Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 9. júli 1977 GULLI sýnir á Selfossi SJ-Reykjavik. Guðlaugur Jón Bjai nason, GULLI, opnaBi sýn- inguá oliumálverkum i Safna- húsinu á Selfossi 2. júli sl. Þetta er önnur einkasýning Gulla og eru á henni 52 myndir. Gulli er Selfyssingur. Hann stundaöi nám viB Myndlista- og handiða- skóla Islands 1968-’70. SiBan hef- ur hann stundaö vinnu til sjós og lands og sinnt myndlistinni i tómstundum. Franskur myndlist- armaður sýnir umhverfis- verk Frakkinn Besson Laugardaginn 9. júli kl. 20 opnar franski myndlistamaöur- inn BESSON sýningu á verkum sinum i galleri Suöurgötu 7. Helztu viöfangsefni listamanns- ins til þessa hafa veriö skrá- setningbreytinga á tima og rúmi meö kvikmyndum, myndsegul- bandi, ljósmyndum og teikning- um. Að þessu sinni notar Besson sjálft galleriiö sem viöfangs- efni, og hefur unnið umhverfis- verk eftir staöháttum þess. í sumum verka hans er raun- veruleikinn yfirfæröur meö ljós- myndatækni, Fannan staö skráir hann ljós og tima. Besson hefur sýnt viöa um heim, m.a. á Parísarbiennalnum. Sýning Bessons stendur til 16. júlí og er opin frá 4-10 virka daga og 2- 10 um helgar. Firma- keppni í skák 2. Firmakeppni Skákfélagsins Mjölnis var haldin 16. júni sl. Teflt var i Fellahelli i Breiö- holti. Alls tóku þátt i keppninni 25 fyrirtæki. Orslit urðu sem hér segir. 1. Rydenskaffi. 2. Barnablaöiö Æskan 3. Davið S. Jónsson 4. -6. Blikkver, Ceres hf., Or og klukkur 7.-10. Bilaryðvörn hf., Heildv. Björgvin Schram, Prent- smiðjan Oddi, Hamrakjör 11.-16. Maxipopcorn, Sam sf., Blómaval, Gransáskjör hf., KM springdýnur, Verslun 0. Elling- sen hf. 17.—19. Reykiðjan hf., Lindu- umboðið hf., Hið islenska plast- blendifélag. 20. Vélsmiðjan Trausti 2.-24. Sælgætisgerðin Vikingur, Fasteignaumboöið, Bókabúö Máls og Menningar, Bristol 25. Oliuverzlun Islands. Skákfelagið Mjölnir þakkar þessum fyrirtækjum stuðning- inn. Byrjaði á lampa- skermum, nú með málverka- sýningu Kás-Reykjavik. Nú i sumar heldur Agúst Jónsson, fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaöur, málverkasýningu i Héraös- skólanum aö Laugarvatni. Agúst er fæddur að Varmadal á Kjalarnesi aldamótaáriö 1900, og er þvi 77 ára gamall. Hann hefur viöa komiö viö á æviferli sinum og hefur starfaö viö flesta þætti i atvinnulífi landsmanna, en hefur nú um nokkurra ára skeiö starfrækt heildverzlun á Seltjarnarnesi. Agúst hóf listferil sinn á þann hátt aö hann rak um tima skermagerö ásamt konu sinni og málaöi þá á lampaskerma. Siöan hefur hann i tómstundum sinum veriö aö mála og verk hans prýöa nú fjölda heimila. öll verkin á sýningunni eru til sölu, en sýningunni lýkur um miöjan ágúst. Frá Seyðis- firði — 8 stunda vinnudagur — Fjölmennt leiðarþing Kás-Reykjavik. — Þaö er sér- staklega gott veöur hérna, reyndar einstakt, og þetta er góö uppbót eftir rigningarnar slöustu helgi. Þetta sagöi Ingimundur Hjálmarsson fréttaritari Tim- ans á Seyöisfiröi, er viö áttum tal viö hann fyrir stuttu. — Þeir Vilhjálmur mennta- málaráöherra og Halldór Asgrimsson þingmaöur héldu leiöarþing hér og var óvenju mikiö fjölmenni. A fundinum var mikiö rætt um fyrirhugaöa flutninga á umdæmisstjóraem- bætti Pósts og sima hér á Austurlandi frá Seyöisfiröi til Egilsstaöa, og er þaö eitt mesta hitamál hér þessa dagana. Meö- al annarra, sem héldu ræöu um þetta mál var einn barnaskóla- kennarinn héöan úr bænum og var hún skröuglega flutt. Hót- aöi hann róttækum aögeröum ef tilfærslan næöi fram aö ganga, jafnvel flugvélaráni eöa svipuö- um aögeröum. Ekki fer nú mikiö fyrir húsbóndahollustunni hjá honum, þegar haft er I huga, aö Vilhjálmur menntamálaráö- herra er yfirmaöur hans. Aö öllu gamni slepptu, þá var fund- urinn vel heppnaöur I flesta staöi, og sýndur mikill áhugi. Enginn hefur hafiö slátt hér i héraöinu, en hann hefst alveg á næstunni. Þá er vert aö geta þeirrar nýbreytni, sem tekin hefur veriö upp hér viö fiskvinn- una i bænum. Nú er aöeins unniö til klukkan sjö á kvöldin, og sum staöar styttra. Þetta þýöir 8-10 stunda vinnudag, og er bein af- leiöing yfirvinnuverkfallsins. Tilhögunin likar ágætlega, enda gengur vinnan aö sama skapi vel * A skor endaeinvigin: Boris Spasski og Lajos Portisch gerðu jafntefli Undanrásir áskorenda- keppninnar eru nýlega hafnar, þegar þessar linur eru ritaöar. 1 Evian I Frakklandi tefla Rúss- inn Lev Polugajevski og Viktor Kortsnoj, sem i fyrra baöst hæl- is i Hollandi sem pólitiskur flóttamaöur vegna þess aö yfir- völd I Sovétrikjunum beittu hann þvingunum. Sá fyrrnefndi er i mjög erfiðu hlutverki, þvi stjórnvöld 1 heimalandi hans krefjast þess, aö hann geri það, sem landa hans, Tigran Petrosjan, tókst ekki, að veita „landráöamanninum” veröuga ráðningu. Polugajevskl hefur greinilega ekki þolaö álagiö og er þegar, aö loknum þrem skák- um, búinn aö tapa einvlginu. 1 2 3 Viktor Kortsnoj 1 1 1 LevPolugajevski 00 0 1. skákin: Hvitt: Kortsnoj Svart: Polugajevski Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 b6 4. e4 Bb7 5. Bd3 — Siöasti leikur hvits er mjög óeðlilegur og heföi byrjandi leikiö honum, hefði hann áreiöanlega oröiö aö athlægi. Stórmeisturum leyfist ýmislegt nú til dags. 5. — c5 öruggara framhald d6. er 5. — 6. e5 Rg4 7. h3 Bxf3 Svartur fórnar skiptamun eins og skákfræöin gerir ráö fyrir. 8. Dxf3 Rxe5 9. Dxa8 Rxd3 10. Ke2 Rf4+ 10. — Re5 kemur sterklega til greina. 11. Kfl Rc6 Polugajevski og aöstoöar- menn hans hafa örugglega rannsakað þessa byrjun fyrir einvi'gið og komizt aö þeirri niö- urstööu, aö svartur þyrfti engu aö kviöa. Sennilega tapar svart- ur þessari skák ekki vegna byrjunarinnar, en Polugajevski og hans menn heföu átt aö minnast þess, aö Kortsnoj er i essinu sinu, þegar hann hefur tekið á sig verri stööu fyrir liös- yfirburöi. 12. Dxd8+ Kxd8 13. b3 Rd3 Svartur leikur kóngsriddara sinum i fimmta sinn I 13 leikj- um! 14. h4 * — Hvftihrókurinn á hl kemst nú 1 spilið. 14. — Be7 15. Hh3 Rxcl Þaö er heldur óskemmtilegt fyrir svart að skipta á hinum viöförla riddara fyrir biskup, sem enn hefur ekki hreyft sig. 16. Hxcl h5 Hvitur hefur nú hrók gegn biskupi og peði. Vinningsvonir hans virðast þó ekki mjög mikl- ar, þvi' erfitt er aö opna hrókun- um linur. 17. Hdl a6 18. a3 Kc7 19. Re2 Bf6 20. Hbl b5 21. Rc3 Hb8 22. cxb5 axb5 23. Re4 Bd4 24. Hcl Ha8? Eftir 24. — d6 er ekki aö sjá, aö hvitur komist áleiöis. Stööumynd Eftir 24. — d6 25. Rg5 Re5 26. f4 Rg4 27. Rxf7? Hf8 stendur svartur mjög vel. 25. Rxc5 Ilxa3 26. Hd3 e5 27. f4 d6 28. Re4 Kd7 29. fxe5 Bxe5 30. Rg5 Rb4 31. Hf3 fo 32. Rf7 Bd4 I B jj B U |jÉp i i §§j §p % J§§ i §ff§ §p §§j i §§§ B i n pfijf & B B B & §n B B B B 9 JJJ B ■ S jjj 33. Hg3 f5 Tafliö hefur opnazt og hvitu hrókarnir njóta sin betur. 34. Ke2 Bf6 35. Rg5 Rc6 36. Kdl Rd4? Svarturleyfir hvit aö tvöfalda hrókana á c-linunni fyrirhafnar- laust. Betra var 36. — b4. 37. Hgc3 Ha7 Ekkigengur 37. — Hxb3 vegna 38. Hc7+ Ke8 39. Hb7! Bxg5 (39. —, Bd8 40. Rf7 Be7 41. Rxd6 + eða 39. — Be7 40. Hc8+ Bd8 41. Kel ásamt Rf7 og vinnur) 40. Rf7 Be7 41. Rxd6+ eöa 39. — Be7 40. Hc8+ Bd8 41. Kel ásamt Rf7 og vinnur) 40. hxg5 Kd8 (40. —, Re6 41. Hc8+ Rd8 42. Hbb8) 41. Hal Kc8 42. Hxg7 og hvitur vinn ur. 38. Rf3 Re6 39. Hc8 Ha3 Eftir 39. — Hb7 38. Rf 3 Re6 39. Hc8 Ha3 Eftir 39. —, Hb7 40. Hh8 vinn- ur hvitur skákina i rólegheitum. 40. Hb8 Hxb3 41. Hb7 + Kd8 42. Rg5! Bxg5 Þvingaö vegna hótunarinnar 43. Rf7. Eftir 42. —, Rxg5 43. hxg5 Be5 44. Hcc7 er svartur glataöur vegna máthótana hvitu hrók- anna. 43. hxg5 Hb4 44. g6 Hg4 45. Hal Rc7 46. Haa7 Hc4 47. d3 Hc3 48. Kd2 Hc5 49. Hb8+ Ke7 50. Hc8 — Nú kemst svarti kóngurinn ekki til þess að valda peðiö á g7 og þar meö slokknar siðasti vonarneisti svarts. 50. — Kd7 51. Hg8 Ke6 52. Hxg7 Rd5 53. Hgf7 Hc8 54. g7 Hg8 Polugajevski heföi getaö gef- izt upp meö góöri samvizku, en máltækiö segir: „Þaö vinnur enginn skák á aö gefa hana”. 55. g3 b4 56. Hf8 Rf6 57. Kc2 h4 Eöa 57. —, f4 58. gxf4 h4 59. f5+ Kxf5 60. Hxg8 Rxg8. 61. Hb8 Re7 62. He8 og hvitur vékur upp drottningu og vinnur. 58. gxh4 f4 59. h5 f3 60. h6 og svartur gafst upp upp, þvi hann tapar eftir 60. —, f2 61. h7 Rxh7 (61. —, flD 62. hxg8D+ Kf5 63. Hxf6+ o.s.frv.) 62. Hxg8 FlD 63. He8+ Kd5 (63. —, Kf5 64.HÍ7+ Rf6 65. Hxf6+ Kxf6 66. Hf8+ o.s.frv.) 64. g8D og hvítur mátar. I Genf i Sviss tefla Rússinn Boris Spasski og Ungverjinn Lajos Portisch. Spasski tefldi ekki vel i einviginu viö Hort hér i Reykjavik, en Portisch vann yfirburöasigur gegn Larsen, svo aö flestir spá Ungverjanum sigri i einviginu. Sterkar taugar þess fyrrnefnda og mikil keppn- isreynsla getur þó ráöiö miklu, þegar til úrslita dregur eins og einvigiö i Reykjavik s.l. vetur sýndi ljóslega. Tvær fyrstu skákirnar voru stutt jafntefli. 1. skákin Hvitt: Spasski Svart: Portisch i. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. Rc3 Bb7 5. Bg5 h6 6. Bh4 Be7 7. e3 0-0 8. Bd3 C5 9. 0-0 cxd4 10. exd4 Bxf3 11. Dxf3 Rc6 12. Re2 Rb4 13. Bbl d5 14. a3 Rc6 15. Bxf6 Bxf6 16. cxd5 exd5 17. Ba2 Rxd4 18. Rxd4 Bxd4 19. Bxd5 Hc8 20. Hadl Df6 21. Dxf6 BxfO Jafntefli. 1 2 Boris Spasski 1/2 Lajos Portisch 1/2 1/2 Umsjónarmaður: Bragi Kristjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.