Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið rr f Mánudagur 29. júni 1970 ÚR SÖGU LANDS OG LYÐS „Guð lætur ekki zi sér haeða" Á vorfáma (milli 1820—25) bar svo við, að formenn nokkrir a Sigtanesi nyrðra voru, þegai- langt var liðið á vorvertíð þeirra, é gamgi milluim búða niður á tanganiuTn að tala um aflablögð sin uim vorið. Pannst það á mörgum, að þeim þóttu hlutir sínir með miinna móti orðnir, einfoum einum, sem hét Jón og var Bjarnason; hainn átti heinia í Hrísey. Undanfarin ár hafði hann aflað með þeim beztu, en nú aðeins fengið meðailMut. Hann kvað svo að orði, að guð hefði séð til að slkamimta sér í vor. Orð þessi mælti hann með hálfkærings hæðnissvip og mál- fari og eins konar óviðfeMdnu kuldabrosi. Piltur einn ungur stóð við búðarvegg, þar sem mennirnir gengu fram hjá, og gáfu þeir honum engan gaum, en hann heyrði tal þeirra og at- kvæði Jóns, og reis honum hug- uir við að heyra það. Skömirnu síðar komu vefrtíðarlokin. Fór þá hver heim til sín; eins gjörði og Jón. En strax og hann var heim kominn, tók hann svo mikið gigt- armein í mjöðminni, að hann lagðist í rúmið og lá lengi nær dauðvona. Mjöðmdn og lærið hol- gróf allt með beini. Hann fékk góða læknishjálp. Vorið eftir k<jara> •satmd fpiHurinm f rHrfsey é bæ Jóns, og lá hann þá enn rúminu, aðeins málhress, en mjög torkennilegur. og svo lá hanVt * bað'' 'sumar Loks ko<mst! Jón til heilsu, en lifði þó við ör- kumsl; mijöðmina og lærið dró saiman og hnýfcti, svo föburinn þeim megin varð mikið styttri en hinn, og varö Jón því að hökta við hækju, ef hann vildi eitthvað fara. Mun hann og sáðar ekki hafa verið formaður við hákaria- veiðar á Siglunesi. Þótti piltinum sem hér hefði bað sannazt, „að guð lætur ekiki að sér hæöa". Formenn á sandi Fyrrum og langt fram á þessa öld var edn hin bezta fiski- og verstaða undir Jökli, bæði í Dritvík, á Hjallasandi og annars staðar, og sóttu menn þangað til sjóar hvaðanæva af landinu. Var þá oft miannmiairgt undir JöMi á vertíðum og misiafn saiuður i mörgu fé, þar sem sjómennirnir voru, og munnsöfnuður og sið- ferði í verbúðunum stundum heldur en ekki krumfengið. Sagt er, að sjómenn á HjaJlasandi hafi þó verið einna gálauslegastir um orðbragð sitt og að formenn þar batfj jafnvel verið hættir að lesa sjómannaíbæn eða ýta i Jesú nafni, sem þó er annars aísiða, heldur hafi þeir jaínvel verið farnir að ákalla þann, er verstur þykir alJra, þegar þeir reru frá landi eins og segir í bögunni: Formenn á Sandi brölta frá landi bölvandi hrópa og kalla á háseta ailla: Flýttu þér, fjandi! Er eins og mönnum út í • frá hafi ekki démað að þessum munnsöfnuði og ætlað, eins oíí von var, að hann miundi ekki gé,'ðrt,,lukku stýra. -íftda hefiu.:-, suimiuim ekki þótt það einleikið hvernig fiskur hefur nú á síðari tímuim lagzt frá undir Jökli, 02 é? það trú sumira maima, að nogú mikið miuni hafa verið gjálífið þor í veiðistöðuinum fyrrum. Kálfatindur Efsti tindux á Hornbjargi á Ströndum heitir Kálfatíndur, og er nafnið svo til komið. að frændur tveir bjuggu á Horni, næsta bæ við Hombjörg. Var annar páfatrúanmaður, en hinn hafði tekið Lútherstrú og þrætt- ust mg'ög um það, hvor trúin væri betri, því hvor hólt með sinni trú. Kom þedm, svo að lokum á- samt um, að þeir skyldu reyna kraft trúar sinnar. Þedr frændur áttu báðir afldkálfa, og með þá fóru þeir upp á efstu gnípu bjargsins og beiddiust þar fyrir. Sá, sem hafðd Lútherstrú, beiddi guð þríeinae að bjarga kálfi sín- um, og hinn beiddi Maríu mey og alla helga menn að varðveita kálfinn sinn. Var svo kálfunum báðum hrundið ofan fyrir bjarg- ið. En þegar að var komdð, var kálfur þess, sem Lútherstrú hafði. lifandi og var að leika sér i f jör- unni, en hinn var horfinn, svo ekki sást eftir af honum nema bióðslettur einar. Játaðd þá páfa- trúmaðurinn, að Lútherstrú væri betri, og snerist til hennar. Síðan heitir þar Kálfatindur, sem kálf- unum var hrundið fram af. Séra Hallgrímur Pétursson Sú sögn er um HaHllgrím prest, að hann kvað tófu dauða, og stóð svo á því, að tófa lagðist á fé manna í sveitinni, og var það hinn mesti bitvargur og kallaður stefnivargur og varð ekki unn- in með nokkru móti. Einn sunnu- dag, er prestur messaði og stóð ailsterýddur fyrir aitarinu. leit hann út um kórgluiggann og sá. hvar tófa var að bíta kind. Varð honum það þé, að hann gleymdi hvar hann var staddur, og hvað: „Þú, ficm bítur bóndans fé, bölvuð i þér augun sé; stattu nú sem stofnað tré stirð og dauð á jörðunne." Þetta reið lágfótu að fulliu. En af því að Hallgrimur hafði var- ið skáldskapargáfu sinni svo illa og það í miðri þjónustugjörð- inni, mdssti hann gáfuna með öllu, þangað til hann iðraðdst þessajrar yfirsjónar og hét þvf fyri rsér, að hann skyldi yrkja eitthvað guði til lofs og dýrðar, ef hann véitti sér gáfuna aftur. Leið svo og beið, þangað til ucn haust eitt eða veturinn fyrir jól. að fara átti hengja upp ket i eldhús. Var vinnumaður hans að því, og fór hann up á eld- húsbitann og sedldist þaðan með ketið upp á rárnar. Enginn var til að rétta vinnumianndnum krof- ið nema prestur.. Þá segir prest- ur: „Tailaðiur nú eitthvað til mín, Sp 3 Þjóðsögur Mánudagsblaðið því nú finnst mór gáfan vera að koma yfir mig." Maðurinn segir þá: „Upp, upp", og átti við það, að prestur skyldi rétta sér upn fallið. En þau orð er sagt, að Hallgrímur notaði í fyrsta versis i fyrsta Passíusálminum, sem hann fór þá að yrkja og byrjar svo: lipp, upp mín sál og allt mitt geð. Þó segja aðrir svo frá, að hann hafi verið búinn með tvo fyrstu sálmana, þegar hann kvað tófuna dauða, og hafi hann notað þessi orð vinnumiannsins í 1. versi í 3. sálmi, sem svo byrjar: Enn vil ég, sál mín, upp á ný upphaf taka á máli þvi. Og þykir það benda til þess, að eitthvert hlé hafi orðdð á milli þess hann kvað tvo fyrstu sálm- ana og Hinn þriðja,: og segja surnir, að þetta olli. En aðrir segja, að Tyrkja-Gudda, kona hans, sem ávaíllt þótti nokkuð blendin í trú sinni, hafi átt að fela eða brenna fyrir honu/m handritið, er tveir fyrstu sálm- amir voru btinir, og hafi það fengið svo mikið á hann, að hann hætti þá við uim hríð, en byrjaði aftur á þdrðja sálmi eftir nokkurt mallibil. Sú saga er höfð eftir Vigfúsi prófasti Jónssyni í Hítalrdail, að einn vetur biti refur sauðfé fyr- ir presti, og vannst ekki, þó til" þess væri leitað. Gudda talaði oft um það tjón, sem dýrið gjörði, við mann sinn með beizkju mikilli og geðofsa, því hún var skapstór mjög og ólþýð . í lund. Vítti hún séra HaHJgrím og sagði, að það sæd ekki á, að hann væri kraftaskáld, þar sein hann gæti ekki fyrirkomdð ein- utn ref. Prestur þoldi lengi vél frýjuorð hennar, þangað til eitt, kvöld, sem Gudda var frajmmi í búri að hræra flautir, að þar kom inn skoHatófa til hennar, settist fyrir fraranan flautakerald- ið, geispaðd áimótlega upp á prest- konuna og datt sdðan dauð aftur á bak. Við það brá Guddiu svo, að hún leið í óvdt og lá svo, til þess einhver heimamanna kom sð henni. Eftir það létti af bítn- um, enda er sagt, að Gudda hafi aldred skapraunað manni sínunr eins eftir og áður. Þó er það i frásögur fært um' hana, að éinu sinni léti hún rifa hris og. Qytja heim á sunnudegi, meðan prestur embættaði. En þegar hann kom úr kirkju, gekk hann að hris- kestinum og í kringum hann. Lysti þegar eidi í köstinn, og brann haran upp til kaldra kola. Er svo að skilja sem í kestinuim; hafi kviknað fyrir bænastaö prests, svo hafi hann verið bæn- heitur. • Auglýsið í Mánudagsblaðinu Höfum fyrirliggjandi frá hinu |>ekkta norska fyr- irtæki ELCESÆTER appelsínu- og jarðaberjasafa á I-V2 liters plastbrusum. Mjóg hentugt til ferða- laga. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H.F. Borgartúm 33, Sími: 24440. PAN EL Hinar vinsælu þiljur fást nú í eftirfarandi tegundum: Wenge Oregon Pine Palisander Alm Eik Furu Einnig spónlagt hilluefni og skilrúms- veggir. ÁSBJÖM ÓLAFSSON H.F. Vöruaígreiðsla Skeifunni 8.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.