Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 8
úr EINUI í ANNAÐ Ljót girðing — Zeppelinar og óhreinar stelpur — Lögmál nátúrunnar — Leonard Bernstein — Sjónvarpsmagnarar, skoðanakönnun — Pianóleikur á Mimisbar — Gamalmenni rotað NÚ ER AÐ verða anzi huggulegt í kringum símstöðina við Kirkjustræti, viðbyggingin komin upp og pússuð. En hve lengi á grindverkið að standa, sem skilur milli viðbyggingarinnar og innheimtuskrifstofunnar. Hún er alveg óbörf og ættu borg- aryfirvöldin nú þegar að láta rífa hana burtu, því þarna hefur myndazt fagur blettur í miðborginni, þótt smár sé. Borgin hefur svo sem skapað nóg af nefndum, yfrið nóg, en hún mætti láta einhvern af þessum starfslausu starfsmönnum sínum, sem byggi yfir snefil af smekk, ganga um og athuga þær lagfæringar sem gætu orðið höfuðstaðnum til prýði. EINS OG VIÐ var að búast köstuðu íslenzkar ungstelpur sér fyrir fætur þeirra Zeppelinmanna, er þeir heimsóttu okkur. En færri vissu, að þessir piltungar, þrátt fyrir heldur óhrjá- legan lubba, eru hinir mestu hreinlætismenn og vandir mjög að virðingu sinni í þeim efnum. Einn þeirra félaga hirti eina telpuna upp af götu sinni í Las Vegas-klúbbnum og hafði hana heim með sér á hótelið til næturgamans. Snemma um morg- uninn er Zeppelin-félagar fóru í bíla til að aka „á völlinn" kom þessi framtaksmaður út úr hótelinu með gripinn við hlið sér, stúrin og rytjulegan. Þeir félagar hans brugðust hinir verstu við, er þeir sáu hann, og aftóku með öllu, að hann yrði þeim samferða í bílnum fyrr en almennar hreinlætisaðgerðir væru um garð gengnar og varð loðinleppur að aka einn í bíl unz loft og vindar höfðu gert sitt til að gera hann umgengnis- hæfan. ÞÁ ER BLESSAÐUR máfurinn farinn að taka til á Tjörninni og sjá til að andalífið færist ekki úr hófi í aukana. Daglega eða a.m.k. morgun hvern kemur þessi fagri fugl svífandi yfir tjörn- ina og gleypir einn eða tvo andarunga, sem eru í fylgd með mæðrum sínum, og flýgur síðan niður á höfn til að melta þessa litlu bómullarhnoðra. Endurnar virðast ekki mjög mótfallnar þessu matarstússi máfsins og vonandi koma ekki til sögunnar einhverjir fuglavinir til að raska þessum óumflýjanlegu lög- rriálum náttúrunnar. Eldur Framhald af 1. síðu. félagsmanna, að lítill timi vannst til að sinna sjálfum fé- lagsmálunum — „því miður hafa annir stjórnarinnar verið slíkar, að hún hefur ekki getað sinnt félagsmálum, eins og skyldi" — stendur í skýrsl- unni. Misjafn sauður Það hefur löngum verið á allra vitorði, að innan stéttar- innar hafa verið ákaflega ó- æskilegir menn, sem varpað hafa óorði á alla hina. Lögfræð ingar eru mikils metin stétt og hefur engin efni á því að ó- reiðumenn safnist í hana. Enn síður má það henda dóms- málaráðherra, að halda hlífi- skyldi yfir afbrotamönnum inn- an hennar. Skýrsla formannsins sýnir glöggt að þarna er komið í ó- göngur, sem virðast ekki fást leiðréttar, þótt leitað sé til hæstráðanda í þessum efnum þ. e. dómsmálaráðherra. Mnudagur 29. júní 1970 Eg veit hvað ég œtla að gefa honum, en ekki hvernig á að pakka því inn. Er það satt, að stór hluti af tekjnm Listahátíðarinnar fari í óþarft dekur við erlenda listamenn? Gengis- iœkkun Framhald af 1. síðu. ur, að hann átti fyrir löngu að vera búinn að biðjast lausnar. Ríkisútgjöldin, ábyrgðirnar, styrkja og niðurgreiðslukerfið, skólaútgjöldin og gengislækk- anirnar eru þær vörður á leið stjórnarinnar, sem hreinlega krefjast þess að hún segi af sér. Velgengnisárin skilja lítt eða ekkert eftir, en ekkert lát verður á útgjöldunum, fjárfest- ingum og aukinni rikisíhlutun á öllum sviðum. Það er vissulega kominn tími til að aðrir reyni sig við að stjórna landinu, en þeir menn, sem setið hafa í ráð- herrastólum í 11 ár. Sýnt er, að stjórnin og þá ekki sízt Sjálfstæðisflokkurinn er á- kveðin að svífast einskis til að halda áfram í þessum stólum. Og ein helzta sönnun þess er hrakferð dr. Bjarna á fund verkalýðsleiðtoganna með til- boð um gengishækkun!!! Það bragð til að halda meiri hluta Sjálfstæðisflokksins við stjórn Reykjavikur er eitt lúa- legasta og svívirðilegasta ör- væntingarbragð, sem nokkur ábyrgur stjórnmál^fga§yf^hef- ur lagt sig niður við. DAGINN, SEM Leonard Bernstein, sem við þekkjum vel úr sjónvarpinu, stjórnaði Fidelio eftir Beethoven í Vínarborg, nú fyrir skömmu, eignaðist bandaríska sópran-söngkonan Olive Moorefield, sem syngur við Volksóperuna í Vín og maður hennar dr. Kurt Mach, dreng. „Ástarkveðjur og hamingjuósk- ir" sagði Bernstein í heillaóskaskeyti til þeirra „í tilefni fæð- ingar Oliver Kurt Fidelio". Foreldrarnir urðu ákaflega ánægðir og bætu Fidelio við nafn drengsins. „Hugsið ykkur örlög drengsins" sagði einn af sjónvarpsmönnum í Austurríkií þætti sínum, ,,ef Lenny (Leonard) hefði verið að stjórna Die Meist- ersingervon Nurnberg þetta kvöld“. SAGT ER að þessa dagana sé mikið um kaup á svonefndum „boosters", einskonar magnara í sjónvarp, sem gerir sjón- varpseigendum kleift að ná sjónvarpi Keflavíkur nokkuð sæmi lega. Bæði er það, að nú hættir íslenzka sjónvarpið útsending- um sínum vegna sumarleyfa og svo hitt, að menn hafa verið almennt mjög leiðir yfir dagskránni þar og kjósa heldur ,,snjó“ sýningar sunnan af velli, en íslenzka prógrammið. 90—100% sjónvarpseigenda óskar eftir eðlilegum útsendingum sunnan ;að, en öfgamenn hér hafa komið í veg fyrir það með blessun ríkisstjórnarinnar. Þarna væri verðugt skoðanakönnunarefni fyrir Vísi. EITT AE ÞVÍ, sem dregur að Mímisbar Hótel Sögu er píanó- leikur Gunnars Axelssonar, sem þar leikur fjögur kvöld í viku. Mánudaga og þriðjudaga er þar ekkert leikið og vatns- þróin tóm. Þetta er undarleg ráðstöfun eða sparnaður hótels- ins, því þótt Gunnar kunni að vera gloppóttur, eins og aðrir, er hann það langbezta, sem við höfum í hyggemúsikk á veit- ingastöðum hér í Reykjavík. En, eflaust, er þetta sparnaðar- viðleitni. •--------------------------- ENN EINU SINNI hefur gamalmenni verið rotað í miðborginni og fundizt liggjandi í blóði sínu. Að því er virðist hefur ómenn- ið sloppið og hrósar nú happi yfir afreki sínu. Meðan lögregl- ;an ekki birtir nafn slíkra óþokkamenna, þá er vist að þeir halda iðju sinni áfram, vitandi, að þó upp komist, þá er miskunn lögreglunnar takmarkalaus. Það verður að breyta þessu hug- arfari. Menn eru enn á lífi, örkumla ævilangt, sem lent hafa í höndum þessara óþokka en árásarmennirnir ganga lausir og liðugir um götur og jafnvel stæra sig af óverknaðinum. STÓRGLÆPIR BANDAMANNA: XLVI. Atlagan gegn þjóðaréttinum Skrá yfir giæpaverk — Lýðræði plús kommúnismi — Fljót- færni í Washington — „Við úrskurðum bara . . — Heilla- skeyti frá Stalin „Það, sem nú skiptir máli, eru áhrif þessara réttar- halda á framtiðargang sög- unnar. Og að því er það at- riði varðar, hlýt ég að láta í Ijós mikil vonbrigði. Á með- an réttarhöldin stóðu yfir, áttum við náið og vinsam- legt samstarf við hina rúss- nesku starfsbræður okkar, og það enda þótt við mót- mæltum harðlega að taka Katyn-fjöldamorðin upp í á- kæruskjalið. (Dómstóllinn kvað ekki upp neinn úr- skurð um það, hver væri sekur um þau). Við litum svo á, að á milli okkar hefði skapazt gagnkvæmt trúnað- artraust, og að við mættum telja þá vini okkar.“ — Sir Hartley Shawcross, aðal- kærandi Bretlands við Churchill /Roosevelt-dómstólinn í Niirn- berg (1945—1946) í inngangs- orðum sínum að bók Gerhard E. Griindler/Arnim v. /Manikowsky: „DAS GERICHT DER SIEG- ER" (Gerhard Stalling Verlag, Oldenburg und Hamburg 1967), bls. 19—20. FORDÆMIN Fjöldamorð eru síður en svo nokkur eindæmi í veraldarsögunni. Þau virðast þvert á móti hafa notið framúrskarandi Iýðhylli allt frá upp hafi skráðrar sögu og fram á þenn- an dag. „Mannkynssagan er í raun- inni lítið annað en löng skrá yfir glæpaverk, heimskupör og óham- ingju mannanna", minnir mig að hinn gagnmerki, enski sagnfræðing ur Edward Gibbon (1737—1794), komist einhvers staðar að orði í meistaraverki sínu „The Decline and Fall of the Roman Empire". Þó að fullsterkrar dómhörku gæti í ummælum Gibbons, og ekki verði fallizt á þau athugasemdalaust, þá hefir rás viðburðanna síðan þau voru fest á blað, staðfest réttmæti þeirra að miklu leyti með miskunn- arlausari hætti en auðvelt er að við- urkenna. Því verður ekki neitað: Mannkynssagan er víða skráð blóð- ugum stöfum, nútíminn er blóðbað, og hvort framtíðin ber einhverja líkn í skauti sér, ef tim einhverja framtíð annárs verður að ræða, er ákaflega vafasamt og máski fávís- leg tálvon, en það er eðli allra tál- vona að skrönglast áfram á veik- burða fótum, óftar en ekki jafnvel fótalaust. EÐLISMUNUR ENGINN — STIGMUNUR STÓRKOSTLEGUR Rangt væri þess vegna að halda því fram, að fjöldamorð þau, sem Bandamenn (lýðræðissinnar og kommúnistar) leiddu yfir mikinn hluta mannkynsins í og eftir Heimsstyrjöld II, hafi verið alger nýjung. Á þeim og samkynja skepnuskap liðinna alda var ekki um áberandi eðlismun að ræða, að því er snerti snörustu þætti þeirrar hrakmennsku, sem hryllingurinn spratt af. Hins vegar keyrir stig- munur, gjörtekt og langframaáhrif alla viðmiðun úrskeiðis. Ef á annað borð er lagt út í að gera saman- burð, verður óhjákvæmilegust nið- urstaða sú, að Bandamenn (lýðræð- issinnar og kommúnistar) hafi sam magnað öll þekkt tilbrigði og af- brigði múglegs úrþvættisháttar, og aukið þó hvarvetna verulega við. Tvímælalaust er t.d. óhætt að stað- hæfa, að aldrei fyrr hafi ógeðsleg fjöldamorð á sigruðum stjórnmála- andstæðingum og víðtæk blóðböð og útrýming þeirra þjóða og þjóð* Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.