Tíminn - 06.08.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. ágúst 1977
9
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindar-
götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Siðumúla 15 simi
86300. Verð i lausasölu kl. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00
á mánuði.
Blaðaprenth.f.
Samvirmuhreyfingin
og dreifbýlið
Þau hulduöfl, sem stundum virðast stjórna leið-
araskrifum Mbl., segjast að visu ekki vera á móti
sáSlhvinnuverzlun, en jafnhliða bölsótast þau gegn
henni og beita iðulega i þvi sambandi úreltum
40-50 ára gömlum áróðri um einokunarverzlun, en
slikur áróður er hvarvetna annars staðar liðinn
undir lok, þvi að reynslan hefur sýnt svo rækilega,
að samvinnuhreyfingin hefur unnið meira gegn
einokun og yfirdrottnun auðhringa en nokkur
hreyfing önnur. Það er þvi ekki óeðlilegt, þótt
þessum skrifum Mbl. sé likt við afturgöngun
Sérstaklega bölsótast þó Mbl. yfir viðgangi sam-
vinnuverzlunarinnar úti á landsbyggðinni. Hún
hafi þar viða hrakið kaupmenn af hólmi. Þetta er
þó ekki nema hálfur sannleikur og ekki það.
Verzlun i dreifbýlinu er miklum erfiðleikum
bundin og enginn gróðavegur fyrir þá, sem vilja
hagnast vel á stuttum tima. Einkaframtaksmenn
hafa þvi leitað sér að fengsælli miðum. Samvinnu-
félögin hafa orðið að halda áfram hinum örðuga
rekstri úti á landsbyggðinni, sem einkum er þó
erfiður i hinum minni byggðarlögum. Sá arður,
sem þau hafa safnað, hefur ekki verið fluttur
burtu, eins og kaupmannsgróðinn, heldur runnið
til stuðnings margvislegri uppbyggingu i umhverfi
þeirra. Aldrei hefur mikilvægi samvinnustarfsins
komið betur i ljós en á siðari valdaárum við-
reisnarstjórnarinnar, þegar atvinnuleysið setti
dapurleg spor á mörg þorp og bæi viðs vegar um
landið. Margir einstaklingar hreinlega gáfust upp,
þar á meðal kaupmenn og fleiri einkaframtaks-
menn og fluttu til Reykjavikur. Byggðastefnan var
hafin til viðnáms gegn þessum fólksflótta. Kaup-
félögin hafa tekið virkan þátt i þessu viðnámi og
oft haft forustu um nýja uppbyggingu. Þess sjást
nú viða merki, að baráttan hefur borið ávöxt.
Atvinnuleysið er horfið og bölhyggjan um leið, og
nú rikir viða bjartsýni og sóknarhugur.
Samvinnumenn una árangrinum sæmilega.
Morgunblaðið fárast hins vegar yfir þvi sem gerzt
hefur og harmar m.a. sókn samvinnufélaga i
sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Þarna er blaðið i andstöðu við sjónarmið og
óskir almennings. Hann kallar á aukin afskipti
samvinnumanna til eflingar iðnaðar og annarrar
atvinnuuppbyggingar i sem flestum byggðar-
lögum. Þvi er treyst að Sambandið og kaupfélögin
njóti skilnings og stuðnings, til að fylgja fram
markaðri stefnu á þessu sviði. Það gætir einskis
ótta um að Sambandið og kaupfélögin séu stór
fyrirtæki, sem séu hættuleg framþróun byggðar-
laganna. Þvert á móti er almennt viðurkennt, að
þau eru traust fjöldahreyfing sem flýr ekki af
hólmi þegar i móti blæs, heldur efnir ti va^narbar-
áttu og uppbyggingar eftir þvi sem aðstæður leyfa.
Lítið samræmi
Borgarstjórinn i Reykjavik hefur nýlega látið
semja skýrslu um atvinnumál borgarinnar. Hún
gefur til kynna, að um stöðnun hafi verið að ræða
undanfarin ár. Á þessum sama tima gerist það, að
samvinnufyrirtæki eins og KRON fá ekki lóðir hjá
borginni undir starfsemi sina og verða þvi að færa
hana til nágrannabyggða. Þannig er litið samræmi
i þvi, þegar borgarstjórnarmeirihlutinn þykist
vilja auka atvinnurekstur i borginni, en hrekur
hann svo úr henni, eins og framangreint dæmi
sýnir. Þ.t>.
ERLENT YFIRLIT
Elliot Richardson
hefur í hótunum
Bandaríkin í óánægð með nýja textann
Elliot L. Richardson
EINS og áður hefur verið
sagt frá, fól nýlokinn fundur
hafréttarráðstefnunnar for-
seta hennar og nefndarfor-
mönnum að semja nýjan sam-
felldan og samræmdan texta
sem umræðugrundvöll að nýj-
um hafréttarlögum og kæmi
hann i stað þeirra fjögurra
sundurlausu texta, sem lágu
fyrir ráðstefnunni. Ekki tóks
forsetanum og nefndarfor-
mönnunum að leggja þennan
texta fram áður en fundinum
lauk, heldur var hann lagður
fram nokkrum dögum siðar.
Ef til vill hefur þessi seinkun á
textanum verið með ráðum
gerð, þvi að sitthvað er i hon-
um, sem veldur ýmsum rikj-
um vonbrigðum, og hefðu um-
ræður um það vart verið æski-
legar á þessu stigi. Þær verða
þvi að biða þangað til ráð-
stefnan kemur saman að nýju,
en það verður 28. marz i Genf
á næsta ári. Timinn þangað til
verður notaður til óformlegra
viðræðna, þar sem reynt verð-
ur að jafna ágreining.
Meðal þeirra, sem létu
mikla óánægju i ljós strax eft-
iraðtextinn hafði verið birtur,
var Elliot L. Richardson,
aðalfulltrúi Bandarikjanna á
ráðstefnunni. Hann kvaddi
strax saman blaðamanna-
fund, þar sem hann lét mikil
vonbrigði i ljós og kvaðst hann
þvi myndi leggja það til við
Carter forseta, að Banda-
rikjastjórn tæki það til ihug-
unar hvort rétt væri að þau
héldu áfram þátttöku i ráð-
stefnunni. Ef svo héldi áfram,
sem nú horfði virtist það til-
gangslitið.
Þótt Richardson tæki þannig
til orða, þykir ekki liklegt, að
hann leggi það til, að Banda-
rikin hætti þátttökunni að
sinni, heldur er talið, að hann
hafi með þessum ummælum
viljað árétta sem greinilegast
óánægju sina. Fari hins vegar
væntanlegur Genfarfundur á
sömu leið og fundurinn i New
York i sumar, er það engan
veginn ótrúleg spá, að bæði
Bandarikin og fleiri riki dragi
sig i hlé.
ASTÆÐAN til óánægju
Richardsons var einkum sú,
að fyrsta hluta textans, sem
fjallar um nýtingu hafsbotns-
ins utan efnahagslögsögunn-
ar, hafði litið verið breytt, og
hann jafnvel gerður óhagstæð-
ari iðnaðarrikjunum en áður.
Jens Evensen, hafréttarrað-
herra Noregs, hafði lagt i það
mikla vinnu að ná samkomu-
lagi um breytingar á gamla
textanum og hafði honum orð-
ið talsvert ágengt i þeim efn-
um. Fyrir þetta starf sitt,
hafði Evensen hlotið þá viður-
kenningu, að ráðstefnan fól
honum i byrjun fundarins i vor
að stjórna óformlegum fund-
um fyrstu nefndar, sem fjallar
um úthafbotninn, og yröi reynt
á þessum fundum að þoka
málum i samkomulagsátt. I
samræmi við þær niðurstöður,
sem Evensen taldi að hefði
fengizt af þessum umræðum,
lagði hann fram itarlegar
breytingartillögur, sem hann
taldi liklegt, að samkomulag
næðist um. Þótt Bandarikin
hefðu andmælt sumu i þeim,
töldu þau, að þær stefndu i
rétta átt. Formaður fyrstu
nefndarinnar, Engo frá
Kamerún var hins vegar
ekkert ánægður yfir þessu, þvi
að hann taldi sér ýtt til hliðar,
þegar Evensen var falin áður-
nefnd fundarstjórn, enda þótt
fundirnir, sem Evensen
stjórnaði, væru kallaðiir
óformlegir fundir á vegum
formannsins, þ.e. Engos. Þeg-
ar forseta ráðstefnunnar og
nefndarformönnum var falið
að semja nýjan texta, fékk
Engo aðstöðu til að láta að sér
kveða. Hann fékk þvi fram-
gengt, að mjög viða var ekki
tekið tillit til málamiðlunartil-
lagna Evensens og um viss
atriði varð textinn enn óhag-
stæðari iðnrikjunum en áður.
Þannig segir nú i nýja textan-
um, að fyrirtæki þau, sem fá
vinnsluleyfi hjá hinni væntan-
legu alþjóðlegu hafsbotns-
stofnun, verði að láta henni i té
alla þá tæknilega þekkingu,
sem þau hafa- yfir að ráða.
Þetta er skilyrði sem umrædd
fyrirtæki viljasiztaf öllu hlita.
Oliklegt er nú, að iðnaðarrikin
fallist á þetta. Hins vegar fell-
ur þetta vel i geð þeim
þróunarrikjum, sem vilja
helzt koma allri vinnslu i
hendur alþjóðastofnunarinn-
ar. Sennileg hefur Engo bætt
álit sitt hjá þessum rikjum, en
þau höfðu áður haft hann
grunaðan um að vilja ganga of
langttil móts við iðnaðarrikin.
MEÐ HINUM nýja texta
virðist þvi litið miða i þá átt að
jafna ágreininginn um hafs-
botnsmálið, en i reynd er það
mesta deiluefnið á hafréttar-
ráðstefnunni. Náist sam-
komulag um það, er liklegt aö
einnig semjist um önnur
ágreiningsefni. Óþolinmæði
márgra iðnaðarrikja, sem
vilja fara að hefja vinnslu, fer
vaxandi yfir þvi hvað hægt
miðar á hafréttarráðstefn-
unni. Beri Genfarfundurinn
næsta vor litinn eða engan
árangur, er hætta á, að þau
gefizt upp. Þannig liggja nú
fyrir Bandarikjaþingi frum-
vörp um að heimila fyrirtækj-
um slika vinnslu, en stjórnin
hefur tafið fyrir þeim til
þessa. Gerist ekkert i Genf
næsta vor, mun reynast erfitt
að tefja frekar fyrir þvi, að
eitthvert áðurnefndra frum-
varpa verði samþykkt á
Bandarikjaþingi.
A þessu stigi er erfitt að
segja um, hvort hafréttarráð-
stefnan fer út um þúfur eða
ekki. Mörg þróunarriki vinna
að samkomulagi bak við tjöld-
in, en önnur eru ósveigjanleg.
Iðnaðarrikin eru þegar búin
að ganga alllangt til sam-
komulags og kunna að ganga
eitthvað lengra, en eiga þó
erfitt með að gera það.
En hvort hafréttarr aö-
stefnan heppnast eða ekki, er
nýi textinn ekki að siður mikill
fengur, og þó einkum sá kafli
hans, sem fjallar um lögsög-
una og efnahagslögsöguna.
Liklegt er að sá hluti hans
muni verða varanlegur grund-
völlur laga eða venja, sem
myndist um þessi efni.
Jæns Evensen