Tíminn - 11.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1977, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 11. ágúst 1977 Myndin sýnir litinn hluta hafnarsvæöisins þarna tæplega 100 löxum. En eins og áöur segir, er veiðin aö glæðast aftur, vatniö aö aukast og Utlit hiö bezta. Svona á aö veiða lax! Svo er það veiöisagan i dag: Konu nokkra, sem aldrei haföi veitt lax og vissi raunar heldur ekki, hvernig átti aö halda á stöng, langaði þó þessi ósköp til að prófa. Hún var stödd viö smáá i Hrútafiröi, sem ekki var þó mikill lax i, nema i einum sérstökum hyl. Þar ætlaði hún að reyna og fékk karlmann einn, vanan laxveiðum, til að kenna sér. — Svona átt þú aö standa, svona áttu að halda á stönginni og svona áttu aö kasta, sagði kennarinn rogginn. Konan, nemandinn, fór aö sjálfsögðu eftir öllu, sem kennari hennar sagði. Flaug nú linan út i fallegan boga og var varla fyrr komin i vatnið, en lax var kom- inn á. Gerðist þá kennarinn hinn æstastieins og laxveiðimönnum er tamt og byrjaöi aö fást við laxinn og steingleymdi nemand- anum, sem stóö og fylgdist með. Hann á góða stund i striöi við laxinn og eftir nokkrar tilfær- ingar, kemur hann honum þó á land. Reyndist þetta vera hin myndarlegasta 12 punda hrygna. Rennur nú mesti æsing- urinn af „kennaranum”, sem skyndilega man eftir nemanda sinum, snýr sér að konunni og segir hróðugur: Svona á aö veiða lax! Þvi miður fékk konan ekki aö snerta veiðistöngina eftir þetta, og kom heim án þess að hafa lært nokkuð um laxveiði, eöa hvað? -gébé- Siðast þegar minnzt var á Laxá i Aðaldal i Veiöihorninu urðu þau mistök, að talið var að veiöin i allri ánni hefði verið tekin með, þegar tölur voru teknar frá veiðihúsinu að Laxa- mýri og i Arnesi. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt, eins og þeir, sem til þekkja vita. Ain skiptist f mörg veiði- svæði og veiðibækur eru færöar á a.m.k. fjórum stöðum, sem eru: Veiðihúsið við Laxamýri, Veiðihúsið i Arnesi, Múlasvæð- iö, Laxárvirkjun og Syðra-Fjall. Þvi miöur gengur ekki of vel að fá tölur frá þessum stöðum, til þess að fá heildarmynd af veið- inni i ánni i sumar og eru það þvi vinsamleg tilmæli Veiöi- hornsins, að þeir, sem hér eiga hlut að máli, slái á þráðinn og láti vita um veiðina. Þetta á þó ekki við um veiöihúsin við Laxamýri og Arnes, þangað hefur yfirleitt veriö auövelt að ná. Daglega nýjar göngur i Laxá i Kjós — Laxveiöin er aftur að byrja aö glæöast, en að undanförnu hefur verið of bjart til þess að kallast mætti að veiðin væri mjög góð, sagði Troels Bendt- sen veiðivörður i veiðihúsinu við Laxá i Kjós i gær. Troels kvaö meiri lax vera i ánni en á sama tima i fyrra og að daglega kæmu nýjar laxagöngur. Þá er einnig farið að bera nokkuö á sjóbirtingi og hefur t.d. tæplega sex punda sjóbirtingur veiðzt i sumar. Vatnið er aftur að auk- ast i ánni eftir hitana og þurrk- ana aö undanförnu. Ekki hafði Troels handbærar tölur um fjölda laxa, sem veiðzt hafa i sumar, en kvað töluna vera rétt undir þvi sem var á sama tima i fyrra og munar Útlit fyrir metveiði i Selá — Laxveiðin gengur mjög vel i Selá i Vopnafirði og að sögn Þorsteins Þorgeirssonar, Nýp- um, var laxatalan orðin um 780 i gær, en þaö er hvorki meira né minna en um þrjú hundruð löx- um fleira en á sama tima i fyrra, skv. bókum Veiöihorns- ins. Veiðinni i Selá lýkur ekki fyrr en 15. september n.k. svo að mikiö er enn hægt að veiða. Að sögn Þorsteins er nóg af laxi i ánni, en að undanförnu hefur farið aö bera nokkuð á smærri laxi, en það eru alltaf nokkrir stórir innan um. Sá stærsti, sem veiözt hefur i Selá i sumar, reyndist vera 21 pund. Sumarið 1975 veiddust alls 711 laxar i Selá i Vopnafirði, og siðast liöiö sumar urðu þeir 845 sem landað var, og var meöalþungi þeirra 6,3 pund. Samkvæmt útlitinu núna, er ekki að efa, að laxatalan nær þeirri sömu og i fyrra, þ.e. 845 löxum og jafnvel nokkru betur en þaö. Rosaveiði í Miðf jarðará — Héöan er allt ljómandi gott að frétta og óhætt að segja, að rosaveiði hafi verið aö undan- förnu, sagði Una ráðskona i veiðihúsinu við Miðfjarðará i gær og var hin hressasta. Ekki hafði hún nákvæma tölu yfir fjölda laxa, sem veiðzt hafa i sumar, en kvaðst telja að hún væri komin hátt i fimmtán hundruð. Sem dæmi um hina góöu veiði i Miöfjaröará aö undanförnu sagði Una, að Reykvikingar, sem nýlega voru við veiði i þrjá daga og veiddu á niu stangir, hefðu fengið alls 288 laxa. Þar af veiddust 122 laxar á aöeins ein- um degi, nánar tiltekið frá kl. 16 s.l. sunnudag til hádegis á mánudag. Þyngd þessara laxa er frá sex til ellefu pund, en mikið bar á 8-9 punda löxum. Fremur litiö vatn er i Miöfjarðará þessa dagana, enda hefur ekki rignt þar um tima. 1 gær var ágætisveiðiveö- ur við ána, skýjaö og svo til kyrrt. Mikið vatn í Laxá í Aðaldal Að sögn Helgu Halldórsdóttur, ráðskonu i veiðihúsinu við Laxamýri i gær er mikiö vatn i ánni þessa dagana og hún frek- ar köld. Veiöin hefur þvi dottið heldur niöur siöustu þrjá daga, en yfirieitt hefur veiðin verið mjög góð i allt sumar og kvað Helga um 1550 laxa vera komna á land. bátar veiðihornið BSRB: Fyrsti sáttafundur eftir nokkra dasa Hvað má hafa í tek gébé Reykjavik — Við búumst við að sáttasemjari rfkisins muni boöa til fyrsta sáttafundarins um miöjan þennan mánuö, sagði Baldur Kristinsson hjá Bandalagi starlsmanna ríkis og bæjar i gær. Scm kunnugt er, var samninga- viöræðum frestaö þangaö til nú, m.a. vegna sumarleyfa. Samn- ingar opinberra starfsmanna runnu út þann 1. iúli s.l. — Við höfum verið og erum reyndar enn, ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytis, að útbúa skýrslu um launakjör starfs- manna rikisins annars vegar og einkarekstrar hins vegar. Við viljum með þessari skýrslu sýna fram á, hvernig opinberir starfsmenn eru launaðir i saman- burði við aðrar sambærilegar stéttir, sagði Baldur. Einnig hef- ur verið unniö aö ýmsum útreikn- ingum varðandi væntanlega samningagerð hjá Hagstofu íslands, en allt er þetta gert til að flýta sem mest fyrir viðræðunum. tekjutryg 2 bátar við kolmunnaleit gébé Reykjavik — Vestmanna- eyjabátarnir tveir, Bylgjan og Bjarnarey, eru aö nýju komnir á kolmunnamiöin fyrir austan land. Eins og skýrt var frá I Timanum nýJega, tóku áhafnir bátanna sér þjóöhátiöarfri um siöustu helgi og þvi var enginn viö kolmunnaveið- ar i tæpa viku. Bátarnir höfðu i gærdag verið rúman sólarhring á miðunum, þar sem þeir höfðu verið við veið- ar áður, þ.e. á Héraðsflóadýpi, en engan kolmunna fundið þrátt fyrir itrekaöa leit. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Dag- bjartssyni, forstjóra Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins, höfðu skipstjórar bátanna ákveöið að reyna leit að kol- munna nokkru sunnar og voru á leið þangað er siðast fréttist i gær. Eins og áður hefur verið skýrt frá, eru þessir tveir bátar að gera tilraunir með svokallað tveggja báta troll. Reyndist það of þungt svo að þvi var breytt og þaí minnkað. Engin reynsla er komin á þessa breytingu enn sem komiC er, þar sem enginn kolmunni hef ur fundist enn. Ellilifeyrir fyrir einstakling er kr. 30.497 á mánuði JH-Reykjavik. — Hluti þess sam- komulags, sem stuðlaði að lausn kjaradeilunnar I sumar ogkjara- samningum þeim, sem undir- ritaðir voru 22. júni, fjallaöi um Ufeyrismál og hét rlkisstjórnin aö beita sér fyrir þvi, að tekin yrði upp sérstök heimilisuppbót á llf- eyri allra einhleypra einstakl- inga, sem búa einir á eigin vegum. 1 framhaldi af þessu fól heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið tryggingarráöi að gera til- lögur um úthlutun slikra bóta. Að fengnu áliti þess hefur forseti Is- lands, samkvæmt tillögu heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, sett bráðabirgðalög um þetta efni. Meginákvæði bráðabirgðalag- anna eru þessi: Einhleypyr maður, sem nýtur óskertrar uppbótar, það er að segja tekjutryggingar, og er einn um heimilisrekstur, án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæði eöa fæði, skal að auki fá heimilisuppbót, sem nemur tiu þúsund krónum á mánuöi. Eigi hann réttá skertri tekjutryggingu lækkar heimilisuppbótin I sama Atvinnulausum | fækkar Norræn menningar- vika á Norðurlandi Kás-Reykjavik. Samkvæmt nýj- um tölum, frá 31. júli, yfir fjölda atvinnulausra á öllu landinu, þá hefur þeim fækkaö nokkuð frá lokum júnimánaðar. Atvinnu- lausir eru samtais 133 á landinu, en voru á sama tima i júlilok 172. Þannig að þeim hefur fækkað um nær 40. Þar af eru 107 manns á atvinnu- leysisskrá i kaupstöðum, en 126 i fyrra mánuði. 1 kauptúnum með 1000 ibúa eru aöeins 8 á atvinnu- leysisskrá miöaö viö 19 i fyrra mánuði. Flestir eru atvinnulausir i Reykjavik, eða nær helmingur 64, miöaö við 81 I júni, þar af eru 33 konur. I kaupstöðum og stærri kauptúnum hefur atvinnuleysi minnkaö nokkuö, en stendur hins vegar I stað i minni kauptúnum. KS-Akureyri. — Norræn m enningarvika hefst á Norður- landi á laugardaginn, og verður hún sett þann dag i iþrótta- skemmunni á Akureyri. Henni lýkur á sama stað laugardaginn 20. ágúst með jasshátiö þar sem finnskirog sænskir tónlistarmenn koma fram, ásamt Ingimar Eydal og félögum hans. Allir kaupstaðir á Norðurlandi, nema Sauðárkróksbær, taka þátt i þessari menningarviku, hver með sinum hætti, og hefur verið prentuð dagskrá, sem dreift verð- ur þar, eftir þvi sem viö á. Listafólkið sem er frá flestum Norðurlandanna, mun heimsækja Akureyri og aðra bæi, sem þátt taka I norrænu menningarvik- unni, auk islenzkra listamanna. Málverkasýning veröur I iðn- skólanum á Akureyri, þar sem finnskir listamenn sýna verk sin. auk fjölmargra norðlenzkra list- málara. Alþýðuleikhúsið á Akur- eyri mun sýna Skollaleik eftir Böðvar Guðmundsson, danski leikflokkurinn Smiðjan skemmtir með leik og söng og pianóleikar- arnir Philip Jenkins og Guðný Guðmundsdóttir leika norræn lög. Norræni menningarsjóðurinn hefur lagt fram nokkurt fé til styrktar þessari menningarviku, en framkvæmdastjóri hennar er Ólafur Rafn Jónsson. Að öðru leyti sjá deildir Norrænu félag- anna um framkvæmdina á hverj- um stað fyrir sig. Formaður Nor- ræna félagsins á Akureyri er Bárður Halldórsson mennta- skólakennari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.