Tíminn - 06.08.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 6. ágúst 1977 KRON 40ÁRA AÞ-Reykjavik t dag eru liöin 40 ár frá þvf KRON var stofnaö. Stofnfundur KRON var haldinn f Kaupþingssalnum i Eimskipa- félagshúsinu 6. ágúst 1937. Fundinn sátu 93 fulltrúar frá Pöntunarfélagi verkamanna, Reykjavik, Kaupfélagi Reykja- víkur, Reykjavik, Pöntunarfé- laginu Hlif, Hafnarfiröi, Pönt- unarfélagi Verkalýös- og sjó- mannafélags Keflavikur, Kefla- vfk og Pöntunarfélagi Sand- geröis, Sandgeröi. öll þessi fé- lög höföu áöur samþykkt á fund- um sinum aö sameinast i eitt allsherjar féiag. Stcfnfundurinn samþykkti i einu hljóöi lagafrumvarp er undirbúningsnefnd haföi samiö. Stefna félagsins var þar I aöal- atriöum hin sama og sú sem áö- urnefnd félög höföu fylgt: Staö- greiösla, takmörkuö ábyrgö hvers félagsmanns, hlutleysi um stjórnmál og önnur mál, sem eru neytendasamtökum óviökomandi, áherzla var lögö á lágt vöruverö og góöar vörur. Nokkrar umræöur uröu á fund- inum um nafn félagsins, og kom fram tillaga um, aö þaö yröi „Kaupfélagiö viö Faxaflóa”. Þessi tillaga var þó felld, og fé- lagiö hlaut nafniö „Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis”, eins og undirbúningsnefndin haföi lagt til. A fundinum voru kosnir niu menn f stjórn og hlutu kosningu Friöfinnur Guöjónsson, prent- ari, Sveinbjörn Guölaugsson, bilstjóri, Margrét Björnsdtíttir, Runólfur Sigurösson skrifstofu- stjóri, Theódór B. Lindal, hæstaréttarlögmaöur, Benedikt Stefánsson, gjaldkeri, Ólafur Þ. Kristjánsson, kennari Þorlákur Ottesen, verkstjóri og Hjörtur B. Helgason bilstjóri. Fyrsti framkvæmdastjórinn var ráö- inn Jens Figved. Kommúnistar... kommúnistar.... Sé gluggaö I sögu félagsins kemur I ljós, aö þaö, eins og svo mörg kaupfélög, hefur oröiö fyrir árásum af hálfu kaup- mannastéttarinnar. Raunar hefur þessum árásum ekki linnt, þæreru einungis meö ööru mtíti i dag. Skemmst er þess aö minnast aö Kron hefur aöeins, á 40 ára ferli sinum, fengiö einu sinni Uthlutaö lóö. Hins vegar varö KRON aldrei fyrir jafn skipulögöum árásum og tilraun- um tilaö hefta starfsemiþess og Pöntunarfélagiö á sinum tima. Aöstaöa þess hefur einnig frá upphafi veriö svo sterk, aö slik- ar tilraunir voru vonlausar. Þaö var einkum Morgunblaöiö og Visir, sem stóöu fyrir árásum á KRON haustiö 1938. Mun þessi herferö hafa staöiö i sambandi viö þaö, aö KRON haföi þá á prjónunum fyrirætlanir um aö koma á fót stórri vefnaöarvöru- verzlun i húsi útvegsbankans viö Lækjartorg. Þaö væri ekki úr vegi aö birta nokkur sýnis- horn af blaöaskrifum frá þess- um tima. Tónninn er sá sami og isumum Ihaldsblööunum i dag: „Þeir rauöu hafa hugsaö sér aö færa út kviarnar, og hrifsa til sin megniö af innflutningnum á vefnaöarvöru, þarsem álagning er eitthvaö hærri (I þeim vöru- flokki)”. (Kaupmaöur i Morg- unblaöinu 11. okt. 1938). „Kommúnistar heimta vefnaöarvöruna i sinar hendur. Okurálagning hjá KRON... KRON hefur snemma I sumar tryggt sér húsnæöi i miöbænum, þar sem eingöngu átti aö verzla meö vefnaöarvöru... Hvaö á aö gera viö þann mikla gróöa, sem fyrirtækiö (KRON) aflar sér meö okurálagningu? Svariö viö þessari spurningu mun koma i ljós viö kosningar á komandi ár- um. Þaö á aö láta Reykvfkinga bera uppi útbreiöslustarfsemi Stallnsmanna á Islandi”. (Morgunblaöiö 13. okt. 1938). Sum þessara ummæla, sem blööin viöhöföu voru slik, aö stjórn KRON sá sér ekki annaö fært en aö fá þau dæmd tímerk. Félagsmönnum I Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis hefur fariö fjölgandi á siðustu árum. (Timamyndir: Róbert) Hitt er svo aftur annaö mál, aö Jónas Jónsson frá Hriflu var stundum, I Samvinnunni, ekki hótinu skárri en ihaldsblöðin. Fyrsta kjörbúðin i Evrópu Þaö var áriö 1943, aö KRON setti á stofn fyrstu kjörbúö I Evrópu. Búöin var á homi Vest- urgötu og Garðarstrætis og var hún i daglegu tali nefnd „Sjálf- skiptabúöin”. Þaö var þáver- andi framkvæmdastjóri félags- ins, Jens Figved, sem beitti sér fyrir þessari nýjung og var fyr- irmyndin fengin frá Ameriku. Var búizt viö þvi, aö samkvæmt hinni amerisku reynslu, aö um allverulegan sparnaö yröi aö ræöa á rekstrarkostnaði. En þessi nýbreytni gaf þó ekki eins góöa raun og við haföi veriö bú- izt, og áriö 1945 var búöinni breytt I þaö horf, sem almennt tiðkaöist. 1 dag rekur KRON átta matvöruverzlanir og fjórar sérvöruverzlanir og þrjár mjólkurbúöir. 1 tveimur af verzlunum félagsins er lögö sér- stök áherzla á lágt vöruverð, en þaö eru verzlanirnar viö Noröurfell og Langholtsveg. Aö sögn Ingólfs Ólafssonar kaupfélagsstjóra hefur verzlun- in gengiö vel, þannig var heild- arvelta félagsins rúmar 1300 milljónir á siöast liönu ári og jókst um 30% miðaö viö áriö á undan. Rekstrarafgangur aö loknum afskriftum var rúmlega fimm og hálf milljón. KRON hefur lagt niöur hinar hefö- bundnu arögreiðslur og tekiö upp, eins og félagsmenn KRON vita mæta vel, afsláttarkort. Ingólfur sagöi, aö á siöast liönu ári heföi félagiö veitt rúmlega 15milljónir króna út á afsláttar- kortin og álika upphæö I formi lækkaös vöruverös. Lætur nærri aö afslátturinn sé um 12% af leyföri álagningu félagsins. — Þaö er óhætt aö fullyröa, aö afsláttarkortin hafa mælzt vel fyrir hjá viöskiptavinum KRON, sagöi Ingólfur. — Viö byrjuöum meö þetta fyrir all- mörgum árum, er félags- mannatalan var aöeins um 5 til 6 þúsund, en nú er hún rúmlega 14 þúsund. Þaö er ef til vill bezti vitnisburöurinn um vinsældir kerfisins.En viöbreyttum einn- ig okkar verzlunarháttum og fækkuöum búöum. — En eina raunhæfa leiöin til aö lækka vöruveröiö er aö byggja nógu stórar einingar. 1 þeim tilgangi sóttum viö um lóö i nýja miöbænum og höfum fengið vilyröi fyrir henni. En gallinn er bara sá, aö sam- kvæmt skipulagningu er gert ráö fyrir markaöi, sem er all- mikiö dýrari en viö gerðum ráö fyrir. Þess vegna höfum við einnig sótt um lóö austan viö Elliöaár. Stærsta verkefniö hjá KRON i dag er hins vegar bygging iönaðar- og verzlunarhúss við Skemmuvog i Kópavogi. Fram- kvæmdir hófust viö bygginguna snemma á þessu ári, og áætlaö er, aö húsið veröi fokhelt I haust og aö framkvæmdum ljúki á næsta ári. Byggingin er á tveimur hæöum, 2000 rúmmetr- ar hvor. A neöri hæö er fyrir- hugaö aö reka efnagerðina Rekord, en á efri hæö veröur vörumarkaöur. Og enn var kaup- mannavaldið á móti — Þaö leikur enginn vafi á þvi, aö kaupmannavaldiö I Reykjavik hefur ætiö staöiö gegn KRON, segir Ingólfur —■ á fjörutiuára starfsferli félagsins hefur þvi aöeins einu sinni veriö úthlutaö lóö, en þaö var viö Noröurfell I Breiöholti. Þar breyttum viö um verzlunarform i hitteöfyrra og getum viö boöiö upp á 8 til 10% ódýrari matvöru aö öllum jafnaöi. Þaö er hins vegar ljóst, aö okkur vantar aukiö olnbogarými, þvi félags- mannatalan eykst sifellt. Viö ætluöum aö koma á stórmark- aöi 1 Sundahöfn, en eins og öll- um er kunnugt var KRON synj- aö um verzlunarleyfi þar. Æöi margt hefur breytzt sföan sjálfskiptabúöin var og hét. Domus viö Laugaveg. Herstöðvarandstæðingar mótmæla sjónvarpsefni Miönefnd Samtaka herstööva- andstæöinga hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Þriðja ágúst s.l. var sýnd I Is- lenzka sjónvarpinu hin fyrri tveggja mynd frá Thames-sjón- varpsstööinni, sem nefndar eru: „Er Nató nógu öflugt?” Er hér um að ræða eins konar úttekt á herstyrk og varnargetu hernaðarbandalagsins. Það er furöulegt, aö Rikisút- varpiö sem gæta á hlutleysis I hvivetna skuli velja til sýningar kvikmyndir, sem hagsmunaaðil- ar um eflingu striösvéla Nató hafa gert. Umræddar myndir eru búnar til af Thames-sjónvarps- stöðinni, eins og áöur getur, sem er dótturfyrirtæki eins af stærstu auðhringum i Evrópu, EMI. Þessi auðhringur hefur mikilla hags- muna að gæta viö smiöi rafeinda- búnaöar fyrir Nató. I þessu sam- bandi má benda á, að Nim- rod-þotur þær, sem beitt var gegn tslendingum I landhelgisdeilunni við Breta, voru búnar rafeinda- tækjum frá EMI. 1 myndinni sem sýnd var 3. ágúst s.l., er gengiöút frá þvisem sjálfsögöum hlut aö hlutverk Nató sé aö standa vörö um lýö- ræöi vestrænna rikja en um þaö deilt, hvort hernaöarbandalagiö sé nógu vel I stakk búiö, til þess aö geta þaö. Það kom fram i mynd- inni, sem nú þegar hefur veriö sýnd, aö þeir tveir menn sem mest deildu um hernaðarmátt bandalagsins eru báöir þeirrar skoöunar aö auka veröi herstyrk þess. Myndin hlýtur þvi aö flokk- ast undir áróður fyrir hagsmun- um áöurnefnds auöhrings og áformum Nató um aukinn vig- búnaö. Að lokum er vert að geta þess, aö hernaöarbandalagiö Nató er vægast sagt umdeilt fyrirbæri. Stór stjórnmála- og félagasamtök I öllum þeim rikjum, sem eru aöilar að Nató, lita á Nató sem ógnun við heimsfriöinn, og stór- háskalegt sjálfstæöi aöildarrikja þess. Af þessum sökum vifl miönefnd Samtaka herstöðvaandstæöinga mótmæla þvl harölega aö rikisút- varpið sé notaö til þess aö miöla áróðri, sem hefur þaö aö megin- inntaki að telja tslendingum trú um nauðsyn þess fyrir land oe lýö.” e

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.