Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 8
I Hótel Gunnarsholt — Lyfsalaokur — Albert út! — Vantar kritiker — Auglýsingagjald sjónvarpsins — Bílar Verzlunar- skólanema — Eiturlyf i Skólum — HVE LENGI eiga vistmennirnir á Gunnarsholti austur að lifa þar í lúxus, nenna ekki að vinna og auk þess er verið að kaupa allskyns tæki og tól þeim til afþreyingar? Þetta fáheyrða dek- ur við þessa menn nær ekki nokkru tali, því hinn almenni borg- ari á ekki að greiða stórfé til að þessum lýð sé haldið uppi þar til þeir eru aftur drykkjuhæfir eða sæmilega móttækilegir fyrir pillur og eiturlyf. Hinu opinbera og borgarstjórn væri nær að sinna einhverju öðru en reka dýr ræflahótel og endur- hæfingarstöðvar fyrir uppgefna drykkjumenn. HVAÐ LENGI verður lyfsölum stætt á okri í sambandi við sum lyf. Maður hér í Reykjavík, sem þarf á lystaukandi meðulum ;að halda hefur greitt fyrir glasið allt upp undir kr. 400,00 en á Spáni kostar sama lyf, sem hingað er flutt í erlendum, þýzkum umbúðum, langt undir kr. 100,00. Það er langt því frá, að lyf- salar séu einhverjar heilagar kýr í þessum efnum, en þó er að sjá, að verzlun þessi sé ekki ábatalaus, ef aðeins er dæmt eftir þeim lúxus, sem mætir auga í nýju apótekunum, bæði í af- greiðslusölum og skrifstofum. ÞAÐ ER hvíslað í röðum knattspyrnuyfirvalda, að nú eigi að þakka Alberti Guðmundssyni fyrir velunnin störf í þágu þess- ara mála með að sparka honum úr forustustöðu knattspyrnu- málanna. Sagt er að KR-liðið agiteri mjög fyrir að Albert verði felldur frá, auk annarra óheillaafla, sem þar eru að verki. Það er aðeins síðari árin, eftir að Albert tók við, að einhver glæta, agi, æfingar og leikni, hafa haldið innreið sína á „völlinn", en auðvitað þakka aðrir ráðamenn þessara mála Albert eins og þeir eru menn til. OKKUR HEFUR verið falið að birta klausu um það- hér- að Mánudagsblaðið vanti illilega mann, eða konu, til að sækja þær fjölmörgu málverkasýningar sem haldnar eru ár hvert Blaðið fær boðskort á flestar þéssar sýningar, en hefur ekki talið ástæðu að minnast þeirra sérstaklega, sem atburðar, en vill heldur fá fastan gagnrýnanda, annaðhvort undir fullu nafni eða dulnafni, sem skyn ber á þessa listgrein. Þessu fylgir önnur orðsending um greiðslu fyrir slíkar greinar, sem er öllu ómerkilegri. Ritstjórnin telur sig bæði vera blanka og nízka, en bendir hins vegar á það, að á opnum slíkra sýninga séu venjulega öll listasnobb, sem máli skipta og hjörðin hin fríð- asta, svo það sé nokkur uppbót fyrir lélega, ef nokkra greiðslu. SPYRJA MÁ: er sjónvarpinu sérstaklega heimilt að hækka auglýsingagöld sín þessa mánuðina, þegar eftirspurn eftir auglýsingum er miklu meiri en aðra mánuði. Verðstöðvunin virðist aldrei ná til opinberra stofnana, og þeim er allt leyfi- legt, en hér er um að ræða hreint rán, sem framið er í því skyni að hreinlega notfæra sér neyð annarra, en á þessum tíma er verzlunarmönnum lífsnauðsyn að auglýsa, sem mest, þann varning, sem þeir hafa til sölu. •-------------------------- SÍÐUR EN SVO erum við mótfallnir því, að efnamenn og af- kvæmi þeirra eigi bifreiðir og önnur tæki, sem kaupa má fé. En hitt er afar bagalegt þegar bifreiðir t.d. nemenda Verzlunar- skólans, sem heimtuðu frítt nám og skólavist fyrir nokkru, beinlínis tefja fyrir og stöðva umferð kringum skólann vegna þess hve ranglega er lagt. Bifreiðir þessar beinlínis kæfa um- ferð og ætti lögreglan að banna þessum vesalings nemendum að hafa gljáandi tæki sín þannig, að öðrum sé til ama og trufl- unar. EITURLYFJANEFND dómsmálaráðherra hélt, eins og hér var spáð, blaðamannafund um niðurstöður rannsókna sinna á eit- urlyfjaneyzlu. Eins og einnig var hér spáð, var ekkert af nefnd- inni að frétta nema nokkur fjálgyrði um hættur eiturs. Nú hafa kannanir leitt í Ijós, að a.m.k. 19% menntaskólanema gæla við lyf, en ekkert opinbert er gert í málinu. Jafnvel rektorarnir bera ekki blak af nemendum sínum, né gefa nokkrar skýringar á þessum niðurstöðum. Það er skemmtilegt að hafa krakka í skólum þar sem auðsýnilega er litið með velþóknun á þessa „menn.ingar“-þróun, eins og ástandið sýnir. Veröld Vinstrimennsku — 12. tilræði: „Sannleikurinn er ekki LÝÐRÆÐIÐ GEGN LÍFINU einn og stór, heldur margur og smár." Eitrun gefur drjúgan arð Sannleiksþungi peningsins - „Ekkert klám er til“ — Valdið gerð í Svíþjóð — „Hrifning mín af lýðræðis- legu fyrirkomulagi er alger- lega reist á skynsemdarrök- um, en í innsta eðli mínu er ég höfðingjasinni, þ.e. ég fyrirlít múginn og óttast. Ég elska frelsið, lögréttinn og dómsmætið af ástríðu, en ekki lýðræðið. Þetta er mergur sálar minnar . . . Frelsið er meginástríða mín. Það er heilagur sannleik- ur.“ — Alexis Clérel de Tocqueville (1805—1859), franskur sagn- fræðingur og utanríkismálaráð- herra ((1849):. ívitnún mín úf þ. útgáfu af bók Antoine Redier: „COMME DISAIT M. DE TOCQUE- VILL'E", ((Perrin, París 1925), en ’ þar er ljósmynd ' af einka- bréfi frá Tocqueville með ofan- greindum ummælum birt á bls. 47—48. 'f • DJÚPIÐ ÓBRÚANLEGA Friðrik mikli Prússakonungur komst einhverju sinni þannig að orði, að fegursti sigurkransinn, sem stórmenni getur hlotnazt, er sá, afí hafa uppgötvað fáein sannindi og eytt nokkrum ranghermum." Chur- chill, er vissulega einnig verðskuld- ar einkunnina „mikill", þótt reynd- ar af ummunanJega frábrugðnum ástæðum sé, og þess vegna í dálít- ið öðrum skilningi, sagði um það bil tveimur öldum síðar, að „sann- leikurinn er svo dýrmætur, að það cetti aldrei að sleppa honum laus- um nema í fylgd með tveimur lyg- um." Þessi ólíku viðhorf, tveggja ó- líkra manna, eru leiftrandi sigild dæmi um það regindjúp, sem stað- fest er á milli tveggja andstasðra lífsskoðana. Þau sýna ein með öðru, hversu óhugsandi er, að sættir geti — Kjarnfóður og búsnytjar — eitt getur stjórnað — Skýrslu- - Undrið mikla — nokkurntíma tekizt með hægri og vinstri, iífvernd og lýðræði. Lífverndarmenn telja að sannleik urinn sé einn og stór, ódeilanlegur og raungildur, siðlægt mæti, mark- mið í sjálfum sér, og eigi sér skýra mótsetningu, ósættanlega gagn- stæðu. Á þeirri forsendu álíta allir hægrimenn það verá ævilanga skyldu sína, að uppræta skaðlega fordóma, tortíma bábiljum og heila spuna, þoka þröngsýni úr vegi og yfirbuga öfgar og ofstæki. Þessu markmiði sínu hyggjast þeir ná með því að auðga anda þjóða sinna, fegra smekk þeirra og göfga sálar- lífið, vekja heilbrigðan hugsunar- hátt og skerpa skilning-þeirra'á lög- málum lífsins. . Þarna - er : óneitan- lega - mikið í fang færzt, og 'ekki auðvelt að koma auga á asðri ásetn- ■ing eða jákvæðara hlutverk. Lýðræðissinnar hafa að vísu grun um, að éitthvað sé til, sem nefnist sannleikur, en í augum allra vinstri- manna er þar aðeins um'afstætt hug tak að ræða, tækifærisbúndið, ó- raunhæft matsatriði, er laga megi í hendi sér og hagræða eftir efnum og ástæðum, allt eftir því, hvernig stundarhagsmunum verði bezt t>org- ið. Að lýðræðislegri skoðun er það eitt satt, rétt, fagurt eða gott, sem metið verður á peningakvarða, er hagkvæmt í bili. Af þeirri stað- reynd að lygin er að jafnaði nær- tækari og auðveldari í meðförum heldur en sannleikurinn, veitir aug- ljósari stundargrið og kemur sér iðulegá vel, er sú ályktun dregin, að notkun hennar sé fyllilega rétt- mæt „í góðum tilgangi", þ.e. til þess að efla eiginhagsmunina. „Sann leikur" lýðræðissinnans er véltækni legt vinnuáhald, sem auðveldlega má brúka til eins í dag og annars á morgun, á mismunandi hátt við sundurleitar aðstæður, og í marg- breýtilegum útgáfum. Sannleikur- inn er „margur og smár" í augum vinstrimanneskunnar, hann bæði má og á að setja saman eftir hent- ugleikum, úr öllum tiltækum efni- við og beita síðan í samræmi við ríkandi markaðsástand. Enginn lýðræðissinni hefir hugmynd um, að hálfur sannleikur er oftast heil lygí- LÍFSRÝMIÐ OG JARÐVEGURINN Meginstyrkur lýðræðislegrar vinsfrimennsku hefir því af. ofan- greindnm orsökum frá upphafi ver- ið fólginn í ófyrirleitni hennar við að hafa endaskipti á augljósum sann indum, gera einfaldar staðreyndir flóknar og óljósar, viðteknar venjur tortryggilegar og ófrægja aldagöm- ul; þrautreynd siðgæðislögmál. Áfl- vákinn héfir ævinlega verið harðger og lífseigúr, jarðvegúrinn frjór, víð- feðmur og djúpur — og því alltaf gjöfull. Einféldni, trúgirni og með- fædd blekkingarþörf alþýðu hefir aldrei brugðizt. Þar hefir eilífðar- lögmál takmarkaleysisins stöðugt verið í fullu gildi og notið sín út í yztu æsar, og afurðirnar þess vegna næstum því ómetanlegar til peninga. Að atvinnulýðræðismenn skuli hafa uppgötvað efnahagslegt gildi þessa Jögniáls og hagnýtt sér það af fýsnarákefð þeirra fúllífisseggja, sem aldrei hafa haft ástæðu til þess að kvarta um ónot eða ónæði af hálfu íhaldsþyngsla eins og sam- vizku, ber hvorki vott um sérstaka skarpskyggni né óvenjulegar gáfur. Til þess er ófrýnið alltof æpandi í ömurleika sínum, alltof skræpótt í nekt sinni. Sérhvert sauðnaut hlaut að sjá og skilja, eða a.mk. finna og skynja, þannig að eðlis- ávísunin ein sér hefði nægt til fulls. „MÉR ÞYKIR GÓÐUR RUDDI“, SEGIR HANN TUDDI OIl atkvæði hafa þess vegna ver- Framhald á 7. síðu Hluti starfsfólks á EL TORO. Nautii opnai - Óðaiið næst Nýnæmi í veitingamálum Reykjavíkux Jæja, pá ©r spuirningin ekki lengur, eigum við aö borða úti? heldur, hvar eigutn við að bera niður Einn af nýjustu matar- stöðum Reykjavíkur var opnaðu.r fyrir rösikri viku í Austurstræti, og ber nafniö Nautið eða S1 Toro.eins og spánskir vilja hafa það. Þeir Sælkerabræður Jón og Haukur Hjaltasynir hafa nú end- anlega eÆnt gefið loftorð utn opn- un nýs matstaðar, og hefur heJitm- ingur staðarins verið opnaður, en efri hæðin, Öðalið, verður opnað innan nokkurra vikna, sennilega undir hátíðir. Nautið er með vistlegri mat- stöðum sem hér sjást, þótt hvergi nærri eins fullkomið og Öðaliö kemur til með að verða. Á 1. hæð, sem að Austurstræti snýr er „steikhúsið" skyndimiaitarfram- leiðsla, sem leggur sérlega á- herzlu á úrvalls-steikur, kjúkl- inga, sem steiktir eru í allra á- sýnd í glugga staðarins, líkt og sigldir menn þekkja af ferðum sínum. Steikumar eru skomar að emerískum hætti, en þeir þykja beztir í þessu fagi, reidd- ar fraim með m.a. baked potatoes Fra mhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.