Tíminn - 11.08.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. ágúst 1977
LiiS'liI'
15
Uhro Kekkonen stigur inn 1 for-
setabifreiöina á leið til ráö-
herrabústaðarins i Tjarnargötu,
en þar mun hann dvelja, á
meðan á heimsókn hans
stendur.
A Reykjavíkurflugvelli i gær-
morgun. Fimm ár eru nú liöin
frá þvi aö forseti islands dr.
Kristján Eldjárn kom i opinbera
heimsókn til Finnlands.
F.I. Reykjavik. — Veðurguð-
irnir tóku ágætlega á móti Uhro
Kekkonen forseta Finnlands, er
hann kom i opinbera heimsókn
til Islands i gær ásamt fylgdar-
liði, þ.a. meðal nýkjörnum
utanrikisráðherra. Falkon flug-
vél forsetans lenti á Reykja-
vikurflugvelli á slaginu 11:30,
og voru þar fyrir forseti Islands
dr. Kristján Eldjárn, forseta-
frúin Halldóra Eldjárn, finnski
sendiherrann á Islandi Lars
Lindeman, ráðherrar, ráðu-
neytisstjóri utanrikisráðuneytis
og fleiri. Þetta er í annað sinn,
sem Uhro Kekkonen kemur i
opinbera heimsókn til Islands,
en fyrri heimsókn hans var árið
1957. Tuttugu ár virðast ekki
langur timi fyrir mann eins og
Kekkonen, og er hann jafn létt-
stigur og sólbrúnn sem fyrr.
Finnski forsetinn er mikill lax-
veiðiáhugamaður og hefur
komið hingað til lands i fjölda
einkaheimsókna.
Þegar islenzku forsetahjónin
höfðu gengið til móts við Uhro
Kekkonen og boðið hann vel-
kominn lék Lúðrasveit Reykja-
vikur þjóðsöngva beggja land-
anna og ljósmyndarar kepptust
Þau voru broshýr við mot
tökuna forsetahjónin, dr.
Kristján Eldjárn og frú Hall-
dóra ásamt sendiherra Finna á
tsiandi Lars Lindeman.
Gengið ut rauöa dregilinn. Ljós-
myndir Timinn Róbert.
Forseti tslands kynnir ríkisstjórnina og aöra embættismenn. Hér sést Kekkonen heilsa Ólafi
Jóhannessyni, dómsmálaráðherra. Viö hliö hans stendur Einar Ágústsson, utanrikisráöherra og
l.t.v. Geir Hallgrimsson, forsætisráöherra.
A meðan leiknir voru þjóösöngvar Finnlands og islands.
Timamynd Róbert.
við að mynda. I athöfnum sem
þessum er ekki ætlast til að
blaðamenn ryðjist að og fékk
Kekkonen fri frá þeim. Var
siðan ekið sem leið lá til ráð-
herrabústaðarins við Tjarnar-
götu og fóru forsetarnir
fremstir.
Við Tjörnina mátti sjá nokkra
fána blakta við hún, og i
Tjarnargötunni beið dátitill
hópur barna með litla islenzka
bréffána. Þau voru sæt og
feimin eins og litlu islenzkum
börnum ber, veifuðu fánum
sinum kyrfilega, á meðan for-
sesinn renndi upp að, en leizt
ver á, þegar hann tók að veifa á
móti. Þá duttu litlu fánarnir
niður aftur. Hádegisverð
snæddu gestir að Bessastöðum
og i gærkvöldi héldu forseta-
hjónin Kekkonen veizlu á Hótel
Sögu. Sjálfur tók finnski forset-
inn á móti sendimönnum er-
lendra rikja i ráðherrabústaðn-
um um miðjan daginn i gær.
Hinni opinberu heimsókn
Uhro Kekkonens lýkur föstu-
daginn 12. ágúst, en eftir það
mun hann fá tækæifæri til að
anda léttar i boði rikisstjórnar-
innar fram á sunnudag.
I dag er ætlunin, að Uhro
Kekkonen heimsæki stofnun
Arna Magnússonar kl. 10:15,
Norræna húsiðkl. 10:40 ogKjar-
valsstaði kl. 12:30, en á Kjar-
valsstöðum verður hádegis-
verður framreiddur. Finnsku
fólki á Islandi býðst siðan að
koma i ráðherrabústaðinn við
Tjarnargötu kl. 17:00, og ‘kl.
19:30 heldur Kekkonen islenzku
forsetahjónunum samsæti á
Hótel Holt.
Sérlegur fylgdarmaður Uhro
Kekkonens á meðan á heimsókn
hans stendur er Guðlaugar Þor-
valdsson, háskólarektor, en
Ólafur Egilsson, deildarstjóri I
utanrikisráðuneytinu verður i
fylgd með finnska utanrikisráð-
herranum Paavo Vayrynen.
Uhro Kekkonen á íslenzkri grund
FINNSKI FORSETINN
JAFN LÉTTSTÍGUR OG
SÓLBRÚNN SEM FYRR
Litil stúlka Katrin Sverrisdóttir færöi forsetanum fagran blóm- það er enn löng ganga eftir fyrir forseta Finnlands. A myndinni tekur hann i hönd Ingva Ingvarssonar,
vönd viö komuna. Timamynd Róbert. sendiherra. Ljósmyndir Timinn, Robert.