Tíminn - 20.10.1977, Side 10

Tíminn - 20.10.1977, Side 10
10 Fimmtudagur 20. október 1977 „ÞAÐ ER ÆVINTÝRI L — rætt við Sigurjón Kristjáns- son, bónda í Forsæti Sigurjón Kristjánsson I kartöflugeymslu sinni. Tfmamynd: Róbert. Eins og þeir vita, sem eru kunnugir i sveitum Suöurlands- undirlendis, þá heitir bær einn I Villingaholtshreppi i Árnes- sýslu, Forsæti. Hann stendur nálægt Þjórsá, einmitt á þeim slóðum, þar sem hún hefur stundum gert sig nokkuð heima- komna. f Forsæti býr maður, sem Sigurjón heitir og er Kristjánsson. Hann var svo vin- samlegur að svara nokkrum spurningum aðvifandi gests úr Reykjavik, nánar til tekið blaöamanns frá Timanum, sem var á ferð „austur i sveitum” einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. Talið barst vitanlega að búskap, og gestinum varð fyrst fyrir að spyrja . Kartöflur í fimm hekturum lands — Erþað ekkirétt, sem ég hef heyrt, Sigurjón, að þið ræktið miklar kartöflur hér i Forsæti? — Ég veit ekki hvort við eig- um að kalla það mikið. Það væri að minnsta kosti ekki taliö mik- ið i Rangárvallasýslu, á mæli- kvarða Þykkvbæinga, en rétt er það, að við erum meö dálitla kartöflurækt, sérstaklega með- fram ánni, hérna I neðan verð- um Villingaholtshreppnum. — Hvað eru kartöflur i stóru svæði hér hjá ykkur i Forsæti? — Við, feðgarnir, erum hér með kartöflur í fimm hekturum lands,og það hefur verið nálægt þvi allmörg undanfarin ár. — Hvers konar land er þetta, þar sem þið ræktið kartöflurn- ar? — Það var í upphafi valllendi, en hefur orðiö fyrir miklu áfoki, og þess vegna er moldin orðin mjög sendin, tvær rekustungur niður, eða jafnvel meira. Þegar þetta er plægt upp, verður það ákjósanlegt garðland. Landið er á bökkum Þjórsár, svo sem tvö- þrjú hundruð metra frá ánni. Þegar lengra dregur upp frá ánni, verður meiri mold I jarð- veginum, og þaö er ekki eins æskilegt, en þó má sandurinn ekki verða of mikill, því aö þá er svo mikil hætta á foki á vorin. 1 fyrravor til dæmis, fauk gífur- lega mikið i einu veðri, 24. júni. Þá eyðilagðist mikið i Þykkva- bænum. Grös voru mikiö komin upp, og laufið sópaðist svo af þeim, að allt varð svart yfir að lita. 1 svona veðrum getur sand- urinnfokið svo mjög, að kartöfl- ur, sem nýlega hafa verið settar niður, liggi ofan á. Umsvif Þjórsár — far- vegurinn hefur breikk- að mjög mikið — Áfokið, sem þú nefndir áð- an — hvaðan er það komið? — Sá sandur er að mestu leyti úr farvegi Þjórsár. Hún er svo breið hérna, að farvegur hennar er sjálfsagt einir fjórir-fimm kllómetrar. Oft er vatn ekki nema i'litlum hluta þessa svæð- is, þá er hitt sandur, og hann fýkur. A haustin, og eins á vet- urna. þegar is er á ánni, getur orðið talsvert mikið sandfok hérna. Þó finnst nú okkur hér, að sandurinn hafi fremur gert okkur gott en illt. En hins vegar stafar frá Þjórsá annað verra, og það er landbrotið. Hún hefur brotið hér land, og þess vegna er farvegurinn svona vfður. — Næsti bær við Forsæti heitir Mjósyndi. Sagnir eru um það, að á söguöld hafi áin verið svo mjó, að konurnar I Mjósyndi og Sauðholti hafi getað kastað klappinu á milli sin, þegar þær voru að þvo þvott i ánni. En klappið var áhald úr tré, sem notað var til þess að berja þvott með, þegar hann var skolaður úr köldu vatni. — Farvegur Þjórsár hér niour frá hefur þá verið óllkur þvi sem hann er núna, ef þessi sögn á við rök að styðjast. — Já, og hvort sem sögnin er bókstaflega sönn eða ekki, þá er hitt að minnsta kosti vist, að bærinn i Mjósyndi hefur oft ver- ið færöur, seinast núna, nálægt síðustu aldamótum. Hann er alltaf að hopa lengra og lengra upp frá ánni, og seinastá bæjar- stæði, sem nú sést, er hðll á ár- bakkanum, hálfurkominn iána. — Verðið þið fyrir búsifjum af völdum árinnar, svo aö segja á hverju ári? — Nei,langt frá þvi. Að undan skildum tveim slðustu vetrun- um hefur Þjórsá ekki gert usla hér á bæjunum nema einu sinni slðan ég kom hingaö barn árið 1922. Þetta var árið 1927. Þá voru miklir haustkuldar, áin var orðin Isi lögð fyrir vetur, og frostin héldust fram undir jól. Þá gerði asahláku, áin óx þá auðvitað mikið.ishellan lyftist, áin braut flóðgáttarútbúnað á áveituskurði hérna, sem var mikið mannvirki, siðan komst áin I skurðinn og ólgaði fram allan veturinn hérna i túninu, rétt vestan við bæinn. Þetta gerði okkur, hérna i Forsæti, að , visu ekki beinan skaða, en i Mjósyndi komst áin I hlöðu og olli tjóni. Eins og ég sagði áöan, þá hef- ur þetta ekki gerzt siðan, fyrr en núna tvo siðastliðna vetur. Þá hækkaði áin mikið I langvarandi frostum, og til dæmis i fyrravet- ur flæddihúnuppá tún og lá yfir þeim i nokkuð langan tima. En það er nú svo alkunnugt af frétt- um, að þarflaust er aö rekja það hér. — Eru ekki einhver tök á þvi að koma I veg fyrir svona at- burði ? — Það eru uppi ráðagerðir um að hlaða upp i vik i túninu fyrir ofan bæinn I Mjósyndi. Ætlunin var, að þessu yrði lokið fyrir veturinn, sem nú senn i garð, en mér er ekki svo kunnugt um framvindu þessa máls, að ég vilji neitt um það segja hér. Þar má kartöflurækt heita nokkuð árviss — En þá eru það nú blessaðar kartöflurnar. Hvernig hefur ár- að til kartöfluræktar núna? —Siðastliðið vor var heldur ó- hagstætt. Það var talsvert mik- illklakil jörð eftir veturinn, þvi að þótt frostin væru aldrei m jög mikil, þá voru þau stöðug og jöfn og skildu eftir heilmikinn klaka i jörðinni. Þegar kartöflur voru settar niður, var viðast hvarklakii jörð, en þó varhann vist ekki mikill hérna á ár- bakkanum, þar sem sendnast er. Kartöfluspretta fór þvi hægt á stað, og fram eftir öllum júni- mánuði fannst mér þetta ganga mjög seint. En veðrin voru góð, það fauk aldrei neitt eða skemmdist af þeim sökum I sumar. Þó varð uppskeran yfir- Hvað verður nýtt að les; Frá Hörpuútgáfunni á Akranesi eru væntanlegar sjö nýjar bækur fyrir jólin: Borgfirzk blanda,— sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum, safnað hefur Bragi Þórðarson. Bókin skiptist I þjóðlifsþætti, persónuþætti, Jóhann Hjálmarsson. sagnaþætti, frásagnir af draumum og duirænu efni, frásagniraf slysförum ogferða- þætti, og enn fremur er visna- þáttur. Meðal höfunda, sem eiga efni i bókinni eru Andrés Eyjólfsson i SiðumUla, Arni Óla ritstjóri, Björn Jakobsson, ritstjóri og tónskáld frá Varmalæk, Guðmundur Illugason frá Skóg- um I Flókadal, Hallgrimur Jónsson, fyrrv. hreppstjóri á Akranesi, Magnús Sveinsson, kennari og fræðimaður frá Hvitsstöðum, Ólafur B. Björns- son, ritstjóri Akranesi, Sigurður Jónsson frá Haukagili, Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi, Þórður Kristleifs- son, söngstjóri og kennari frá Stóra-Kroppi, og Bragi Þórðar- son, Akranesi. 1 Borgarfjarðarhéraði hefur ekki verið útgáfa af þessari gerð siðan Kristleifur Þorsteinsson, fræðimaður á Stóra-Kroppi, skrifaöi þætt-i sina, sem birtir voru i Héraðs- sögu Borgarfjarðar og bókunum Or byggðum Borgarfjarðar. Borgfirzk blanda er 240 blaðsið- ur i stóru broti. 1 henni eru myndir og nafnaskrá. Frá Umsvölum er ti'unda frumsamda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar og sú lengsta. En fyrsta ljóðabók hans Aungull I timann, kom út árið 1956. Frá Umsvölum er ævisaga ungra hjóna, sem viða hafa farið um Friörik Guöni Þórleifsson. heiminn og kynnzt flestum hliö- um mannlifsins. Umhverfi bók- arinnar er þó fyrst og fremst islenzkt. Hún er samin á Kópa- skeriogmannlifog landslag þar og á Sléttu er rikur þáttur henn- ar, svo og jarðskjálftarnir þar og áhrif þeirra á fólk. Og aðrar vlsur, eru söngtextar með nótum eftir Friðrik Guðna Þorleifsson, tónlistarkennara á Hvolsvelli. Visur Friðriks Guðna og söng- textar hafa orðið mjög vinsælir hér á landi. Söngflokkar og kór- ar hafa flutt þá. Hluti textanna var ortur vegna útgáfu jóla- lagaplötu, þar sem Eddukórinn syngur, og kom út 1976, svo og nokkrir sem kennsluefni sam- kvæmt pöntun frá skóla- rannsóknum, en aðrir af öðrum tilefnum. Skæruliöar iskjóli myrkurser tiunda bókin sem út kemur á islenzku eftir Fran cis Clifford. Þessi bók segir frá nútíma skæruhernaði. 1 henni er mikill hraöi og spenna, eins og öðrum bókum Cliffords. Eldheit ást er niunda bökin, sem Hörpuútgáfan sendir frá sér eftir Bodil Forsberg. Þetta er spennandi ástarsaga. Lifshættuleg eftirför heitir bók eftir metsöluhöfundinn Siguröur Jónsson frá Haukagiii.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.