Mánudagsblaðið - 09.03.1970, Page 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 9. marz 1970
Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Aguar Bogason.
Slmi ritstjómar: 13496- — Auglýsingasimi: 13496.
Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Prófkjör eða
gamanmál
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli kjós-
enda hans. Þetta er í fyrsta skipti, sem hinn almenni kjósandi
hefur fengið nokkru að ráða um val frambjóðenda og hyggja
margir á að nýta sér þessa nýung. Það kann að hafa verið
ofsagt hér í síðasta blaði, að fáir væru til nefndir, sem væru
undir þrítugu. Stafaði það af vanþekkingu og athugunarleysi.
Hinsvegar er þó hér farið í þær öfgar, sem gera prófkosning-
arnar að einskonar viðrini. Flokkurinn hefur farið út í hreina
vitleysu er hann tilnefndi unglinga, rösklega tvítuga, nem-
endur, hljómlistarmenn og annan unglingalýð, sem mögulega
frambjóðendur eða fulltrúa. Sá tækniski möguleiki er fyrir
hendi, að einhver þessara unglinga næði einhverskonar fylgi
og yrði þá, samkvæmt leikreglum, að koma honum á listann.
Þetta er fjarstæða og flokknum hollast, að hafa ekki borgar-
málin að fíflskaparmálum eða glettingarmálum almennt.
Ungir menn eiga að hafa hlutdeild í flokknum. En algjörlega
reynslulausir krakkar, i skóla eða vart komnir yfir tvítugt eiga
þar enga ábyrgðarstöðu að hafa. 011u öðru máli skiptir um
menn, sem náð hafa t.d. 25 ára aldri eða árum þar yfir. Flokks
stjórnin virðist hafa farið úr einum öfgunum í aðrar. Margir
þeir, sem skipa prófkjörslistana hvort heldur í Reykjavík eða
Hafnarfirði, eiga þangað ekki erindi enn, og ætti því að vera
tómt mál um að tala, að hleypa þeim'lnn rhéðal fólks, sem al-
mennir kjósendur eiga að velja um. Það er meiri alvara en svo
í málum borgarinnar, að svpaa ggman|eiki|iverði þolaðir og
mætti flokkurinn vel athuga, að nóg er óánægjan, þótt for-
ustan hafi ekki hana að gamanmáli.
„Innrás" Japana
á meginland Asíu
Minnimáttarkennd — Auðævi — Kyn-
órar — llla liðnir ferðalangar
Japönum hefur tekizt að selja
heiminum næstum allt frá transis-
tor-radíóum upp í heilar stálverk-
smiðjum, allt nema sjálfa sig. Ein-
hverskonar stormur — „hötum
Japana" — eins og þeir kalla það
í Tókíó, hefur verið að myndast
í Asíu, jafnframt því, sem stækk-
andi fylkingar japanskra kaupsýslu-
manna og túrista hafa vaðið yfir
álfuna. „Einu sinni var það ljóti
Ameríkaninn, sem hér bar mest á",
segir japanskur blaðamaður í Ban-
kok, „nú er það Ijóti Japaninn".
Og allstaðar sem hann fer fylgja
honum mútur, baktjaldagreiðslur,
dumping-viðskiptakerfið, golf og
kynóravitleysur.
Japanir eru að framleiða stál í
Malasíu, bora eftir olíu undan
strönt Indónesíu, framleiða bif-
reiðar í Filippseyjum og setja sam-
an sjónvarpstæki í Taivan. Hálf
milljón Honda, Yamaha og Suzuki
mótorhjóla þeytast um götur Suð-
ur-Víetnam, og lítil Sony radíó
eru allsstaðar. „Fólkinu finnst að
það hafi orðið fyrir innrás", segir
Bunchana Atthakor, viðskiptamála-
ráðherra Thailands, „en í þetta
skipti viðskiptalega". Önnur lönd
Asíu eru óróleg og vegna hraðans,
stærðarinnar og kostnaðar innrás-
arinnar. Þau hafa tilhneigingar til
þess að gera lítið úr eða skipta sér
ekki af vaxandi hjálp Japans á
þessum svæðum. Tókíó-stjórnin
greiðir 1,5 billjónir dollara í stríðs-
skaðabætur og hefur lagt fram 220
milljónir dollara í þróunarbanka
Asíu og hefur lánað Wórld Bank
100 milljónir dollara. Erlend að-
stoð Japans, en mestur hluti henn-
ar gengur til Asíulanda, nemur 1,4
billjónum dollara á þessu ári og
ganga þeir næst aðstoð Bandaríkj-
anna, sem nemur 1,8 billjónum. Á
síðasta ári seldu Japanir bíla, vöru-
bifreiðir og vélakost fyrir 4,6 bill-
ónir dollara til Austur Asíu landa,
en eyddu aðeins hálfri þeirri upp-
hæð til kaupa á timbri, maís og
öðrum hráefnum.
Hinum heitu og sofandi borgum
Asíu finnst, að Japanir hafi fært
hið hraða og óróasama Iíf Tókíóar
til sín og það er að kæfa þá. „Eng-
inn getur keppt við japanskan sölu-
mann", segir kínverskur kaupsýslu-
maður í Taivan", ef þeir klára ekki
að ræða kaupmennsku á daginn, þa
ræða þeir viðskipti á nóttinni".
Malaiskur kaupsýslumaður kvartar
biturlega — „Alltaf þegar við seg,-
um Japönum, að verðið hjá þeim
sé ekki rétt, þá hafa þeir skyndi-
lega gleymt enskunni sinni og Iát-
ast ekkert skilja".
Stundum kemur fyrir, að þessi
viðbrögð eru ávöxtur leiðinda
reynslu; oftar þó sýna þau einungis
öfund í garð japansks dugnaðar og
skipulags. Mitsui, geysilega stórt
japanskt firma „er liprara að sanka
ali sér upplýsingum en CIA", seg-
ir einn stjórnarfulltrúi í Singapore.
„Þeir senda 20 menn til að at-
huga fjárfestingar. Þeir Iesa allt og
skrifa allt niður — jafnvel skopið,
sem sagt er á fundunum". Japanir
eru frægir fyrir það, að taka á sig
stórtap til þess að vinna markaði
— sem er ástæðan fyrir því, að
Framhald á 5. síðu
Franco — bjargvættur gymnga
•’.ríwfc..... • j .:tuT
— Óvænt sönnunargögn frá USA - Barg 60 þúsundum
Kaupsýslumenn
eða þjófastétt
Kaupsýslumenn hafa undanfarnar vikur setið undir einni
svívirðilegustu árás, sem um getur í sögu þeirra. Blað komm-
únista, Þjóðviljinn, hefur beinlínis og grímulaust kallað þorra
þeirra þjófa og yfirgangsmenn, sem til alls sé trúandi. Til
þessa hafa kaupmenn ekki verðskuldað slíkt aðkast. ( heiid
er þetta heiðarleg stétt, sem á margan hátt hefur orðið fyrir
ómaklegum árásum. Innan hennar eru ekki aðeins kunnir held-
ur vel virtir borgarar, sem ekki mega vamm sitt vita. Þjóðvilj-
inn fullyrðir, dag eftir dag, að meirihluti þessa fólks séu þjófar
eða braskarar og skiptir litlu í daglegu máli hvor nafngiftin er
við höfð. Innan kaupsýslumanna eru margir kommúnistar,
sem veita stórum fyrirtækjum forstöðu og „græða á tá og
fingri", enda flestir umboðsmenn fyrir ríkisfyrirtæki í ýmsum
kommúnistaríkjum. Má vera, að Þjóðviljinn eigi við þá, þegar
hann talar um „fáar heiðarlegar undantekningar" frá þjófa-
hópnum. Menn, sem stela hvort heldur söluskatti, eins og
blaðið fullyrðir eða öðru, eru þjófar. Það er undarlegt, ef
kaupsýslumenn ætla að sitja þegjandi undir þessum ásök-
unum. Ef þeir meta eigið mannorð ekki meira en svo, þá er
þeim mátulegt, að allur almenningur trúi ásökunum blaðsins.
Ef þeir, hinsvegar, hafa snefil af sjálfsvirðingu, þá ber þeim,
að krefja blaðið sagna, ella refsa því og flokknum, eins og
þeim þykir hentast. Það er aðeins hægt að refsa kommum
á einn hátt, og kaupsýslumenn vita fullvel hvaða ráð eru
þeim handhægust.
Það er nú aldarfjórðungur
síðan sex miljómjum gyðinga var
útrýmt í fangabúðiuim nazista á
stríðsárunum. Þetta er sikoðun
gyðin-ga sjálfra, en dregin mjögí
efa af síðari tíma mönmuim. Enn
skyggir þessi atburður á mann-
orð manna eins og t.d. Píusar
páfa XII, FranMins D. Roose-
velts og annarra heimsleiðtoga
þeirra tíma. Nú er svo komið að
vellmetinn raibbi í Bandaríkjun-
um hefur birt undraverðar sann-
anir um það, að tugum þúsunda
gyðinga hafi persónulega verið
bjargað af mjög ólíiklegum bjarg-
vætti, sjálfum Generalliissimo
Francisco Franco, sem í mörg-
um öðrum tilfellum var allná-
inn samstarfsmaður Hitlers. „Ég
hefi fuillkomnar sannanir, að
Franco bjargaði meira en 60.060
Gyðingum í heimsstyrjöldinni
síðari“, segir Chaim Lipschitz,
rabbí frá Brooikilyn „og enn eru
rannsoknir mínar eikiki fullkomn-
ar“.
Til að færa sönnur á miáfl sitt
ræddi Lipsohitz við leiðtoga
gyðinga í Madrid og Baroelona,
rannsakaði skjöl spönsku stjóm-
arinnar frá styrjaldarárunum, og
las gaumgaeifilega slkýrslur frví
stríðsárunum. „Sögumar um það
hvemig Franco gekk úr vegi til
að bjarga lífi gyðinga eru
stórkostlegar“ segdr hann. Ein
af dramatískari sögum um hvem-
ig Franco fókk Hitler til að
miakka rétt er um upphri-ngingu
Francos tiil Hitlers 8. jan. 1944
Leiðtogi Spánar krafðist þess, að
1.242 gyðingar, sem útrýmia átti
í Bergen-Belsen fangabúðunum,
yrðu látnir lausir til Spán-ar. —
Mánuði seinna komu gyðingam-
ir, sem margir voru grfskir, yfir
spönsku landaimærin og Franco
tók persónulegia á móti þeim.
„Þegar þeir sögðu Franco, að
nazistar hefðu gert eigur þeirra
upptækar”, segir Lipschitz
„hringdi hann aftur í Hitler og
kom því til leiðar að eignum
þeirra var skilað“-
Lipschitz prestur segir, að
umhyggja Francos fyrir júðum
sé lengra sótt en til styrjaildar-
áranna. 1 október 1923, þegar
Franco var 30 ára og yfirmað-
ur spönsku útlendingahersveitar-
innar í Marokkó, þá rigndi yfir
spönsku stjómina kröfUm frá
honum um að hjálpa þúsunduim
af Sepharic-júðum — afkom-
endum spánskra gyðinga og
portúgalskra, sem flutt höfðu til
Marokkó. Vegna þeirrar áherzlu,
sem Franco lagði þá á málefni
gyðinga, þá áfcvað spánsfca
stjómin árið 1924, að ailir Seph-
ardiskir júðar ættu rétt á
spönskum borgararétti ef þeir
æs-ktu þess.
Sem fyrirsvarsmaður spönsku
stjórnarinnar á sitríðsárunum
notfærði Franco sér þessi lög til
að gefa gyðingum þeim, sem ótt-
uðust urn líf sitt s-pönsk vega-
bréf, ti-1 að komast frá Bvrópu
og Norður-Afríku. Flestir notuðu
pappírana sína til að flýja bein-
ustu leið til Bandarikjanna, S-
Aimerfku eða Palestínu, þótt
sumir þeirra færu um Spán á
leið sinni til þessarra landa.
Ekki voru þó allir þeir gyð-
ingar, sem þjargað var, af Seph-
ardiskum kynþætti, segir Lipsch-
itz, sem er sannfærður um að
Franco hafi reynt að bjarga öll-
um júðum án tillits til forfeðra
þeirra. Franco skipaði sendi-
ráðum sínum í Evrópu, að spyrja
einskis, þegar Gyðingar sóttuum
vegab-réf, auk þess, sem spönsk-
um laindiamiæravörðum var fyrir-
skipað að hleyp-a Gyðingum yfir
landamærin tafairlaust.
Leiðtogar Gyðinga á Spáni
samþykkja niðurstöður Lipschitz
„Það voru margir Rosenbergs,
Mendeibaums og Meyersons, sem
fenigu spönsk vegabréf" segir yfir-
prestur júða á Spáni, Carlos Ben-
a-rroch, sem ieggur áherzlu á, að
þeir hafi ekki aJitir verið afSep-
hardískum uppruna Og Carios
Tayvy, ritari Gyðingasamfélags-
ins í Barcö'.ona minnist þess,
hvernig þúsundir af ræfilslega
klæddum júðum hafi komið yfir
landamærin í Pyrenea-fjölluan,
sem skilja miRi Frakklands og
Spánair. „Enginn þeirra“, segir
Talvy, „hafði pappíra”.
Hversvegna hafði Franco svona
miklar áhyggjur vegma júðamna?
Lipschitz sjállfur er ekki viss.
Það gæti verið, segir hann, vegna
hins gaimíla, en ósannaða orð-
róms, að gyðingaib-lóð renni í æð-
um Francos, frá forfeðruim móð-
ur hans. Bða það getur líkaver-
ið að hann hafi haft áhuga á
að bæta fyrir hinn skyndálega
brottrekstur gyðinga frá Spáni
1492. Ef til vill réði mannúðin
ein þar um. Hver sem ástæðan
kann að vera, segir Lipschitz, —
„þá er tími til kominn, að ein-
hver þaikkaði Franco“.