Tíminn - 27.08.1977, Page 16
16
Laugardagur 27. ágúst 1977
Biöm Jakobsson
Fæddur 5. júnl 1894.
Dáinn 17. ágúst 1977.
Björn Jakobsson var fæddur
5. júni 1894. Foreldrar hans voru
Jakob Jónsson Jónssonar frá
Deildartungu og Herdis Sig-
uröardóttir Vigfússonar frá
Efstabæ.
Björn ólst upp i foreldrahús-
um. Nam organleik i Reykjavik
— stundaöi nám i Hvitárbakka-
skóla 1911-1912.
Kennari við Hvitárbakka-
skóla 1920-1926 og siöan kennari
i Reykholti 1941-1964.
Björn var fjölgáfaöur og naut
sin vel meöal æskulýös. Hann
var tónskáld og organisti og
liggur mikiö verk eftir hann á
þvi sviði. Féll þaö í hans hlut að
kenna söng viö báða skólana.
Sem gamall nemandi hans
minnist ég ávallt með gleði
kennslustunda hjá Birni, og
man ég að viö Hvitbekkingar
biöum meö nokkurri óþreyju
eftir Birni, en hann kenndi ekki
alla daga vikunnar og fór þá
heim aö Varmalæk og dvaldi
þar nokkra daga af viku hverri.
Björn varð fyrir þeirri sorg að
missa konu sina unga aö árum,
Guönýju Kristleifsdóttur fræöi-
manns að Stórakroppi. Hann
dvaldi að Stórakroppi og
Varmalæk hjá bróðursyni sín-
um Jakob Jónssyni oddvita og
konu hans Jaröþrúði Jónsdóttur
þar til hann fluttist alfarinn til
Borgarness þegar hann fyrir
aldurssakir hætti kennslu i
Reykholti.Björn var einn þeirra
manna, sem aldrei unni sér
hvildar og vann meðan dagur-
inn entist, og raunar var orðiö
æöi skuggsýnt, þegar hann loks
gafst upp snemma á þessu
sumri. Björn var hugsjónamað-
ur og unni öllum framförum ,
hvort sem þær voru verklegar
eöa á andlega sviðinu. begar
hann kom i Borgarnes, gerðist
hann forgöngumaður um útgáfu
timarits Kaupfélags Borgfirð-
inga, sem flytur jöfnum höndum
þjóðlegan fróðleik og greinar
um samvinnumál, fréttir og
störf Kaupfélags Borgfirðinga.
Hefur þetta rit reynzt ómetan-
legur tengiliður milli hinna fjöl-
mörgu viðskiptamanna á við-
lendu félagssvæði og þeirra,
sem störifin vinna fyrir kaup-
félagið.
Hlutur Björns Jakobssonar i
samvinnumálum á félagssvæði
K.B. er stór,
Ég minnist þess, að oft kom
ég tilhans, þegar hann vann af
kappi við prófarkalestur og rit-
störf. Var hann oft sjúkur, en
aldrei missti hann marks á mál-
efninu — sami áhuginn og hug-
sjónaeldurinn knúði hann
áfram.
Hann sá inn i framtiðina ung-
ur f anda og trúði á samtaka-
mátt fólksins við alhliöa
uppbyggingu velferöarþjóð-
félags — og lykilinn að öllum
raunhæfum velferðarmálum
var aukin samvinna og sam-
hjálp, sem samvinnufélags-
skapurinn einn gat leitt til lykta
til blessunar iyrir land og lvö.
Björn var maður einlægur og
traustur, vinfastur og trúði
ávallt á sigur hins góða.
Þaö verða margir, sem minn-
ast Björns Jakobssonar og allir
á einn veg — hann var
mannkostamaöur, sem fórnaði
ævinni fyrir hugsjónina um
betra þjóöfélag. Við samvinnu-
menn flytjum þér þakkir fyrir
störfin.
Fyrir hönd Kaupfélags Borg-
firöinga flyt ég þér hlýjar sakn-
aðarkveöjur, en i hugum okkar
allra lifir minningin um góðan
dreng, sem vann aö velferðar-
málum lands og þjóöar meðan
dagur entist.
Hvil þú i friði góði vinur.
Da nfel K rist jánsson
frá Hreða vatni.
f
Fregnin um andlát Björns
Jakobssonar kemur þeim ekki
óvænt sem þekktu til hans sein-
ustu árin. Hittvar meira undr-
unarefni hversu lengi hann
varðist sigö dauðans, en þar
kom til mikiö andlegt þrek og
hugarró, sem honum var veitt I
rikari mælien almennt gerist og
hann jafnframt þroskaði sjálf-
ur. Að sjálfsögðu vissi hann
hvað að fór i þeim efnum. Á það
bendir meðal annars kveðju-
stef, sem hann birti á siðustu
blaðsiöu siðasta heftis Kaupfé
lagsritsins, sem hann var rit-
stjóri og ábyrgöarmaður fyrir
frá 1964-1977. En kveðjustefið er
svohljóðandi:
Með
síðasta hefti — sem er mitt
sendi ég kveðju mina
öllum, sem þau hafa hitt,
— og hjálp mér veittu sina.
Heftið með kveðjustefinu fékk
ég i hendur fáum stundum áður
en ég vissi um andlát hans.
Björn var fæddur að Varma-
læk I Bæjarsveit 5. júni 1894 og
var þvi fullra 83 ára er hann
lést. Foreldrar hans voru hin
góðkunnu dugnaðar- og merkis-
hjón Herdis Siguröardöttir frá
Efstabæ I Skorradal og Jakob
Jónsson frá Deildartungu. Var
Björn þvi'annar ættliðurfrá hin-
um merka bónda, Sigurði Vig-
fússyni i Efstabæ. Móðir
Jakobs, fööur Björns, var
Helga, dóttir Jóns Amasonar
stúdents og bónda á Leirá i
Borgarfirði og var Björn þvi
þriðji ættliður frá honum. Eru
ættir þessar báðar þjóðkunnar
og fjölmennar, einkum i' Borg-
arfjarðarhéraði, og verða ekki
raktar hér.
Heimili þeirra Herdisar og
Jakobs á Varmalæk, foreldra
Björns, var eitt hið mesta
myndar- og framkvæmda-
heimili i Borgarfirði, einnig
eftir að þau féllu frá og það
komst i hendur sona þeirra og
Jakobs sonarsonar þeirra, sem
seinustu áratugina hefur rekiö
þar búskap.
Björn ólst upp hjá foreldrum
sinum ásamt fjórum systkinum
sinum,ervoru: Helga húsfreyja
á Hæli i' Flókadal, kona Guð-
mundar Bjarnasonar bónda
þar, Jón bóndi á Varmalæk er
kvæntur var Kristfnu Jónatans-
dóttur frá Stórakroppi Sigurður,
er bjó ásamt Jóni bróður sinum
á Varmalæk, Magnús, er var
bóndi á Snældubeinsstöðum en
jafnframt kennari við
Reykholtsskóla, kvæntur Svein-
sinu Sigurðardóttur frá Akra-
nesi. 011 voru systkini Bjöms
eldri en hann eru látin fyrri en
hann, enda náði hann hæstum
aldri.
Æskuár Björns fara saman
við fyrsta áratug þessarar ald-
ar, er mun mega teljast einn
hinn merkasti ef litiö er á hvað
þá var að gerast með okkar fá-
mennu þjóð, er var aðeins rúm-
lega riðjungur þess sem nú er.
Þá fáum við innlenda rfkis-
stjórn eftir langa og þráláta
baráttu. Við hefjum til þroska
mikilvægar félagshreyfingar
eins og ungmennafélögin, sem á
þær hugsjónir, sem allur æsku-
lýður landsins verður hrifinn af
i einu vetfangi að kalla og hefst
handa um vekjandi starf og
framkvæmdir. Þá er eftirtekt-
arvert að stofnaður er almennur
félagsskapur, Heilsuhælisfé-
lagið 1906 sem nærsvo snöggum
tökum að reist er Vifilsstaða-
hælið svo fljótt, að störf þar
hefjast 1910. Við set jum lög um
fræðslu barna til logboðins
náms. Háskólinn er undirbúinn
og hefur störf 1911. Nýir skólar
eru stofnaðir. Simasamband frá
útlöndum og simi innan lands er
komið i framkvæmd. Togara- og
vélbátaútgerð hefst. Húsagerð
öll breytist til batnaðar og rækt-
un landsins eykst hröðum
skrefum. Samvinnuhreyfingin
færist i aukana með nýjum
hætti. Þjóðin hrindir frá sér 1908
„uppkastinu” sem meðal
annars hafði að geyma heitið
„Det samlede danske rige” um
tsland og Danmörku. Stjórn-
málablöð voru gefin út sem
höfðu að ritstjórum Björn Jóns-
son, Einar Hjörleifsson, Hannes
Þorsteinsson, Jón Ölafsson,
Skúla Thoroddsen og Þorstein
Gislason. Þeirhöfðu fulla einurð
til að kunngera skoðanir sinar
með orðum, sem vöktu athygli
og menn hrifust af. Þama voru
að starfi siðustu samtiðarmenn
Jóns Sigurðssonar forseta og
þjóðhátiðarkynslóðin frá 1874.
Þótt hér verði ekki á fleira
minnst frá fyrsta áratug þess-
arar aldar hlaut sú kynslóð, sem
þá var á unga aldri að tileinka
sér annan og djarfari hugsunar-
hátt en áður var. Sú kynslóð
hefur hlotið nafnið aldamóta-
menn eða aldamótakynslóð en
er nú að hverfa af sjónarsviðinu
að mestu leyti að þvi er til
áhrifa kemur um þjóðfélags-
mál, en ný tekin við sem alizt
hefur upp undir áhrifum
styrjaldartima og gæti þvi vel
kallast styrjaldarkynslóðin.
Björn Jakobsson var einn af
aldamótamönnunum bæði að
hugsun og starfi. Hann v'ar til
náms i Lýðháskólanum á
Hvitárbakka 1911-1912 en nam
svo að leika á hljóðfæri um
stundarsakir i Reykjavik.
Annars hafði hann alltaf frá
fermingu lagt sig eftir og leikið
á hljóðfæri án þess að hafa notið
kennslu annarra, og alla ævina
var hann áhugamaður um tón-
list og tók mikinn þátt i þeirri
grein i heimabyggð sinni til ævi-
loka. Kunnust er þátttaka hans
og starf i söngfélagi
„Bræðranna” um áratugaskeið,
en formaður þess félags var
Bjarni Bjarnason bóndi og
kirkjusöngsstjóri á Skáney i
Reykholtsdal.
Framhald á bls. 19.
( Verzlun & Pjónusta )
SólurriS
JEPPADEKK /
Fljót afgreiðsla i
Fyrsfa flokks
dekkjaþjánusta
BARÐINN? í
ARMULA 7*30501 2
^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^
'é Dráttarbeisli — Kerrúr
'i KÍSIÍn \
V Klapparstlg 8
5 Sfmi 2-86-16
Heima: 7-20-87
f/Æ/Æ/Æ/Æz
AAniVIV-»LAA / BOU3UI ^ ^ --»
YÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ %r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J§
VÆÆSÆ/Æ/ÆS’Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^
Húsgagnaversliin i
\Lk Heykjavíkur hf.
ni)AiiTAniiAi*i a v
\ P^riasis og Exem f \ kX’fötÍW
úphyris snyrtivörur fyrir við- Ú Ú Til Laugarvi
Kollagen Creamí
Body Lotion
Cream Bath
(f urunálablað+5
Shampoo) ^
phyris er húðsnyrting og ^
hbrundsfegrun með hjálp y
blóma og jurtaseyða. é
phyris fyrir allar húð-
gerðir Fæst f snyrti- B
vöruverzlunum og já
apotekum. %
11111
PÓBT
Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^
\ vl H'01 1
\i Þríhjól kr, 5.900 ^
Tvíhjól kr. 15.900 ^
^f^Póstsendum ^
Leikfangahúsið ^
^Skólavörðustíg 10 Sími 1-48-06 á
^/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æsA
BRAUTARHOLTI 2 f
SÍMI 11940
/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//á
V/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A
2 Svefnbekkir og svefnsófar yA
2 til sölu i öldugötu 33. 2
f Sendum í póstkröfu. 2
f, Sími (91) 1-94-07 ^
^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J
X/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ar/Æ/Æ/ÆS^
Einnig alls konar mat fyrir 2
allar stærðir samkvæma <£ ^
eftir yðar óskum. rry~'w Í
Komið eða hringið f"]
\ síma 10-340 KOKK^/hÚSIÐ^
Lækjargötu 8 — Slmi 10-340 t
rSÆ/ÆSÆ/ÆÆ/.Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Já
m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^
r------------- J
i x . . ,. x y. ... Laugarvatns/ Geysis og t
kvæma og ofnæmishuðV é Gullfoss aila daga \
Azulene sápa 4 t frá Bifreiðastöð islands. z
Azulene Cream t t t.
Azulene Lotion i i ö'afur Ketilsson. £
ár/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/d
Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i
Leikfangahúsið
Skólavörðustíg 10
Sími 1-48-06.
Indiánatjöld
Kr. 3.960
Póstsendum
t r
r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æj r/Æ/Æ/4
I
!
ár/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/d
f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆSÆ/Æ/Æ/Æ/Ʊ
t Ly,ðar* . iPíia t
^ Mnustu....... III| i 1111 ^ t
^Fasteignaumboðið p 6TH^STR » 4 ^
pZÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A
Rafstöðvar til leigu
4 Flytjanlegar Lister
1
^Pósthússtræti 13 — sími 1-49-75 Í
CHeimir Lárusson — sími 2-27-61^ E
gKjartan Jónsson lögfræðingur i E
r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A
y ki\|oi iau juiidóuii luyi i ccumyur y
'J0 Cbr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já %T/Æ/
•> dieselraf stöðvar.
Stærðir:
2,5 kw, 3,5 kw og 7 kw
Vélasalan h.f.
Símar 1-54-01 & 1-63-41
r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/.
SEDRUS-húsgögj
Súðarvogi 32 — Reykjavík
Sfmar 30-585 & 8-40-47
Sófasett á kr. 187.00
^ Staðgreiðsluverð kr. 168.300
2 Greiðsluskilmálar:
2 Ca. 60.00 við móttöku og
15-20 þús. á mánuði
'Æ/Æ’/wsæ/Æ/Æ/J ^T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/d