Tíminn - 06.08.1977, Blaðsíða 1
.... og þarna er sama grafa að moka á vörubfl.
Kás-Reykjavík. Fyrir rúmum
mánuði birtist grein hér i blað-
inu, þar sem rætt var um náma-
svæði uppi á Helliheiði, nánar-
tiltekið gighólana norð-austan
við Flengingabrekku, en talið er
að Krisnitökuraun hafi komið
þar upp. Var i greininni sagtfrá
þeim hroðalegu vinnubrögðum
sem viðhöfðu höfðu verið þar
upp frá og myndir birtar þvi til
staðfestingar.
Viö eftirgrennslanir kom i ljós
að landið tilheyrði afrétt ölfus-
hrepps. Þegar rætt var við for-
svarsmenn hreppsins, sögðust
þeir hafa bannað malartöku á
svæðinu fyrir tveimur árum, og
ef hún ætti sér enn stað, þá væri
hún i' algjöru óleyfi. En sam-
kvæmt landslögum er það
þjófnaður þegar hluti i eigu ann-
ars aðila eru teknir ófrjálsri
hendi.
NU hafa Timanum borizt
myndir sem taka af allan efa
varöandi malartökuna. Hún á
sérenn staö, eins og myndirnar
sem teknar voru um verzlunar-
mannahelgina bera meö sér.
Timinn hafði þvi samband við
Þorstein Garðarson sveitar-
stjtíra ölfushrepps og spurði
hann hvort hreppurinn hefði
tekið ákvörðun i málinu og
hvort þeir væru aftur farnir aö
leyfa malartöku úr námunum.
Sagði hann það vera þvert i
móti. Nýlega heföi verið sam-
þykkt ályktun á hreppsnefndar-
fundi og ákveöið aö hylja ósóm-
ann uppi á heiði, og reyna aö
frikka upp á staðinn.
Það verður þvi fróðlegt að
fylgjast með framvindu þessa
máls, þvi auk þess að vera
náttúruspjöll er þetta þjtífnaður
ef heimildir blaösins eru rétt-
aræ
Enn eru einhverjir aö, en
stóra spurningin er, hverjir?
Þessi grafa uppi á Hellisheiöi er staðfesting á hinni óleyfilegu malartöku.
Hrauns-
drangi
klifinn
Sl. sunnudag fóru þrir félag-
ar úr Hjálparsveit skáta vest-
ur I öxnadal og ætluðu að klifa
Hraunsdranginn hjá bænum
Hrauni. Hann hefur verið klif-
inn a.m.k. tvisvar áður en fyr-
ir mörgum árum. Ferðin upp
gekk vel en efsti hlutinn er
þverhnipt, hengiflug, en piltar
þessir voru vanir klifrarar og
létu það ekki á sig fá. Tveir
piltanna voru úr Hjálparsveit
skáta I Reykjavik en einn úr
sveitinni á Akureyri, Sigurður
Baldursson. E. D,
Námurnar á Hellisheiði:
Enn eru
þeir að
— myndirnar tala sínu máli
ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ VERA KOM-
INN í HENDUR LÖGREGLUNNAR
A fundinum með fréttamönnum f gær. Frá vinstri: Kari-Heinz Georg, Dieter Ortlauf, Hallvarður Einvarðsson, Njörður Snæhhólm og lengst
til hægri situr Ivar Hannesson, sem mun fylgja Ludwig til Þýzkalands.
AÞ-Reykjavik — Ludwig Lug-
meier varð feginn komu okkar
og heilsaði okkur innilega eins
og aldavinum, um leið og hann
viðurkenndi aö réttvisin hefði
sigrað, sagði Karl-Heinz Georg
annar þýzku rannsóknarlög-
reglumannanna á fundi með
blaðamönnum I gær. — Hann er
búinn að flækjast út um allan
heim og stöðugt haft það á til-
finningunni, að við værum á
næstu grösum. Enda var það
svo að þegar þýzka lögreglan
frétti af honumjvar hann alltaf
rétt farinn af síaðnum.
Karl-Heinz Georg sagöi, að
Ludwig Lugmeier hefði fengið i
sinn hlut um eina milljón vest-
ur-þýzkra marka úr ráninu,
sem hann og Linden samverka-
maður hans frömdu 30. október
1972. Hins vegar hefur ekkert
komið fram af þeim peningum,
sem Linden fékk, en hann situr
nú i fangelsi. — Hingað til hefur
Ludwig ekki fengizt til aö játa
brot sitt fyrir þýzkum lögreglu-
manni, sagði Dieter Ortlauf.
Hann sagði, að þegar viö töluð-
um við hann, að hann væri
ánægður yfir að fara i fangelsi
og að leitinni væri lokið. Það
væri ekki eins slæmt og að vera
á stöðugum flótta.
Það kom fram á fundinum, að
Ludwig fer utan á morgun, og
verður i fylgd meö honum Is-
lenzkur lögreglumaður. — Þjóö-
verjinn verður fluttur með is-
lenzkri flugvél, og þvi töldum
við rétt, að islenzkur lögreglu-
maður, Ivar Hannesson, skilaði
Ludwig i hendur þýzkra yfir-
valda, sagði Hallvarður
Einvarösson rannsóknarlög-
reglustjóri rikisins á fundinum.
Það hefur komið i ljós, aö hann
hefur eytt um þaö bil 23 þúsund
mörkum hér á landi og að þeim
þætti málsins beinist rannsókn-
in nú. Mestum hluta peninganna
hefur hann eytt i bilakaupin
húsaleigu, mat og ferðalög um
landiö. Sjá nánar á bls. 5.