Tíminn - 18.10.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.10.1977, Blaðsíða 10
10 Kjaradeilan rædd í sameinuðu þingi Fundir i efri og neöri deild Al- þingis i gær voru styttir mjög vegna óska rikisstjórnarinnar og boöaöur fundur i sameinuöu Al- þingi. Þar kvaddi Geir Hall- grímsson, for- sætisráö- herra, sér hljóös utan dagskrár og ræddi stööuna i yfirstand- andi kjara- deilu. Sagöist hann hafa fengiö tilmæli frá formönnum Al- þýöuflokks og Alþýöubandaiags um aö gera grein fyrir afstööu rikistjórnarinnar i þessu máli. Þá kvað Geir rikisstjórnina hafa fengið skýrslu og bréf frá Kjaradeilunefnd, þess efnis, að á- kvarðanir hennar i sex tilgreind- um atriöum hefðu ekki verið virt- ar, og þar með brotnar grundvall- arreglur um tilhögun verkfalls hjá starfsmönnum i BSRB, stað- festar með lögum. Sagði Geir, að rikisstjórninni hefði þótt þetta svo alvarleg þróun mála, að ákveðið hefði verið að kveða stjórn BSRB á fund. Þar, sagöi Geir, var lögð á það áherzia, að samkomulag hefði náðst milli rikisstjórnarinn- ar og BSRB á sinum tima um verkfallsheimild samtakanna á þeim forsendum, að Kjaradeilu- nefnd hefði fullt og óskorðað vald til að ákveða, hverjir ynnu i verk- falli. Þá sagði Geir, að stjórn BSRB hefði lýst þvi yfir, að hún vildi virða landsins lög, en, sagði Geir, það hlýtur að vera skylda fram- kvæmdavaldsins að sjá til þess, að hlutverk nefndarinnar eins og það er ákveðið i lögum verði virt. Siðan rifjaði hann upp aðdrag- anda lagasetningarinnar um verkfallsrétt opinberra starfs- manna, m.a. þau skiiyrði, að ævi- ráðning félli niður, eins endur- skoðunarréttur og að verkfall yrði framkvæmt með skynsam- legum takmörkunum, sem Kjaradeilunefnd var faliö að setja. Lýsti Geir þvi síðan yfir, að það væri ekki á færi samninganefndar rikisins að semja um eina af meginkröfum BSRB i yfirstand- andi kjaradeilu, þ.e.a.s. rétt til endurskoðunar- ásamt verkfalls- rétti. Lögin, sagði hann, gera ekki ráð fyrir verkfallsrétti opinberra starfsmanna nema á tveggja ára fresti, og ákvæði um annað verða þvi ekki sett i kjarasamninga. Benti hann á, að BHM heföi alls ekki viljað þiggja sama verkfalls- rétt og BSRB nú hefur einmitt vegna þessa ákvæðis um niðurfall endurskoðunarréttar. Tilbúnir til samningavið- ræðna Þá ræddi forsætisráðherra aðr- ar kröfur samninganefndar BSRB i yfirstandandi kjaradeilu, m.a. kröfur um hækkun lægstu launa, sem hann kvað ríkisstjórn- ina ekki geta orðið við umfram það, sem þegar hefur verið boðið. Hins vegar sagði hann, hefur þvi verið lýst yfir, að til þess yrði séð, að enginn starfsmaður tefðist lengi i lægstu launaþrepum. Forsætisráðherra lýsti þvi sið- an yfir, að rikisstjórnin væri reiðubúin að taka upp samninga- viðræður að nýju, einkum i ljósi þeirra samninga, sem Reykja- vikurborg hefði gert við sina starfsmenn. Hann minnti á, að rikisstjórnin væri I þessum samn- ingum i forsvari fyrir allan al- menning i landinu og frekari út- gjöld rikissjóðs yrði ekki mætt öðruvisi en með skattheimtu. Samninganefndinni væri þvi mik- ill vandi á höndum, ekki sizt þeg- ar tekið væri tillit til þess, að það sem hún hefur þegar boðið hefur i för með sér meiri útgjaldaaukn- ingu fyrir rikissjóð en aðrir vinnuveitendur þurfa að bera eft- ir siðustu kjarasamninga ann- arra launþega. Sagði Geir, aö rik- isstjórnin teldi ekki forsendu fyrir aukinni skattheimtu, aðeins til þess að standa undir hærri launa- greiðslum til opinberra starfs- manna en almennt gerizt á launa- markaðnum. Rugla saman Lúðvik Jóseþsson sagði rikis- starfsmenn ekki geta gert kjara- samning til tveggja ára án þess að hafa einhverja tryggingu fyrir þvi, að ekki yrði hróflað við for- sendum hans, eða a.m.k. verkfallsrétt að nýju ef svo færi. Kvað hann menn rugla saman endurskoðun- arrétti vegna launahreyf- LUðvik Jósepsson inga i landinu og þeim rétti að hefja samninga upp á nýtt yrði grundvelli samningsins rift á samningstimabilinu. Sagði hann, að lögin kæmu á engan hátt i veg fyrir að slikur réttur yrði settur inn i samninga. Nokkrir aðrir þingmenn tóku i sama streng, m.a. Ragnar Arn- alds, sem sagöi, að rikisstjórninni væri ekki stætt á þvi að neita BSRB um þennan rétt, sem ASl og aðrir hefðu i samningum sin- um. Matthias A Mathiesen svaraði þessum fullyrðingum á þann veg, að það gæti ekki farið saman, að lög kvæði á um tveggja ára gildis- tima aöalkjarasamnings og verk- fallsrétt tengdan honum og hitt að semja svo um verkfallsrétt vegna einstakra atriða eins og launaliða á miðjum samningstima. Hins vegar, sagði fjármálaráð- herra, eru i tilboði rikisins ákvæði um, að verðbætur til starfsmanna i BSRB verði ekki lakari en verð- bætur til launþega i öörum stétta- félögum, og kvaðst hann þvi ekki sjá neina ástæðu fyrir samninga- nefnd BSRB að óttast það að verða afskiptir i slikum efnum, ef einhverjar breytingar yrðu gerðar á grundvelli samningsins. Undir þessi orð fjármálaráð- herra tók Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, og minnti á, að einmitt vegna ákvæða um tak- mörkun verkfallsréttar opinberra starfsmanna heföi náðst sú sam- staða um verkfallslögin, sem raun bar vitni. Lögbrot Ragnhildur Helgadóttir sagði framkvæmd þessa verkfalls hafa valdið mönnum vonbrigöum, I undrun og jafnvel hneykslun. Hún sagði, að verkfallsbrot væri ekki alltaf lögbrot og allt of sjaldan væri á það látiö reyna hvort vinnustöðvun i einstökum tilvik- um væri lögleg. Þá taldi hún, að löggjöf um réttindi manna til verkfalla þyrfti að endurskoða rækilega. Albert Guðmundsson tók undir orð Ragnhildar og taldi rétt, að lögin yrðu tekin til endurskoðun- ar, þannig að hvorki BSRB eða aðrir gætu tekið rikisstjórnina kverkataki eins og nú hefði gerzt. Sagði hann, að i landinu væri komið á fót byltingarráð, sem þættist jafnvel hafa með stjórn lögreglunnar að gera. Kvað hann þetta geta orðið lýðræðinu hættu- legt og það hefðu verið mistök i upphafi að samþykkja verkfalls- rétt til handa opinberum starfs- mönnum. Samþykki sitt hefði hann á sínum tima byggt á langri reynslu af samstarfinu við for- yztumenn borgarstarfsmanna. Tómas Árnason talaði siðastur og taldi nauðsyn bera til að taka þessi mál til endurskoðunar. Þá sagði hann það vera fyrir neðan virðingu Alþingis að munnhöggv- ast um svo augljós mál eins og þau, að lögin um verkfallsrétt BSRB gera ekki ráð fyrir verk- fallsrétti nema á tveggja ára fresti og ekki með svokölluðum endurskoðunarrétti. Þá taka skýringar með lögunum af öll tvi- mæli i þessum efnum, sagöi hann, og fordæmi eru fyrir þvi, að Hæstiréttur hafi dæmt i málum með hliðsjón af slikum lagaskýr- ingum þegar einhver vafi sé á ferð. Geir Haiigrimsson Morgunbladið hengir bakara fyrir smið — yfirlýsing frá BSRB Vegna ritstjórnargrein- ar Morgunblaðsins 16. október 1977. Að undanförnu hefur Morgun- biaðið haldið uppi sieitulausum áróðri gegn Bandalagi starfs- manna rikis og bæja, svo og rang- ^snúnum og hlutlægum frétta- fiutningi af verkfallsaðgerðum þess. Sakir anna við framkvæmd verkfallsins hefur ekki verið hirt um að ieiðrétta rangfærslurnar lið fyrir lið, en siðastliðinn sunnu- dag, 16. okt birtir blaðið rit- stjórnargrein, sem ekki verður komist hjá aö svara. Undir fyrir- sögninni „BSRB og úrskurðir kjaradeilunefndar” ber Morgun- blaðið BSRB á brýn Itrekuð iaga- brotogstyðurþá ásökun dæmum, sem sýna gieggra en nokkuð ann- að, sem Iblaðinu hefur birzt, hvað það hefur hirt litt um að afla sér upplýsinga um það, sem gerst hefur. Vart verður þvi trúað að ritstjórn Morgunblaðsins beri visvitandi ósannindi á borð fyrir lesendur sina, eða hvað? I þessari ritstjórnargrein er i upphafi vi'sað til 26. greinar laga um kjarasamninga og verkfalls- rétt opinberra starfsmanna, þar sem segir: „Þótt löglegt verkfall sé hafið, er starfsmönnum, sem i verkfalli eru, skylt aö starfa svo, að haldið verði uppi nauðsynlegri öryggisvörzlu og heilsugæslu. Kjaradeilunefnd ákveður hvaða einstakir menn skulu vinna i verkfalli og hún skiptir vinnu- skyldu á millimanna. Um laun og kjör þessara manna meðan á verkfalli stendur skal fara eftir þeim kjarasamningi, sem gerður verður að loknu verkfalli.” í ritstjórnargreininni segir siðan, aö þau vandamál, sem upp hafi komið i þessu verkfalli og teljast megi mjög alvarlegs eðlis stafi af þvi, að BSRB hafi sýnt úr- skurðum kjaradeilunefndar virðingarleysi. Þetta er mikill misskilningur. Þau vandamál, sem ritstjórnargreinin siðan til- tekur sem dæmi, hafa öll átt rdt að rekja til þess, að kjaradeilu- nefnd hafði sjálf ekki I upphafi verkfallsins fariö aö umrseddri lagagrein númer 26. Henni hafði algjörlega láöst að ákveða hvaða einstakir menn skyldu vinna i verkfallinu á ýmsum mikilvæg- um vinnustöðum á sviði öryggis- vörzlu og heilsugæzlu og hún hafði ekki skipt vinnuskyldu þar milli manna, svo sem 26. grein mælir fyrir um. Þau vandamál, sem i greininni eru talin stafa af lagabrotum eru eftirfarandi: 1. Vandatnál við hliðin á Kefla- vikurflugvelli 2. órói á sjúkrahúsum. 3. Vandræði I Hjúkrunarskólan- um. Keflavikurflugvöllur 1. Þegár verkfall hófst aðfarar- nótt þriðjudagsins 11. október höfðu þeir lögreglumenn, sem -starfa i hliðum Keflavikurflug- vallar ekki fengið úrskurð kjara- deilunefndar um hvaða einstakir menn skyldu vinna i verkfalli né um skiptingu vinnuskyldu þeirra i milli. Þeir hefðu þvi getaö lagt niður störf með fiúlum rétti. En þar sem þeir gerðu sér fyllilega ljóst, hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir öryggisvörzlu á Kefla- vikurflugvelli, — og minnugir þess, sem segir i 26. grein, að starfsmönnum sé skylt að starfa svo,að haldið verði uppi nauðsyn- legri öryggisvörzlu, enda þótt lengi megi deila um hvað sé „nauðsynleg” öryggisvarzla, — var kjaradeilunefnd gert viðvart um þennan trassaskap sinn og sendi hún þá i snatri handskrifað- an lista með nöfnum þeirra, sem skyldu vinna. Vinnuskyldu var hinsvegar ekki skipt þeirra I milli i þvi plaggi, sem barst lögreglu- mönnum þegar langt var liðið á nótt, enda þótt dagsett væri 10. október. . Það sem siöar gerðist i hliðinu var, að tekin var upp strangari varzla en endranær vegna hins óvenjulega ástands innan vallar- hliða og lokunar áfengisverzlana i Reykjavik.sem llkleg þótti, sam- kvæmt fyrri reynslu, til að ýta undir sókn i vin á vellinum. 1 þessu efni voru lögreglumenn i fyllsta rétti, þvi að í 26. grein lag- anna er hvergi á það minnzt, aö kjaradeilunefnd beri að úrskurða með hverjum hætti störf aö öryggisvörzlu og heilsugæzlu séu unnin.aðeins hverjir geri það og hvernig vinnuskyldu skuli skipt milli þeirra. Með úrskurði sinum um að varzla i hliðinu skyldi vera eins og venjulega fór Kjaradeilunefnd þvi tvimælalaust út fyrir það valdsvið, sem hún hafði fengið samkvæmt 26. grein og bar lög- reglumönnum þvi alls engin skylda tilað hlita þeim úrskurði”. Sjúkrahúsin 2. óróinn á sjúkrahúsum skapaðist ekki vegna þess, að BSRB virti úrskuröi kjaradeilu- nefndar að vettugi. Þar var hið sama uppi á teningnum og I flug- vallarmálinu. Kjaradeilunefnd hafði ekki farið að fyrirmælum 26. greinar laganna um að ákveða hvaða einstakir menn skyldu vinna i verkfalli, né hafði hún skiptvinnuskyldu milli þeirra. Til þess að koma i veg fyrir glund- roða á sjdkrahúsunum sendi verkfallsnefnd BSRB frá sér til- kynningu I útvarpi á mánudags- kvöld 10. okt. þar sem starfsfólk sjúkrahúsanna var beðið að starfa áfram þrátt fyrir þessa annmarka á störfum kjaradeilu- nefndar unz málið skýrðist. Þrátt fyrir Itrekuð tilmæli bár- ust starfsfólki spitalanna hins- vegar engar upplýsingar næstu dagana um hverjir skyldu vinna og skapaðist af þvf mikið vanda- mál, ekki aðeins á spitölunum, heldur og öngþveiti I skrifstofu BSRB, þegar þangað streymdi fólk og hringdi stanzlaust til að leita upplýsinga um, hvort það ætti að vinna eða ekki. Þegar svo loks bárust listar yfir þá, sem vinna skyldij, voru þeir frá miðj- um febrúar álðastliðnum og sam- kvæmt þeím var kallaö til starfa fólk, sem jöngu var hætt störfum og jafnvel hringt heim til látinna og þeim skipáð að mæta til vinnu. öðrum var skipað að vinna þó að nöfn þeirrá væru ekki á listunum án þess að þeim væri þar með tryggð laun fyrir vinnuna. Auk alls þessa gátu starfsmenn sjúkrahúisa illa skilið eða sætt sig við úrskurði kjaradeilunefndar um hverjir væri nauðsynlegir og hverjir ekki. Viðunandi listar yfir starfsfólk sjúkrahúsanna birtust ekki fyrr enstarfsmenn BSRB höfðu sjálfir gengið i málið á hinum ýmsu deildum og formaður BSRB hafði rætt við ráðuneytisstjóra Heil- brigðisráðuneytisins. Hjúkrunarskólinn 3. Vandræðin I Hjúkrunar- J skólanum áttu sér sömu rætur. i Kjaradeilunefnd hafði ekki úr- j skuröað I upphafi verkfalls að kennarar Hjúkrunarskólans, skyldu vinna. Þegar verkfall j skall á kom i ljós, að nemar HjUkrunarskólans, sem sam- kvæmt þvi áttu ekki að starfa fremur en nemar annarra skóla, sem lokuöust, voru taldir ómiss- andi þáttur i starfsliði sjúkrahús- anna og fyrirsjáanlegt neyðar- ástand,ef þeir gengju út, miöað við að fullu starfi sjúkradeilda væri haldið áfram. Kjaradeilu- nefnd brá við skjótt til að firra sig vandræðum og úrskurðaði kenn- arana til vinnu, en láðist að úr- skurða jafnframt húsverði, sima- verði og annað starfslið Hjúkr- unarskólans, sem gegnir lykil- hlutverki i starfi hans bæði sem skóla og heimavistarstofnunar. Umsókn um undanþágu fyrir þetta fólk var siðan send til verk- fallsnefndar BSRB, sem ákvað, aðsamiháttur skyldiá hafður um slfkt starfslið þar sem I öðrum skólum, það er aö sinna mætti: eignavörzlu, enda lágu fyrir, nefndinni upplýsingar um, að með breytingum á starfsemi sjúkradeilda væri ekkert þvi til fyrirstöðu, að nemar legðu niður störf. Tekið skal fram, að þeir voru ekki á listum kjaradeilu- nefndar yfir þá, sem vinna skyldu. 1 öllum þessum þremur málum hengir Morgunblaðið bakara fyr- ir smiö. Og hvað þvi viðvikur. að Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.