Tíminn - 02.09.1977, Qupperneq 12
12
Föstudagur 2. september 1977
Alfreð
Flóki
og aðrir
frægir
menn
Dagana 27. ágúst-4.
september sýnir Alfreð
Flóki myndir i Bogasal
Þjóðminjasafnsins.
Alls eru 31 mynd á sýn-
ingu hans að þessu
sinni, og virðist nú
komin á einhversskon-
ar hefð: að listamaður-
inn haldi þar sýningar
með vissu millibili.
Alfreð Flóki
Alfreö Flóki er einn þeirra
listamanna, er ekki breytast
neitt, a.m.k. svo hægt, aö viö
skynjum þaöekki nema þá helzt
tæknin hans, sem þegar er á
mjög háu stigi. Hann er áfram
skáld hins dularfulla, Edgar
Allan Poe, dreginn upp úr
svörtu bleki, enda likir í sjón.
Myndefnin eru ávallt svipuö,
Fæöing, Prinsinn, Elisabet
Bathory, Djásniö, Leyndarmál-
iö, Rökkurtafl, Nornaþing og
Samsærið, og þeim fylgir yfir-
lýsing.sem hljóöar á þessa leið:
„Draumar okkar eru annaö
lif. Það vekur mér ætið hroll aö
fara innan um þessi filabeins
eða hornlögðu hlið, sem skilja
okkur og hina ósýnilegu veröld.
Fyrstu andartök svefnsins eru i-
mynd dauðans: dámóða lykur
um hugsanir okkar og við getum
alls ekki ákvarðaö augnablikið
þegar sjálfið heldur i nýju formi
áfram ætlunarverki tilverunn-
ar. Smám saman birtir i óskýr-
um neðanjarðarhellum og hinar
bleiku, þungbúnu og hræringar-
lausu verur, sem i undirheimum
búa, greina sig frá skuggunum
og nóttinni. Þá fær myndin lög-
un, ný birta lýsir upp þessa svipi
og gæðir þá hreyfingu. Hin and-
lega veröld opnast okkur.”
(Gérard de Nerval:
..Aurélia” ..úhjv.)
Það sem vekur strax athygli
okkar er aö listamaðurinn hefur
tæknina á valdi sinu. Myndir
hans eru, tæknilega séð, allar i
sama gæðaflokki, nema hvað
maöur hefur það á tilfinning-
unni, að rauökrit og kol séu oft
notuðá nýjan hátt, þar sem ekki
er fylgt venjulegum ieikreglum,
heldur sé beitt brögðum, og
þarna sé raunverulega um past-
elmyndir að ræða. Pappirinn
leggur ekki til allt það hvita og
kolið það svarta, heldur er
„leiðrétt” með hvitri krit. Þetta
dregur úr þvi meinlæta yfir-
bragði, sem svo vel klæðir hinar
dularfullu verur.
Að baki hverri mynd liggur
geysileg vinna, sem viröist lögð •
fram af unaði og ljúfsárum
trega.
Listamaðurinn sjálfur er ó-
spar á lofið. Ctnefnir sig tiðum
sem snilling, og hann gefur út
yfirlýsingar sem I engu gefa eft-
ir Dr. Idi Amin og boxaranum
fræga Muhamed Ali. Liklega er
þetta að sumu leyti rétt. Ef
veðja ætti á einhvern Islenzkan
myndlistarmann til heims-
frægöar þá kemur Alfreö Flóki
vel til greina. Stórlistamenn
heimsins veröa að sætta sig við
það að vera alltaf aö gera sömu
hlutina upp aftur, aftur og aftur,
þviheimsfrægðin er haröur hús-
bóndi, sem krefst fastmótaðra
uppskrifta, en ekki nýjunga.
Þau faðmlög eru banvæn eins og
Byron myndi hafa orðað það.
Félagið Myndkynning
með Erro og fleirum.
Félagið Myndkynning efnir
nú öðru sinni til sýningar á
verkum heimsþekktra grafik-
listarmanna og meðal þeirra er
Erro, sem nú er frægastur is-
lenzkra myndlistarmanna,
þeirra er enn eru á lifi.
Það eru einkum þýzkir graf-
iklistarmenn sem þarna eru
sýndir, og höfum við séð sum
þessara verka áður, og svo eru
fólk í listum
þarna verk eftir a.m.k. þrjá
franska myndlistarmenn.
Sýning Myndkynningar er
viðburður, þótt segja megi sem
svo, að grafikin hafi nú náð
meiri fótfestu hér á landi en fyr-
ir fáum árum siðan.
Það sem einkum og sér i lagi
hlýtur að vekja athygli okkar
eru 20 myndir Erros, þar af
þrjár nýjar serigrafiur, gerðar
sérstaklega fyrir þessa sýningu
og félagið.
Serfgrafian er sérstök prent-
aðferð, notuð til fjöl£öldunar á
myndum og oft notuö af málur-
um til þess að fjölfalda mál-
verk.
Þótt sérigrafian sé talin með
grafik, og henni sé skipað þar á
bekk, þá er ávallt nokkur keim-
ur eftirprentunar af slikum
verkum. A hinn bóginn sýna
þessi verk okkur vel viðfangs-
efni málara eins og Erros: og
þótt sú spurning sé áleitin: hvað
er eftir hvern? þá eru þetta þó
óvenju áhrifamiklar myndir.
1 þeim er boðskapur, sem viðá
á erindi — og þá á f jölföldun bet-
ur við en eitt einasta eintak.
Meðal listamanna, sem þarna
eru kynntir eru margir sem
hlotið hafa heimsfrægö fyrir
verk sin, og það er sannarlega
færeyska málarann Eyvind
Mohr sýnd þarna, en þeirra hef-
ur verið getið sérstaklega.
Jónas Guðmundsson
fengur af þessari sýningu fyrir
alla sem láta sig myndlist
varða.
Auk þess eru málverk eftir
Vörubifreið til sölu
MAN, árgerð 1969, átta tonna, léttbyggð-
ur, góður bíll, með drifi á öllum hjólum.
Góðar sturtur og nýr pallur.
Til sýnis hjá Karnbi, Hafnarbraut 10, Kópavogi.
Upplýsingar f síma 4-39-22 og 4-00-86
Munið
alþjóðlegt
hjólparstarf
Rauða
krossins.
Gironumer okkar ar 90000
RAOÐI KROSS ÍSLANDS
Frá Flensborgarskóla
Flensborgarskóla vantar stundakennara i
dönsku.
Upplýsingar gefur skólameistari i sima
5-05-60.