Tíminn - 06.08.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. ágúst 1877
i£íwum
15
90 ára
Kristófer Pétursson
frá Stóru-Borg
Sagt hefur verið, að úr Húna-
vatnssýslu hafi fyrr á tið komið
fleiri menntamenn en úr öðrum
sýslum landsins. Þetta mun hafa
veriðrannsakað. Hver orsökin er,
veit ég ekki. Þó er vist, að frama-
girni Húnvetninga hefur verið
nokkur og að þeir hafa sótt mjög
fram i þjóðlifinu. Fræg eru þau
ummæli Jónasar frá Hriflu,
skólastjóra Samvinnuskólans, að
hann hafi aldrei komizt i kynni
við heimskan Húnvetning.
Hér skal farið nokkrum orðum
um sjálflærðan listasmið og lista-
hinn 9. mai 1918 Guðrfði Emiliu
Helgadóttur, hjúkrunarkonu frá
Litla-Osi i Miðfirði og bjuggu þau
á Litlu-Borg i 28 ár. Þau eignuð-
ust sex börn. Elzta barnið misstu
þau þriggja mánaða gamalt, en á
lifi eru: Margrét Aðalheiður, gift
Þorgrimi Jónssyni stórbónda i
Kúludalsá i Innri-Akraneshreppi,
Pétur, bifvélavirki i Hvalfirði,
Stcinvör Sigriður, gift sr. Guð-
mundi Guðmundssyni á Útskál-
um, llagnhildur Jakobina, gift
Jóni Ágústssyni rafvirkja i
Reykjavik, og Þórður, úrsmíða-
mann úr Húnaþingi, sem fyllir
hinn niunda tug ára hinn 6. ág. i
ár. Maðurinn er Kristófer frá
Stóru-Borg i Viðidal. Hann er son-
ur Péturs stórbónda og athafna-
manns á Stóru-Borg og seinni
konu hans Elisabetar Guðmunds-
dóttur, prófasts á Melstað Vigfús-
sonar. Faðir Péturs var Kristófer
Finnbogason. Var kona hans
Helga, dóttir Péturs Ottesens
sýslumanns á Svignaskarði.
Kristófer Finnbogason var bók-
bindari, og hefur handlagni hans
erfzt til sonarsonarins, sem hér
eru nokkur skil gerð.
Kristófer var við nám i bænda-
skólanum á Hólum veturinn
1904-1905. Arið eftir lézt Pétur
faðir Kristófers og tók hann þá
við búsforráðum á Stóru-Borg
með móður sinni, þá aðeins 19 ára
að aldri. Hinn 12. mai kvæntist
Kristófer æskuunnustu sinni,
Steinvöru Sigriði Jakobsdóttur
frá Sigriðarstöðum i Vesturhópi.
Hófu þau búskap á Stóru-Borg, en
fluttust þaðan til Borðeyrar, þar
sem Kristófer vann við verzlun
Tang & Riis. En því miður varð
sambúðin ekki löng, þvi að hinn
18. desember 1914 lézt Steinvör
eftir langvinnan sjúkleika. Flutt-
ist Kristófer þá að Litlu-Borg til
Guðmundar bróður sins.
Kristófer kvæntist öðru sinni
meistari, Rey^kjavik, kvæntur
Huldu Sigurbjörnsdóttur. Þá ólu
þau hjónin upp tvo systursyni
Emiliu, Þórð og Guðmund Guð-
mundssyni.Eru þeir báðir kvænt-
ir og búsettir i Garði.
Kristófer var mjög hjálpsamur
við sveitunga sina, og leituðu
margir til hans með viðgerðir og
lagfæringar á ýmiss konar hlut-
um. Var þvi jafnan mjög gest-
kvæmt á heimili þeirra hjóna og
gestrisni mikil. Einnig kunni
Kristófer frá mörgu að segja, þvi
að hann var vel lesinn, minnugur
og hafði góða frásagnarhæfileika.
Hann lét sér umhugað um, að
börn hans hlytu einhverja mennt-
un og studdi þau á þeim
vettvangi sem hann frekast
mátti, þrátt fyrir litil efni.
A hans búskaparárum voru
erfiðir tima og hann enginn
fjáraflamaður. Hann var i eðli
sinu afar greiðugur og vildi helzt
gefa það sem hann gerði fyrir ná-
granna sina og sveitunga. Ófáa
silfurmuni mun hann hafa gefið
vinum sinum og kunningjum.
Á þeim árum, er Kristófer bjó
að Litlu-Borg vann hann mikið
fyrir sóknarkirkju sina, Breiða-
bólstaðarkirkju í Vesturhópi. Út-
vegaði hann kirkjunni altaristöflu
að utan og gaf sjálfur mikinn
hluta kostnaðarins. Einnig gaf
hann kirkjunni vandað orgel i
minningu fyrrri konu sinnar. Þá
var hann um langt skeið með-
hjálpari kirkjunnar og formaður
sóknarnefndar.
Veturinn 1945-’46 var mjög
erfiður bændum norðanlands
vegna mæðiveikinnar. Var fjár-
stofn Kristófers þá orðinn aðeins
12 ær. Þegar svo var komið,
hvatti Þorgrimur tengdasonur
hans hann mjög til að koma suður
og segja skilið við búskaparbasl-
ið. Seldi Kristófer þá jörðina og
fluttu þau hjónin vorið 1946 suður
að Kúludalsá, þar sem þau fengu
eigið húsnæði. Þarna lifði Kristó-
fer sina beztu æviár, þvi þar gat
hann gefið sig einvörðungu að
silfursmiði, sem er hans hjartans
mál, en eins og áður hefur komið
fram í þessari grein, var hann litt
hneigður til búskapar.
Kristófer missti konu sina 26.
íebrúar 1954. Var það honum
mikið áfall. En eftir lát hennar og
raunar æ siðan hefur hann notið
mikillar umhyggjusemi og frá-
bærrar aðhlynningar dóttur sinn-
ar og tengdasonar á Kúludalsá.
Emilia, siðari kona Kristófers,
lærði hjúkrun hjá Steingrimi
lækni Matthiassyni á Akureyri.
Einnig var hún lærð nuddkona:
Naut hún þar kennslu Soffiu Sig-
urjónsdóttur frá Laxamýri, sem
menntazt hafði i þeirri grein i
Kaupmannahöfn. Emilia var gáf-
uð kona og mjög vel ritfær. Hún
skrifaði dagbók um öll sin
hjúkrunarstörf.
Árið 1971 varð Kristófer fyrir
þeirri raun að missa sjónina.
Læknisaðgerð var þá gerð á aug-
um hans og fékk hann nokkra
sjón, en samt ekki það góða, að
hann gæti stundað silfursmiðar
sinar. Að eigin ósk gerðist hann
þá vistmaður á dvalarheimili
aldraðra á Akranesi, þar sem
hann hefur dvalizt siðustu árin.
Kristófer er landskunnur lista-
maður á silfursmiði. Væri nú ekki
tilvalið að fá útgefna bók um list
hans, þar sem gæfi að lita myndir
af listaverkum hans? Hér er
.-.efnilega um 'sjálfmenntaðan
;nilling að ræða. Ég hef engan
heyrt nefndan honum fremri á
þessu sviði af manni óskóla-
gengnum i greininni. Fyrir
skömmu kom út bók um hagleiks-
verk Hjálmars i Bólu, eftir dr.
Kristján Eldjárn. Það er merk
bók um sjálflærðan mann við út-
skurð i tré.
Nú þarf einhver snjall rithöf-
undur að taka sig til og skrifa um
hagleiksverk bóndans frá
Litlu-Borg.
Heill þér niræði heiðursmaður.
A.B.S.
gébé Reykjavik — Nýlega afhentu fulltrúar Vinnuskólans f Kópavogi Tlmanum fallegan fána til
minningar um starfsemi Vinnuskólans I sumar og tók Jón Sigurðsson, ritstjórnarfulltrúi á móti fánan-
um. Tímamynd: Itóbert.
Icarus
hinn
nýi
Leikstjóri: Nicolas Roeg
Tónlist: John Phillips
Handrit: Paul Mayersberg,
byggt á skáldsögu eftir Walters
Tevis
Sýningarstaður: Háskólabió
„Maðurinn sem féll til
jarðar” er tilbrigði við grisku
goðsögnina um Icarus og gæti
alveg eins heitið Icarus hinn
nýi.Tengslin við goðsögnina eru
m.a. sýnd þegar eiginkona
Bryce gefur honum bók um
listaverk og ljóð þar sem mynd
Brughels er birt og andspænis á
siðunni eru kvæði W.H.Auden
„Museé des Beaux Arts”.
Kvikmyndin fjallar um mann,
sem kemur frá annarri stjörnu
til þess að freista þess að flytja
vatn frá þessari „vatnsstjörnu”
til sinnar þar sem vatnsskortur
rikir. Maðurinn nefnist Thomas
Newton (varla tilvilj aö höf.
nefnir hann nafni brautryðj-
anda i eðlisfræði), hann stefnir
ótrauður að ætlunarverki sinu,
en áfengi og firring i liki sjón-
varpsgláps verða honum að
falli.
Roeg lýsir mjög vel firring-
unni sem sjónvarpsglápið or-
sakar, Newton situr allan dag-
inn fyrir framan ótal sjónvörp
og samtöl og tilfinningar leik-
endanna koma i stað eðlilegrar
tjáningar. 1 afar vel uppbyggðu
atriði hrópar Mary Lou til hans
bænarorð um eftirtekt og sam-
tal, en hann er i gersamlega
lokuðum gerviheimi og kemst
ekki út úr svikavefnum sem af-
þreyingartækni á borö við sjón-
varp býður uppá. Hann virðist
samt gera sér ljós áhrifin, hann
segir seinna i myndinni að það
sé einkennilegt meö sjónvarp,
það segi aldrei allt, heldur feli
ávallt eitthvað fyrir manni.
Annað er það sem hann er
gersamlega berskjaldaður
fyrir, það er áfengi, hann verður
þvi hægt en örugglega að bráð,
enda óþekkt á hans stjörnu.
E.t.v. má lita svo á að myndin
fjalli um snertingu manns, sem
þekkir ekki minningu okkar við
hana og veikleika mannskepn-
unnar. Newton verður þvi að
bráðsem afskekktir þjóðflokkar
hafa orðið fyrir þegar „menn-
ingin” heldur innreið sina. Þeir
mannlegu eiginleikar sem hann
hefur verða honum lika að falli,
þvi hann ánetjast þeim gervi-
heimi sem áfengi og fjölmiðlar
hafa uppá að bjóða.
Mörg góð atriði eru i mynd-
inni, t.d. vel sýnt hvernig New-
ton uppgötvar sinn „mannlega”
likama og einnig i upphafs-
atriðum myndarinnar. Þegar
Newton er nýkominn til jarðar i
smábæ, fer hann i skartgripa-
verzlun og selur afgreiðslukonu
hring. Konan er forljót, ótæpt
máluð og svo hlaðin þvi skrani
sem hún selur að varla sér i
hana. Myndavélin fylgir sölu-
varningnum eftir, þeir eru svo
ömurlega ljótir að særir augað.
Er Roeg að minna okkur á, að
við i neyzluþjóðfélögunum erum
fólk hlutanna — við metum þá
mikils, við röðum þeim i kring-
um okkur, miklu meira en við
getum nokkurn tima notað?
Myndin hefði grætt ennþá
meira á meiri klippingu, þvi
sum atriðin voru sýnd tvisvar
sem voru ekki svo góö aö þau
þyldu það. Samfaraatriðin eru
brjálæðisleg, og likjast meira
iþróttakeppni með tilheyrandi
hrópum öskrum og ljósmyndun
á æsilegum augnablikum, en
bliðum atlotum. Þau atriöi, sem
hefðu mátt missa sig eða báru
að m.k. ótrúlegan viöanings-
brag með sér, voru atriöi frá
stjörnu Newton. Hann og fjöl-
skylda hans virtust lifa þarna
einhvers konar skuggatilveru
sem likist þvi sem Grikkir köll-
uðu Hadesarveröld. Farar-
tækið, sem flytur Newton á vit
annarrar stjörnu likist frekar
lappakofa en geimfari, enda
hlógu áhorfendur innilega þegar
það var sýnt.
Ég hef þvi miður ekki lesið
bók W.Tevis og veit þvi ekki
hversu trúverðulega söguþræði
hennar er fylgt. Mér virðist
Bryce einhvern veginn utan-
gátta i þessari kvikmynd, en
hann ásamt Mary Lou eru þau
einu sem mynda persónuleg
tengsl við Newton.
Þessi Icarus hinn nýi fellur i
djúpið og sekkur, manndjúpið
hér og sú sól sem bræðir vaxið,
sem vængir hans eru festir með,
eru kvillar okkar, firring og
áfengi. Þeir menn, sem vilja
fyrirætlun hans feiga vita þetta
og halda óspart báðum aö
honum. Mötun sjónvarpsins
þangað til mettunin er orðin
alger er vel sýnd, loks hefur
hann ekkert að gefa af sjálfum
sér og er orðinn viljalaust rek-
ald.
Tónlistin er nokkuð góð og
sparlega notuð, klipping og
skeyting ágæt, og myndin er
sannarlega vel þess virði aö
horfa á hana. Leikur Bovie i
aðalhlutverkinu er góður og
myndin er sérstæð og mjög
spennandi á köflum.
Erna A.
Laus staða
Skólastjórastaða við barnaskóla Geit-
hellnahrepps er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k. Um-
sóknir sendist til Eysteins Ingólfssonar,
Flugustöðum, er veitir nánari upplýsing-
ar. Simi um Djúpavog.