Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 29.06.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur 29. júní 1970 Mánudagsblaðið 5 AIR Umdeild en heldur ómerkileg sýning X>að kainn að þykja ærið kynd- ugt, að hér heima á Islandi skuii ritað um leikhúsverk, sem hér hefur akki verið sýnt, og alllar líkur benda til, að ekki verði sýnt hér á næstunnd a.m,k. ekki í þairri mynd, sem nú er. Tilefnið er þó, að nýlega í New York, Billtfore leikihúsinra æxlaðist svo til, að mér ásamt fleiri blaðamönnum var boðið að skoða þessa umdeildu sýningu. Um þessar rnundir er verkið, ef svo má kalila það, sýnt víða í Bandaríkjunum og Eivróipu m.a. Svíþjóð, sem ekki er að undra, því sýningin felHur vel í þeirra kram, kiám og svívirðingair um Bandaríkin, Nixon og ameriska þjóðfánann. Vissulega er hér um nýstárlegt ádeilur feila á sig hjúp háðs og spotts um ríkjandi ástamd. HAIR (Hár) er víða afar list- rænt verk, en miestur hluti þess er þó ekki nema venjulegur rennusteinsáróðuir misheppnaðra manna og kvenna, sem alla sök finna hjá ríkinu og stofnunum þess, en telja sig bera enga á- byrgð hvorki á eigán veJgenigni né mögulegum eiigin aumingja- skap og villluráfi á því sviði, sem þeir kalla LlF. Upplausn og öfg- ar, sem hafa ráðið rikjum innan vissra hópa vestra er aðal-tema verksins, ofsóknir, þjóðerni, sem er að hefna hanma sinna ímynd- aðra, óvirða cg rífa niður allt, en sex — kynferði — er það eitt, sem virðist valka fyrir þessum tötralegu umbótainnumi. Góð- andi hvort upp á öðru, skakandi sér í simdsseile samfara. Þetta er bráðsniðugt og eflaiust einhver fróun fyrir þá áhorfendur, sem aðedns hafa sjónarfulilnægjinigu af þessum ágætu en frumstæðu samisikiptum kynjanna. Rúsínan í pylsuendanum er þó, að rétt fyrir hléið koma allir leikendur konur og kariar, fram á sviðið, ekki hállfnakin heidur allsber oig sýna þar tól sín og tæki. Þetta er kjaminn og þetta er það, sem veldur hinni gífur- legu aðsókn, sem gengur nú nœst aðsókndnni vestra að My Fair Lady, sem hvað bezt hefur gieng- iö. Nú kann svo að vera, að mrig skorti d'ómgreind til. að sjá list- ina í þessu vertki. ÍÞótt ég sé all- ur af vilja gerður með að dást að samföruim karla og kvenna, þá verður ,að ég heid, þetta sí- fellda skak í nær tvær kllukku- stundir ásamt annarlegum mynd- um og hegðan, sem brugðdð er upp á sviðdnu, næsta hvimleið. Svo hrifin, sem ég er af berum konum, þá var mér ekki algjör- lega ókunnugt um þessa hluti áð- ur en Hair opnaði augu mín fyr- ir þeim dásemdum. Hvað snertir allsbera karlmenn, þá hafði ég og Nektaratriði úr Hárinu verk að ræða, eitt mesta avant garde-verk, sem nú er í umferð, en þó ólíkt flestum verkum, sem faila undir þetta franska alþjóða- nafn á þvílíkum sýndngum. Aðstandendur sýningar skýra tilgang hennar á maægan hátt. Þetta er æskan, þeir kúguðu að brjóta aif sér fjötra umhverfisins, þetta er styrjöid á það fýrir- komulag sem ríkiir í þjóðfélaigs- háttum siðmenntaðs þjóðfélags, þetta er „frelsi" a.m.k. kynferð- islegt frelsd og jafnframt árás á styrjaldir og fánýti þedrra. Auk þess, og þar held ég að hund- urinn sé grafinn, er þetta í þau fáu skipti, sem leikhúsið er not- að eins og einskionar allsherjar samfarasvið leikaranna, einskon- ar hópsamfarir, sem á, sennilega, að vera eitthvað symból þedrra stefna, sem æskan þ.e. einhver hluti hennar aðhyllist. Þjóðféiaigsádeilur eru svo sem ekkert nýtt fyrirbæri í verkefna- vali leikritunar. Oftar en ekki mdstekst það, einungis vegna þess. að slík verk verða of þrungin ímyndaðri alvöru og svo af hinu. að leikritaihöfundar hafa álkaf- lega óraunsæar hugmyndir um þjóðfélagsbetrumbætur, og skynja lítt eða ekki mdlli hins mögulega og þess, sem aðeins snýr að fá- nýtri óskhygigju. öllu betur hefur venjulega tiil tekizt þegar þessar mennska og gæflyndi, umiburð- arlyndi og aligjör fyrirlitning á ölilu dugaindi fóllki af hvaða kyn- þætti sem er, er lausnin, sem. bent er á. Bandariíkski fáninn er rifinn sundur og traðkaður, for- ustumenn í þjóðmiálum svívirtir í orði. Jafnframt er þetta, að sögn forráðamanna sýningarinnar, einskonar styrjöld á hendur leik- húsinu aömennt og hdnum hefð- bundnu venjum þess. En þrátt fyrir allar þessar göfuigu huigsjóni-r er verkið ósköp aurnt, vesældarlegt og lítt hríf- andi. Hið verklega við uppsetn- in.guna er að vísu oft Mstrænt en þó meira akrobatik en sönn list. Músikin er ákaflega vel samin, ijós og hið tekniska vel unnið. Flestir leikaira eru óþekkitír, enda fer lei'kur, sem slíku-r, mjög oft forgörðuim. Líkamleg lipurð er í hávegum höfð, langir monologar fram saigðir á áhrifalausan hátt í tali, mieð tilheyrandi hávaða og effiektum, ljósadýrð eða hálf- dimrnu, apaspili, sem minnir á Tarzan-flugdð milli trjánna, án þess þió, að sjálf ópin í Tarzan heyrist í sinni gömttu mynd. Það er t.d. að sumtra áliti, ákaflega sniðugt að fttjúga yfir sviðið og hausum áhorfenda hangandi í kaðli. Allan leikinn í giegn eru svo leikendur, karlar og konur, hökt- nokikra hugmynd um þá hlið málsins. En hver er svo tilgang- urinn, hver er boðskapurinn og hver ákvörðunin? Furðu lítilli. Sjálfur gekk ég út í hléi, en þá var röskur hálfur tími til léilks- loka. Frétti ég að fátt eða ekkert nýsitárlegt hafi komið fram að lcíknu hléi. Sú mun staðreynd, að leikriti þessu, og ég brúka orðið gáleysis- lega, sé breytt eftir þörfum, líltt og gert var i State of the uni- on, sem fór sdgurför í Bandiaríkj- unuim á sitríðsárunum og fjallaði um póttitískt ástaind þar frá degi til daigs. En hvort heldur menn eru með eða á mióti ríkjandi hefðbundnu ástandi í heiminum, þá hvorki leysir þetta verk vandamálin né b-endir á lausn, eikki einu sinni eitt einasta úrræði. Að því leyti er hér urn aðedns hisma að ræða, kjamaiaust væl vesalinga, sem ganga upp í því að vorkenna sjálfum sér og skella allri skuld aumingjaskapar síns á þjóðfé- lagsheildina. Það er máske gott, eins langt og það nær. Hitt veit ég, að verkið er sótt aí miklum áhuga, en sýnilegt var á þessari sýningu að meira bar á hungruðu gömilu og skorpnu kvenfólki og undarlegum karl- Framhald á 6. síðu. TIL BLAOSIIMS Pósthusið og tímabreytingar Hr. ritstjóri. Eg er undrandi yfir því, að póst- þjónustan leyfir sér að breyta af- greiðslu- og hólfa-tímum eins og hún gerir um helgar. Eg leyfi mér þann luxus að sofa frameftir á sunnudögum, en nú verð ég af þeirri ánægju, því ég hefi lagt það í vana minn að vinna úr bréfum, sem berast til mín um helgar, en vegna hins breytta tíma verð ég að mæta niðurfrá til að fá af- greiðslu, sem áður var mun hent- ugri fyrir mig. Þær breytingar sem hafa orðið dundu yfir án nokkurs undanfara og er þetta raunverulega brot á þeim samningum, sem menn hafa gert við þessa opinberu þjónustu með greiðslu fyrir boxin og þann afgreiðslutíma, sem maður hélt að fengist staðizt í þessu rykkja- og skrykkja þjóðfélagi. Eg þekki fjölda manns, sem bölva þessari breytingu og vænti þess, að hún verði lagfærð hið snar- asta. — J. P. Naktir karlmenn Mánudagsblaðið. Þið hafið sýnilega gaman að kvenfólki, samanber Raquel Welch viðtalið, leikföngin ykkar, og í gamla daga flugferyjuseríuna. En því ekki karlmenn, vel vaxna karl- menn og vöðvamikla? Okkur kon- um þykir gaman að karlkyninu, en sjáum þá aldrei á myndum eins og okkar kyn er myndað og afmyndað. Kvenfólk hefur vissulega eins gam an af að skoða fallega byggðan karlmann, eins og ykkur virðist að þessum beru brjóstum og Iendum, sem þið teljið himnaríki á jörð. Það væri nýjung ef okkar óskum yrði fylgt í þessum efnum eða haf- ið þið ekkert spennandi að sýna okkur? Kallaðu mig Siggu. ]ú, en það er prívateign. Ritstj. Zeppelin, vín og partý Hr. ritstj. Eit dagblaðanna skýrði frá því um dagiflö,, að,r?éppeJjp-pUta.mjj:J hafi farið í eitt af veitingahúsum okkar að skemmta sér. Ekkert er við það að athuga. En blaðið bætti við, að þessir heimsfrægu söngvar- ar hafi verið umkringdir smástelp- um, fullum af áhuga og ýmsu öðru, og látið í það skína, að þær hefðu verið drukknar eða a.m.k. hefðu neytt víns. Nú er það mín spurn- ing hvort enn sé ekki einhver lög- gjöf, sem banni að veita eða selia unglingum, piltum og stúlkum á- fenga drykki, jafnvel innan um svona heimsfrægt fólk? Þá var og skýrt frá því í einu dagblaðanna, að þeir hefðu farið í „æðislegt party" í Las Vegas. Þessi staður er vínlaus og ef einhver ætlar að bera það á borð fyrir mig eða aðra, að legt party" án víns, þá heldur er hann lengra úti en ætla mætti af jafnvel blaðamanni. Mér hefur ver- ið tjáð, að þar hafi allt flóð í á- fengi, þótt yfirmenn staðarins hafi þar enga sök átt. Hvar eru lögreglu völdin og hvar er framkvæmda- valdið innan þeirra? Persónulega er ég síður en svo á móti hóflega drukknu víni, og tel jafnvel, að meðan unglingar, undir 21 árs aldri geta og mega stofna heimili, þá ætti ríkið að treysta þeim til að drekka vín. En svona sjálfsblekk- ing og glópska er ekki annað en að slá ryki í augu fólks. — Víðsýnn. Rygging fornra búða á Þingvöllum Mánudagsblaðið. Fyrir allmörgum árum Ias ég af áhuga greinar í blaði yðar um end- urbyggingu fornra búða á Þingvöll um. Margir tóku til máls um þessa hugmynd, en ekkert varð af henni. Síðan hafa komið upp hugmyndir um að byggja allskyns minjabú- staði víða um landið og er það vel að svo verði. Nýlega, 10.—11. júní, var ég á Þingvöllum með Sviss- lendingi og bandarískum kaupsýslu manni og skoðuðum við þingstað- inn og annað merkilegt þar. Sann- leikurinn er sá, að þótt gjárnar séu fallegar, en hryssingslegar í rigning- arúða, þá eru Þingvellir ekki neitt sérstakt vegna þess, að ekkert er gert fyrir staðinn. Það er ekki nóg að benda á nokkra þúfnaræfla eða þústir á jörðu og segja, að þetta hafi verið bústaðir fyrirmanna um þinghaldið til forna og reyndar fram eftir öldum. Við verðum að byggja a.m.k. líkan af einni eða tveim búðum og búa hana eftirlík- ingu af þeim vopnum, klæðum og öðru, sem vitað er með vissu að hafi verið í þessum þingbúðum. Þetta er í senn bæði auðvelt, fræo- andi og nauðsynlegt, ef við eigum ekki að sýna eindæma molbúahátt í ferðamálum. Sumir kalla það ó- helgi, að hrófla við þesum þústum. En flestar ef ekki allar eru byggð- ar ofaní gömlu tóftirnar, allt öðru- vísi og minni í sniði og alls ekki lík gömlu stæðunum. En samkvæmt fornum bókum og lýsingum þar, er hægt að byggja slíkar búðir, ekki aðeins í þágu erlendra ferðamanna, heldur í þágu þeirra íslenzku, sem margir hverjir hafa Iitla eða enga hugmynd um Iifnaðarhætti og að- búnað goða, höfðingja eða þing- Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.