Tíminn - 27.08.1977, Síða 19
Laugardagur 27. ágúst 1977
19
flokksstarfið
Skaftfellingar
Héraösmót framsóknarfélaganna i V-Skaftafellssýslu veröur
haldinn i Leikskálum i Vik i Mýrdal laugardaginn 10. september
og hefst klukkan 21.00. Dagskrá nánar auglýst siöar.
Avörp flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntam.ráöh. og
Jón Helgason alþm. Guömundur Jónsson óperusöngvari
syngur, og hin frábæra eftirherma, og grinisti Jóhann
Briem skemmtir. Dansaö til kl. ? Framsóknarfélögin.
Vopnafjörður þriðjudaginn 30. ágúst kl. 21.00
Bakkafjörður miðv.daginn 31. ágúst kl. 17.00.
Halldór Asgrimsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Leiðarþing á
Austurlandi
Sauðárkrókur
Framsóknarfélag Sauðárkróks heldur fund mánudaginn 29.
þessa mánaöar klukkan 20.30 i Frainsóknarhúsinu. Dagskrá:
kosning fulltrúa á kjördæmisþing og önnur mál.
Stjórnin.
Árnessýsla
Sumarhátið framsóknarmanna i Arnessýslu verður haldin
laugardaginn 27. ágúst og hefst klukkan 21.00. Avarp flytur
Magnús ólafsson formaður SUF. Magnús Jónsson syngur og
dansparið Sæmi og Didda skemmta. Hljómsveitin Alfa Beta
leikur fyrir dansi. gtjón pjjF.
Vestfirðingar
Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi verður
haldið að Bjarkarlundi dagana 3ja og 4ða september næstkom- ,
andi og hefst klukkan 14.00.
Stjórn kjördæmasambandsins.
Mið - Evrópuferð
Miðevrópuferð 3ja september. Þrjár vikur.
Komið til eftirfarandi staða: Sviss, ítaliu,
Austurrikis og Þýzkalands Notið þetta einstaka
tækifæri. Nánari upplýsingar á flokksskrif-
stofunni Rauðarárstig 18, simi 24480.
Minning
Arin 1921-1926 var hann kenn-
ari við Hvftárbakkaskólann og
jafnfram bústjóri þar álika
lengi. Arið 1930.hætti Hvitár-
bakkaskóli störfum en nýr skóli
— héraðsskóli — hóf störf sama
ár i Reykholti. Þar gerðist
Björn kennari 1941 og gegndi þvi
starfimeðan aldur leyfði eða til
1964.
Kennarastarfið mun Birni
hafa fallið vel og haft ágæta
hæfileika til þess. Hann átti
samleið með unga fólkinu og
mun hafa lagt sig fram um að
veraþvi fyrirmynd sem margir
munu hafa metið að verðleikum
og munað lengi.
Björn kvæntist 30.4 1927.
Guðnýju, einkadóttur þeirra
Kristleifs fræðimanns á Stóra-
kroppi og seinni konu hans Snjá-
friðar Pétursdóttur frá Grund i
Skorradal. Var Guðný góðum
hæfileikum gædd og ein hinna
fallegustu ungra slúlkna i hér-
aðinu um þær mundir. Gerðist
Björn þá bóndi og bústjóri hjá
tengdaforeldrum sinum á
Stórakroppi. Hjónaband þeirra
Guðnýjar var skammt þvi hún
lézt 1932 eftir aðeins fimm ára
sambúð. Varð þessi missir
mikill harmur öllum vanda-
mönnum og mun sú und sem
Björn varð þá fyrir aldrei hafa
gróið til fulls þau 45 ár, sem
hann þá átti ólifuð, þótt
minningarnar um hana hafi
verið honum ljúfar.
Björn gerðist ungmennafélagi
á unga aldri og vann af einlægni
og miklum áhuga fyrir Dag
renningu i Lundarreykjadal,
sem stofnuð var 1911. Mun hann
hafa lagt mikinn skerf til félags-
ins, er það reistifundarhús sitt á
Lundi þá ungt að árum og ekki
efnað. t ungmennafélagsstarfi
mun honum hafa fundizt vett-
vangur ánægjulegrar starfsemi
og gagnlegrar. Eins og ung-
mennafélögin hafa notið starfs
manns og fórnarlundar mun
hann einnig hafa notið þess vel,
sem þau gátu veittsem vakandi
félagsskapur.
Auk starfsemi ungmennafé-
laganna, sem var áhugamál
Björns, munu samvinnufélögin
hafa átt hug hans i miklum
mæli. Þar auðnaðist honum lika
að leggja hönd á plóginn. Eftir
að hann hætti kennarastarfi
vegna aldurs gekk hann i þjón-
ustu Kaupfélags Borgfirðinga
og tók að sér rit þess, er það þá
hóf útgáfu á og heitir Kaupfé-
lagsritið. Það byrjaði göngu
sina 1964 og hefur komið Ut
siðan iheftum, sem nú eru orðin
58 við andlát Björns. Ritið er
fyrst og fremst frásagnir af
starfsemi Kaupfélagsins, frá
fundum þess og framkvæmd-
um. En i höndum Björns hefur
það jafnframt orðið almennt
fræðirit með frásögnum úr hér-
aðinu sjálfu, af mönnum og
málefnum, bæði frá þessum
tima og eldri. Björn var ná-
kunnugur öllu héraðinu og hafði
alla ævi tekið þátt i hvers konar
störfum, sem vinna þurfti að.
Hann þekkti héraðsbúa flestum
betur og hafði dómgreind til að
skilja hismið frá kjarnanum og
illgresið frá góðum gróðri og er
þess að vænta, að áfram verði
starfinu haldið i'svipuðum anda
og meðan Björns naut við, það
mun gera viðfangsefnin
auðveldari.
Þótt Björn ætti störfum að
gegna á ýmsum stöðum i Borg-
arfirði, og væri þar langdvöl-
um, hyggég að honum hafi ætið
fundizt að heimili sitt væri á
Varmalæk. Tryggð hans við
æskuheimilið brast ekki og
sannaðistþarsem oftendranær,
„að römm er sú taug er rekka
dregur föðurtúna til”. Hann
mun ætið hafa verið fús til að
beita huga og höndum að þvi,
sem til frama mátti verða þeim
stað, enda vel metið af vanda-
mönnum hans og þeim mun
hann alltaf hafa verið aufúsu-
gestur eða sem heimilismaður.
Ég færi Bimi innilegar þakkir
fyrir allt, sem við höfðum
saman að sælda. Þau kynni voru
öll ánægjuleg og mér mikilvæg
og minnisstæð. Ég votta vinum
hans og vandamönnum samúð
mina og óska þeim farsællar
framtiðar.
Jón Ivarsson
BÍLA-
PARTA-
SALAN
auglýsir
Nýkomnir varahlutir í:
Ford Bronco
Land/Rover
Fiat 125 Special
Fiat 128
Mercury Comet
Volvo 544 B-18
Moskowits
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97
Komið á norrænan lýðháskóla i Danmörku
Norræni-evrópski lýðháskólinn
UGE FOLKEH0JSKOLE
Námsskrá f'æst send. Kennsla á norðurlandamálum.
Margar valgreinar. Nútima kennsluhættir. Kynnist öðr-
um norrænum ungmennum i lifandi og skemmtilegu
skólalifi. Myrna & tarl Vilbæk.
Alternatorar og
startarar
i Chevrolet, Ford, Dodge,
Wagoneer, Fiat o.fl. í stærð-
um 35-63 amp. 12 & 24 volt.
Verð á alternator frá
kr. 10.800.
Verð á startara frá
kr. 13.850.
Amerísk úrvalsvara.
Viðgerðir á alternatorurji BILARAF H.F.
og störturum. Borgartúni 19
Póstsendum. Sími 24-700
Gullsmiðurinn s.f.
Þjónusta
fyrir landsbyggðina
Sendið okkur (i ábyrgð) þá skartgripi
sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt
smálýsingu á því sem gera þarf,
heimilisfangi og símanúmeri. Að af-
lokinni viðgerð, sem verður innan 5
daga frá sendingu, sendum við ykkur
viðgerðina í póstkröf u. Allar viðgerðir
eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá
Félags Isl. Gullsmiða.
Stækkum og minnkum hringi (sendum
málspjöld), gerum við armbönd,
nælur, hálsmen, þræðum perlufestar.
Sendum einnig í póstkröf u allar gerðir
skartgripa.
Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið
og leitið upplýsinga.
Gullsmiðurinn s.f.
Frakkastíg 7 101
Reykjavík
Simi (91) 1-50-07.