Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 23. nóvember 1970 f t Mánudagsblaðið 7 Eitrun gefur drjúgan arð Framhald af 8. síðu. ið sérlega arðbær eign, sem að vísu hafa þurft sitt fóður ekki síður en annar búpeningur. Algengustu fóð- urtegundir hafa hins vegar oftast verið afar ódýrar, enda stofninn ekki bagalega matvandur, og birgð- ir alltaf feiknarlegar og óþrjótandi, þó að lystin hafi sífellt verið óað- finnaleg og farið vaxandi. Hljóm- full loforð, fögur fyrirheit, hafa tíð- ast gefið drýgsta nyt, og hafa auk þess þann kost, að auðvelt hefir reynzt að láta neytendur sjálfa borga með ánægju — og vöxtum, háum vöxtum. Allur fjöldinn hefir gengið ein- staklega vel fram, eins og gefur að skilja, þegar fóðrunaraðfarir og neyzluhættir eru hafðir í huga. Hann hefir reynzt undrafljótur að læra að jarma hóseanna og hallelúja við „framförum", „umbótum", „kjara- bótum" og „velferð", án þess að gera sér þess grein, að aldrei fæst neitt ókeypis nema slagorð og upp- hrópanir, það er aðeins þekkt eitt einasta dæmi þess í allri veraldar- sögunni, að velferðarkrati hafi get- að „samfellt" verðstöðvun og verðfrelsi. Múgurinn hefir tekið eld heita hagvaxtartrú, og reist flestar fyrirætlanir sínar, helztu áform um áhyggjulaust líf á móðurlegri um- hyggju framfærslusveitarinnar miklu, sem honum hefir verið inn- rætt að kalla velferðarríki. Hann hefir þegar af þeim sökum talið sér óhætt að hafa öll sönn lífsgildi, öll óhlutkennd verðmæti, allt óhöndlun arhæft, kyrrðbundið, staðfastlegt og háð hægfara, öruggri og skipu- lagðri þróun, að háði og spotti. Fjöldinn hefir látið ginna sig til þess að varpa kjölfestu lífsbarátt- unnar fyrir róða, hann hefir látið siga sér út í þindarlaust kapplilaup eftir einberum hégóma, hann er allt af á hvíldarlausum þönum á eftir því Nýjasta Nýja. Þeir hinir fáu, sem neita að slást í fansinn, eru stimplaðir afturhaldssamir sérvitr- ingar, ruglaðir vandlætingarkurfar og þaðan af verra, stirðnaðir á sál og Iíkama, og jafnvel — hámark niðurlægingarinnar! — skilnings- lausir á uppeldis- og menningar- gildi kláms og saurlifnaðar. „í mín- um augum er ekkert klám til," sagði frjálslyndismærin samvinnuþýða — og brosti faglega við umferðinni. HJÁLPARKOKKAR ÚR ÓVÆNTRI ÁTT Þá nöturlegu staðreynd verða lífverndarmenn nauðúgir viljúgi'r að viðurkenna, að lýðræðinu hef ir borizt háskalega mikilvægur liðskostur úr hópi þeirra ein- staklinga þjóðfélagsins, sem sízt var ætlandi, en það á sér eigi að síður að miklu leyti skýr- anlegar orsakir. Hér á ég við þann fjölda lærdóms- og vísindamanna, sem raunalega oft er reiðubúinn að gera tilraun til þess að draga fjöður yfir skemmdar- og spillingaráhrif vinstrimennskunnar á hugarfar al- mennings og umhverfið, eða jafnvel mæla þeim bót. Naumast hefir það getað farið fram hjá neinum algáð um manni, að á síðustu árum og áratugum hefir orðið uggvænleg breyting á þjóðfélagslegri afstöðu og aðstöðu allmargra vísindamanna, viðhorfum þeirra til stöðu sinnar í samfélaginu og ábyrgðar gagnvart heildinni og komandi kynslóðum. Gagnstætt því, sem áður og lengst- um var, hafa alltof margir þeirra, er með réttu ættu að teljast aðall hugs- andi stétta gerzt áhangendur ofáts- stefnu velferðarríkisins, hafa glatað skyldugri metnaðarvirðingu sinni og niðurlægt sjálfa sig og metorða stöðu sína með því að taka að líta á sig sem vinnuafl, framleiðslutæki, óbreytta sérhagsmunastétt á launa- skrá hjá umhverfiseitrunar- og nátt- úruránsskaparfyrirtækjum, sem hafa það eitt í huga, að eigendur þeirra og áhangendur verði ríkir fljótt á tilbúningi og dreifingu skranvarnings og munaðarvöru. Þarna er að vísu ekki alltaf um neitt framúrskarandi úrval að ræða en vottorð um „hóflega" eitrun um- hverfisins eða „viðunandi" eyð- ingu dýrastofna, sem gefið er út af háskólagengnum mönnum með til- komumikla lærdómstitla, hefir óhjá kvæmilega geigvænlegri tortíming- aráhrif heldur en jafnvel heill floti eiturbrælandi bíla á takmörkuðu svæði. „Rökin" þurfa ekki endilega að vera sindrandi af vizku og speki til þess að tryggja áframhaldandi eyðingu, ,sannanirnar" ná oftast til- gangi sínum með því einu að kom- ast á loft, kjarabótalýðurinn gleypir sérhverja firru hráa, sem líkleg er til þess að tryggja framhald og við- gang bruðls og óhófs. Hann finnur á sér, að umhverfisvernd og sið- gæðisefling eru ógnanir, grimmileg ar árásir, á „kjarabótastefnuna"; peningajúðar vita, að lífverndar- stefnan boðar dauðadóm yfir „vel- ferðarhugsjónir" þeirra. í lýðræð- inu er hálfbjánakross kjörklefa- smælkisins löggildur mælikvarða á rétt og rangt, fjármunir peninga- plebejanna hunang handa atvinnu- lýðræðismönnum. Með þeim eru Iaun „sérfræðinganna" einnig greidd — skilvíslega. VONLAUS AÐSTAÐA Það Ieiðir að sjálfsögðu af eðli og yfirráðaaðstöðu lýðræðisins, að barátta hægrimanna gegn hugar- farsmengun og hinni rökréttu, óhjá- kvæmilegu afleiðingu hennar, nátt- úruníðingsskapnum, er vonlaus nema frumforsendunni verði eytt til fulls. M. ö. o., ef mannkynið á hugsanlega að geta lifað, verður Iýð ræðið að deyja. Einfaldlega sökum þess — og ég endurtek og undir- strika —, að hugarfarsspilling og umhverfiseitrun eru gífurlegar pen inganámur; lífvernd og mannbæt- ur kosta hins vegar feiknarlega fyr- irhöfn og mikla fjármuni. Eða treystir nokkur lesenda minna sér til að láta sér detta í hug nokkurt verkalýðsfélag, nokk- urs staðar í veröldinni, er féllist á að gefa mínúm eftir af kaffitíman- um sínum, eyri af kaupinu sínu, í því skyni að draga úr eiurhroðan- um, sem framleiddur er með skrokkaafli félagsmanna? Eða getur nokkur gert sér í hugarlund þann peningajúða, er tæki í mál að verja grænum túskíldini af ránsfeng sín- um til þess að verja blómabeð eða skógarrunna frá að verða sviðið flag áf völdum brælunnar frá fjárplógs- myllu sinni? Eða getur nokkur lif- andi manneskja ímyndað sér pen- inaplebeja, er ekki myndi hrylla við einni saman tilhugsuninni um að hafna aðgöngumiðasölu að sýn- ingu saurlifnaðarkvikmyndar, sem væri löðrungur framan í óspillt ung menni? Sá lýðræðisbandítt, er að myndi hvarfla að hafna peningum, hve- nær sem væri, fyrir hvaða óhæfu sem væri, hefir enn ekki verið skap- aður. Slíkt fyrirbæri þekkist ekki í nátúryríkinu. Ótilneydd myndi engin vinstri- vera ganga til Iiðs við lífvernd, en — það væri hægt að þvinga hana til þess, kúga hana til undirgefni og hlýðni við náttúrulögmálin og sköpunarverkið. Fyrirtak væri að byrja á að draga hana út úr bílnum sínum. „Yfirlæknir járnsmiðjunnar Sandviken, Dr. Erland Mindus segir, að tíundi hver Svíi þjáist af taugakvillum og dragi það úr starfsork- unni. Sérhver tíundi Svíi verður fyrr eða síðar að leita hjálpar geðveikralækn- is og meðferðar hjá honum. Nálægt 800 manns biðu eft- ir sjúkravist í geðveikrahæli ríkisins árið 1961. Banda- ríkin og Svíþjóð eru efst á blaði að því er varðar um- sóknir um lækningar á geð- veikrahælum. Um 20% að auki eiga í erfiðleikum sál- ræns eðlis, sem leiða til vandræða hvað aðlögunar- hæfni og samlyndiseigin- leika snertir. Sál og tauga- sjúkdómar eru ámóta al- gengir hjá verkamönn- um og embættismönnum. Tíðni taugabilana og minni- háttar geðtruflana á meðal fullorðinna er talin vera á milli 30 og 40 af hundraði.“! — Mariana Párolis: „DIE SCHWEDISCHE TRAGÖ- DIE", (Verlag der Deutschen HochschuIIehrer-Zeitung, Túb- ingenn'967),"m^8^9. * HAFA ÖÐRUM HNÖPPUM AÐ HNEPPA Auðvitað eru fjölmargar ástæður aðrar heldur en hér hafa verið rakt- ar fyrir því, að múghyggjumenn eru fjandsamlegir, eða í bezta falli, áhugalausir um mannbætur og nátt- úruvernd. Ein er t.d. sú, að þeir eiga ýms önnur hugðarefni, sem full víst má telja að séu í betra samræmi við skynjun þeirra á þjóðfélagslegri ábyrgð, sinni og hugmyndum þeirra um það, hvernig lífinu verði Iifað á sem skynsamlegastan og heilla- drýgstan hátt. Miðað við þann „skilning", sem slíkur söfnuður hef- ir sannanlega á því, er hann kallar „ábyrgð' sína og „skynsamlegt" lífs- hlutverk, þá er ekki nema eðlilegt, að kálm- og samfaraórar séu megin- þátmr í vöku hans og draumi. En áhuginn væri vitanlega ekki sann- lýðræðislegur, nema skýrsluvéla- og eyðublaðatækninni sé ætlað að gegna sínu hlutverki í þjónusm við hið göfuga mál. Varla þarf að taka fram, að gene- talia externa njóta mestrar velferð- arumhyggju í móðurlandi klámsora iðnaðarins, enda em framfarirnar í þeim efnum komnar í slíkar hæðir þar, að ekki er alveg Iaust við að ofurlítillar öfundar gæti í löndum, sem skemmra em á veg komin. Þannig segir t.d. ein þekkt frjálslyndisvilpa nýlega: „Svíar verða nú að svara ýms- um að nokkru leyti mjög óvenju legum spurningum við allsherjar skoðanakönnun, sem nýlega er hafin. Sérstaklega erfitt eiga frá skildar konur og ógiftar mæður um vik. Spurningaskráin, sem þcer eiga að svara, er tvisvar sinn um víðtcekari og ítarlegri heldur en sú, sem „meðalborgarinn" þarf að svara (tíu síður!) og hefir að geyma spurningar eins ag þessa: „Með hvaða herrum hafið þér haft samfarir?" Hér ncegja ekki bara nöfnin, yfirhag- stofa ríkisins heimtar einnig að fá að vita nákvcemlega heimilis- föng herranna. Eftir því sem hagstofan gaf upp aðspurð, þá er þátttakan frjáls. Það hefir hins vegar ekki verið gert heyr- um kunnugt, „vegna þess að það myndi torvelda skýrslulega gagnasöfnun"."~ ’ ( ”DIE ZEIT", Nr. 42, Hamborg 16. Október 1970^“* Undarlegt, eða er það. ekki, að atvinnulýðræðismönnum, húskörl- um þeirra og öllum þeim aragrúa, er slíkt langar ofurmáta til að verða, skuli rísa svo strípur, að það þótt varla nái að mynda 90° horn, án þess að þeir fyllist ofmetn- aði, og finni hjá sér ómótstæðilega þörf til þess að tilkynna öllum heim inum um töfraverkið, og komist ekki í ró fyrr en þeir hafa fengið afrekið skrásett? Það vantar bara, að þeir hefji upp kröfusöng um styrki og upp- bætur út á fyrirbærið! J. Þ. Á. Vikulegar siglingar HRAÐFERÐIR TIL OG FRÁ! Rotterdam, Felixstowe og Hamborg með ms. Reykjafossi, ms. Skógafossi og ms. Fjallfossi Einingariestun: „Paiiets" „Containers". H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS PÓSTHÚSSTRÆTI 2 - REYKJAVÍK - SÍMI 21460

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.