Tíminn - 02.09.1977, Síða 15
Föstudagur 2. september 1977
15
hljóðvarp
Föstudagur
2. september
7.00 Morgimútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: ,,01f-
hildur” eftir Hugrúnu Höf-
undur les (3)
15.00 Miðdegistónleikar. John
Lill leikur á pianó tónlist
eftir Johannes Brahms: Til-
brigði um stef eftir Pagan-
ini op. 35 og Klavierstucke
op. 76.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popp
17.30 Frakklandsferð i fyrra-
haust. Gisli Vagnsson bóndi
á Mýrum i Dýrafirði segir
frá. Óskar Ingimarsson les
(1)
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Byrgjum brunninn. Jón
Björnsson sálfræðingur og
Valgerður Magnúsdóttir
fjalla um börn fráskilinna
foreldra. Fyrri þáttur.
20.00 Tónlist eftir HugoAIfven.
Sænskir listamenn flytja.
20.35 Á norðurhjara. Sigmar
B. Hauksson tekur saman
þáttinn og fjallar um ráð-
stefnu þá, sem Islendingar
og ibúar nyrztu héraða
Norðurlanda héldu i
Reykjavik fyrir skömmu.
21.15 Tónlist fyrir fiðlu og pi-
anó eftir Isaac Albeniz,
Pablo de Sarasate, Manuel
de Falla og Eugene Ysaye
David Oistrakh og Vladimir
Jampolský leika.
21.30 Útvarpssagan: „Ditta
mannsbarn” eftir Martin
Andersen-NexöEinar Bragi
lýkur lestri siðara bindis i
þýðingu sinni (28).
22.00vFréttir
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Sagan af San Michele”
eftir Axel Munthe Þórarinn
Guðnason les (40)
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
2. september
20.00 Fréttir og veður
20.25 Augiýsingar og dagskrá
20.30 Villiendur Bresk
fræðslumynd um villiendur
og lifnaðarhætti þeirra árið
um kring. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
20.55 Gengi fiskvinnslunnar
Umræðuþátturum hag fisk-
vinnslufyrirtækja Stjórn-
andi Eiður Guðnason.
21.10 Linda Braake, þýsk
biómýnd frá árinu 1974. Höf.
handrits og leikstj. Bernard
Sinkel. Aðalhlutverk Lina
Carsteftis, Fritz Rasp. Lina
Braake er 82 ára gömul.
HUn þarf að flytja úr Ibúð
sinni þar sem banki hefir
keypt húsið til niðurrifs.
Hún er flutt á elliheimili
gegn vilja sinum. Henni
verður brátt ljóst, að hún
hefir sætt haröræði af hálfu
bankans og hyggur á hefnd-
ir. Aður á dagskrá 28. jan.
1977.
23.10 Dagskrárlok
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
,,Sæl, Sanna!" hrópaði hann. „ Ég var einmitt að hugsa
um þig".
Súsanna dokaði við. „Hvenær komst þú heim, Sam?"
spurði hún. „Mér var sagt, að þú yrðir í austurríkjunum í
allt sumar".
Þegar þau höfðu heilsazt með handarbandi yfir lim-
girðinguna, sem var nær því axlarhá, lagði Súsanna aft-
ur af stað. Sam fylgdist með henni innan limgirðingar-
innar.
„Ég fer aftur austur eftir fáeinar vikur", sagði hann,
„hér er svo hræðilega leiðinglegt fyrir þann, sem hefur
verið í Yale. Annars er ég nýkominn, og ég er hvorki bú-
inn að sjá Lottu né pabba. Þú kemur auðvitað í boðið
hennar Lottu?"
„Nei" svaraði Súsanna.
„Hvers vegna ekki?"
Súsanna hló glaðlega „Af þeirri einföldu ástæðu, að
Lotta hef ur ekki boðið nema einhverjum útvöldum hóp".
„Ég skal svei mér kynna mér það", hrópaði Sam. „Þér
verður áreiðanlega boðið það geturðu reitt þig á".
„Nei, áreiðanlega ekki", sagði Súsanna. „Annars
þakka ég þér hugulsemina. En ég kæri mig ekkert um
neitt boð — og ég kæmi ekki, þd'að mér yrði boðið".
Þau voru nú komin að hliðinu. Hann opnaði það og kom
út á gangstéttina. Hann var hár og þrekvaxinn, dökkur
yf irlitum og f ríður sýnum. Klæðaburður hans var dálítið
hirðuleysislegur, eins og var meðal stúdenta. Hann
stundaði nám í Yale-háskóla. Sjálfsánægjublærinn á
f ramgöngu hans allri átti þó ekki f yrst og f remst rót sína
aðrekjatil þessa, heldur þeirrar tillitssemi, sem honum
hafði alltaf verið auðsýnd frá bernsku, vegna þess að
hann var nákomnasti erfinginn að auðæfum Wrights.
Hann gaf gætur að hinu heillandi vaxtarlagi og fagra
andliti Súsönnu á þann hátt, að lífsreyndum áhorfanda
myndi. hafa þótt nóg um.
„Þú ert hrífandi, Sanna", hrópaði hann. „Ég hef
aldrei séð neina stúlku sem þyldi samjöfnuð við þig —
jafnvel ekki í austurríkjunum".
Súsanna brosti og roðnaði af fögnuði. „Og hvað
meira?" sagði hún glettnislega „Þetta líkar mér að
heyra!"
„ Komdu inn í garðinn og seztu hérna milli trjánna. Þá
skal ég skemmta þér eins lengi og þú endist til þess að
hlusta á mig".
Hún hugsaði sig um. „Ég er á hraðri ferð", sagði hún
svo. „Vertu sæll".
„Bíddu við!" hrópaði hann. „Hvaða óttalegar annir
eru þetta?" Honum varð litið yfir götuna. „Er það ekki
Rut, sem kemur þarna?"
„Jú, það er hún", svaraði Súsanna. „Bessa Andrews
hefur ekki verið heima".
Sam veifaði til Rutar og hrópaði:
„Hæ, hæ! Það er gaman að sjá þig".
Rut brosti út að eyrum. Þær mæðgurnar, hún og móðir
hennar, höf ðu hvor um sig látið sér detta Sam í hug sem
mannsefni hennar, en hvorug hafði talað hreinlega um
það við hina. Sú fregn, að Sam myndi ekki koma heim i
skólaleyfinu, hafði valdið þeim miklum vonbrigðum.
„Hvað segir þú í fréttum, Sam?" sagði hún og þrýsti
hönd hans. „Nei, Sanna! Finnst þér hann ekki orðinn
heimsborgaralegur?"
Sam reyndi að dylja það, hve honum fannst til um
þetta skjall. „Það er nú varla til þess að gera orð á því",
sagði hann hógværlega.
Hjarta Rutar sló ört. Með sjálfri sér gladdist hún yfir
því, að hún skyldi hafa farið eftir hugboði sínu og gert
sér sérstakt far um að vera ásjáleg þennan morgun.
Hvernig átti hún nú að losna við Súsönnu?
„Ég skal taka við pjötlunni, Sanna", sagði hún. „Þú
þarft þá ekki að láta pabba bíða eftir þér".
Súsanna rétti henni silkipjötluna. Brosið var horf ið af
andliti hennar.
„Nei, nei , bíddu", hrópaði Sam. „Þið komið báðar
með mér. Ég síma til Jóa Andrews, og svo ökum við
eitthvað út í buskann eða hvað okkur kann nú að detta í
hug að gera".
Hann horfði á Súsönnu.
„Ég get það ekki", sagði Súsanna. „Ég lofaði Georgi
frænda að koma".
„Hvaða þvættingur", sagði Sam. „Símaðu til hans.
Það hlýtur að duga. — Er það ekki, Rut?"
„Þú þekkir ekki hana Sönnu", svaraði Rut og hló kalt.
„Hún myndi fremur vaða eld og brennistein en svíkja
það, sem hún hefur einu sinni lofað".
,, Ég verð að f ara", sagði nú Súsanna.,, Verið þið sæl".
„Komdu Rut", hrópaði Sam. „Við skulum fylgja
henni".
„Og þú hjálpar mér til þess að finna efnið handa
mömmu".
„Ekki í mínum verkahring", svaraði Sam Wright. Og
svo sneri hann sér aftur að Súsönnu: „Hvað ætlar þú að
fara aðgera? Ef til vill getég hjálpaðþér?"
„Nei, það er verk, sem við Georg frændi erum alltaf
vön að vinna".
„Jæaja. Þá ætla ég að ganga með þér að búðinni. Við
sjáum svo til".
Þau voru nú stödd í aðalverzlunarhverf inu, rétt fram-
an við dyrnar á vefnaðarvörubúð Wilsons.
„Það fæst kannski hér", sagði Súsanna í mesta sak-
leysi við Rut frænku sína.
Rut sótroðnaði og dró hattslæðuna niður á nef til þess
að dylja svipbrigðin.
„Ég ætla að skreppa fyrst til pabba — og sækja pen-
inga", flýtti hun sér að segja.
Sam hafði gengiðá milli stúlknanna. Hann færði sig nú
að hinni hliðinni á Súsönnu, svo að hún gekk á milli hans
og Rutar. Rut þóttist vita, hvar fiskur lá undir steini.
Með grátstaf inn í kverkunum hlustaði hún á skjallyrðin,
sem Sam sagði við Súsönnu, og létt og glettnisleg svörin,
sem hún gaf. Hún reyndi að harka af sér og fitja upp á
einhverju skemmtilegu, sem drægi að henni athygli
Sams. En hatrið og öf undin f ylltu svo hug hennar, að þar
komst ekkert annað að. Loks námu þau staðar við
nýlenduvöruverzlun Warhams.
„Ég ætla að reyna hjá Vandermark", sagði Rut. „Ég
þarf víst ekki meiri peninga en ég er með. Komdu Sam".
Nei, nú fer ég heim. Ég er ekki einu sinni búinn að
heilsa upp á Lottu og pabba — Ó, hvað það er viðbjóðs-
lega leiðinlegt hérna!"
„Sæll, þangðtil við sjáumst næst", sagði Súsanna. Hún
kinkaði kolli, og augun Ijómuðu. Hárið glitraði, er hún
gekk inn búðargólfið.
Sam og Rut horfðu á eftir henni inn í búðina. Út um
dyrnar lagði allra þef ja blessað bland — af ávöxtum,
kryddi og nýmöluðu kaffi.
„Súsanna erorðin hrífandi stúlka, ha?" hrópaði Sam.
Aðdáun hans var fölskvalaus, og hann reyndi ekki að
dylja hana.
„Já, hún er það", svaraði Rut og reyndi að láta sem
hugur fylgdi máli hjá sér.
„Hvílíkur vöxtur! Og segjum hreyfingar hennar!
Flest kvenfólk hefur hræðilega Ijótt göngulag".
Og ef þU þarfnast hjálpar,
öskrahu bara! Hvers vegna
skyldi svona gamla indæla konu
langa til aö vera barnfóstra
Denna?
DENNI
DÆMALÁUSI