Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 29. júní 1970 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Sljór almenningur — sljóari atbafna- menn — kjarklaas ríkisstjórn Segja má, að hver og einn einasti maður í land- inu haíi yfir einhverju að kvabba í sambandi við nýyfirstaðna samninga. Að vísu er hér ekki átt við verkalýðinn heldur þá, sem venjulega ganga undir nafninu atvinnurekendur og framtaksmenn. Út- gerð, iðnaðarleiðtogar, kaupmenn, og aðrir framá- menn láta óspart í ljós þá skoðun sína, einslega, að þær kaupkröfur og fríðindi, hafi nú verið sam- þykkt, að allt framtak muni kikna undir útgjöld- unum. Þrátt fyrir það lætur ekki einn einasti slíkur maður, að heitið geti, heyrast til sín. Það er engu líkara, en allir atvinnuveitendur hafi öll ráð á að taka á sig þau auknu útgjöld, sem fyrirsjáanleg eru og reyndar hefur verið samið um. Það má vera, að blöðin hafi ekki leitað álits þeirra framá- manna, sem hér eiga hlut að máli. En látum það eiga sig. Blöðin eru ekki skyldug til að leita álits þeirra, þótt það sé harla undarleg afstaða eftir, ekki aðeins eina hörðustu kaupdeilu, sem um getur, heldur og, að það virðist hafa verið gengið að samningum, sem mikill hluti atvinnurekenda geta ekki staðið undir. ! menningarlöndum og allsstaðar í hinum vest- ræna heimi hefðu orðið umræður á opinberum vett- vangi um þvílík stórmál og þessi. Seðlabankastjór- ar, fjármálaráðherrar og auðvitað forsætisráðherr- ar, hefðu sagt skoðun sína, leiðandi menn í við- skipta- og framkvæmdalífi hefðu og látið óspart í sér heyra. Hér er algjör þögn. Að vísu hafa tveir fulltrúar Vinnuveitendasambandsins látið í ljós skoðun sína í útvarps- og sjónvarpsviðtölum og fulltrúi verkalýðsins einnig. En hvar eru hinir, t.d. Magnús Jónsson, dr. Jó- hannes Nordal. fyrirsvarsmaður S.H., iðnaðarleið- togarnir, forustumenn kaupmanna og öll hin ó- skyldu öfl, sem beint hafa skaðazt vegna samning- anna? Frá þeim heyrist ekki bofs. Blöðin jú, Mbl. túlkar vandræðalega óánægju, hvetur til að nýta nú eins vel og hægt er gerða hluti ella sé allt kom- ið í voða. Vinstri pressan — og trúið okkur að þar er lítill munur — hjakkar I sama farinu og telur of skammt gengið. Ekki einn einasti ábyrgur aðili, utan starfs- manna atvinnurekenda, sem sömdu fyrir þá, hefur haft þor til að segja sannleikann og benda á, að þessir samningar eru ekki annað en beinn undan- fari gengisfellingar, sem er óhjákvæmileg, og svo einnig stórhættuleg þeim litla vísi. sem við höfum að mörgum iðngreinum. Það er eins öruggt og dagur eftir nótt, að fram- undan eru vandræðatímar og hættulegir tímar. Ekki eitt einasta hjól í þjóðfélagsvélinni má bila, auk þess, að öll verða þau að afkasta iangt fram- yfir það, sem heita mætti eðlilegt, bæði í sjófángi og iðnaði. Það er engu líkara en að iðnaðurinn í heild treysti á einhverja samnorræna hjálp og sjóði en útvegurinn og þær atvinnugreinar, sem eru I sambandi við hann á óendanleg lán og styrki. Ekki einn einasti maður, sem þjóðin hefur litið til, hvorki innan ríkisstjórnarinnar né meðal atvinnurekenda, hefur haft kjark eða dug í sér að segja sannleikann. Þessvegna er almenningur fómlátur um hag þeirra í bili. En einhverntíma kemur að því, að jafnvel sá stérl sljós hépur rankar við sér. En þá verður líka buddan tóm. KAKALI SKRIFÁR í HREINSKILNI SAGT - Ég !hló mikið að því í gainla daga er menn, sem höfðu dvalið erlendis í nokkra daga, komu heim og rituðu greinar um allt það, sem miður fór í landi því er þeir heimsóttu og stungu upp á ýmsum lausnum til að leiðrétta þær missmíðar, sem þeir þóttust finna. Má vera, að ég geri mig að samskonar aula og þeir gerðu sjálfa sig, en þó er nokkiur afsökun, að ég hefi nokkrum sinnum komið í þá borg, sem ég aetla að rita um, auk þess, sem ég dvaldist í landinu um árabil og kunni mig þá nokk- uð þar. Þetta er New York City, risaborgin við Atlanzhafið, einskonar suðupottur allra kynþátta, heimavöllur glaepa, ófriðar, lö'glbrota af öUu tagi, morða, nauðgana og uppþota. Þetta er og sennilega ein menntaðasta borg Bandaríkj- anna, jalfnvel heimsins, heim- ili fremstu listamanna ver- aldar í leiMist, óp>eru, mynd- list og naer öllum lisitgreinum, sem menn þekkja. Einnig er New York miðdepill hinna meiriháttar fjármiála, og í Wall Street, hafa margir mestu auðhringar veraldar, sem teygja anga sína í hvem kima heimsins, höfuðstöðvar, þótt enn sé London, að nafn- inu til mesta fjérmálaborgin. í New York búa fleiri ítalir en í Róm, kínverska hverfið er máske ekki eins stórt um sig og það, sem er í San Francissco, en Gyðingar búa þar milljónum saman, og svertingjar hafa lagt undir sig heil hverfi. Þá koma inn- flytjendur úr Puerto Rico, norðurlandabúar í Brooklyn og írskir hafa jafnan verið þar fjölmennir. Engin einstök borg skreytir sig með hærri skýjakljúfum, ffleiri glerhúsum og þar situr að staðaldri þing Sameinuðu þjóðanna, þessari dæmalausu en þróttlausu súpu, sem vas- ast í öllu en fær litlu eða engu framgengt a.m.k. á sviði friðar og eftirlits, sem þó var aðalástæðan fyrir uppruna- legri stofnun þeirra. Auður og allsnægtir er hlutskipti fjölmargra New York búa, mestur fjöldinn ber ágætan hlut úr býtum, en þar er líka argasta fátækt og aumingjaskapur, sem þekkist meðal vestrænna landa, þótt ekki sé hann sambærilegur við rætflahverfi S-A,meríku eða ömurieika Afriku. Skemmtistaðir hinna ljós- um piýddu Manhattaneyju, skipta tugum þúsunda, barir og matstaðir óteljandi, ó- grynni ferðamanna sækja staðinn heim og sagt er, að ekki einn einasti New York búi, komi nokkurntíma á þá staði, sem hvert kvöld eru fullir af gestum innlendum og erlendum. Talið er að um ein milljón manna komi á dag og fari dag hvem úr Man- hattan. Fyrir 25 árum var þetta skemmtileg en heldur alftur- haldssöm borg, ekki í líkingu við Hollywood í Kalifomíu vestur, sem venjulega var kölluð „overgrown cowtown“ heldur réði þá ríkjum einstök kindarmenruska meðal æstráð- andi borgara, ef frá eru dregnir þeir góðu sem, ætíð orðheppnir Ameríkamar, köll- uðu „gangsters“, bófá í þess orðs beztu og eftirminnileg- ustu meiningu. í þá daga vom kjaftakerlingar blaðanna eitt helzta feitmetið sem selskaps- fófkið ól sig á, mjjllli morð'greina bófaflokkastyrjalda og annars létmetis, sem lesið var yfir morgunkaffibollanum. En þó var hinn venjulegi borgari ag- aður, hættur voru hverfandi varðandi hinn almenna borg- ara, lýðurinn hélt sér í skefj- um og tiltölulega var öryggi einstaklingsins mjög svo mák- ið. New York 1970, reyndar milli 1955 og 1970, er mikið breytt borg. 1 dag er ekkert öryggi, engin friður, jafnvel gangsterarnir klæðast nú dýr- um, en yfiriætislausum fötum og allir, sem þeirri göfugu stétt tilheyra eiga einhvem löglegan business til að skýla soranum bak við tjöldin, og ættarhöfðingjar Mafíunnar, sem sumir kalla The syndi- cate, horfa vanþóknunarauig- um á bústna jakka, sem gefa til kynna, að byssu-óféti, sé falið undir armkrikanum eða í béltinu. Þeir hafa sína sér- stöku morðingja, leigða fag- menn, sem sinna öllum ó- þægilegri greinum hins vandasama starfs síns, og drepa hreinlega ekki aðra en keppinauta sína en láta allri alþýðu lönd og leið. Costello, þetta afbragðsmenni bófa- flokkanna, býr nú við Central Park, fjai-ri skarkala heims- ins, sækir heim hótel Waldorf Astoria, bara til að láta snyrta sig og tekur hádegis- verð á dýrustu veitingastöð- um heims, vellátinn og virt- ur af fjöldanum — á yfir- bórðinu. Yfirráð Tammany Hall eru horfin en þessi merka stofnun réði einu sinni lögum og lofum í þessum litla vinarlega bæ, og hafði einu sinni helming lögregl- unnar og alla pólitíkusa fylk- isins á launaskrá sinni bara fyrir það eitt að vera látnir í friði og ráða öllu um hver væri kjörinn í hvert embætti, sem máli skipti. En í stað allra þessara vina- hóta, þessa einstæða stóra fjölkyldulífs er kominn enn meiri vandi og enn meiri smán, og gallinn er sá, að hún snýr eingöngu og alveg að borgaranum, sem áður treysti friði og ró hins daglega lífs svo lengi, sem hann ekki reyndi að fetta fingur út í starfsemi bófaflokkanna. Þessi smán er upprisa hinna óánægðu, hinna afskiptu og þass, sem kallar sig í daglegu lífi, framtðina, panthers o.ffl., hópur rumpuiýðs, sem kennir sig við dýr merfcurinnar og fremur á hverjum degi meiri ósvinnu í garð hins almenna borgara og heildarinnar, en hin vel skipulagða glæpa- mennsk'a fékk nokkurntíma áorkað. New York City er í dag frumskógur villidýra, hættu- legri dýra en nokkurntíma gerði frumiþjóðum Afríku lftfið glettingarsamt, dýra, sem hægt en vissulega eru að gera borgina að helvíti á jörðu, þrátt fyrir öll hin ver- aldlegu gæðd, sem allsstaðar blasa við sjón. Dagurinn í lífi venjulegs lögreglumanns er eins og klipptur úr svæsn- ustu glæpasögu, skreyttri morði fjárkúgun, nauógunum. líkamsárásum og öllum þeim tegundum glæpa sem þekktar eru. Girndarglæpir eru- dag- *» legt brauð, menn drepa og kvelja lffið úr samborgurum sínum fyrir ánægjuna eina saman, eða máske, fáeina dollara. Viðbjóðslega klæddir, sálsjúkir draugar, eins og hirtir upp á haugum ráfa um götur og svala gimdum sín- um á smástelpum eða veiða til sín sakleysingja úr sveit- unum í ævintýraleit og gera úr þeim ræfla, hórur eða kyn- villinga á örskammri stund Skólalífið einkennist af upp- þotum, en herslíáir blökku- menn yfirtaka skóla með dyggilegri aðstoð annarra sikrímsla hvítra og svartra. Puerto Ricomenn, aðskotadýr fremja hverja óhæfuna á fætur annarri, eiga í eilífum bardögum við umlhverfj sitt og næstu nágranna í ræksnis- hverfunum. Hnífstungur eru daglegt brauð, byssur eru há- vaðasamari. Og hinn almenni borgari Jú, hann lifir í stanzlausum ótta, þeirri stundu fegnastur er hann kemst á heimili sitt. sem venjulega 'er víggirt. Friðsaimur bargari, sem býr i úthverfi New York, og a,ldrel hefur Skotið fugi eða önnur dýr, hefur, satt bezt sagt. ímdgust á skotvopnum, tjáðí mér að á heimili hans væru Framhald á 6. síðu. Hvað er að verða af New York? — Hryllilegt ástand — Hræðsla alþýðu — Svolamennin aílsráðandi — Hnignun — Ótfi — skelfd lögregla -

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.