Tíminn - 20.10.1977, Síða 9
Fimmtudagur 20. október 1977
fitmwiii
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði. . Blaðaprent h.f.
Það er vandi að
fara með vald
í umræðum þeim, sem fóru fram utan dagskrár á
Alþingi siðastliðinn mánudag um verkfall opin-
berra starfsmanna, lagði Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra orð i belg og gat einkum tveggja at-
riða. I fyrsta lagi rifjaði Einar Ágústsson upp, að
lögin um samningsrétt opinberra starfsmanna frá
1976, veittu þeim aðeins takmarkaðan verkfallsrétt
eða á tveggja ára fresti og gæti rikisstjórnin ekki
veitt þeim frekari verkfallsrétt, nema Alþingi
breytti lögunum. 1 öðru lagi minntist hann svo á
framkvæmd verkfallsins.
Um fyrra atriðið fórust Einari Ágústssyni svo
orð:
„í fyrsta lagi langar mig til að vekja athygli á þvi,
að hér hefur ævinlega verið bæði af hálfu opinberra
starfsmanna og eins þeirra hv. alþingismanna, sem
að lagasetningunni stóðu, verið vitað að hér var um
það sem kalla má áfanga eða áfangasigur að ræða
fyrir opinbera starfsmenn, þar sem þeir hlutu með
lögum frá 1976 takmarkaðan verkfallsrétt. Ég held
að það þurfi ekki að koma okkur neitt á óvart, þeim
sem voru á þingi 1976, og tókum þátt i afgreiðslu
þessara laga, að það gerðu sér allir ljóst, að verk-
fallsréttur sá, sem veittur er með þessum lögum er/
ekki fyllilega sambærilegur við þann verkfallsrétt,'-
sem aðrir launþegar hafa, og þá kannski ekki sizt
þeir, sem eru félagar i Alþýðusambandi Islands...
Þetta segi ég vegna þess verkfallsréttar, sem talað
er um að þurfi til að koma á timabilinu. Miðað við
þær forsendur sem lögunum fylgdu og þau eru
byggð á og miðað við orðalag þeirra lagagreina,
sem hér er um að tefla, þá er rikisstjórninni ekki
gefin heimild til þess frá Alþingi að semja um verk-
fallsrétt á timabilinu oftar en á tveggja ára fresti.
Ef slik heimild á til að koma, þá þarf hún að koma
til rikisstjórnarinnar frá Alþingi á nýjan leik, sem
þýðir það, að þetta mál verður þá rætt hér að nýju i
ljósi þeirra staðreynda, sem nú liggja fyrir en ekki
lágu fyrir áður”.
Um siðara atriðið fórust Einari Ágústssyni þann-
ig orð:
„Hitt atriðið, sem mig langar til að benda á, er
það, að hér er eins og margsinnis hefur verið bent á,
um frumraun að ræða I verkfallsmálum opinberra
starfsmanna og ég hygg að við þurfum ekki að
undrast það, þó nokkur ágreiningsatriði hafi komið
fram i framkvæmd sliks verkfalls, sem er eins og ég
áðan sagði alger frumraun hér og satt að segja
kalla ég það hreint ekki mjög illa sloppið að það
skulu þó ekki vera nema sex atriði sem komið hafa
fram i þessari viku sem verkfallið hefur staðið, sem
deilan stendur um, enda hygg ég það hljóti að vera
keppikefli forystumanna BSRB að þetta verkfall
fari vel úr hendi. Það hlýtur að vera sameiginlegur
áhugi okkar sem stóðum að lagasetningunni og
þeirra sem framkvæma hana af hálfu opinberra
starfsmanna, að hún fari þannig úr hendi, að það
megi halda þvi fram — og við getum haldið þvi fram
— að við höfum gert rétt þegar þessi réttindi voru
látin i té. Ég hef trú á þvi, að nú, ef framhald verður
á þessu verkfalli, sem ég raunar vona að ekki verði,
þá muni framkvæmd þess ganga eðlilegar en gert
hefur til þessa. Ég hef trú á að fyrstu byrjunar-
örðugleikarnir muni vera yfirstignir og menn hafi
áttað sig á þvi hver réttur þeirra er og hvert vald
þeirra er. Það er vandasamt að fara með vald og
það er kannski ekkert óeðlilegt, þó að það taki ein-
hverntimaað læra það”.
Einar Ágústsson lét að lokum þá ósk i ljós, að á
deilunni fengist sú lausn, sem allir mættu við una og
þjóðfélaginu væri fyrir beztu. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Lögfræðingar aðstoða
hryðj uverkahópana
Talið að þeir hafi flutt boð og fyrirmæli
ÞAÐ hefur vakið mikið lof um
allan heim, hve vel þýzku vik-
ingasveitinni tókst við að
frelsa gislana á flugvellinum i
Mogadishu. Svipaða furðu
hefur það hins vegar vakið, að
þri'r leiðtogar Baader-Mein-
hofs-hópsins skyldu geta
framið sjálfsmorð i þýzku
fangelsi skömmu eftir, að þeir
fréttu um frelsun gislanna,
þar af réðu tveir sér bana með
skotvopni. Bersýnilegt er af
þessu, að vopnum hefur verið
smyglað með einhverjum
hætti til fanganna og að tekizt
hefur að koma boðum milli
þeirra og þeir þvi getað sam-
ræmt aðgerðir sinar. Hér
hefur ótvirætt komið 1 ljós
mikill brestur á hinu þýzka
réttarkerfi, þrátt fyrir alla
hina þýzku nákvæmni. Helzt
verður ályktað af þessu, að
skæruliðarnir hafi verið biínir
að tryggja sér aðstoö innan
kerfisins.
Það hefurlengi veriö grunur
þýzku leynilögreglunnar, að
lögfræðingar þeir, sem tekið
hefðu að sér að verja Baader-
Meinhof-hópinn og aðra hlið-
stæða hryðjuverkahópa, hafi
veitt þeim margvislega að-
stoð ma. með þvi að flytja orð
milli fanganna. Af um 37 þiís-
und lögfræðingum i Þýzka-
landi, sem stunda málflutn-
ingsstörf, hefur sérstakur
grunur fallið á eina 60-70 mál-
flutningsmenn, sem hafa verið
grunaðir um samúð með
hryðjuverkahópunum, og
sumir þeirra þykja liklegir til
að hafa veitt þeim beina að-
stoð, m.a. með þvi að flytja
orð milli þeirra og boð og
fyrirskipanir til þeirra liðs-
manna, sem enn fóru frjálsir
ferða sinna. Flestir þessara
lögfræðinga voru stúdentar,
þegar mest bar á uppreisnar-
hug meðal vestur-þýzkra stú-
denta, og eru enn taldir undir
áhrifum frá þeim tima.
TVEIR lögfræðingar hafa
einkum verið tilnefndir i þessu
sambandi. Annar þeirra er
Klaus Croissant, 47 ára gam-
all, en hann tók að sér aö verja
mál þeirra Ulrikke Meinhoff
og Andreas Baaders á sinum
tima og siðar mál fleiri með-
lima hópsins. Það þótti svo
áberandi, að Croissant veitti
sakamönnunum, sem hann
varði svo óbeinan og jafnvel
beinan stuðning, auk mál-
flutningsins, að dómstóllinn
svipti hann réttindum til að
annast vörnina áfram. Jafn-
framt myndaðist svo orðróm-
ur um, að risið hefði upp nýr
herskár skæruliðahópur I
kringum málflutningsskrif-
stofu hans. Lögreglan mun þvi
hafa fyrirhugað mál á hendur
honum, en hann varðfyrri til,
og flutti til Frakklands i júli
siðastliðnum. Vegna kröfu
vestur-þýzkra yfirvalda hefur
hann nú verið settur i gæzlu
þar. Margir þeirra, sem unnu
á skrifstofu hans eða höfðu
samband við hana, fara nú
huldu höfði og grunar lög-
reglan þá um að vera valda að
ýmsum helztu hryðjuverkum,
sem hafa verið framin að und-
anförnu, eins og morðið á
Jurgen Ponto bankastjóra.
Annar lögfræðingur, Sieg-
fried Haag, hefur ekki aöeins
veriö ákæröur fyrir beina
þátttöku i hryðjuverkum,
heldur er talinn hafa verið
stjórnandi margra þeirra.
Þannig er talið, að hann hafi
skipulagt árásiraa sem gerð
var á sendiráð Vestur-Þýzka-
lands i Stokkhólmi 1975. Hann
var upphaflega einn af verj-
endum Andreas Baaders.
Siðan i mai 1975 hefur Haag
verið i fangelsi, en lögreglan
grunar hann nú um, að hann
hafi stjórnað þaðan gerðum
hryðjuverkahópanna og hafi
hann m.a. lagt á ráðin um
morðin á Siegfried Buback
rikissaksóknara og Ponto
bankastjóra og rániö á Hans
Martin Schleyer, sem mest
hefur verið á dagskrá að und-
anförnu. Þetta á Haag að hafa
tekizt með þvi að láta lögfræð-
inga þá, sem vörðu mál hans
og máttu eiga einkaviðtöl við
hann, flytja frá sér skilaboð og
fyrirmæli. Jafnframthafi þeir
flutt honum fréttir frá liös-
mönnum hans utan fangelsis-
veggjanna. Beinar sannanir
hafa ekki fengizt fyrir þessu,
en miklar líkur eru taldar til
þess, að slikt hafi gerzt. Sieg-
fried Haag, sem er 32 ára
gamall,er alinn upp við allgóð
efni. Hann tók mikinn þátt i
uppvöðslustarfsemi stúdenta
um og eftir 1960.
ÞAÐ VORU þessi tengsli, sem
voru talin vera á milli um-
ræddra sakamanna og lög-
fræðinga þeirra, sem áttu
mikinn þátt i þeirri löggjöf,
sem vestur-þýzka þingiö setti
fyrir skömmu, eða nokkru
eftir ránið á Schleyer og haföi
þann tilgang að hefta starf-
semi hryðjuverkahópanna.
Samkvæmt hinum nýju lögum
hefur lögreglan heimild til að
fylgjast með viötölum milli
sakborninga og lögfræðinga
þeirra. Jafnframt fékk hún
heimild til að takmarka þau
með öllu. Taliö er, að þau hafi
verið bönnuð að mestu eöa öllu
siðan lögin voru sett, og slikt
bann talið réttlætanlegt
meðan Schleyer-málið væri á
döfinni. Lögfræðingarnir eða
aðrir aöstoöarmenn fanganna
hafa að þvi er virðist fundið
aðrar leiðir til að hafa sam-
band við þá. Alla vega er það
ljóst, að hér hefur hið þýzka
réttarkerfi bilað og hin nýju
lög ekki komið að þvi gagni,
sem ætlað var. Þ.Þ.