Tíminn - 11.08.1977, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 11. ágúst 1977
var aílavonin, þvi að þá var
súluungi seldur i Vestmanna-
eyjum á kr. 0.50. Árið 1939 voru
súluungar seldir á kr. 5.00 Ein
ástæðan fyrir þvi aðHjalti Jóns-
son flytur til Hafna, er að þaðan
gat hann betur nytjað Eldey.
Eldeyjarferðir hafa siður en
svo verið allar gamanferðir,
hvort sem þar eiga i hlut harð-
fengir dugnaðarmenn úr Eyjum
eða Höfnum. Rétt er að geta
þess, að til súlna var farið úr
Eyjum i lok ágúst og aðeins
„sleginn” súlu-imgi. Um þetta
leyti er þriðjungur unga floginn,
þriðjungur ófullgerður (skerl-
ingar) en þriðjungur nýttur til
matar (sleginn).Kjötið var étið.
Hausar sviðnir. tJr lifur gerð
lifrarpylsa. Paran brædd til við-
bitseða smyrsla. Hamur og inn-
yfli sett saman við'eldivið og
nýtt sem slikur. Þannig voru
súluungar Eyjaskeggjum mikl-
ar nytjar.
Siðasta Eldeyjarferð Vest-
mannaeyinga 1939 varð þeim
sem i þeirri ferð voru litt til
gamans. Ferð Hafnarmanna
1898 á tveim skiþum til Eldeyjar
varð mikil hrakningaför. Fleiri
ferðir til aðdrátta úr Eldey
munu hafa boðið upp á grátt
gaman.
I feröabók þeirra Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
(1752-1757) er tekið fram um
Eldey: „Fyrrum hafa menn
haft reipstiga upp á Eldey, og
sjástenn naglarmiklirf berginu
sem stigarnir hafa verið festir
við.”
Stefán Gislason annar bræðr-
anna sem klifu Eldey með
Hjalta Jónssyni 1894 sagði mér
ýtarlega frá bjarggöngu þeirra
félaga og tók þá fram, að þeir
hefðu rekizt á mjög ryðgaða
bolta í berginu.
Nytjar Eldeyjar og Fugla-
skerja við Reykjanes voru tald-
ar liggja undir Hafnarhrepp.
Þegar þeir þremenningar
undirbjuggu Eldeyjarför sina
sóttu þeir um leyfi til hrepps-
nefndar Hafnarhrepps.
Ég hygg að blaðamaður sá, er
skráði viðtalið við Agnar hafi
misskiliö hann, er hann telur
smokkfisk vera uppáhaldsrétt
hafsúlunnar. Hún eins og kunn-
ugt er stingur sér af flugi eftir
fiski, sem húnsér nærri yfir-
borði sjávar, svo sem síld,
loðnu, smáufsa o. s. frv. Þegar
komið er i súlubreiðu verður
mjög vartvið kjörrétti súlunnar
og er sild mest áberandi.
Rétt mun það hjá dr. Sigurði
Þórarinssyni, aö: ,,.... úthafið
mun granda henni með kröftug-
um faömlögum sinum.” Við
þetta eyðingarafler réttað bæta
jarðskjálfta.
1 þau skípti sem ég hefi komið
aðEldey hefurmérvirzthún við
sjávarborð gerð úr harðara efni
en ofar. Hin klauflaga flá til
noröausturs úr þessu lagi styður
þetta álitmitt. Að þessari flá er
lagt þegarfara skal upþ i Eldey.
Samanburður eldri mynda af
Eldey við nýrri, sýnir að litlar
breytingar hafa orðið á eynni.
Sá stallur sem þeir félagar 1894
náðu af upþ á brún með þvf að
standa á öxlum hvers annars, er
hruninn.
Vonandi fá súlurnar enn um
langt skeið að eiga sér stærsta
samfellda byggð veraldar i
Eldey og við menn að njóta út-
sýnis til þessa mjög svo mélaða
móbergsstapa.
Sunnudaginn 3. júli s.l. birtist
i Timanum viðtöl viö þá Sigurð
Þórarinsson og Agnar Ingólfs-
son undir fyrirsögninni: „Ein-
hvern tima verður Eldey öll —
hún er leifar talsvert stórrar
eyjar” og birtust með viðtölun-
um f jórar myndir með skýring-
um.
1 þessum viðtölum eins og þau
eru birt svo og f skýringum und-
ir myndum koma fram nokkur
atriði, sem ekki eru rétt. Þvi
vildi ég meö þessum linum
koma á framfæri við blaöið
nokkrum leiðréttingum.
Eftir prófessir Agnari er þetta
haft: „Eldey er a.m.k. ein
mesta súlubyggö i veröldinni,
en hvort hún er stærst er nokk-
urtálitamál....Sþurningin i þvi
máli væri, hvort telja eigi, að á-
kveðnar erlendar súlubyggðir
séu ein eða fleiri. t Eldey eru
um 11 þúsund súluhjón og sér
vart i eyjuna að ofan svo þétt
situr fuglinn. Siöast var talið i
eyjunni 1949.... að rannsóknir
eða talning á súlu i Eldey hafi
ekki farið fram siðan.”
Rétt er, að Eldey er stærsta
einstök súlubyggð I veröldinni,
eða á henni ofan og neðan brúna
verþa fleiri súlur en i nokkurri
annarri einstakri súlubyggð
hafsúlu (sula bassana).
Þegar ritað er um heimkynni
súlunnar, þá er Island eitt
þeirra og hefur 6 súlu-varp-
stöðvar. Ein þeirra t.d. Vest-
mannaeyjar meö 5 súlubyggðir,
þ.e. byggðir i 5 eyjum.
Eyjaklasinn St. Kilda vestur
af Skotlandi er ein varpstöö
súlna við Bretlandseyjar. Súlu-
varpið er þar á 3 eyjum, Stac an
Armin, Boreray og Stac Lee.
Varpiðá Boreray er stærst, en á
Stac Lee er stærst samfelld
súlubreiða talin hafa 2474 hreiö-
ur 1942, en 1939 voru i breiðunni
ofan á Eldey 8700. Eldey hefur
ávallt haft vinningin, þegar
súluvarp hennar hefur verið
borið saman við varpið á Borer-
ay, og breiðan ofan á Eldey bor-
ið langt af hreiðursfjölda i
breiðu Stac Lee. Einn fremsti
fuglafræðingur Breta, James
Fisher, sem ásamtfélaga sinum
H.G. Vevers hafa athugaö
byggðirhafsúlunnar hefur löng-
um taliö Boreray stærstu súlu-
byggð i veröldinni. (bls. 283, The
Shell Bird Book, 1966).
Prófessorinn segir i viðtalinu
að i Eldey séu um 11 þúsund
súluhjón og þar hafi eigi fariö
Þorsteinn Einarsson:
Eldey
var
aðsótt
til
ny tj a
en
ekki
gamans
fram súlutalning siðan 1949. Ár-
ið 1939 i júni fór H.G. Vevers til
Eldeyjar. Taldi hann af sjó
hreiður neðan brúnar, en GIsli
Guðmundsson taldi ofan á
eynni. Niðurstöður: 628 utan i,
8700 ofan á, alls 9328 hreiður.
1 júni 1949 fórum við dr. Finn-
ur Guðmundsson ásamt James
Fisher, H.G. Vevers og Julian
Huxley til Eldeyjar. Með I ferð-
inni voru færustu fjallamenn
Vestmannaeyja, sem ætlunin
var að klifu eyna og teldu ofan
á. Eigi gaf til lendingar við
eyna, svo að við töldum neðan
brúnar, en áætluðum fjölda
hreiðra ofan á.
Niðurstöður: 1177 utan i, 97 00
ofan á (áætlað) alls 1Ö877 hreíð-
ur.
í júli 1953 framkvæmdu flug-
menn og ljósmyndari úr sjóher
Bandarikjanna myndatökur úr
sex áttum af Eldey. Agúst
Böðvarsson forstöðumaður
landmælinga framkvæmdi
stækkanir frummynda. Sam-
kvæmtþeimskýru myndum var
unnt að telja súluhreiður á
eynni.
Niðurstöður: 3544 utan I,
11.634 ofan á, alls 15.178 hreiður.
1 júli 1960 endurtók sjóher
Bandarikjanna myndatökur af
Eldey og i júli 1961 fór sá er
þetta ritar til Eldeyjar og taldi
súlubyggðina utan i eynni:
Niðurstöður: 2400 utan i,
13.900ofan á, alls 16.300 hreiður.
Ég álit að samkvæmt þessum
talningum megióhikað telja, að
nú byggi Eldey um 17.000 súlu-
hjón. Hin samfellda súlubreiða
ofan á Eldey á hvergi sinn lika. 1
Boreray er súlubyggðin dreifð á
7 staði.
1 viðtalinu við Agnar prófess-
or segir: „Þó hefur stöku sinn-
um borið við að menn hafi farið
upp i eyna, mest að gamni sinu,
en ekki til þess að hafa not af
henni.”
Frá þvi að þeir þremenn-
ingar, Agúst og Stefán Gfsla-
synir og Hjalti Jónsson klifu
Eldey i mai 1894 var eyjan aö-
sótt nær árlega fram til þess að
hún var alfriðuð i febrúar 1940.
Tengdafaðir minn, séra Jes A.
Gislason hélt skrá yfir súlur
teknar i Eldey 1910 til 1939. A
þessu timabili er farið 21 sinni i
Eldey. Meðaltali aflaðra súlu-
unga er 3257.
Aðalástæðan til þess að þeir
þremenningar freistuðu að
leggja „veg” upp á Eldey 1894