Tíminn - 18.10.1977, Qupperneq 13
12
Þriðjudagur 18. október 1977
Þriðjudagur 18. október 1977
13
Mikill vöxtur í lauf- og barrtrjám á Hallormsstað
Stórir könglar af sveigfuru, úr
þeim á að fást talsvert magn
af þroskuðu fræi.
Myndir: Sigurður Blöndal.
Aspirnar sem gróðursettar voru 1970 og eru nú orðnar 6,50 m.
Nýmörk af siberisku lerki. Þennan skóg verður hægt að nytja eftir 30 ár.
Óvenjulega mikill vöxtur hef-
ur mælst i skógi viða um land á
þessu hausti, en siðastliðið sum-
ar og sumrin þar á undan hefur
tiðarfar verið trjágróðri einkar
hagstætt, eins og öðrum plönt-
um. Timinn hafði i þessu sam-
bandi tal af Sigurði Blöndal
skógræktarstjóra og Jóni Lofts-
syni skógfræðingi á Hallorms-
stað.
Vöxturinn grundvaliaður
i fyrrasumar
Jón Loftsson sagði, að góður
vöxtur hefði verið i öllum skóg-
inum i sumar. Enn hefði ekki
farið fram nein allsherjarmæl-
ing, en einstakir sprotar á lerki
hefðu mælst 70-80 cm. langir.
Jón sagði, að þessi mikli vöxtur
væri ekki aðeins að þakka góðri
tið i sumar, heldur væri þvi svo
farið, að vöxtur hvert ár væri
grundvallaður sumarið á und-
an. Trjánum getur nú stafað
hætta af frosti, þvi að ef mikið
frost kemur snögglega getur
sumt af þessum löngu sprotum
kaliö.
Þegar Jón var spurður, hvort
trjágróður á Islandi yxi mun
hægar en á hinum Norðurlönd-
unum, sagði hann, að i eins hag-
stæðri tið og hér hefði rikt und-
anfarin ár væri trjáspretta hér
jafngóð og annars staðar.
Tré felld í giröingar-
staura
Enn sem komið er, eru tré til
nytja aðallega felld á einu svæði
á Hallormsstað, i Guttorms-
lundi. Þar eru felld og not-
uð i girðingarstaura, sagði Jón.
Sigurður Blöndal kvaðst ætla,
að framhald gæti orðið á góðum
vexti skógar á Hallormsstað, ef
ekki kólnaði verulega i veðri og
meðalárshiti hrapaði niður eins
og á árunum 1964-68, sem kölluð
hafa verið „litil isöld”. Ef næstu
sumur verða ekki kaldari en i
meðal árferði má búast við, að
trén lengist um 40-60 sm.
Fyrsti eiginlegi aspar-
skógur hér á landi
Sigurður sagði, að 1970 hefði
verið gróðursettur asparskógur
á um 0,4 ha lands á Hallorms-
stað. Plönturnar voru þá rúmir
2m á hæð, en sökkt niður um 30-
40 sm við gróðursetninguna. 1
fyrravetur mældist meðalhæð
aspanna 5,90 m, en er nú vart
undir 6,50 m að meðaltali. Þetta
er fyrsti skógur af Alaskaösp á
Islandi, og um leið fyrsti eigin-
legi asparskógurinn. Meðal-
lengd árssprota var i fyrra 90
cm og er ekki minni nú. Lengsti
sprotinn, sem mældur var i
fyrra, var 110 sm, sem er geysi-
góður vöxtur, enda er Alaska-
inu var plantað i sé i landi Haf-
ursár og Mjóaness, alls um
fjörutiu hektarar. Gróðursett
var i afar rýrt land, þursa-
skeggsmó, sem orðinn var út-
pindur af aldalangri ofbeit.
Engin innflutt nytjaplanta önn-
ur er lerki getur vaxið i svo
mögrum jarðvegi án áburðar.
Sigurður gerði ráð fyrir, að um
2005 verði hægt að fletta borð-
viði úr þessum lerkiskógi. Lerki
vex hraðast milli 10-30 ára ald-
urs og þvi á þessi skógur bezta
vaxtarskeiðið framundan.
ösp langhraðvaxnasta tré, sem
komið hefur til landsins.
Lerki flett í borðviö um
næstu aldamót.
A nýmörk af siberisku lerki
frá Arkangelsk, sem gróðursett
var á Hallormsstað 1968, eru
trén nú komin upp i 2-3 m hæð.
Lerkið hefur þvi vaxið i 12 sum-
ur, og náð góðum þroska. Sig-
urður sagði, að svæðiö sem lerk-
Verulegt magn köngla af
sveigfuru.
Nú hefur i fyrsta skipti fengizt
verulegt magn köngla af sveig-
furu (Pinus flexilis), sem gróð-
ursett var á Hallormsstað 1937.
Sveigfura er ættuð vestan úr
Klettafjöllum og er að sögn Sig-
urðar ákaflega skrautleg furu-
tegund. Hún er notuð sem garð-
tré og i jólagreinar. Könglarnir
sem nú fengust eiga að vera
með þroskuðu fræi.
Eins góð spretta i skógi hefur
eki mælzt siðan 1959, en nú virð-
ist sumarhitinn og veðráttan yf-
irleitt vera komin i gott lag.
— SKJ.
Niutiu sentimetra vaxtarsproti á 10 ára gömlu sitkagreni. Myndir:
Sigurður Blöndal.
Siberiskt lerki I islenskri mold. Trén eru 2-3 m há þrátt fyrir rýran
jarðveg.
islenzkt birki i Arnaldsstaðaskógi I Suðurdal i Fljótsdal. Trén
standa á hjöllum i snarbrattri hlið.
'/ v''f'£í
W8m
r
• ■
v •- ifcKÍ? • 'S'stí'/V-i/' s '/ Xj
' '\ "/ 's-/á''/'9xáý///v/téí'
Skógurinn sem er að færa þetta hús Ikaf er þrjátiu ára, en i honum
er birki, ösp og lerki.
Lerkið fremst á myndinni var gróðursett I hreinan sand 1963, nú er
það orðið 4-5 metrar á hæð.