Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. nóvember 1970 Mánudagsblaðið 5 Nýjar bækur á markaiinum Fjalla-Eyvindur eftir Guðm. G. Guðmundsson Bókaútgéfan LEIFTUR gefur út margair nýjar og góðar basJtur í ár og hafa blaðinu þegar bor- ízt nokkrar þeirra. Sú bóik, sem ef.aust mun veikja áhuga hins almenna lesanda er „Saga Fjalla- Eyvindar" eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, nákivæm og áhua- verð frásaga af þessum alræmda fjallaþjófi, seim hrifið hefur hug of, hjarta íslendinga bæði í þjóð- sögunni og leikriti Jóihanns Sig- urjónssonar Höfundi er saga Ey- vindar Jónssoinar sýnilega mjög hugstæð, allur tónninn 1 verki hanS' lýsdr mikilli samúð með „útlagahjónunum“ Eyvindi og Höllu. Mikil vinna er að baki rannsókna hans á aefikjörum þeirra, stuðzt við þjðsagnaefni, samtímalýsingar og allar þær heimildir, seim höfundur hefur komizt yfir. Höfundi virðist það mikið á- hugamál, að gera þessa dýrfinga sína að hetjum og mdsskildum fórnardýrum ranglótrar og harð- neskjufullrar samtíðar oig skír- skotar bæði til aldarfars og hug- arfars yfirmainna og undirgefinna á þessu niðurlægingartímaibili þjóðarinnar, en þá gengiu yf'ir aillskyns hörmungar, alllt frá ís- um að’ eldgosojm. Ekki er hann jkja lipur við „yfirvaldið“, né um of trúaður á þjóðsaignasann- leik þeirra fræðimanna, sem u.m Eyvind hafa ritað. En á hitt m^, bcndfli, „að hann seilist aldr- ei um set til að fegra staðreyndir, en drepuir á ýmisar saignir, sem vajJ eða - óklki fást sitaðizt, en gagnrýnir aðrar harðlega. Honum er Eyvindur hugfallinn mjög, og þá ekki síður Halla, sem hann telur sanna hetju og dóttur fjall- anna. Útilega Eyvindar var að vísu löng og þróttur hans og manndómiur nær alltaf óvefengj- anlegur, en h'öfundi virðist ekki létt að veita samitíðarmnönum Eyvindar nægan sikilning, og gier- ir á köfluim alltöf miikið úr lotn- ingablöindnum ótta sveitamanna á útlaganum. Á tírnum Eyvindar va.r fátæktin og hörmungamar sem nær riðu bjóðinni að fullu meiri en svo, að saimtíðarmenn hans fátækir gætu eða reyndu að fyrirgefa útileguiþjófum, sem stáHu fé af aflrétti, hnupluðu búgö-gnum, tðku afréttarhross, sem önnur til handargagns og átu síðan. Æfistritið var of ál- varlegt til þess, að rómantískar huigmyndir nútímamannsins á ís- landi eða jafnvel skáldanna, sem um Eyvind rituðu fyrir nokkr- um árartugum ættu þar nokkra samleið. Bókin ber höfundi sín- um gott vitni um natni og gjör- hygli og hann er algjörlega ó- smeykur við að hirta samitíðar- menn Byvindar í emibættis- mannastétt fyrir meðferðina á föngum sínum, þá sjaldan að Ey- vindur komst undir mannaihend- ur, eða ,,bjó“ í byggð. Því verð- ur vitanlega ekki neitað, að oft hefur verið harðbýlt á öræfum Islands og næsta kraftaverk að Eyvindur lifði af ósköpin þar, en einstök persóinuleg snilli Eyvind- ar og ráðkænska barg honum oft þegar útlitið var hvað verst. Hugmyndir höfundar um aö Matthías Jcehumsson hafi byggt leikritið Skugga-Svein eða Úti- legumennina á lífi Eyvindar eru opnar fyrir gagnrýni eða a.m.k. sýnast helzti langsóttar, þótt Matthíasi hafi eflaust verið vel kunnuigt um furðusagnir þær af Eyvindi og Höllu, sem sfcópust eftir lát hans. Hinsvegar, eins og að ofan get- ur, verður höfundur ekki sakað- ur um hllutdrægni, þótt víða gæti velvtldair hans óeðlilega f garð þjófanna. Sér og hver maður að skoðun höfundar á Eyvindi er sízt lakari en annarra en því betri, sem hann hefur kynnt sér málið nánar. Fráiganigur er allur mjög góður. Þar sem þetta er eiginlega blanda af rómantík og staðreyndum hefði verið gaman, að ljósmyndir af alþekktum dvall- arstöðum Eyvindar vænu birtar í stað teiknaðra mynda, ekki vegna þess, að teikningar séu annað en góðar, heldur hins, að Ijósmynd af stöðunum myndu beturkjmna iesendum staðhætti. Þetta er vissulega bók, sem hægt er að mæla með. A.B. Frá Æskunni Að venju gefúr bamablaðið Æskan út mikið safn bóka bæði fyrir unga og gamla í ár, og er nú óvenjulega mikið um eigu- lega gripi í því safni. Fyrir yngstu lesenduma eru bækur eins og Kibbi kiðlingur, í þýðingu Harðar Gunnarssonar, myndskreytt. Þá er og Kisu- bömin kátu, Walt Disney-kver, einnig myndskreytt í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar, 61 bls. og svo Vísnabók æskunnar, eftir Kristján frá Djúpalæk, mjög fjölbreytt og vei frá gengin bók, sem allir hafla gaman af að rýna í. Ssl skein sunnan Sól skein sunnan eftir Friðrik Sigurbjörnsson, blaðamann, er safn ágætra þátta um náttúru- skoðun, en Friðrik er löngi'.i landsþekktur fyrir þætti sína úr náttúrunni, sem birzt halfla í Morgunblaðinu. Bók'.n skiptist í 16 kaflla. Inngainigiurinn fjallar um hvað náttúruskoðun sé, en síðan fer höfundur í ýmsar skemmtillegar ferðir um íslenzka náttúru og athugar gaumigæfi- lega — og skemmtilega — hvað fyrir augun ber í fjöru og á landi, meðal fugla cig annarra fyrirbæra, sem hér finnast. Frlð- rik er einkar naernur á atriði sem fyrir ber og hér er á ferðinni ekki aðeins ágæt bamaibók held- ur vissulega bók, sem fullorðnir geta ekki síður notið. Bókin er 220 blaðsíður og frágangur ágæt- ur skreyttur skemmtilega unn- um Ijósmyndum. ★ Þá er fyrir ungdinga Hrólfur hinn hrausti í nýjum æfintýrum, fyrri hluti, sem nefnizt Barizt við Berufjörð, en höflundurinn er Einar Björgvin. Þetta er spemn- andi bók og vel gerð oig á ef- lausit eftir að finnast í jólapö'kk- um ungKnga á næstu hátíðum. Frumbyggjabækumar 3, esru einnig kornnar út á veguim Æsk- unnar, en Eiríkur Sigurðsson hefur þýtt þetta ævintýri eftir Elmier Horn, sögiuihetjurnar eru komungar og vel við hæfi þess aldursflokks sem finnur ánægju í silíicum frásögnum. Eins og aðrar bækur frá Odda er frágangur allur mjög góður og útgefanda tiil sóma. Úr djúpi tímans Cæsar Mar hefur lifað æfin- týrariku lífi allt fró þvi hann réðst á norskt skip, sem hér lá i höfninn'. órið 1915, unz hann kveður Söndru,, skipið, sem hann sigldi á í íshafinu. Þetta eru þættir úr lífi íslenzks sjómanns úr fyrra stríði, mjög skemmtilega rituð, hreinskilin og spennandi. Cæsar Mar reyndi margt á sjó- mamnsæfi sinni og kann vel að segja frá þannig að athygk les- andans er óskipt frá upphafi til loka. Bókin er 239 sáður og hið bezta lesafni. Ledftur gaf út. ¥est u r-Ska f tfel I - ingar 1703-1966 Meðal bóka, sem blaðinu hafa borizt fró Leiftri er Vestur- Skaftfellingar 1703-1966 eftir Bjöm Maignússon. Er hér um nafnskró að rasða atf þeim Skaft- fleilingum „er skráðir fundust á skjölum og bókum“. Þetta er geysimikið rit, 441 bls., og fylgir því skrá um ábúendur jarða og aðra húsráðendur. Spannar bóík- ín nöfnin Adam-Guðný. í fbr- mála segir höfundur að „þetta ritverk er fynst oig fremst safn staðreynda um persónusögu og ættfræði" dregnar úr firumiheim- ildum og feflldar í kerfi Safn þetta er feiknamdkið verk, en höfundur hefur unnið það í hjá- stunduim og vandað til þess mjög vel. Heimildir hans eru víða frá ,þó auðvitað mest úr sýslunni svo og úr þeim ritum, sem sýslubúar hafa gert t.d. Eyjóltfur Guðmunds- 6on bóndi að Hvoli .sóknar- mannatöl úr þjóðskjalasafni, mianntöl, sefisö'gu Jóns Stein- grímssonar, eldsprests og nálega ölilum öðrum fáanlegum heimdld- um. ★ Má ætla að núlifandi sýslubúar eystra muni gjama vilja fá þessa vönduðu bók, sem er höf- undi sánum og forlaigi til mikils sóma. HVAÐ VELDUR SlVAXANDI VINSÆLDUM FORD CORTINA m fíeynsla Islenzkra bifreiðaeigenda og tæknikunnátta og reynsla FOfíD verksmiðjanna • Nýyfirbygging • Ný fjöðrun - gormar • Nýir iitir framan og aftan • Meiri sporvídd • Aukin breidd og rými • Nýr stýrisútbúnaður* Aflmeiri vélar • Lengra hjólamillibif (65, 78, 98,112) ... Enn fremur innifalið í verðinu: Styrkt fjöðrun, hlífðarpönnur undir vél og benzíngeymi, stærri rafgeymir, vandaðri startari, öryggis- belti, aurhlífar, og frostlögur. 1971 verð frá kr. 265.000.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.