Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 13
rmrtvmn mmm Laugardagur 9. júli 1977 13 hljóðvarp framhal'dssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI OFAUKIÐ 121 Laugardagur 9.júli 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.00: Kristján Jóns- son byrjar að lesa ævintýrið um „Ugluna Raoul” eftir Jay Williams i þýðingu Magneu Matthiasdóttur. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatimi kl. 11.10: A heimaslóð. Lesið verður úr verkum Jóns Sveinssonar, Jónasar Hallgrimssonar, séra Friðriks Friðriks- sonar, Páls J. Ardals, Da- viðs Stefánssonar, Bólu- Hjálmars og Frimanns Jón- assonar og sagt frá heima- slóðum höfundanna. Um- sjónarmenn timans: Hilda Torfadóttir og Haukur Agústsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku. Svavar Gests sér um þátt i tali og tónum. (Fréttir kl. 16.00, veöurfregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tónlist. 17.30 „Fjöll og firnindi” eftir Arna óla. Tómas Einarsson kennari les um ferðalög og hrakninga Stefáns Filippus- sonar (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Ég hef morrað mest við það.T.” Guðrún Guö- laugsdóttir ræðir við Skúla Helgason fræðimann. 20.00 Vor i Vestur-Evrópu.. Jónas Guðmundsson sér um þátt i tali og tónum. 20.30 Gitarleikur i útvarpssal: Siegfried Behrend leikur verk eftir Hans Neusidler, Luis Milan, Lodovice Conte Roncalli, Anton Graf Losy, Mateo Carcussi, Ernst Krenek og sjálfan sig. 21.05 „Etýða i E-dúr”, smá- saga eftir Grétu Sigfúsdótt- ur. Höfundur les. 21.30 Hljómskálamúsik frá útvarpinu i Köln. Guð- mundur Gilsson kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. eftir Louis Merlyn — Hann er traustur. — Ég átti ekki við það, sagði hún. — Hann er svo kaldur, Nat. — Hann hefur ástæðu til þess, útskýrði Nat Silone. — Hann skilur sjálfan sig ekki heldur. Reyndu ekki að gera það fyrir hann. Henni leið betur núna og hana langaði til að segja honum, hvers vegna hún hafði hringt.— Nat mig langar til að hjálpa. — Það gerirðu bezt með því að halda þig í felum. — Nei, mig langar til að gera eitthvað. Larry gerði það ekki einn. Hann varð að f á hjálp til að gera það. — Ef þú fengir sannanir, myndirðu aðeins gera þetta verra f yrir okkur, Fran. Þannig liti lögreglan að minnsta kosti á málið. Láttu það eiga sig. — Nei, nei, Nat! SKilurðu það ekki? Hann varð að fá hjálp frá einhverjum, sem vinnur fyrir okkur. Hann hef ði ekki getað reynt það á nokkurn annan hátt. — Það var Emile, sagði Nat Silone. Rödd hans var lág og þurrleg. Hún skildi ekki, hvers vegna hann var ekki bitur, nema hvað Nat var sjaldan bitur og sjaldan reiður. — Hann þurfti sem sagt að nota rúllettu Emiles til þess? — Já, sagði hann. — Ég vil tala við Emile, sagði hún. — Ég ætla að f inna eitthvað sem getur hjálpað okkur. — Fran, gerðu það ekki! Rödd hans var hvöss, hvassari en hún hafði nokkurn tíma heyrt hana. — Gerðu það ekki. Láttu Milan um það. — AAilan veit það ekki, sagði hún. — Hann heldur að þetta hafi verið ástardeilur. — AAilan er ekkert f íf I. Hann kemst að þessu sjálf ur og gerir eitthvað í málinu. Símaklef inn var að kæfa hana. Nú skildi hún Nat ekki. Hann talaði í gátum. — Hvers vegna segirðu honum það þá ekki? — Vegna þess, sagði Silone, — að við vitum ekki ástæðuna til þess, Fran. Það á að vera ástamálunum að kenna í bili. Ef við vissum ekki hvað Neilson hafði i hyggju, þá gat það að minnsta kosti ekkiverið ástæðan. — Aaah, sagði hún. — Aaah! Henni létti svo mikið, að hún jafnaði sig aftur. — En ég ætla samt að tala við Emile. Hann hikaði. Hún fann þögnina og hélt að hann hefði lagt á. Hún sagði hrædd. — Nat? — Ég get ekki haldið aftur af þér, barn. En ekki núna, ekki um hábjartan daginn. — Ég skal fara varlega, Nat. Hún óskaði þess að hann væri ekki leiður af því hún neitaði að hlýða honum. Hún taldi að hann gæti skilið hana og þá nauðsyn, sem rak hana áfram. Þegar hann lagði á, gekk hún út úr klef- anum og andvarpaði. Hún fór og pantaði sér kaffibolla. Hún hugsaði ekkert um að einhver gæti þekkt hana. — Emile, sagði hún við sjálfa sig. — Roy Hiller og Polly Baird. Þau höfðu verið vitni. En það var aðeins Emile, sem hún var að hugsa um. Hún stöðvaði kaffibollann á miðri leið. Roy Hiller líka. Hún hafði nær gleymt, að það hafði verið hann, sem aðvaraði hana. Hann hafði reynt að hjálpa henni í það skiptið og ef til vill myndi hann gera það aftur. Hún ákvað að hringja til hans, þegar hún væri búin með kaffið. Hún setti frá sér tóman bollann, og fann þá hönd á handlegg sér. Andartak gat hún ekki hreyft sig, ekki einu sinni litið til hliðar. — Komdu með, sagði einhver. — Komdu með og vertu róleg. 9. kafli AAilan fann nafn Roy Hillers á listanum sínum og komst að raun um að hann bjó aðeins nokkrum götum f jær. Hann lagði bílnum framan við húsið. Á götuhæðinni voru tvennar dyr inn i fornsöluna, sem AAilan hafði séð gegnum gluggann, og einar til viðbótar upp í íbúð Hillers. Ofanfrá heyrðist suð, þegar AAilan hringdi bjöllunni og þá opnaði hann dyrnar. Rödd Hillers heyrðist niður: — Andartak! — Það er AAilan. — Komdu þá upp. AAilan gekk upp tröppurnar og beygði til vinstri inn í íbúð Hillers og dagstofuna. Hiller var að binda beltið á morgunslopp sínum. Hann sagði: — Ég hélt að þetta væri ef til viðskiptavinur. AAilan kinkaði aðeins kolli til Hillers og horfði síðan vandlega í kringum sig. íbúðin var notaleg að sjá, en sérlega ríkulega búin. Hún virtist ekki eiga vel við Hiller og það fór í taugarnar á AAilan. Húsgögnin voru hvorki gömul né ný og eina merkið um verulegt rikidæmi voru tvö olíumálverk á veggjunum. AAilan gekk að því sem nær var. Það leit út f yrir að vera hollenzkt. Það var átta þumlungar á breidd og mjög þykkt. Hitt var svipað. — Ef þetta dytti ofan á hausinn á þér, færi hann í mél. Hiller skellihló. — Annað er teakviður, hitt mahóní. Þau eru allt of verðmæt til að selja þau, þessvegna hef ég þau hérna uppi. Hann tók ósjálfrátt við því, en opnaði það ekki. — En þú hef ur sennilega ekki komið til að tala um mál- verkaramma við mig? — Tæplega, viðurkenndi AAilan. Hiller var fölur á vangann og hafði poka undir augunum. En hann brosti til AAilans eins og hann væri gamall vinur. AAilan treysti ekki fólki, sem brosti þegar það átti að hrukka ennið. Ég hélt að þú hefðir baðker úr gulli og marmaragólf, sagði hann. — AAaður fullorðnast, svaraði Hiller kæruleysislega. — Ég bíð með slíkt, þangað til ég verð gamall. Hann virti AAilan rólega fyrir sér. AAilan sagði: — Er lítið upp úr því að hafa að vera tál- beita þessa dagana? Hiller meðtók þetta með sömu róseminni og venjulega. — Nú, svo mitt skammarlega aukastarf er á allra vitorði? Nei, það er ekki sérlega tekjlidrjúgt. Bezta varphænan mín var f jarlægð í gær. Það, hugsaði AAilan er önnur aðferð til að segja, að Hiller er saklausaf að vera í tengslum við morðið á Neil- son. — Vissi Neilson, að þú fékkst prósentur af því, sem hann tapaði? — Það veit ég ekki, svaraði Hiller. AAilan hélt enn á sígarettuveskinu hans og nú tók Hiller það aftur. Hann kveikti sér i. — Ég býst ekki við, að þér geðjist sérlega vel að tekjulindum mínum? — Ég skipti mer ekki af gerðum annarra,saði AAilan. — Ekki nema þær komi niður á mér. Hann gekk að sófanum og settist.— Ef þú hefur hagnýtt þér veikleika Neilsons, var það hans mál. Hann teygði úr sér. — En ég kom ekki þess vegna, Hiller. Ég er að reyna að mynda mér skoðun á Nilson. Hann gat ekki ákveðið sig, útskýrði Hilier. Hann vildi fá Fran og vildi líka halda sig f rá Silone. — Hvers vegna? spurði AAilan. Hiller yppti öxlum. — Hann vann aldrei í spilum hjá Silone. Hann hélt að það væri eitthvað óhreint í poka- horninu þar. — Var það? spurði AAilan miskunnarlaus. „Ég get ekki stoppað núna Wilson... ég kom bara til aö ergja þig svolitið fyrir kvöld- matinn.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.