt klunnaleg- asta og óhrjálegasta orð, sem enn hefur verið upp fundið, en er jafn framt vitlaust eins og vera ber. Sannleikurinn er sá, að fæstir vita um uppruna orðsins, en helzt er það talið koma úr einhverri mál- ísku hinna mörgu indíánakynþátta Ameríku, og auðvitað afbakað. Ameríkumenn hófu notkun þessa orðs í sambandi við eftirmiðdags- samdrykkju, en síðan varð það að alþjóðaorði, líkt og taxi. En hvað um það. Eftir nokkra cocktail-a verður lundin léttari og þar sem áður ríkti hálfgerð þögn og vand- ræðamennska verður brátt f jörlegur kliður og lifandi samtöl, kátlegar sögur og oft ansi skemmtilegar, einkum eins og í þetta skipti, þeg- ar kvenfólkið er fjarverandi. Cock- tail-samkundur, eru skemmtileg tilbreyting í daglega lífinu. Venju- legur tími er milli 5—7, og engin ttVor undir vœngium** Vorlcekkun Til móts víð vorið Vorið er að koma suður í álfu og Loftleiðir bregða ekkf vana sínum en bjóða nú: frá 15. marz til 15. maí hin lækkuðu vorfargjöld til fjölmargra staða í Evrópu. Fljúgið með Loftleiðum til móts við vorið og njótið hinnar rómuðu þjónustu um borð í Loftleiðaflugvélunum. Fjöldi þeirra fslendinga, sem nota sér hin lækkuðu vorfargjöld, eykst með ári hverju. Loftleiðir fljúga til: Oslóar - Kaupmannahafnar - Gautaborgar - Glasgow - London og Luxemborgar, en selja jafnframt framhaldsferðir með flug- félögum á öllum flugleiðum heims. Og enn sem fyrr geta farþegar notið hinna hagkvæmu greiðslukjara Loftleiða: FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenri um land allt veita upplýsingar og selja farseðla. OFTLEIDIR hæfa að „framlengja" þau, eins og oft vill verða hjá þeim, sem lítt kunna til veizlusiða og telja þessi mót drykkjusamkundur eða að það merki nízku eða kotmennsku að hætta að veita frekari drykki undir klukkan sjö. Allt betra fólk þakkar fyrir sig um sjö-leytið og hverfur á brott, þótt lýðurinn drekki veniu lega meðan eitthvað fæst í glösin. Er þetta hinn mesti ósiður. Þetra var eitt af þeim partýum, sem allt var til sóma enda reyndir menn samankomnir, sem ekH þurftu að byrgja sig upp „fyrir kvöldið". í vikunni kölluðu forustumenn Kjöriss blaðamenn á sinn fund í Snorrabúð Loftleiðahótelsins. (Sjá frásögn annarsstaðar í blaðinu) Þarna voru aðeins blaðamenn og stjórn félagsins og framreiðslan með nokkuð nýstárlegu móti. Þetta var hið herlegasta gildi, því undir ræðu fyrirsvarsmanns fyrirtækisins voru framreiddar fjölmargar teg- undir íss þ. e. jurtaíss, geysilega girnilegur og ljúffengur réttur, en síðan kaffi og meðlæti. Flestir þekktust og gamanyrði fuku, eink- kum um það viðhorf að hér væri megrunarís á ferðinni, líkt og jurtasmjörlíkið, eða hvort hér væru réttir, sem átilokuðu hjartasjúk- dóma eða aðra „innvortis" vosbúð. Þetta er merkileg nýjung í ísfram- leiðslu, sem eflaust á eftir að ryðja sér til rúms. Eg sný ekki aftur með það, að mikið lifandis skelfing tekst íslend- ingum alltaf eða oftast illa, þegar einkennisföt eru annarsvegar. Eg átti leið á Keflavíkurvöll í vikunni, og snæddi á hótelinu þar hádegis- verð. Afgreiðsla þar er með ís- lenzk-amerískum blæ, ei.nskonar annars flokks cafteríu-stíll, en þar éfa ýmsir starfsmenn flugs, hlað- menn og aðrir starfsmenn Loftleiða, sem bera einkennisföt. Þarna voru ekki flugmenn sjálfir, né heldur flugfreyjur, sem ég undantek, held- ur aðrir embættismenn félagsins. Og kurfslegri menn hef ég Iengi ekki séð, af þeim, sem bera uni- form. Það þarf vissa reisn, einhvern mannsblæ til að bera lagleg ein- kennisföt. En þegar þessir menn nudduðu sér í matsalinn, jakkar frá hnepptir, rasssíðar buxur, lítt press- aðar og auðvitað hendur grafnar niður á pung, þá fannst mér sjarm- inn og sexapílið heldur hverfandi. Að hnussast milli afgreiðsluborðs- ins og matborðsins, í hlykkjum, er ósköp leiðinlegt enda virtist þeim bölvanlega við að þurfa að draga hendur vir vösum til að bera snarl- bakka sina milli þessara tveggja á- fangastaða. Það er viss kúnst sem verður að fylgja einkennisfötum. Lögreglan komst að því þegar Agn- ar Kofoed stjórnaði henni, flug- menn þekkja það og flugfreyjur ganga upp í því. En þetta fylgir ekki öðrum embættismönnum flug félaganna. Síður en svo. Afgreiðslu- salir flugvélanna sanna það bezt, brúnir skór og fráhnepptir jakkar, laus bindi og einhver losarabragur og kæruleysis á öllu saman. Árang- urinn er sá, að mannagreyin verða hlægilegir, einskonar ólarmagga- donar með gylta hnappa. Eflaust á þetta að tákna frjálslyndi eða jafn- vel andúð á styrjöldum!!! Félögin ættu að krefjast þess, að starfsfólk- ið bæri einkennisklæði þeirra eins og menn, en ekki lubbar. Sjáið er- lendu flughafnirnar. io.i9.toíoo« Kvikmyndir Framhald af 8. síðu. allan sólarhring: i, milli léttra ginsjússa, og hefur haldið við sæta- brauðsdrengi sólarlandsins, eftir beztu getu. En Frankie er ekki á þeim buxurium, konur, segir Frank, eru góðar til síns brúks, en menn verða að Iifa á einhverju öðru, ef þeir vilja halda sjálfsvirðingu sinni. Rita, kona Kostermans hins auð- uga, er næsta nervös í skapi, líkt og pró.. j'.'rsmc f,okkanna þessa dagana. Hún pantsetur fjölskyldu gulldjásnið, 500 þúsund dollara virði, eins og glerperlur væm, og tekur nú þá ^jálfsögðu ákvörðun að skjóta fyrrverandi bónda sinn, svo hún geti notið manns síns og milljónanna í friði. Þetta er skilj- anleg hugmynd, en svo óheppilega tekst til, að hún er rétt búin að drepa Frankie í misgripum, en Frankie er nú einu sinni þeirrar skoðunar, að betra sé að standa aft- an við byssuhlaupið en horfa í gapandi kjaft spúandi skammbyssu. Óvinir sitja þó enn á fleti fyrir og drekkja gullsmiðsræfli, sem var í vinnu hjá þeim í baðkeri. Frankie her r grun heimsækir óvinina, sem taka hann til fanga og heimta næluskrr nn eftir að hafa barið Frankie illyrmislega Frankie á ekki annars úrkosta en skjóta þá báða — í sjálfsvörn. Þegar hér er komið em skrokkarnir að verða í meiri- hluta og eiginlega óvíst um úrslit. En í Iokin lagast þetta allt saman. Jill St. John lofar að fara með honum í smátúr á bátkrílinu þegar allt er um garð gengið, en svíkur. Samvizkan hefur gripið hana og hún og er farin &ð elska gamla eig- inmanninn sinn aftur og þau ætla að skreppa niður í karabískahafið til að púrra upp á gamlar ástir. Frankie siglir sinn sjó í þess orðs beztu meiningu. Mynd þessi er ein af þessum ágætu og skemmtandi reyfurum, sem við sjáum of lítið af. Orðaköst Sinatras og meðleik- aranna eru gamlar klichíur, sem flesdr þekkja, en þó sagðar á skemmtilega kærulausan hátt. Þetta er ein af fáum myndum vestræn- um, sem hvorki fjalla um þjóðfé- lagsvandræði né skreytir sig algóð- um blökkumönnum. Mynd, sem ég veit að allir hafa gaman að, enda vel þess virði. — A.B. Prófkosningar Framhald af 1. síðu og óheilar persónur nái þar nokkru áleiðis í rógi og illvilja. Óánægja undaníarandi ára hef ur sízt minnkað meðal kjós- enda og þeir aðilar, sem nú eru hátt settir í börgarstjórn, eru orðnir að nægu óþykkju- efni, þó ekki spyrjist út um þá sá einstæði lúaháttur, sem þegar hefur séð dagsins Ijós. Sjálfstæðisflokkurinn og Reykjavík eru ekki einkafyrir- tæki og hinn almenni kjósandi krefst þess, að í þetta skipti fái hann nokkru um ráöið hverjir verði fulltrúar hans hér í höfuðvíginu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.