Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. júli 1977 9 Wmmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500 —afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300,00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Með grasið í skónum — eða hvað? Allt frá þvi að núverandi rikisstjórn var mynd- uð hefur hluti forystuliðs Sjálfstæðisflokksins leikið tveimur skjöldum og dundað sér við ráða- brugg um stjórnarsamvinnu við aðra en fram- sóknarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur i raun og veru skipt sér i tvennt i daglegum málflutn- ingi, þar sem annar hlutinn styður forystumenn flokksins i rikisstjórninni meðan hinn hlutinn tek- ur bakföll eftir pipu þeirra Dagblaðsmanna. Um það er tæplega að villast að „viðreisnar- draumurinn” svifur næsta fagurlega fyrir hug- skotssjónum margra sjálfstæðismanna. Gæfa flokksins er hins vegar sú að foringjar flokksins hafa haft til að bera það raunsæi að hverfa ekki að slikum óráðum. Samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar i rikisstjó^n á erfiðum timum hefur byggzt á vilja þeirra beggja til að ná samkomulagi þótt það hafi i för með sér að ýmsum stefnumálum hvors um sig verði vikið til hliðar. Fyrir nokkru birti Morgunblaðið minningar- hugvekju um sambræðslustjórn sjálfstæðis- manna, Alþýðuflokksins og Sósialistaflokksins frá árunum við lok heimsstyrjaldarinnar. Ýmsir leiðtogar Alþýðubandalagsins hafa árum saman átt sér þá ósk heitasta að sú spilamennska yrði endurtekin, og var hugleiðing Reykjavikurbréfs þeim langþráð huggun. Eftir þessa hjartastyrk- ingu upphófst Þjóðviljinn meðan á kjara- samningunum stóð með árásum á félagshyggju- og samvinnumenn og hefur ekki enn jafnað sig. í fyrradag kemst Visir að þeirri niðurstöðu að nú yrði að leita endanlegrar lausnar við sjúkdómi verðbólgunnar á íslandi, og skal þeirri niðurstöðu fagnað. En aðgerða rikisstjórnarinnar er þar að litlu sem engu getið. 1 forystugreininni getur þvert á móti að lesa þessa lærdóma: „Pólitiska taflstaðan er nú þannig að Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir i verkalýðshreyfingunni og Alþýðu- flokkurinn hefur þar einnig veruleg áhrif”. Og nokkru siðar segir: „Eðlilegt er að kjósendur spyrji hvort útilokað sé að þessir flokkar eða nægilega margir þeirra nái pólitiskri samstöðu um aðgerðir gegn verðbólgu”. Biðillinn er sem sagt þegar kominn á hnén og andvarpar nú þunglega i þrá sinni. Islendingar hafa áður heyrt talað um „endanlegar lausnir” efnahagsvandamálanna, m.a. 1959. Og sennilega er ekki seinna vænna fyrir leiðarahöfund Visis eft- ir þann hræðslusöng sem það blað og Morgun- blaðið hafa að undanförnu kyrjað meðan flokks- bræður þeirra meðal vinnuveitenda leggja fram kröfur sinar um verðhækkanir. Meðan á þessu gengur situr Alþýðubandalags- brúðurin rauðklædd i varpa, hallar undir flatt og drepur tittlinga. Annað veifið er snúður á henni, en þess á milli gefur hún biðlinum undir fótinn þvi að hún hefur lengi beðið þess að hann kæmi þeys- andi á hvitum fáki. Almenningur i landinu hefur fylgzt um stund með þessu einkennilega ástalifi.Fólkið i landinu vill fá að vita hvað þessi fleðulæti þýða, hvort þetta er léttúð ein eða gamlar ástir. En einkum er spurt hvort forystumenn Sjálfstæðisflokksins i rikisstjórninni eru lika með grasið i skónum. JS Er kennslan orðin of sérhæfð? Kennarar í V-Þýzkalandi og Bretlandi hafa áhyggjur á þvi Skólamál hafa verið mjög ofarlega á baugi viða um lönd á siðustu árum. Viðast hefur verið um þaö að ræða aö stjórnvöld hafa annars vegar viljað „opna” æðri skólana fyrir fleiri nemendum en verið haföi og hins vegar hefur það vakaö fyrir yfirvöldum að auka og styrkja þá menntun, sem hefur beint hagnýtt gildi i atvinnulifinu. 1 allmörgum löndum er hér um það að ræða að opna skólana fyrir lág- stéttafólki meira en áður var, en annars staðar er aðal- áherzlan lögð á þarfir at- vinnulifsins fyrir sérhæft fólk. Ekki alls fyrir löngu var haldin ráöstefna skólastjóra á menntaskólastiginu i Vestur- Þýzkalandi. A ráðstefnunni var margt rætt um ný viðhorf og vandamál æðri menntunar og reynt að draga ályktanir af þróun siðustu ára i málefnum fra mha ldsskólanna. Eitt þaö athyglisverðasta sem fram kom á ráðstefnunni var að þátttakendum kom saman um að garast bæri aö ganga of langt inn á braut sér- hæfingar I menntaskólum, eða samræmdum framhaldsskóla, svo notað sé nafniö, sem þessu skólastigi er gefið i nýlegu lagafrumvarpi á Islandi. En það hefur einmitt veriö eitt megininntak þróunarinnar á undanförnum árum, að val- frelsi hefur verið aukiö ifram- haldsskólunum um allan helming i stað þeirrar al- mennu menntunarundirstöðu semáður var gefin i bóknáms- skólunum á framhaldsstigi. A ráöstefnu þýzkra skóla- stjóra var á þaö bent, að nú er t svo komið að ekki er unnt að tryggja þeim sem braut- skráðir verða inngöngu i há- skóla. Breytingar undanfar- inna ára viröast hafa komið að nokkru leyti a.m.k. niður á gæðum þeirrar fræðslu sem skólarnir veita, og varaforseti ráöstefnunnar, Prófessor Franz Fippinger frá borginni Mainz, lagði áherzlu á aö há- skólamenntunin i landinu væri i hættu af þessum sökum. Eitt af þvi sem gagnrýnt var á ráðstefnunni, var sérhæfing i námi. Héldu menn þvi fram, að hún hæfist of snemma og gengi of langt. Afleiðing henn- ar yröi m.a. sú, að stúdentar hefðu ekki nægilega traustan grundvöll til að byggja á i há- skólanámi sinu. Yrðu þeir þvi að leggja mikið á sig til að „fylla i götin” þegar frá liði. Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu, að skyldugreinar á framhaldsskólastiginu ættu ekki að vega minna en þrefalt á móti valgreinum, en siöan 1972 hefur i þessu efni verið miðað við tvo á móti einum. Þessi mál hafa einnig verið talsvert i brennidepli i Bret- landi undanfarin ár, en mörg- um þar finnst nóg komið meö sérhæfingu i námi. Skóla- skyldu lýkur venjulega þegar nemendur eru 15-16 ára. Þeir, sem hafa tekið nægilega góð próf, fá að spreyta sig við hið svonefnda A-próf, sem tekur tvö ár. Þar eiga 15 og 16 ára börn að velja sér strax eitt- hvert ákveöið sérsviö, sem stundum þarf ekki að vera nema tvö fög. Atján ára lenda svo þessir nemendur i há- skóla, þar sem sérhæfingin eykstenn frekar. Háskólanám i Bretlandi tekur yfirleitt ekki nema þrjú ár, þannig að 21 árs er nemandinn kominn út i at- vinnuiifið, eða um það leyti sem Islenzkir jafnaldrar þeirra eru að hefja sitt há- skólanám. Afleiðingin er sú, að þjóðfélagið stendur uppi meö fólk ágætlega menntaö á þröngu sviði, en algjörlega ómenntaö á flestum öörum. Það er ekki nóg að heildar- skipulag menntakerfisins sé orðið miðað við að sérhæfa nemendurnar sem fyrst, heldur er einnig farið aö sér- hæfa mjög innan þröngra sviða. T.d. er það nærri auö- velt aö finna sagnfræöinema, sem hefur aðeins óljósa hug- mynd um tilveru Kólumbusar. Svo mikil er sérhæfingin oröin, aö sagnfræðinemendur geta valið sér eitthvaðþröngt svið innan sins fags og þurfa þvi aldrei aö koma út fyrir það. Ekki er óalgengt að finna menn með slika menntun, sem eruað byrja að skrifa doktors- ritgerð, rétt rúmlega tvitugir að aldri. Viða um lönd eiga sér nú stað umræður um þær breytingar sem oröiö hafa i skólamálum á siðustu árum. Þessar breytingar hafa m.a. falið i sér miklu meiri sér- hæfingu en áður var i bók- námsskólum á framhalds- stigi. Nú hafa heyrzt raddir viða sem benda á hættuna af of mikilli sérhæfingu. Þvi er t.d. haldiö fram að eitt helzta ágæti „gamla skólans” hafi verið sú almenna menntunar- undirstaða sem hann lagði námsmönnum i té, ekki sizt með nokkurri kennslu i fom- málum, einkum latinu, ákveö- inni undirstööukennslu i sögu mannsog menningar að fornu og nýju og lágmarksfræðslu a.m.k. i sögu bókmennta og lista. Það er ekki margt sem „nýi skólinn” hefur fram að færa á þessu sviði, en þetta svið er 1 raun og veru kjarninn i menningararfleifð Vestur- landamanna, segja þeir, sem nú hafa uppi gagnrýni. Ráöstefna skólastjóra I Vestur-Þýzkalandi f jallaöi um þessi vandamál eins og þau koma þarlendum mönnum fyrir sjónir I þeirra eigin skól- um. En vitanlega er hér um aö ræöa alþjóölegt vandamál. Heimurinn er ekki stærri en svo að straumarnir leika um mörg lönd og þjóðir i senn, og breytingar t.d. hér úti á Is- landi hafa um margt fylgt er- lendum fyrirmyndum sem kunnugt er. Vera kann að það sé og aðeins skammt undan, að islenzkir skólamenn taki framvinduna i skólamálunum hér til alvarlegrar yfirvegun- ar og endurmats. Séö yfir læknadeild háskélans I Vestur-Berlín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.