Tíminn - 18.10.1977, Side 24
Háhyrningarnirí girftingunni i
Grinda vikurhöfn. Timam.
Gunnar.
Háhyrning-
ar í Grinda-
víkurhöfn
SSt—Rvk. Kynleg sjón ber
fyrir augum i Grindavikur-
höfn þessa dagana, en þar hef-
ur verið komið upp girðingu
fyrir háhyrninga og synda nú
þrír sprækir háhyrningar um
þar og gefst fólki nú kostur á
að virða þessar skemmtiiegu
skepnur fyrir sér.
Þá háhyrninga sem eru i
Grindavikurhöfn veiddi Guð-
rún GK, en báturinn hefur
veriðá háhyrningsveiðum nú i
haust og eru veiðarnar stund-
aðar á vegum forstöðumanna
Sædýrasafnsins i Hafnarfirði.
Háhyrningarnir þrir verða
seldir Ur landi og verður farið
með þá til Hollands og Kan-
ada.
Guðrún' kom af veiðum á
sunnudagskvöld með tvo há-
hyrninga, sem veiddust Ut af
Hrollaugseyjum. Sögðu báts-
verjar, að vont hefði verið að
ná þeim, þvi' þeir hefðu verið
um 20 saman I höp. Tekizt
hefði þö að ná tveimur og var
siglt rakleiðis með þá til
Grindavikur i girðinguna, þar
sem einn var fyrir. Girðing
þessi er hringlaga og um þrir
til fjórirmetrará dýpt, og var
ekki annað að sjá en háhyrn-
ingarnir kynnu ágætlega við
sig þar og syntu hlið við hlið
eins og beztu vinir.
Marks og Spencer
HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI
yrtiBmupuR
]
„Mistök”
— segir Kristján Thorlaeius
segir Þórhallur Halldórsson
áþ—Rvik. — Þvi er ekki að leyna,
að ég tel samninga þá er starfs-
menn Reykjavikurborgar geröu
við Reykjavikurborg, aiis ekki
nógu hagstæða, sagði Kristján
Thorlacius formaður BSRB á
fundi fréttamanna i gær. — Ég
hef enga trú á þvi, að hliðstæöir
samningar yrðu samþykktir hjá
rikisstarfsmönnum, i allsherjar-
atkvæðagreiðslu. Það var haft
eftir formanni Starfsmannafé-
lags Reykjavlkurborgar, aö hann
teldi það lán, að fyrri samningur-
inn hafi verið felldur. Telji menn
það lán og heppni, að samningar
sem þeir gera, séu felldir, þá eru
þeir mistök. Og hvað núverandi
samkomulag varðar, þá tel ég
það vera mistök.
Kristján sagði, að það væri síð-
ur en svo áfall fyrir BSRB, að
starfsmenn Reykjavikurborgar
hefðu gert samkomulagið. Sú
staðreynd að þeir rufu samstöð-
una.hefðieinungis haftþau áhrif,
að rlkisstarfsmenn væru enn á-
kveðnari i að ná hagstæðum
samningum. Hann kvað t.d.
samning þann, sem gerður var á
Akranesi snöggtum betri, en
þann, sem samþykktur var á
sunnudaginn, og sama mál gilti
um þann, sem gerður var á Nes-
kaupsstað.
— Akranessamningurinn gerir
ráð fyrir raunhæfri kauphækkun,
sagði Kristján. — Og i' þeim eru
t.d. ákvæði um orlof og ýmislegt
fleira og það er úti hött að telja þá
eitthvað svipaða og núverandi
samning borgarstarfsmanna.
Þess má geta, að blaðinu barst
bréf frá Þórhalli Halldórssyni,
formanni Starfsmannafélags
Reykjavlkurborgar. 1 þvi telur
hann kjarasamninginn vera ,,fé-
lagslegan sigur” og að fólk hafi
verið „óbeygt af gengdarlausum
áróðri ýmissra afla”. Og siðar i
bréfinu kemst hann þannig að
oröi: „Það er skoðun okkar, að á
undanförnum árum hafioftveru-
lega hallað á opinbera starfs-
menn i launakjörum og það mis-
rétti viljum við leiðrétta. Þá
verða borgaryfirvöld að gera sér
ljóst, að það er engin von til þess
að þeim haldist á hæfum og góð-
um starfskröftum, nema þeim
séu tryggð viðhlitandi laun”.
Þessi mynd ber meö sér, að belgurinn er ekki neitt smásmiði.
—Timamynd: Róbert.
Risableikja veidd
1 Skorradalsvatni
67% já
áþ—Rvik. Um helgina fór fram
allsher jaratk væðagreiðsla i
Starfsmannafélagi Reykjavikur-
borgar um samning þann, sem
undirritaður var s.l. fimmtudag.
Á kjörskrá voru 2159 og 1687
neyttu atkvæðisréttar sins. „Já”
sögðu 1131(67%) og „nei” 545.
Auðir seðlar og ógldir voru 11.
JH-Reykjavik. — í Skorradals-
vatni er mikið af silungi, og þar
veiðast endrum og eins risastórar
bleikjur. Ein slik veiddist i haust,
og hún af stærra og gildara
taginu, og stendur til að henni
verði sá sómi sýndur að stoppa
hana upp, svo mikils vaxtar er
hún.
— Þessi fiskur er hrygna sagði
Jón Kristjánsson fiskifræðingur
hjá Veiðimálastofnun, er við
töluðum við hann. Þessi hrygna
Sex í skoðanakönnun
Framsóknar á Vesturlandi
veiddist i net og hún er 83 senti-
metrarað lengd og 7,3 kílógrömm
að þyngd, með öðrum orðum nær
fimmtán pund. Það er anzi
myndarleg vatnableikja.
Ég get ekkert um það sagt,
sagði Jön enn fremur,hvort þetta
er mesti fiskur sem menn hafa
veitt i Skorradalsvatni. Þar
veiðast stórir fiskar af og til og
vel má vera, áð dæmi séu þaðan
um ennþá stærri bleikjur. En
slikur fiskur þessarar stærðar
hefur ekki borizt okkur I hendur
fyrr en nú og þess vegna þykir
okkur allmikill fengur i honum.
— Ég hafði bara heiðurinn af
þviað koma honum til Veiðimála-
stofnunarinnar sagði Magnús
Skarphéðinsson, húsasmiða-
meistari, þegar Timinn átti tal
við hann. Það var bróðir minn,
Guðbrandur i Dagverðarnesi,
sem veiddi hann. Þetta er feitur
og fallegur fiskur og ekki
sjáanlegt að elli hafi verið farin
að þjaka hann. En stundum veið-
ast gamlir fiskar sem eru litið
annað en hausinn.
Þetta er tvimælalaust stærsti
fiskur sem ég hef séð úr vatninu,
sagði Magnús ennfremur. En
maður hefur heyrt um ofurlitið
þyngri fisk þóttsannanir séu ekki
tiltækar, enda ekki sama á hvaða
vog er vegið. Atta og niu punda
bleikjum man ég aftur á móti eft-
ir.
Sýrð eik
er sigild
eign
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 - SÍMl: 86822
tS? ■$>
Þriöjudagur 18. oktober 1977
18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
Reykjavíkursamningarnir:
ur sigur
JH-Reykjavik. — Eins og áöur
hefur verið frá skýrt mun
skoðanakönnun fara fram um
skipan f ram boðsl ista Fram-
sóknarmanna I Vesturlandskjör-
Ákveðið var á fundi fram-
leiðsluráös landbúnaðarins þann
6. október að innheimta verð-
jöfnunargjald af kindakjöti, sem
framleitt var á siðasta verðlags-
ári. Teknar verða 12.-kr af hverju
kg dilkakjöts og 6 kr. af hverju kg
af kjöti af fullorðnu fé.
Þannig er gert ráð fyrir aö inn-
heimtaum 150millj.króna. Þetta
ersú upphæð sem framleiðsluráð
hefur áætlað að vanti á að út-
flutningsbætur á útflutt kjöt dugi
á siöasta verölagsári.
dæmi, og rann framboösfrestur
til skoðanakannanarinnar út seint
i siöustu viku. Vegna truflana á
sjálfvirka simakerfinu af völdum
verkfallsins tókst ekki að afla
Bóndi sem stundar eingöngu
sauðfjárrækt og bústærðin sú
sama og verðlagsgrundvallar-
búsins hefur 440 fjár á fóðrun.
Afurðamagn af sliku búi, ef
miðað er við meðalafurðir á
landinu hafa verið 770 kg af dilka-
kjöti og 90 kg af kjöti af fullorðnu.
Verðjöfnunargjald sem af þess-
um bónda er tekið, er 97.800 krón-
ur. Það er mjög nálægt þvi aí
vera sama upphæð og meðal
mánaðartekjur bænda voru <
siðastliðnu ári.
dyggjandi vitneskju um framboð-
ið fyrir helgina.
Þeir, sem gefa kost á sér, eru
sex, og eru frambjóðendur þessir,
taldir i stafrófsröð:
Alexander Stefánsson, oddviti i
Ólafsvik, Dgbjört Höskuldsdóttir,
skrifstofumaður i Stykkishólmi,
Halldór E. Sigurðsson, ráðherra,i
Borgarnesi, Jón Einarsson, pró-
fastur i Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd, Jón Sveinsson, dómara-
fulltrúi á Akranesi, og Steinþór
Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri i
Búðardal.
Asgeir Bjarnason, alþingis-
maöur I Ásgarði, geröi heyrin-
kunnugt fyrir alllöngu, að hann
myndi ekki oftar gefa kost á sér
til þingmennsku.
Flokksbundnir Framsóknar-
menn og aðrir stuðningsmenn
flokksins hafa rétt til þátttöku i
skoðanakönnuninni, samkvæmt
gildandi reglum um hana, en
kjördagar verða tilkynntir siðar.
Kjördæmissambandið mun
halda kynningarfundi fyrir fram-
bjóðendur á allmörgum stöðum i
kjördæminu, og verða þeir aug-
lýstir fljótlega.
Verðjöfnunar-
gjald á kjöt
— nemur mánaðartekjum bónda
BSRB stofnar
styrktarsjóð
áþ—Rvik. A fundi samninga-
nefndar BSRB síðast liðinn
sunnudag var ákveðið að koma
upp styrktarsjóöi vegna verk-
fallsins. Iiugmyndin er að afla
fjár með almennri f jársöfnun og
frjáisum framlögum þeirra op-
inberra starfsmanna, sem eru I
starfi, þrátt fyrir vcrkfallið.
Þegar hafa flugmálastarfs-
menn ákveðið að gefa 10% af
launum sinum i sjóðinn.
Styrkur veröur veittur til
þeirra, sem eru i verkfalli, og
miðasthann við tekjur viðkom-
andi og fjölskylduaðstæður.
Samninganefnd BSRB á eftir að
fjalla um úthlutunarreglurnar,
en sjóðsstjórn hefur verið skip-
uð og er formaður.hennar Krist-
•in Tryggvadóttir, formaður
sjóðsstjórnar.
Opnaður hefur verið giró-
reikningur nr. 53000 hjá. Múla-
útibúi Landsbanka Islands, en
skrifstofa BSRB mun einnig
taka við framlögum. Trúnaðar-
menn BSRB á vinnustöðum
munu einnig vera beðnir um að
annast fjársöfnun fyrir sjóðinn.
— Við höfum ákveðið að láta
trúnaðarmenn fara með lista á
sina vinnustaði, sagði Kristin, —
og þar getur fólk lofað framlagi,
sem innheimtist með giróseðli,
eftir verkfallið. Fé er þegar far-
ið að berast i sjóðinn, það kom
veruleg upphæð frá einstakl-
ingi, en einnig hefur félag flug-
málastarfsmanna ákveðið að
greiða 10% af kaupi meðlim-
anna.