Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 7
\ Mánudagsblaðið Mánudagur 29. júní 1970 Atlagan gegn þjóðaréttinum Framhald af 8. síðu. erna, verið undirbúin og skipulögð á ráðstefnum æðstu forustumanna — en það gerðu Bandamenn á ekki færri en sjö ráðstefnum alls —, síðan staðfest með milliríkjasamn- ingum, og að lokum framkvæmd eins rækilega og skilyrði framast leyfðu. Slíkt gerist fyrst í samvinnu lýðræðissinna og kommúnista. Og þá fyrst, þegar skilyrði voru tæmd, reyndist ekki lengur vera umtals- verður grundvöllur fyrir frekari samvinnu. En það er hreint ekki víst, að þau samvinnuslit muni reynast síðari kynslóðum neitt sér- stakt harmsefni. BLYGÐUNARLEYSIÐ AFHJÚPAÐ AF FLJÓTFÆRNl Á meðal bræðralagið stóð með blóma, hafði enginn hlutaðeigandi ástæðu til að kvarta út af skorti á gagnkvæmri velvild og vakandi skilningi. Síðasta ráðstefna Banda- manna til undirbúnings „regluleg- um, löglegum rétarhöldum" á und- an fjöldamorðunum á Ieiðtogum Þjóðverja, sem fram fór í London dagana 26.' Júní — 8. Ágúst 1945, er órækasmr vitnisburður um það. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna ber þakkir fræðimanna, einkum sál fræðinga og sakamálasérfræðinga, svo og auðvitað sagnfræðinga, fyr- ir að hafa gefið ítarlega og, að því ér 'bezti'Vötður séð, traustvekjandi innsýn í það, sem þar var brallað. Eg á hér við ,JThe Report on the International Conference on Mili- tary Trials, London 1945", útgef- andi: The United States State De- partment, Washington 1949, sem ég hefi getið að nokkru í tveimur síðustu greinum mínum. Af skýrslu þessari verður ljóst, ef einhver skyldi hafa efazt, með hversu blygðunarlausum óhemju- skap Iögspekingar lýðræðis og kommúnista gengu í skrokk á al- þjóðalögum, þjóðarétti, refsilöggjöf og yfirleitt öllum þeim háleitustu réttarverðmætum, sem siðmenning- arþjóðir Evrópu og Ameríku höfðu leitazt við að tileinka sér og full- komna í viðstöðulausri viðleitni sinni til þess að þroska með sér sem misfellulausasta sambúðar- hætti skyngæddra þjóðfélagsþegna annars vegar og ábyrgra, fullvalda ríkja hins vegar. Ef þessi skýrsla hefir ekki verið birt af einskæru fljótræði ellegar þá að Bandaríkja- stjórn hefir verið upp með sér af ó- sómanum — það voru aðeins liðin fjögur ár frá dómsmorðunum í Niirnberg, þegar hún kom út —, þá verður ekki í fljótu bragði kom- ið auga á aðrar ástæður fyrir útgáf- unni, sem hlýtur því að verða full- komið undrunarefni og eitt af bezt varðveittu ríkisleyndarmálum Bandáríkjanna. FÍNIR MENN Á FUNDI Ráðstefnuna sat einvalalið eins og nærri má geta. Það var þannig skipað, og af því má gjörla ráða, að þar fóru engir meðalmenn: Af hálfu Bandaríkja Norður- Ameríku: Robert H. Jackson, hæstaréttardómari, sérlegur fulltrúi Harry S. Trumans, Bandaríkjafor- seta, ásamt tíu aðstoðarmönnum. Af hálfu Stóra-Bretlands: Sir David Maxwell Fyfe, yfirsaksóknari brezku krúnunnar, Sir WiIIiam Jowitt, dómsmálaráðherra, og ellefu aðstoðarmenn. Af hálju Frakklands: Robert Falcon, áfrýjunarréttardómari, André Gros, prófessor og þjóðrétt- arfræðingur, og tveir aðstoðarmenn. Af hálftt Sowjetríkjanna: Iola T. Nikitsjenko hershöfðingi, varafor- seti hæstaréttar Sowjetríkjanna, og tveir aðstoðarmenn. Auðvitað voru skoðanir að ýmsu leyti skiptar í fyrstu um það, hvern- ig sniðganga bæri og brjóta ákvæði gildandi laga á heppilegastan hátt. Það voru aðallega fjögur atriði, sem ullu teljandi töfum, fjórar spurningar, er varð að fá svarað, þannig að viðunandi gæti talizt, þ. e. þessar: „1. Hvernig á rétturinn að bregðast við, ef hintr þýzku verjendur koma fram með, að önnur ríki hafi einnig háð árásarstríð og gerzt sek um stríðs- glæpi? 2. Hvernig er hægt að ákæra og dæma menn, þrátt fyrir að þeir hafi ekki framið nein refsiverð afbrot? 3. Gæti ekki hugsazt, að stjórnmálamenn þeirra ríkja, sem nú búast til að fella dóma, yrðu einhvern tíma í framtíðinni sóttir til ábyrgðar sjálfir með sama rétti og dæmdir eftir sömu lögum? 4. Hvernig standa sakir með loftárásir á íbúðahverfin og varnarlausa, óbreytta borgara?“ Jackson og Nikitsjenko hafa lag á að slétta úr öllum hrukkum. Þeir reynast hafa alveg einstakt lag á að eyða ótta og hiki samverkamanna sinna. Um þetta leyti var London krök af flóttafólki frá Eistlandi, Lett- landi, Litháen og Póllandi. Það var sérstaklega úr hópi þessa fólks, sem hafðar voru uppi mótbárur gegn aðild sowjetmenna að væntanlegum dómum. Höfðu Rússar ekki gert innrás í Pólland árið 1939 alveg eins og Þjóðverjar, höfðu þeir ekki auk þess hafið tilefnislaus árásar- stríð gegn Finnlandi og nágrönnum þess, hinum Eystrasaltsríkjunum, höfðu þeir ekki líka gert sig seka um hroðalega stríðsglæpi? Yfirmorðfræðingur Breta, Sir David Maxwell Fyfe, talar utan að þessum spurningum: „Við höfum upplýsingar þess efnis", segir hann, „að Þjóðverjarn- ir muni ætla sér að halda því fram, að hertaka Noregs hafi verið sjálfs- varnaraðgerð. Eg býst við, að það myndi valda okkur talsverðum erf- iðleikum. Það er atriði, sem ég hefi miklar áhyggjur af.” Hér hyggst Nikitsjenko koma vini sínum úr vanda. Einnig hann gerir sér hættuna ljósa: „Myndi sú spurning yfirleitt koma til úrskurðar fyrir réttinum? Þar sem Þjóðverjar hafa ráðizt á Noreg, verður dómstóllinn einfald- lega að taka þá staðreynd gilda." Sir David: „Eg býst ekki við, að verjendurnir myndu kyngja því al- veg athugasemdalaust. Þegar Ribb- entrop verður ákærður fyrir að hafa ástundað árásarpólitík gegn öðrum þjóðum — þ. á m. sennilega gegn Norðmönnum —, þá verður afar erfitt við að eiga, ef hann staðhæf- ir, að það hafi ekki verið nein á- rásarpólitík. Getum við bara ekki haldið þessum málum utan við dómstólinn?" Nikitsjenko: „Auðvitað geta svona spurningar skotið upp koll- inum. Það getur líka verið, að ýmislegt annað hafi gerzt í sjálfs- varnarskyni í þessu stríði". Einingunni er bjargað. Allir verða á eitt. sáttir um að taka að- eins þau málsatriði fyrir, sem hugs- anlegt er að gætu orðið aftöku- kandídötunum til sakfellingar. í stofnskrá dómstólsins er síðan skýrt tekið fram, að allt annað komi mál- inu ekki við. EININGIN LIFIR Löggjafar hins bjarta heims fram tíðarinnar verða nauðugir viljugir að rýna ennþá frekar í viðfangs- efnin. Þeir verða til dæmis að gera upp við sig, hvernig sigrast verði á fyrirstöðum þjóðarréttarins. Sir David Maxwell Fyfe hefir svör á reiðum höndum. Hann veit upp á hár, hvers af honum er vænzt. Það vita starfsbræður hans ekki'-síður. Sir David úrskusðar kaldur og rólegur: „Það, sem við verðum að hindra vtð B^áSi' rét'tártiðTd,' ’éru aflar' riíalá- Ierigingar um, hvort tilteknar að- gerðir eða verknaðir séu brot á þjóðarrétti eða ekki. Við úrskurð- um blátt áfram, hvað þjóðaréttur er og er ekki, þannig að allar um- ræður um þjóðarétt eða ekki þjóðarétt koma ekki til greina." Einingunni er bjargað. Fyrir dóm stólnum skal aðeins fjalla um þau þjóðaréttarlagabrot, sem séu alveg sérstaklega tilgreind í stofnsam- þykkt dómstólsins. En hvernig má takast að sakfella hina ákærðu persónulega fyrir öll þessi brot? Sir David snýr sér að franska þjóðréttarfræðingnum: „Lítið þér ekki þannig á, að menn, sem sannanlega eru persónu- Iega ábyrgir fyrir upphafi árásar- stríðs, hafi framið glæp?" Prófessor Gros: „Við teljum, að það væri æskilegt, bæði siðferði- Iega og stjórnmálalega séð, ef þann- ig væri hægt að líta á, en að það væri hins vegar ekki þjóðréttarlegt afbrot." Robert H. Jackson: „Mér virðist þetta koma réttinum í þá aðstöðu, að hann gæti með fullum rétti sagt, að við árásarstríð hefði engin pet- sónuleg ábyrgð myndazt. Eg við- urkenni, að þjóðarétturinn er vafa- samur og veikur stuðningur við okkur. Við verðum því bara hreint og beint að úrskurða, að þeir séu persónulega ábyrgir." HVERNIG VERÐUR HÆGT AÐ GÓMA DR. SCHACHT? Ekki eru öll vandamál úr sög- unni með þessu. Spurning rís t.d. um það, hvernig takast megi að ná lífi manna eins og Dr. Scracht, Dr. Funk, Hans Fritzsche, Julius Streicher, o. fl. o. fl., er hvorki höfðu komið nálægt utanríkismál- um, stríðsrekstri né lögreglumál- um. Þar verður þekking Jacksons á bandaríska réttarhugtakinu um samsærið lagasmiðunum til bjarg- ar. „Vandinn Iiggur í því", segir hann, „að annað hvort eru Schacht og aðrir þeir, sem líkt er ástatt tun, miklir stríðsglæpamenn eða ekki neitt. Ekkert annað en mannþekk- ing okkar eða samsæriskenningin getur orðið okkur að liði við að ná þeim." Einingunni er bjargað. Fyrirmæli eru útbúin handa dómstólnum, sem kveða svo á, að persónuleg ábyrgð skuli gilda. í fyrsta lið ákæruskjals- ins skartar samsæriskenningin. En Nikitsjenko er samt sem áður ekki alveg ánægður með þessa af- greiðslu. Honum einum virðist hafa boðið í grun, að af slíku gæti leitt háski í framtíðinni. „Mín skoðun er sú," segir hann þess vegna með áherzlu, „að við ættum eingöngu að halda okkur við að leggja undirstöður að réttar- höldum gegn þeim glæpamönnum, er hafa þegar framið glæpi á al- þjóðamælikvarða — en ekki að setja reglur um neina glæpi, sem kunna að verða framdir einhvern tíma í framtíðinni . . . ." Hann er því yfirleitt mótfalinn, að mjög nákvæmlega sé tilgreint hvað teljast skuli glæpir. En þarna er um hugsjón að ræða, sem Jackson vill ekki fyrir nokkurn mun semja um. „Glæpir eru glæpir, alveg án til- lits til þess, hverjir hafa framið þá", segir hann. Og enn sigraði einingin. Þjóða- rétturinn og refsilöggjöfin lágu í valnum. Fyrsti þáttur „reglulegra, löglegra" blóðbaðsaðgerða gat haf- izt. Ráðstefnunni var slitið hinn 8. Ágúst 1945 — tveimur dögum eft- ir að Bandaríkjamenn höfðu varp- að kjarnorkusprengju sinni yfir Hiroshima í Japan, myrt mörg hundruð þúsund karla, kvenna og barna, og valdið örkumlum tugþús unda í viðbót, sem eru að tærast upp enn í dag. Stalin sendi Gangsteríuforseta heillaóskaskeyti. J. Þ. Á. ■ FERÐAFÓLK Á AUSTURLANDI ATHUGID! Við höíum á boðstólum alls konar nauðsynjar íyrir íerðaíólk í verzlunum okkar. Starírækjum einnig söluskála; þar íæst öl, sælgæti, ís, tóbak og margt íleira. Berizínafgreiðsla er einnig á staðnum. Söluskálinn og benzínaígreiðslan eru opin alla daga til kl. 22.00. Eí þér ætlið áleiðis til Öræfasveitar, þá at- hugið, að þar starfrækjum við einnig útibú og sérstaka ferðamannaverzlun. Kaupfélag flustur-Skaftfellinga tíofh i Hornafirði

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.