Tíminn - 27.08.1977, Page 9

Tíminn - 27.08.1977, Page 9
Laugardagur 27. ágúst 1977 9 Wímmrn Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúia 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaðaprent h.f. Vestræn samstaða Þessa dagana stendur yfir i Reykjavik fjölþjóð- leg ráðstefna um samstarf og samvinnu Vestur- landa. íslendingar hafa um langt skeið verið aðilar að sliku samstarfi á fjölmörgum sviðum, og það er ástæða til að bjóða erlenda gesti ráðstefnunnar velkomna hingað. Hvar ættu þeir að kynnast islenzkum hagsmunum og sjónarmið- um betur en einmitt hér? Þegar höfð er i huga saga og arfleifð Vestur- landabúa er það eðlilegt að samstaða þeirra og samstarf sé svo viðtæk og náin sem raun ber vitni og taki til flestra sviða þjóðlifs, menningar og stjórnmála. Það gleymist of oft i umræðum um þessi efni að samvinna Vesturlandamanna um öryggis- og varnamál er aðeins einn hluti hinnar viðtæku vestrænu samstöðu. Reyndar taka ekki öll vest- ræn riki beinan þátt i varnasamvinnunni, sem þróazt hefur á siðustu áratugum. Enda þótt menn greini á um einstök atriði fer það ekki á milli mála að yfirgnæfandi meirihluti islenzku þjóðarinnar er hlynntur þátttöku Islands i samstarfi Vesturlanda. fslendingar hafa t.d. tekið þátt i efnahags- og viðskiptasamstarfi innan EFTA, en vilja ekki inngöngu i Efnahagsbanda- lag Evrópu fremur en Norðmenn. Löngum voru og á Islandi mjög skiptar skoðanir um aðild fs- lands að Atlantshafsbandalaginu, þótt þær öldur hafi mjög lægt á siðari árum. Eins og öryggismálin eru aðeins þáttur vest- rænnar samstöðu er eftirlitsstöðin á Miðnesheiði aðeins hluti varnasamstarfsins. í þeim efnum er beinlinis varhugavert að binda sig við eldri lausnir. Á siðastliðnum áratug eða svo hefur Mið- nesheiðarstöðinni þannig verið breytt úr herstöð i eftirlitsstöð til þess að fylgjast með flutningum og viðbúnaði á Norður-Atlantshafi. Þetta starf verður sifellt að sæta endurmati og endurskoðun. Við slikt endurmat koma að sjálfsögðu mörg sjónarmið til álita. Það er eðlilegt og sjálfsagt að íslendingar taki fullt tillit til varna Vest- ur-Evrópu og Norður-Ameriku, enda búa þar nánustu vina-, viðskipta- og frændþjóðir okkar. En við þetta endurmat koma ekki siður til við- miðunar islenzkir hagsmunir og islenzk þjóðernisleg sjónarmið. Að þvi leyti sem þessi sjónarmið og þessir hagsmunir verða samræmd og falla i eina heild eiga íslendingar skilyrðis- laust samleið með nágrannaþjóðunum, en ekki umfram það. íslenzk menning er þáttur i vestrænni menn- ingu. Við eigum þvi ótviræðum skyldum að gegna andspænis hinum sameiginlega arfi. Og jafnvel á hinu umdeilda sviði öryggis- og varnamála hefur ekki verið sýnt fram á að sérstaða íslands skeri það úr samstarfshópnum. Hvað framtiðin ber i skauti sér er óvist að vita, en rétt að skyggnast vel um gáttir allar áður en gengið er fram. Hið viðtæka samstaða Vestur- landamanna á sér langa framtið vegna þess að hún hvilir á sameiginlegum menningarlegum arfi. Og horfur benda ekki til þess að friði eða öryggi verði þjónað með þvi að leysa upp sam- starf lýðræðisrikjanna á sviði varnamála. Hins vegar er sjálfsagt að smáþjóðirnar noti sam- starfsvettvanginn innan Atlantshafsbandalags- ins meira en verið hefur til umræðna um hags- muni sina og til að knýja á um varðstöðu um mannréttindi i heiminum. ERLENT YFIRLIT Rússar hylla föður Evrópiikommúnismans Er afstaðan til Evrópukommúnismans að breytast? Brésnjev og Titó voru sorgmæddir þegarþeir kvöddust SJALDAN hefur þjóö- höfðingja verið sýndur meiri sómi en Josep Broz Tito, ein- ræðisherra Júgóslavlu, þegar hann kom til Moskvu i siöastl. viku á leið sinni til Norður- Kóreu og Kina. Brésnjef rauf sumarleyfi sitt á Krim og flýtti sér til Moskvu til að geta tekið á móti Titó á flugvellin- um. Þegar Brésnjev dvelst á Krim og þjóðhöfðingjar hafa komið til Sovétrikjanna, hefur hann venjulega látið þá sækja sig heim, en ekkifarið til móts við þá I Moskvu. Þetta hefur t.d. gilt undantekningarlitið um leiðtoga Austur-Evrópu- rikjanna sem eru i Varsjár- bandalaginu. Nú fór Brésnjev hins vegar til Moskvu og þótti þannig sýna Titó sérstakan sóma, þegar hann tók á móti honum á flugvellinum, ásamt þeim Gromyko og Krilenko, sem siðan fylgdust með hon- um til Kremlar, þar sem hann bjó meðan hann dvaldi i Moskvu. Þeir Bresnjev og Titó áttu svo langar samræður og gáfu út að lokum sameigin- lega yfirlýsingu, sem gaf aö visu ekki neitt nýtt til kynna. Það staðfestist hins vegar að þeir Brésnjev og Titó eru sam- mála um margt, t.d. varðandi málefni þriðja heimsins og af- stöðuna til mannréttindabar- áttu Carters. í yfirlýsingunni var hins vegar ekki minnzt á Evrópu-kommúnisma eða af- stöðuna til hans en þar kann að hafa verið meiningarmun- ur hjá þeim, ef ráöa má af skrifum rússneskra blaöa, sem hafa gagnrýnt Evrópu- kommúnismann, og júgóslav- neskra blaða sem hafa lagt blessun sina yfir hann. Fram hjá þessum skerjum var siglt með þvi að endurtaka það, sem þeir báðir hafa oft lýst yfir áður, að kommúnista- flokkarnir eigi að vera sjálf- stæðir og velja sér þann veg, sem bezt hentar aðstæðum I hverju landi. Ýmsir frétta- skýrendur telja ágreining þeirra Titós og Brésnjevs fel- ast i þvi að þeir hafa ekki sama skilning á hugtakinu sjálfstæði kommúnistaflokk- anna. MEÐ heimsókn sinni til Moskvu, var Titó aðendur- gjaida heimsókn Brésnjevs til Belgrad i nóvembermánuði siðastl. Sambúö Sovétrikjanna og Júgóslaviu hefur farið mjög batnandi að undanförnu, t.d. hefur verzlun milli land- anna stöðugt aukizt og eru Sovétrikin orðin mesta við- skiptaland Júgóslaviu. Tals- verteróttazt, aö Rússarkunni að færa sig upp á skaftiö við fráfall Titós sem er orðinn 85 ára gamall og heilsuveill. Ýmsir fréttaskýrendur gizka á, að Titó hafi rætt um þetta hreinskilnislega við Brésnjev á dögunum. Titóer hins vegar svo klókur, að hann lætur sér ekki nægja yfirlýsingar einar, heldur reynir hann að halda öllum dyrum opnum og forð- ast að ánetjast einum fremur en öðrum. Þetta má vel ráða af þvi, að hann heimsækir Kina eftir að hafa heimsótt Moskvu, en fyrir ekki löngu heimsótti hann Bandarikin. Þetta verða Sovétmenn að sætta sig við, hvort sem þeim likar betur eða verr. A tlmum þeirra Stalins og Krustjoffs hefði þetta ekki þótt góö latina i Moskvu en Brésnjev hefur lært af reynslunni. Hann gerir sér bersýnilega ljóst að timarnir breytast og haga verður stefnunni eftir þvi. Hvað, sem um hann verður sagt bendir stjórnmálaferill hans tilþess, að hann sé raun- sæismaður og stefna hans mótist mjög af þvi. Hann er búinn að læra það eftir langa þátttöku i æðstu stjórn Sovét- rikjanna, að jafnvel risaveldin verða að haga seglum eftir vindi. í TILEFNI af heimsókn Titós til Moskvu og hinum veglegu móttökum sem hann fékk hafa fjölmiðlar talsvert velt vöngum yfir þvi, hvort af- staða Sovétmanna til Evrópu- kommúnismans séeitthvaö aö breytast. Sé hægt að telja nokkum mann faðir eða upp- hafsmann Evrópukommún- ismans,er þaðTitó. Þangað til deilan hófst milli hans og Sta- lins voru allir kommúnista- flokkar i Evrópu undir strangri yfirstjórn Kommún- istaflokks Sovétrikjanna. Þess vegna var Titó fordæmdur af vestrænum kommúnistaflokk- um, þegar hann lagði út á þessa braut. Smátt og smátt hafa þeir svo orðið að taka hann til eyrirmyndar vegna þess, að augljós undirgefni þeirra við Sovétrikin var þeim fjötur um fót. Þannighefur sú stefna sem nú er kennd við Evrópu-kommúnisma orðið til. Titó er tvimælalaust upp- hafsmaðurinn og brautryðj- andinn. Nú hafa Sovétmenn tekið hann i sátt og sýna hon- um meiri vegsemd en flestum öðrum. Öneitanlega stendur hann lika með Sovétrikjunum i flestum alþjóðamálum, þrátt fyrir hina óháðu stefnu sina. Margt bendir til, að Sovét- mönnum sé allt annað en vel við Evrópukommúnismann, en þeir séu að gera sér ljóst, að þeir verði að sætta sig við hann eins og Titóismann á sin- um tima. Þrátt fyrir hann, verði þeir að halda áfram samstarfi við kommúnista- flokkana i Vestur-Evrópu ogfá eins mikiö út úr samstarfinu og auðið er. Það sé á þann hátt sem Sovétrikin geti haft mest áhrif I Vestur-Evrópu eins og núer komið. Ef til vill geti þeir náö meiri áhrifum þannig en meðan kommúnistaflokkarnir voru áhrifalausir sökum aug- ljósrar undirgefni við rúss- neska kommúnistaflokkinn. Þ.Þ. Frá komu Titós til Moskvu. Fremstir.á myndinni eru Gromyko, Brésnjev, Titó og Krilenko JS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.