Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 23.11.1970, Blaðsíða 1
I BlaÓfyrir alla 22. árgangur Mánudagur 23. nóvember 1970 45. tölublað VERKFÖLL EFTIR HÁTÍÐIR? Ríkisstjórnin í sök — veidur ekki vandanunum — Hótanir Allar líkur benda til þess, að til verkfalla og almennra óeirða komi á vinnumarkaðinum eftir áramótin. Forustumenn verka- lýðsins hafa haft í dulbúnum hótunum, og enn er róið undir öll- um árum að gylla verkfallsvonina fyrir hinum almenna laun- þega. Einar ástæðan að til aðgerða kom ekki strax, eru hátíðir, sem í hönd fara, og ónógur undirbúningstími leiðtoganna. Ástæðan er „visitölu“-þjófnaður Magnúsar fjármálaráðherra, sem komið hefur verið inn hjá almenningi, að hafi verið fyrir- fram undirbúið „plan“ stjórnarinnar til að ná sér niðri á lýðn- um. Hræðsla Ófarnaðarstefna stjórnarinn- ar ríður sannarlega ekki við einteyming. Nálega allt hefur mistekizt eða farið í handa- skolum, Jóhann Hafstein yfir- klaufinn tilkynnti verðstöðvun þrem vikum of snemma og í kjölfarið sigldu svo stanzlaus- ar hækkanir fram að 1. nóv. Þá er því réttilega skotið inn, að verðstöðvunin sé í og með, kosningabragð, en við bættist svo, að stjórnin var hrædd til að hlaupa frá aðgerðum, sem hún hafði ákveðið. Enn hækkanir Allt þetta hik og fálm hefur auðvitað vakið enn meiri van- trú á heilindi aðgerðanna, en þörf varð. Við svo bætist, að þátasjómenn, undir stjórn „síð Er það satt, að fjármálamenn Alþýðublaðsins séu sárreiðir út í Jón Héðinn vegna frum- varpsins um auglýsingabann á tóbaki? asta kapítalistans“ Jóns dreka, ætla umyrðalaust að fá leið- réttingu eftir áramót, ella stöðva flotann og opinberir starfsmenn krefjast og fá, verð skuldunarlaust, allt að 33% launahækkun á næstunni, und- iröruggri stjórn kommúnistans Kristjáns Thorlacíusar. Þá er og öruggt, að fámennari stéttir t.d. dómarar fá og umbun. Bætur og smjör Þessar raunir haf lagst þungt á Jóhann og þyngra á kratana. Hálmstráum er veifað til að reyna að „farvera" sig í augum fjöldans, þ. e. fjölskylduupp- bótum og lækkun smjörs. Um fjölskyldubæturnar er það að segja, að þær voru of lágar, fyrst þær á annað borð eru taldar nauðsyn. Smjörlækkun- in er einungis vegna þeirrar einföldu neyðar, að bændur sitja uppi með heilt fjall af ó- seljanlegu smjöri. Þessu er svo slegið upp sem góðverki til handa alþýðu. Vesalings andstaðan Eins og fyrr er það hrein- lega stjórnarandstaðan sem bjargar stjórninni. Þríhöfðaður þurs kommúnista og óákveðni Framsóknar leika beint í fang Jóhanns og Gylfa. Sjónvarps- umræðurnar í s.l. viku sýndu gjörla, að það er „innanfélags- afbrýði" sem slítur sundur sam virka andstöðu. Hannibal og Magnús Kjartansson reyna hvor um sig að „slá sér upp" sem frelsarar og baráttumenn Glæpamanna jéttindi' Svía — Fyigir ísland eftir? Sænskir glæpamenn hafa nú uppi áform um að stofna til samtaka, jafnframt því, að þeir æskja inngöngu í sænska verkamannasam- bandið sem sérstök deild og hafa fengið góðar undir- tektir í velferðarríkinu. Hafa jafnvel komið fram hug- myndir um þingsetu fanga- fulltrúa. Palme forsætisráðherra<5 ku, að sænsk blöð herma, vera hlynntur þessari „rétt- indabaráttu“ glæpamann- anna, og alveg til með að veita þeim atkvæðisrétt, enda þarf hann á öllu að halda. Þessar sænsku hug- myndir um „réttlæti“ og „jafnrétti" hafa í senn vakið óhug og hlátur hjá alvöru- þjóðum. Telja má víst, að islenzk yfirvöld fari enn að sænsku fordæmi, og verður ekki ónýtt fyrir þingforseta okkar að tilkynna: „Næst tekur til máls full- trúi Litla-Hrauns og ræðir fækkun í lögreglunni og af- nám refsivistar" — ! Hví þessi leynd? Hræðist BSRB skoðun almennings? Eins og kunnugt er þá eru opinberir starfsmenn að fá gíf- urlegar og óeðlilegar kauphækkanir, sem nema munu allt að 33% innan 10 mánaða. En starfsmenn BSRB neita algjörlega að gefa upp efni samninganna sem þjóðin verður að greiða. Hversvegna er þessi þögn. Vill kommúnistinn Thorlacíus leyna landslýð kröfum sínum, pína hið opinbera og velta svo auknum almenningsútgjöldum skyndilega yfir þjóðina? Óttast maðurinn máski, að þjóðin risi öndverð gegn þeim svívirði- legu kröfum, sem þarflaust hvítflibbalið hins opinbera heimt- ar að fullnægt sé? Þjóðin getur, með leik, losað sig við um 40% opinberra starfsmanna og náð þó fullum afköstum. Hjalað er nú um það, að þeir Ólafur Björnsson oð Birgir Kjaran séu i leynimakki um samstarf til höfuðs núverandi ráðamönnum Sjálfstæðis- flokksins. Hvað þessir tveir ut- anveltumenn hafa í hyggju er óvíst, en ekki eru þeir taldir bera of mikið traust til núver- andi flokksforustu, annar út- skúfaður, en hinn einskis met- inn nema sem eftirlegukind. Jóhanni er að verða þessi byrði of þung; hann tvístígur, óttast Gunnar og Geirs-menn, og smáklíkur flokksins, sem alls staðar stinga upp kollin- um eftir ofríki og einveldi Bjarna heitins. Flokkurinn í reild hangir saman á „götun- um“ eins og útslitnir larfar, forustulaus með öllu. fjöldans, og Bragi Sigurjóns- son gat í hvoruga löppina stig- ið og barðist við að verja stjórnina án þess þó að vera sannfærandi, enda algjörlega andstætt sönnum krata. Einar var mest hlutlaus, svo Magn- úsi fjármálaráðherra veittist létt að tvístra og sigra. Hérageð Forráðamenn verkalýðsins forðuðust í síðustu lög' að nefna verkföll unz stjórnandi hreinlega neyddi þá til þess. Hins vegar var Ijóst, að þetta vopn er reitt'til höggs og bíður þess eins hvar skal niður koma. Það þarf hvorki auðvald né komma til að sjá að þeir lægst launuðu tapa á þessu. Oll störf Sjálfstæðismanna haf einkennzt af fálmi og ó- vissu, því eindæma hérageði að geta aldrei komið hreint fram. Innbyrðist deilur og ó- viss stefna hið ytra eru ein- kenni svokallaðrar forustu. Verkföll Með hækkandi sól má því búast örugglega við „aðgerð- um“ og þá getur ríkisstjórnin, í núverandi formi, talið daga sína. Jóhann forsætisráðherra verður að gera sér Ijóst, að raggeitarskapur kemur aldrei í stað hógværðar né heldur mik ilmennska í stað raunsæis. Skipstjórinn er kominn að strandi og aðeins óvænt lukka getur forðað fleyinu. Hvers gjalda Mosfellingar? Hvers eiga Mosfellingar að gjalda í símamálum? Þetta er spurning, sem margir „innfædd- ir" velta fyrir sér, en í sveit- inni eru símgjöld öll til t.d. Reykjavíkur óeðlilega há og tímatakmörkuð meðan aðrir t.d. Hafnfirðingar, Kópavogsbúar og álíka búa við miklu betri kjör. Fullyrða má, að mestur hluti símtala Mosfellinga, sem máli skipta séu við Reykjavík, sem er aðalviðskiptastöð þeirra, en gjaldið er óheyrilegt og rang- látt. Geir Gunnarsson, kommún- isti, er sá eini, sem reynt hefur að fá þetta lagfært, en árangur- inn var ekki annað en hvertsím- tal var lengt um nokkrar sek- undur, en annað ekki. Ástandið, eins og það er, er óheýrilegt og lándssímastjórninni til mikillar vansæmdar. Irigólfur ráðherra, ætti sem fyrst að krefjast þess, áð þess- um málum sé kippt í lag, en vitanlega munu a.m.k. sumir Mosfellingar muna Geir áhug- ann og tilraunina, þótt hún bjargaði ekki miklu. Útþenslustofna Loftleiða Nú ætla Loftleiðir að stofna bilaleigu og nota til þess ó- takmarkað fjármagn sitt, og gera þeim, sem starfandi eru erfiðara fyrir. í fyrra tilkynnti félagið, að það ætlaði að stofna ferðaskrifstofu! Al- menningur hefur visuslega visst gaman að velgengni fé- lagsins, en ef fjárgetu þess á að beina inn á alls óskyldar brautir t.d. bílaleigu, þá fer mörgum að þykja nóg um. Hvað næst? — er nokkuð til að hindra þá í að stofna ríkis- stjórn?! Leikfang Mánudagsblaðsins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.