Tíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. október 1977 3 áþ-Rvik. Þaö var litið um að vera i flugturninum, er Tima- menn lögðu þangað leið sina i gær. í deild þeirri er sér um utanlandsflug sat aðeins einn flugumferðarstjóri við af- greiðslu, en sæti eru fyrir fimm menn. Sömu sögu var að segja um deildina er sér um innan- landsflug, þar sátu tveir flug- umferðarstjórar og höfðu það ósköp náðugt. Eðlilega voru þar radarar i gangi og voru okkur sýndar flugvélar er voru á flugi yfir landið en þær drógu á eftir sér hala einn mikinn. En flug- vélar i innanlandsflugi komu fram eins og punktur. Starfsem- in er öll i lágmarki og er engu sinnt nema að undanþága hafi fengist fyrir ferðinni. — Yfirleitt verða flug- mennirnir að fljúga i 1000 til 1500 feta hæð, en eins og veðrið er i dag, má búast við að hæðin sé eitthvað minni, sagði Guð- mundur Matthiasson, deildar- stjóri flugumferðarþjónustu, er við inntum hann eftir þvi hvernig innanlandsflugiö gengi. —Sem betur fer hafa skilyrði til sjónflugs verið góð undanfarna daga og umferðin þvi gengið vel. En ef allt væri með felldu myndu t.d. Vængir og Flugfélag tslands fljúga með blindflugs- heimild, og hið sama gildir um þá, sem t.d. fljúga áætlunar- leiðir. Islenzka flugumsjónarsvæðið nær yfir gifurlega stórt svæði. Að norðan liggur það við pólinn, þá fer þaö vestur fyrir Græn- land og að sunnan um 200 milur út i haf. Svæðið er með þeim stærstu i heiminum. — Sú spurning kom eitt sinn upp, hvort ekki væri rétt að sameina svæði og gera þau færri og stærri, sagði Guðmund- ur. — En það var áður en is- lenzka svæðið var stækkað. Fyrir stækkun náði það t. d. að- eins að austurströnd Græn- lands. Til stóð að reka flugum- ferðarstjórnina frá Bretlandi, en siðan var gerð á þessu hag- kvæmnisáætlun og þá kom i ljós, að það myndi vera betra að reka flugumferðarstjórnina frá íslandi. Uröu að hætta við flug til Stykkishólms. — Það hefur gengið erfiðlega að halda uppi flugi núna, þar sem ekki er leyft að fljúga annað en sjónflug, sagði Jóhann Kristinsson aðstoðarflugmaður hjá Vængjum, er Timinn ræddi við hann i — í gær flugum við til Blönduóss, Siglufjarðar, Mý- vatns, Gjögurs, Hólmavlkur og Bildudals. En i morgun ætluðum við að fara til Stykkis- hólms, en urðum frá að hverfa. Eftir um það bil tiu minútur ætl- Skilyrði til sjón- flugs hafa verið góð að undanförnu Guðmundur Matthiasson og Ernst Glslason varðstjóri ræða við einn af flugumferðarstjórunum. Timamyndir: Róbert um við að fara til Vestfjarða og það eru nokkuð góðar vonir til þess, að það flug heppnist. Þar sem aðeins er leyft að fljúga sjónflug, verða velarnar að halda sig i 1000 til 1500 feta hæð, en ef allt væri eðlilegt væri flogið blindflug. Það eru nær eingöngu einkaflugmenn sem ólafur Finnsson. Hann var að tefla skák er okkur bar að garði. fljúga sjónflug, enda eru vega- lengdir skammar. Farþegafjöld- inn hjá Vængjum er tiltölulega litill og er ástæðan einkum sú að fólk treystir ekki fullkomlega að áætlun standist. Hinsvegar var slæðingur af fólki i biðsal Vængja er við litum þar inn og var mannskapurinn greinilega Jóhann Kristinsson aðstoðar flugmaður hjá Vængjum. ákveðinn i að komast vestur. — Það er nokkuð erfitt að fljúga og treysta á að komast til ákvörðunarstaðarins sagði Jó- hann. — Við fáum ekki veður- fréttir nema frá Veðurstof'.nni. Það er ekki hægt aö hringja á flugvellina til að fá fréttir, þar sem starfsmenn þar eru rikis- Leifur Magnússon vara-flug- málastjóri. starfsmenn. Það verður þvi að fá fréttir frá mönnum, sem ekkí hafa hlotið neina þjálfun til að gefa slikar upplýsingar. Verk- fallið kemur sér aö sjálfsögðu illa þvi að ef blindflug hefði verið leyft heföum við eflaust komist á áætlunarstaði og ef veðurfréttir hefðu verið eðlileg- ar, væru ekki farnar fýluferðir. Flugumferð um helmingur þess sem ger- ist og gengur — Umferðin, sem hefur farið I gegnum flugstjórnarsvæðið og ekki þurft að nota islenzka flug- velli, hefur gengið sæmilega, sagði Leifur Magnússon vara- flugmálastjóri . — Áöur en verkfallið hófst var flugfélögum sent svokallað Notam skeyti, þar sem var tilkynnt aö flugum- ferð yrði takmörkuð. Það má búast við þvi að flugumferð sé um það bil helmingur af þvi sem gengur og gerist. Hægagangur brezkra aðstoðarflugumferðar- stjóra hefur lika haft þau áhrif, að umferðin gengur ekki eins greiðlega og ef aðeins Islenzku aðstoöarmennirnir væru i verk- falli. Flugfélög hafa orðið aö fara suður fyrir svæðið og eins norður fyrir það en sennilega hafa þau dregið úr ferðum og sameinað i vélar. tslenzka rikið hefur tekiö að sér að sinna flugumferð á Norður-Atlantshafssvæðinu og að þessari þjónustu standa þrir aðilar. Það er flugmálastjórn, Veðurstofan og Póstur og Simi. Hjá Flugmálastjórn eru tiu að- stoðarmenn i flugstjórnarmiö- stöð, en hjá Pósti og Sima er Gufunesstöðin lömuð að nokkru leyti. — Er það rétt að aðstoðar- maðurinn, sem hefur leyfi til að starfa, vinni einkum að flugum- ferð sem er á vegum hersins? — Ekki bara fyrir herinn. Málið er þannig aö flugstjórnar- miðstöðin sinnir að sjálfsögðu öllu flugi sem fer um svæðið. Og á undanförnum árum hefur um það bil 20% af öllu flugi verið á vegum hersins. Stofnunin starf- ar að mestu eftir alþjóðareglum (ICAO), og þessar reglur gilda nær einungis fyrir borgaralegt flug. I stofnskrá ICAO er grein sem undanþiggur hernaöarlegt flug að fara eftir reglunum. Þvi er það, að eftir þessari reglu og Framhald á bls. 19. Lögreglan er ekki „óvirk” áþ-Reykjavik. t viðtali iblaðinu I gær, við tvo lögreglumenn á mið- borgarstöð lögreglu, komu upp fáeinatriði, sem orka tvimælis og þurfa nánari skýringa viö. Þess skal getið að viötalið var nokkru lengra, en á prenti birtist og þaö, sem fellt var niður, olli þessum misskilningi. Guðmundur Ami Stefánsson, lögreglumaður, ræddi um „Ovirkt eftirlit” lögreglunnar. Skýrði hann þetta að auki þannig, að lögreglan gæti vart talist virk á meðan gangandi lögreglumenn væru ekki á ferli og t.d. sektarað- gerðum þar með ekki beitt eins stift og ella. Það var þó ekki átt við, að lögreglan væri óvirk i þeirri merkingu, aö horft væri upp á lögbrot án aðgerða af lög- reglunnar hálfu. Einnig máttiskilja af viðtalinu, að lögreglumenn horfðu almennt á óða ökumenn aka um borgina án þess að hreyfa legg né lið. Þarna hefði átt að koma til við- bótaraðlögð var rik áherzla á, að óeinkennisklæddir (og utan vinnu) horfðu lögreglumenn upp á alvarlegt brot, og þá án þess að geta gert neitt afgerandi, annað enaðtilkynna brotið. Þá væri það ári hart að geta ekki komið i veg fyrir þessi brot með fyrirbyggj- andi aðgerðum, eins og öflugu eftirliti. Þá sagði Guðmundur einnig, að mikið af fólki hefði komið á lögreglustöðvarnar og klagað yfir brotlegum ökumönn- um. Þessu hefði að sjálfsögðu verið reynt að sinna eins og kost- ur væri, en það segir sig sjálft, að erfitt er að hafa hendur i hári brotlegra ökumanna, nema með öflugu eftirliti. Þessi atriði eru ef til vill ekki veigamikil i sjálfu sér, en nauð- synlegt þótti að fyrirbyggja þann misskilning, að lögreglan hafi verið bókstaflega aðgerðarlaus undanfarna daga. Deilt um græðlinga, sem liggja undir skemmdum GV-Reykjavik. Kjaradeilunefnd hefur i bréfi dagsettu 18. okt. heimilað tollafgreiðslu á græðlingum að beiðni dánarbús Gunnars Björnssonar i Hvera- gerðiá þeirri forsendu að varzla og viðhald meiriháttar verð- mæta falli undir þau öryggis- sjónarmið sem henni ber að starfa eftir. Hefur nefndin gengið úr skugga um með við- tali við garðyrkjufræðing að sending þessi liggur undir skemmdum og þarsem um um- talsvert eignartjón yrði að ræöa telur nefndin ákvörðun um toll- afgreiðslu sendingarinnar vera i sinum verkahring. 1 fréttatilkynningu frá BSRB er þessu harðlega mótmælt og þar segir, að þessi afstaða kjaradeilunefndar sé hrein lög- leysa og þar fari nefndin langt út fyrir þann verkahring, sem henni er afmarkaöur i 26. gr. laga 29/1976. Um þá grein stendur i greinagerö með lögun- um: „Hér er gert ráö fyrir að verkfallsrétti verði þau tak- mörk sett að öryggi og heilsu fólks verði ekki stefnt i hættu.” Hér er starfsvettvangur kjara- deilunefndar skýrt afmarkaður. Þvi er ljóst aö um er að ræða valdþurrð, þar sem kjaradeilu- nefnd heimilar tollafgreiöslu blóma eða plöntusendingar. Slikt getur á engan háttvarðaö lif og heiisu manna. — segir I fréttinni frá BSRB. Engin vegaheflun verkfalls GV-ReykjavIk. 1 upphafi verk- falls stöðvaðist starfsemi Vega- gerðarinnar að mestu, þvi allir rekstrarstjórar og langflestir, sem stjórna vegavinnu út um landið, eru i verkfalli, sagði Hjör- leifur óiafsson, sem vinnur hjá Vegaeftirliti Vegagerðarinnar, I viðtali við Timann I gær. Vegagerðin er rikisrekin, en þó er það ekki nema hluti starfs- manna, sem eru opinberir starfs- menn og þiggja laun samkvæmt launasamningum BSRB. Auk þeirra vinna hjá Vegagerðinni fólk i ýmsum stéttarfélögum. Þó að litill hluti starfsmanna Vegargerðarinnar séu i verkfalli. stöðvast framkvæmdir að mestu, þvi að verkstjórar eru i verkfalli. Lagning vega, vegaheflun og önnur þjónusta við vegfarendur liggur niður að mestu, einnig Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.