Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 4
I 4 Mánudagsblaðið Mánudagur 23. nóvember 1970 KAKALI skrifar: BlaÁfyrir edla Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496. VerS í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Reiðarslag MbL Ólafur og Skjóna hverfa Stundum fer ekki hjá því, að menn hryggjast yfir hörmung- um sem henda í garði náungans. Ekki á þetta sízt við blöðin, en þeirra; á milli liggur einhver leyniþráður, eins og milli lög- gæzlumanna mismunandi landa. í síðustu viku þ.e. síðastliðinn miðvikudag dundi ógæfan yfir Morgunblaðið. Þann dag, sem var yfirleitt bjartur og hlýr hér í Reykjavík, var svartnætti örvæntingarinnar á skrifstofum Morgunblaðsins. Þau kvöddu síður blaðsins í sama mund, Skjóna, hin umtalaða og fræga meri Björns á Löngumýri og Ólafur Sigurðsson, kvikmyndagagnrýnandi blaðsins. Ekki skal fullyrt um hugarvíl Skjónu, þegar hún hvarf, að líkindum fyrir fullt og allt af síðum Moggans, eftir hretsaman útigang á prent- svertu blaðsins, en um Ólaf vitum við, að þar ríkir innileg sorg, einhver kvíði, sem oft setur að manni, sem skyndilega leggur niður vopn, einfaldlega vegna þess, að ekki er lengurvið óvin að eiga, eins og öllum standi á sama, í hvaða átt hann veifar vopni sínu eða að hverjum vegið er. Skjóna var falleg meri í æsku. Björn Löngumýrarbóndi leit hana girndarauga líkt og aðrir menn konur og, samkvæmt minningargrein um hryssuna, sölsaði hann hana undir sig á mjög vafasömum forsendum, en þó með endanlegu leyfi hinna háu dómstóla. Þau dæmi þekkjast í mannlífinu, að menn, sem hafa unnað ungum konum, en ekki notið, beri til þeirra ævi- langa ást og taki þeim með þökkum til eignar, þótt þær sæki bæði stríð og elli og ekki tolli lengur tennur í gómi. Til slíkra sannra manna, sem ekki líta á skinnið eitt eða litinn telst hann Björn. Merin er hans, lifandi eða dauð, enda getur jarlinn á Löngumýri tekið undir með ótal rómantískum skáldum, sem láta örvasa gamalmenni sagna sinna hrópa í hrifningu: nu ertu mín, mín loksins. Ólafur gagnrýnandi hopaði ekki af hólmi sigri hrósandi eins og Löhgumýrabóndinn, eða ástmærin Skjóna. Ólafur, hinn síauð- ugi andans maður, var fullur trega og óyndis, en ekki sár. ,,Ef einhver getur haft gagn af mér (í kvikmyndaiðnaðinum) er ég reiðubúinn að veita hann (gagnið).“. Það var eitthvað riddara- legt, eithvað göfugt og af gamla skólanum við þessi orð hins deyjandi gagnrýnanda. Skjöldurinn var hreinn: ,,ég hefi skrif- að út frá eigin smekk“ (frumleg játning). Hann hafði gaman af að sletta klaufunum fyrir fimm árum. en það var mjög hægt, enda lásu leikarar og leikstjórar ytra ekki dóma hans, sem er undarlegt hjá jafn víðlesnu i>laði. Hins vegar höfðu bíóeig- endur horn í síðu Ólafs, „aTlan tímann“. Ennfremur, segir Ólafur, að hann hafi skrifað framhjá meiginhluta kvikmynda- húsgesta, sem vissulega er kúnst út af fyrir sig. Þetta kann enn að hljóma nokkuð spanskt en Ólafur sýnir fram á þessa staðhæfingu sína með rökum. „Ég les allt sem þú skrifar" segir einn aðdáandi hans „en ég fer aldrei í bíó." Að tarna, munu sumir segja, er um framhjáhald lesandans en ekki gagn- rýnandans að ræða, en til að bæta upp eða fága þennan hnúð á 5 ára starfi við Mbl., þá bætir Ólafur því við, sem mun vera einstæð jántnng: „Ég hef því stundum efast um að áhrif okk- ar gagnrýnenda séu veruleg, á aðsókn kvikmyndanna. Raun- ar lagði ég til breytingar á þessu fyrirkomulag fyrir tveimur árum, sem hefðu gert mig ónauðsynlegan". Þessi einstæða fórnfýsi gagnrýnandans er sérstæð og engu líkari en ef fimm ára graðfoli legði til að láta gelda sig. Þvílíkt mun aldrei hafa heyrzt í henni veröld og næsta undur að slíkt hafi raunveru- lega gerzt. Þetta er ekki lítið Waterloo fyrir Morgunblaðið. Eftir 15 ára óskil fellur Skjóna af síðum þess, löglega dæmd ræningan- um Birni. Þó þurfti að vísu að raka eyrun á Skjónu, a. m. k. tvennar nefndir skoðanamanna gerðu útslagið um markið á henni. Ennig segir í necrolog Mbl. um Skjónu, að dóttir Björns segi hann hafa átt „skjótt merfoland árið, sem Stalín dó“ og þykir það taka af öll tvímæli um að hryssan sé réttmæt eign Löngumýrarbóndans. Við höfum oft heyrt, að það sé býsna erfit að komast inn á síður Morgunblaðsins. En að það taki þvílíkt átak og umbrot að sleppa af síðum blaðsins, að ekki dugi minna til er referat um afgang Stalíns af heiminum og ýfirlýsing um algjört gagns- leysi, þykir mörgum ærið hart. Að vísu skal dregið í efa að merin Björns hafi haft hugmynd um allt það hugarvíl, sem hún hefur valdið lesendum, enda Framhald á 6. síðu. í HREINSKILNI „Fyrrv. nemandi“ skrífar eftirfarandi grein sem að vísu er stytt. Þótt hún sé ýkja harðorð, þá er hún sönn og raunhæf um það ástand, sem skapazt hefur. Menntabrölt íslenddnga, síð- ari árin, hefur í senn vakið hneykslun hugsandi manna og hlátur þeirra, seim humor hafa. Þjöðin er að kafna í menntasnobbi, hvert hrepps- fcvikindi telur sig þurfa minnst tvo eða ffleiri skóla tid að und- irbúa innfædda undir þaru ,,lífsstörf“ sem þeir kunna að óska eifflir. Bannað er með lög- um að nokifcur hafi noktoum hlut fyrir menntun sinni og hvor einasti skussd er skyld- ur til að mennta sig hvort sem hann heldur vill eða ekki. Bæjarfélögin eru ekki edns lítillát og hreppamir. Þ>au þykjast geta migið standandi og heimta sum menntaskóila en önnur allskyns tæknistoóla eða aðrar álíka stofnanir til þess, að þurfa ekki að taka til hendi. Hið kunna slagcrð „mennt er máttur“, sem einna hæst lætur í Svíþjóð og svo hot ti n tot tail ý ðveldun um í Afr- íku er að verða útjaskaðra en frétt um að dr. Gyifi .,sé ektoi á landinu" og hver fjársóunin annarri ömurlegri er hleypt af stokkunum til þess, að þægja þeim auma lýð, sem hrópar á torgum um aukna menntun og aukin tækifæri, auðvitað handa þeim „lægst- launuðu“. örvfluð rikisstjóm, sem í nær öllu opinberu lífi á í vök að verjast þorir ekki annað en fara að óskum þess- ara lýðskrumara og æfin- týramanna, sem keppast um að gæla við kosti menntunar og aukinnar fræðslu. Til þessa hefur þó edna af- satoanlega menntagreinin á landinu þ.e. einhver snefih af þekkdngu á fiskimélum otokar verið látin sitja á hakanum. þó segja veröi, að einhver alda sé nú að fallla í þá átt, að þjóð, sem byggir 90% á sjávarútvegi ætti kannske að hafa ednhvem, sem menntun hefði í þeim efnum. Nýjasta, en ábyggilega ekki síðasta neyðaróp úr herbúðum þessara skólasjúkllinga, kemur nú frá Keflvíkingum, sem ekki þurfa minna en menntaskóla til að það ágæta sjávarþorp geti talizt standa jöfnum fæti við t.d. Isafjörð, en þar er einn menntaskólinn nýstofn- aður þó enn sjáist þar ekki önnur lífsmörk, en hvort einn eða tveir kennarar séu á laun- um pr nemenda. Það, sem auðvitað átti að gera, en verð- ur aldrei giert, er að stofna einn mikinn menntaskóla eða sambærilega nútíima-mennta- stofnun úti í sveit með hedma- vistum, aga og námsskyldum, en ekki drita þessu í sjávar- þorpin eða endurbyggja gamla læknakofa eða prestheimiii út um land og klína á þá stoóla- nafni, auðvitað með hlmdnhá- um kostnaði. I slífcu sfcóla- centrum gætu svo nemendur, kariar og konur, húið og lært, en borgir og þorp orðið bless- unariega laus við þennan lýð og ólþægindin, sem af honum steðja. Skóla í þeim greinum er að fisikinum lýtur rnætti hafa í þorpunum, þar sem sjór er stundaður. En hvernig horfir. t.d. menntaskólaþrá Keifflvíkinga við, frá aðeins venjulegu sjón- armiði. I Reykjavík eru nú þrír menntaskólar, tveim of margir, sem unga út „mennta- miönnum“ sem verða máske að gagni sumiir en ffiestir verða etoki annað en útgjaldaliðir, sem verður ekki fluíllnægt fyrr en búið er að eyða i þá millj- ónum, og þá gera þeir sér lít- ið fyriir, setja sig á háan hesí og neita að vinna nema með sérkjöruim, elila Maupi þeir af landi brott. Þetta hvítflli.bbahð. sem skiptir þúsundum í 200 þúsund manna þjóðfélaigi er fullt upp af óheyrilegum kröf- um. ábyrgðarlaust og gagns- laust. í vandiræðum siínum er svo hinuim almenna borgara gert að standa unddr greiðsi- uim, svo einhver apinn get! klöngrazt út til Sorbonne, sop- ið rauðvín og iagt stund á miðaldafrönsku eða eitthvað annað óheyrt og gjörsamlega gagnlaust mái, jafnvel athug- að vísindalega hvort af- gredðslustúlkur eigi að giftast eða heimilisfeður að hjálpa til við uppvask. Islendingar þurfa nauðsyn- lega að vita allt um máiísk- ur þær, sem talaðar voru i Frafctoland!. á árum Lúðvíks 14. eða hvort madame Pompa- dour hefði talað lágfrönsku eða bara venjulegai skækjudía- lekta úr S-Frakiklamdi. Till þesis, að þjóðin hér -úð norð- urskaut fái þetta á breint, þá er gerður út nemandi úr menntastofnunum Islands tii þess að fullnægja þessari. fróð- leiksfýsn þjóðarinnar. Enginn mælir gegn því, að Keflvíkingar eða íbúar ann- arra sjávarþorpa menntist á einn eða annan gagnlegan hátt. En skipulagsiaust mennt- unarbrjálæði til að halda- hvít- fflibbaliðinu og sjálfskipuðum menntahrokagifckjum í fæði og skæðuim, er efcki það sem þjóðin þarf né hefur efni á að styrkja Menntamólin, und- ir núverandi stjórn dr. Gyifa hafa verið auðþekfcjanlegri af magni fremur en gæðum, enda hefur hann haldiið fast við þá stefnu, vegna póílitisks fram- dráttar, að drita þessum stoifn- unum niður í sveit og við sjó, aftir því hvaðan nýjastaneyð- aróp menntavitanna kom síð- ast. Menntaskólamir eru nú út um alilt, fjórðunigairnir æpa á nýja skóla, þorpin kalla og hreppamir ærast af óvæntri, menntaþrá. Ef við hefðum ríkisstjóm, sem við höfuim etoki, þá væri fyrir löngiu búið að átoveða að setja hreinar h’nur hvar þörfin er og síðan mennta þá, sem þess óska og þjóðin hefur gagn a£. Aðrir gieta og verða að taka að sér venjuleg störf innan þjóðveldisdns, en eikiki ledka sdg skrautflugur á miykjuhaugum bóka og skrif- finnstou. Kefllivíkingar eru stuindar- fjórðungsakstur frá höfuð- staðnum. Þar er veilsæld og þar líður flólki vel. Hér í Rvík eru sfcólar af öllum tegundum, nemendur pýndir til náms á- hugaiausir og fullir úlfúðar, jafnvel krefj andi þess, að próí séu látin niður falla og hverj- um skussa leyffl að halda á- fram án nokkurs tillits til flrammistöðu, áhuga eða getu. Skólar em ékki lúxus, seigir nýi túninn, sjáflfskipaðdr verkafcarlar, sveitamenn eða aðrir, sem „mnna þá tíð“ þeg- ar mienn gátu ekki „sökuim..fár. tæfctar" hlotið menntun eða „fengið að lœra“. Jú, jú, það vanta-r sko ekki harmakyeipið í alþýðunni þegar velferðair- ríkið er annarsvegar. Sann- leikurinn er sá, að menntun á Islandi er í dag lúxus, sví- virð'ilegur og lítillsimetimn lúx- us, sem áhuigalaus sknU nýt- ur, oft, en efcki nærri aiitaf, vegna heimskulegrar velferð- arstefnu ráðþrota ráðherra. Hann hefur líka uppstoorið eins og till var sáð. Ráðherr- ann hefur verið kair.aður nið- ur á skip í umræðuskynl, ofsóttur á eiigin skriifstofu og næstum afhrópaður af þeim hvoipum, sem hann heldur að hann sé að hjálpa. Það er sko ekki lítill lúxus að vera „nem- andi“ í dag. Að þurfa að leggja að sér eða flæra, stunda námið, eða Mýða kennurum, er eklki á pensúminu. óne', kjaftforir loðinbarðar, hassis- þræiar og ólánssikepnur, út- ungað í reiðileysd veflmegunar er að kætfa skólakerfið, „víkika" sjóndeildarhringinn eð’.ast o-g eiga atfkvæmi á sikólatí-mum og er undrandi, að allir þjóðfélagsþegnar skuli etoki undireins til-búnir að eyða sínum síðasta eyri tii að styðja og styrkja þessi kyn- orkuatfrek þeirra og ala önn fyrir afflcvasmum þeirra. Fyrir- myndin er ruslið í erlendum Framhald á 6. síðu. r M \ i I i Skálamálabrjálæðið - Mál að linni - Hvítflibbalið skrífl en ekki nemar — Agi, þörf, menntun — Alger stefnubreyting — Mesti ksstnaðarlsðurinn. — ! i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.