Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 3
Mánudagur 29. júní 1970 kk ' » _ ». * _ * • *í 3 Af erlendum vettvangi V.-þýskir stríplingar á Adríahafi. Strlplingaæðið fer vaxandi —Vesiur- Þjóðverjar fjölmenna til Júgóslavíu — Hið sanna stéttlausa fólk — bara berir kroppar Meðall Þjóðverja jg Austiurrfk- isinanna er nektarliínaður aðal- lega fjölstkyldumal: „okkur lang- ar til að ala böm okikar á fnam- farasinnaðan hátt“ er skýring vidkomandi“ og kynna fyrir þeim mannsti'kamann, eins og hann raunverulaga er“. Á veturna heldur þessi kennsla áfram i sauna-böðum beggja kynja-nna en kyöldunum er eytt í skugga- myndasýningar, þar sem sýndar eru myndir af grískum listaverk- um í klúbbum, sem beira nöfn eins og „Vinir Ijóssins“ En þeg- er vorar, fara þúsundir „náttúru- u*nenda“ fyþeir vilja heldur brúka þáð orð ’ en nektairunnendur“ i vdlkswagen-bflum sínum og aka suður á bóginn í hinar árlegu „sólarferðir" sínar. Og, í aukn- uim mæli, þá er ferðinni heitið < kommúnistalandið Jugóslavíu, en þangað seiða þá m.a. ódiýrirdvai- arstaðir og verðlag, 600 mlflna strönd, sem er út af fyrir sig alejör'tega einsdæmi og auiglýs- ingapésar, sem lofa sólarlit án „rándanna" þ.e. sund skýlu og brjóstaihaldara-„fö'rum“. Til þess oð taka á mióti þessum auðugu og eyðslusömu Vestur-Þjóðverjum, hafa júgóslavneskar ferðaskrif- stofur byggt margar aliþjöðiega viðurkenndar „nektar-búðir“ við AÖríahafið. Eyrir skömmu heimsótti banda- rískur blaðamaður edmn af þess- um stöðum og segiist honum eitt- hvað á þessa leið frá heimsókn- inni: Engar myndir Ilitinn var um 15 stig og livasst þegar ég kom í Valalta, vart ákjósanlegur hiti til að bað- ast nakinn í Adríahafinu. Hjá þykkum vegatálmunum úr tré til þess að bægja forvitnum frá búðasvæðinu stóðu tveir risa- vaxnir júgóslavneskir unglingar, sem báðu mig að sýna sér »1- þjóðaskírteini nektarfélagsskap- arins, en þegar ég byrjaði að af- saka mig á ensku ypptu þcir öxl- um o.g Ieyfðu mér að aka upp að aðalbyggingunni. Þegar þang- að kom heilsaði upp á mig rauð- hærð móttökustúlka í þykkri peysu, skíðabuxum og loðnum skóm. „Af hverju ertu ekki nak in?“ spurði ég. „1 þessu veðri“ svaraði hún „ertu snar?“ Þegar ég skýrði ástæðuna fyrir ferða- lagi mínu, kallaði hún á yfir- mann stofnunarinnar, Rudolf Zupanac, sem Ieyfði mér að skoða mig um ef ég lcfaði að taka engar myndir, — „og þú verður að vcra nakinn, eins og allir hinir“. Nú var komið að mér að segja „1 þcssu veðri? ertu snar?“. Vestræn þægindi Nokkrum augnabikum síðar var ég, samt sem áður, dulbúinn bak við sólgleraugu ein saman, kominn í skoðunarferð um hið 150 fer-ekru svæði. Þótt PRO- GRES, hótelkcðja í Belgrad, hafi byggt staðinn, þá var sýnilegt að tekið var tillit til vestrænna krafna um þægindi. Utan smekk- legra smáhúsa, þá er í búðu'n þessum supermarket, hársnyrti- stofa, útigrill, þar sem steikja má svín í heilu lagi og allskyns skýli fyrir sólböð. Auk þess voru alls- kyns leikvelli fyrir böm. Hvítar rasskinnar I rauninni er Vailata í engu frábrugðin venjulegum feirða- miannastöðuim, og dagleg hegðun gesta lítt öðruvísi en gesta á hin- um hefðbundnu baðstöðum á næstu hótelum. Eftir að hafa tek- ið sér morgiuns'turtuna, þá er deginuim eytt í supd j. sjónum,, sóliböð, göngiuíferðir, og, jafnvel klæða sig þrisvar á dag, til að matast í hinum ágæta matsal Valalta. Tó'llf manna öryigigis- varðlið, útiloikar allia trufllun og ónæði. „Ágengni er raunverulega ekikert vamdamál hér“ sagði einn Framhald á 6. síðu. Hrakfallajáikur Svía — Sjá grein t. h. Hraðfrystum allar sjávarafurðir Kaupum sííd til bræðslu og frystingar Hraðfrystihús Eskifjarðar hJ. Eskifirði Ófarir Palme í Bandaríkjunum — Sænskar útflutningsvörur í bann? Hrakfarir Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, í Ameríku, hafa vakið talsverðan ugg í Svíþjóð. Eins og kunnugt er af fréttum, bauð Kenyon Coll- ege honum þangað til ræðuhalda, en Palme var þar einu sinni við nám. Síðan þetta boð barst Palme hefur hann sí og æ verið að stússa í því, að Nixon forseti Bandaríkjanna, byði honum heim, en úr varð ekki neitt. Allsstaðar, þar sem Palme kom við eða gisti vestra mætti hann andúð og hafnarverka- menn í New York neituðu að afferma sænsk skip, sem þangað fluttu Volvo bifreiðir og urðu skipin að snúa aftur til Svíþjóðar með farminn. Nokkur sárabót var þó, að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sá aumur á hinum sænska hálfkommúnista og Vi- et-Cong dindli (Palme marséraði fyrir skömmu í hópi friðardúfna og kommúnista, sem mótmæltu Viet Nam átökum) og gaf honum að snæða. Palme lét ekki hugfallast þegar forsetinn virti hann ekki viðtals heldur efndi til 9 daga ferða- lags um Bandaríkin, ferðalags, sem hann kallaði „private picnic”, eða einka-ferð. En þetta varð sko aldeilis ekki nein prívatferð. Hann hlaut allsstaðar mótmæli og reyndi af kjark og dug að verja afstöðu sína og stjórnarinnar bæði í ræðum og sjónvarpi m.a. mannúðaraðstoðina við Hanoi og það, að Svíþjóð er orðin einskonar himna- ríki liðhlaupa úr bandaríska hernum, einkum svert- ingja. Auk þess, * í ofanálag," voru ■ það’ Svíar sem'v svívirtu ambassador Bandaríkjanna í Svíþjóð m.a. með því að kalla hann „nigger" eina mestu sví- virðingu í garð negra. Pálme sagði að allt þetta væri ekki annað en runnið undan rifjum öfga- manna í Svíþjóð og m.a. negrum, sem þar eru bú- settir. En hversvegna varð það svona geysilega nauð- synlegt fyrir Palme að vingast svona mikið við Bandaríkin allt í einu? Sérfræðingar í Svíþjóð líta svo á, að ástæðan sé pólitísk vandræði heima fyr- ir. Erfiðar kosningar eru framundan í Svíþjóð þeg- ar deildirnar verða sameinaðar þar í þingi og telja verður að forsætisráðherrann hafi verið að reyna að draga athygli frá ýmsum heimavandræðum, verkföllum og innanlandsókyrrð. Þetta er afar tví- eggjað sverð, því heima í Svíþjóð létu róttækustu stuðningsmenn Palmes, jafnvel meðlimir hans eig- in flokks í ljós það álit, að hann hefði átt að vera enn harðari í garð Bandaríkjanna en raun varð á. En önnur og. veigameiri ástæða er sögð hafa leg- ið að baki ferð Palmes og sú snéri að fjármálun- um. Síðan hann tók við völdum í október s.l. hefur einskonar skjálfti hrisst til í hinni vel smurðu fjár- málavél Svíþjóðar ,og orðrómur hefur það fyrir satt, að gengisfelling verði eina úrræðið eftir kosn- ingarnar. Palme hefur orðið fyrir miklum „þrýst- ingi" bæði frá iðnaðinum og verkalýðnum, að vingast við Bandaríkin svo komið verði í veg fyrir að þeir vestrænu hætti að kaupa sænskar vörur al- mennt. En jafnvel sú hlið málsins virtist enn öm- urlegri þegar Palme hélt aftur til Stokkhólms, þá hótuðu hafnarverkamenn í New York að halda á- fram að senda sænsk skip aftur heim án þess að afhlaða þau. Ef þeir halda fast við þessa hótun og hafnarverkamenn í öðrum borgum Bandaríkj- anna gera hið sama — þá verður áfallið fyrir sænskan útflutning mjög alvarlegt.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.