Tíminn - 20.10.1977, Qupperneq 5
Fimmtudagur 20. október 1977
5
á víðavangi
”... hvaðan gott
kemur”
Þaö er ekki á hverjum degi,
að Tlminn fær tækifæri til þess
að taka undir orð Jónasar
Kristjánssonar Dagblaðsrit-
stjdra. Menn munu þvf vanari,
að skeytin gangi milli þessara
blaða og það er lfka eðlilegt
þar sem annað blaðið er eitt
helzta málgagn hægri aflanna
f landinu en hitt forystumál-
gagn félagshyggjumanna.
t gær skrifar Jónas
Kristjánsson óvenjulegan
leiðara f blað sitt. t fyrsta lagi
er leiöarinn málefnalegur og
án allra æsinga eða stóryrða.
Þetta er út af fyrir sig merki-
legt og ánægjulegt. En I öðru
lagi gerir Jónas, f þessum
leiðara sinum, að umtalsefni
merkilegt framfaraspor á
sviði fræðslumáianna sem Vil-
hjálmur Hjálmarsson ráö-
herra hefur haft forgöngu um.
Vegna þess, hve sjaldgæft
tækifæri hér hefur gefizt er
réttmætt að birta leiðarann i
heild. Jónas Kristjánsson seg-
ir:
Jónas hefur
orðið
„Eitt merkasta nýmæliö á
siðasta alþingi var frumvarp-
ið um framhaldsskóla, sem
þar var sýnt I vor. Það hefur
legið hjá umsagnaraðilum I
sumar og veröur væntanlega
lagt fram að nýju á alþingi i
haust.
Frumvarpiö fjallar um fjöl-
breytt framhaldsnám I skóla-
kerfinu, eins konar miðskóla
milligrunnskóla annars vegar
og háskóla hins vegar. Að baki
frumvarpsins liggur mikil
vinna, sem minnir á vinnuna,
sem lögð var i grunnskóla-
frumvarpið fyrir fáum árum.
Einkum er mikill matur i
greinargerðinni, sem fylgir
frum varpinu. Þar er sett fram
feinstökum atriðum sú stefna,
að fslenzkir táningar skuli
eiga kost á fjölbreyttu námi á
ótal sviðum, þegar grunn-
skólanámi er lokið.
Með frumvarpinu er stefnt
að þvf, að framhaldsskólarnir
verði fjölbrautaskólar á borð
við þá, sem teknir eru til
starfa f Breiöholti og i Kefla-
vík. Sérnám getur þannig haf-
izt mun fyrr en hingaö til hefur
verið. Og þar að auki er ætlun-
in að rjúfa múra milli náms-
brauta.
Frumvarpið er samt ekkert
„Sesam, sesam, opnist þú”.
Það kemurekki istaðinn fyrir
frambærileg kjör og menntun
kennara. Það kemur ekki i
staðinn fyrir fjármagn til
Skorað á Jón
Skaftason
Sl. þriðjudagskvöld var haldinn
aðalfundur Framsóknarfélags
K jósarsýslu. Var fundurinn
haldinn f veitingasalnum Áningu I
Mosfellssveit og vel sóttur.
Á fundinum var auk aðal-
fundarstarfa rætt um félagsmál
og stjórnmálaviðhorfin. Fundur-
inn samþykkti einróma að skora
á Jón Skaftason alþingismann að
gefa kost á sér I næstu alþingis-
kosningum I Reykjaneskjördæmi.
Jafnframt var samþykktað skora
á Hauk Nielsson, Helgafelli, að
hann gefi kost á þvi að vera
áfram á framboðslista flokksins I
næstu alþingiskosningum.
Við stjórnarkjör baðst Haukur
Nielsson formaður félagsins
undan endurkjöri, og var Kristján
B. Þórarinsson kjörinn formaður
þess i hans stað. Áðrir I stjórn
Framsóknarfélags Kjósarsýslu:
Gylfi Guðjónsáon, Sigrún
Ragnarsdóttir, Sigriður Gisla-
dóttir og Magnús Sæmundsson.
Varamenn I stjórn þess eru: Sig-
urður Magnússon, Þórir Björns-
son, Hilmar Helgason og Björn
Bjarnason.
Margbreytilegar
söngvísur með nótum
Hörpuútgáfan á Ákranesi hefur
sent frá sér nýja bók, Og aðrar
vfsur, eftir, Friðrik Guðna Þór-
leifsson, tónlistarkennara á
Hvolsvelli. Hér er um að ræða
söngtexta af ýmsu tagi, sem hafa
oröiö mjög vinsælir hér á landi.
Til þess að gefa fólki kost á að
njóta texta og laga eru þeir gefnir
út i bók, með nótum, sem fylgja
hverjum texta.
I formála fyrir bókinni segir
höfundur m.a.: „A undanförnum
árum hef ég gert þó nokkuð af þvi
að set ja saman söngtexta af ýmsu
tagi og tilefni. Svo virðist sem
sumir þessara texta hafi fariö
vfðar en til stóð I upphafi. Þannig
veit ég um tvo þeirra útkomna i
söngbókum á þess að höfundar sé
getið og einn er kominn á hljóm-
plötu, sömuleiðis höfundarlaus.
Til þess að menn geti nú gengið að
þessum vfsum vafalausir um höf-
und oguppruna tek ég þær saman
iþetta kver og bið menn að njöta,
þó innan ramma höfundarlaga.
þrjá kafla. Dægurvísur eru við
prjá kafla. Dægurvisur eru vð
þau lög sem standa einna næst þvi
aö vera dægurlög — eða hafa ver-
ið sungin sem sllk. Jólavfsur
flokka sig sjálfar, en þess má
geta aö allur þorri þeirra var ort-
ur vegna útgáfu jólalagaplötu
sem Eddukórinn syngur á og út
kom 1971. Siöasti kaflinn, — og
aörar visur, er skipaður textum
sem allir eiga þaö sammerkt að
vera ortir sem kennsluefni, ýmist
samkvæmt beiöni konu minnar,
eftirpöntun frá skólarannsóknum
eða samkvæmt eigin hugmynd af
öðru tilefni.”
Hörpuútgáfan hefur áður gefið
út tvær ljóðabækur eftir Friörik
Guðna. Eru það bækurnar Ryk og
Augu I svartan himin. Friðrik
Guðni hefur verið athafnasamur
á tónlistarsviðinu. Hann hefur
stjórnað söngflokkum og sungið
m.a. I Eddukórnum og Þrem há-
um tónum. Nú er hann starfandi
tónlistarkennari á Hvolsvelli.
Bókin er 56blaðslður I stóru broti.
Hún er offsetprentuð i Prentverki
Akraness h.f.
skólamála, né hið óáþreifan-
lega innihald skólastarfs, sem
ekki verður mælt i krónum né
lögum.
Frumvarpið er bara rammi,
sem á að auðvelda frekari til-
raunir skólamanna til aðgæða
skólakerfiö llfi. Sem slikt er
það tfmabært og nytsamlegt.
Hið eina, sem opinberlega
hefur veriö deiltá I frumvarp-
inu, er skipting kostnaðar af
framhaldsskólum milli rfkis
og sveitarfélaga. Þar er gert
ráð fyrir, að rfkið greiði
launakostnað og hálfan annan
rekstrarkostnað eins og i
grunnskólunum, en 70% bygg-
ingakostnaöar I stað 50%, sem
gildir f grunnskólum.
Agreiningurinn um þetta er
hluti stærri deilna um verk-
efnaskiptingu rlkis og sveitar-
félaga. Talsmenn sveitarfé-
laga vilja gjarnan, að þau taki
við völdum og ábyrgö frá rlk-
inu, en vilja jafnframt, að
jafnvægi sé I aukningu kostn-
aðar og tekna sveitarfélag-
anna.
Á frumvarpinu er sá galli,
aö þar er gert ráð fyrir óþarf-
lega fjölmennu framhalds-
skólaráði. Bændur og kvenfé-
lög eiga þar ekki erindi frem-
ur en skátar og KFUM. Full-
trúar atvinnulffsins þurfa ekki
heldur að vera þar, þar sem
þeirgeta haft sfn áhrif i náms-
sviðsnefndunum.
Velmeint en gagnslaust er
ákvæðið um, að „f hverjum
landshluta verði eins fjöl-
breytilegt val námsbrauta og
viö verður komið”. Fyrir
nemandann skiptir máli,
hvorthann getur stundað skól-
ann heiman frá sér, eða hvort
hann þarf að fara I heimavist.
Fyrir Patreksfirðing er til
dæmis bezt að geta stundað
sittnám á Patreksfirði. Ef það
er ekkihægt, er ekkert vfst, að
hann vilji fremur stunda það á
tsafirði heldur en á Akureyri
eöa I Reykjavík. Það er heim-
angangan, sem skiptir máli,
ekki landshlutinn.
Hér i þessum dálki veröur á
næstunni sett fram tillaga um,
hvernig leysa megi þetta mál
á þann hátt, að byggðasjónar-
miða sé betur gætt en I frum-
varpinu.
En f öllum helztu atriöum er
frumvarpið samt ágætt.”
Á réttri leið?
Undir flest það sem hér er
sagt er réttmætt að taka. Um
leið er ekki nema eöliiegt, að
menn óski þess, að Jónas
Kristjánsson haldi áfram á
þeirri braut sem hann markar
með þessum ágæta leiöara
sinum. Það er að öllu leyti
heillavænlegra að fjalla mál-
efnalega og rökvfslega um þau
mál, sem hæst ber hverju
sinni eða til framfara horfa,
heldur en að þyrla upp mold-
viðri og æsingum I samfélag-
inu að litlu eða gersamlega
misskildu tilefni.
Nú er frumvarpið um fram-
haldsskóla mikið mál og vlð-
tækt efni. Það er þvf áðeins
eðlilegt og sjálfsagt að sitt
sýnist hverjum um einstök
ákvæði þess. Jónas Kristjáns-
sonbendirá nokkur slik atriði
i leiöara sinum. Það er þakk-
arvert, en einkum vekur það
þó athygli, að hann hyggst
gera tillögu um það, að
byggöasjónarmiða verði enn
betur gætt I framkvæmd en
möguleiki er samkvæmt
frumvarpinu eins og það hefur
veriö lagt fram. Vonandi verö-
ur sú tillaga Jónasar skyn-
samleg og I anda byggðastefn-
unnar. Um það atriði munu
menn þó ekki sannfærast með
öllu fyrr en hann hcfur lagt
hana fram og fært að henni
rök sfn.
Tfminn mun af mikilli at-
hygli fylgjast meö þessari til-
lögugerð Jónasar Kristjáns-
sonar. Ekki er að efa, að
menntamálaráðherra mun
gefa henni fullan gaum.
Nú er eftir að sjá hvernig
Jónasi tekst til.
— JS
Sama á hverju
gentvur?
Þar sem mikið er gengið, hef-
ur- BYKO jafnan gólfklæðninguna,
sem endist bezt. Þar sem minna geng-
ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast
er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur
BYKO það rétta undir iljarnar, gólf-
dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis
og lita.
BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO
KÓPAVOGS SF
NÝBÝLAVEGI8 S(MI:41000
Þar sem fagmennirnir verzla,
er yður óhætt