Tíminn - 20.10.1977, Qupperneq 11
Fimmtudagur 20. október 1977
11
ÍKAST Á VORIN...”
leitt ekki góö i haust, og alls
staðar held ég aö hún hafi veriö
heldur minni en i fyrra. Hér hjá
okkur vantaði ekki nema
nokkra poka til þess aö uppsker-
an yrði eins og siðastliðiö ár, en
sums staðar héma framar með
ánni, var hún mjög litil.
— Höfðu ekki rigningarnar i
fyrra og hitteðfyrra ill áhrif á
kartöflusprettu hjá ykkur?
— Það virtist spretta vel i
ágúst i fyrrasumar, þrátt fyrir
rigningarnar. Asumum blettum
igörðunum i fyrra var ágætlega
sprottið, en svo voru aftur skell-
ur, þar sem alls ekkert var, og
það dró vitanlega mjög Ur heild-
armagninu. 1 sumar, aftur á
móti, var uppskeran miklu jafn-
ari, en þó hvergi mikil. Og það
var einkennilegt i sumar, að
viða brást gullaugaö og varð
miklu siðra en þær rauðu is-
lensku, alveg þveröfugt við
venjuna. —Auövitað geta komið
svo miklar rigningar, að þær
hindri kartöflusprettu. Þannig
var það til dæmis sumarið 1955,
rigningasumarið mikla hér á
Suðurlandi. Þá mátti heita að
uppskeran brygðist algerlega,
það sást varla kartafla sem náði
útsæðisstærð.
— Þú vékst áðan að bæjunum
hérna I grenndinni. Er veruleg
garðrækt hér á öllum bæjum?
— Segja má, að garðrækt hafi
verið stunduð lengi á flestum
eða öllum bæjum neðan frá
Þjórsármynni og hingað upp
eftir, til dæmis i Fljótshólum,
þar sem bæði er mikil gulróta-
ogkartöflurækt. Ég þarf ekki að
þylja nöfn allra þessara bæja,
en get tildæmis nefnt Ferjunes,
Forsæti, Mjósyndi, Syörigróf og
Villingaholt. Yfirleitt eru kart-
öflur i einum til þrem hekturum
á bæ, og sums staðar meira.
Þetta hefur verið ákaflega
mikil búbót, og þrátt fyrir mis-
jafna uppskeru frá ári til árs,
held ég að kartöflurækt verði að
teljast tiltölulega árviss, að
minnsta kosti á þeim bæjum
hér, þar sem skilyrðin eru bezt.
Það getur munað allt upp i
helming á uppskeru frá einu ári
til annars, en sé litið yfir til
dæmis tiu ára skeið, getur
meðaltalið orðið vel viðunan-
legt.
Góðar geymslur á bæj-
um
— Ræktið þið ekki fleiri
tegundir garðávaxta en kartöfl-
ur?
— Ekki við, hér i Forsæti. Við
höfum eingöngu ræktað kartöfl-
ur, af þvi að okkur hefur fundizt
það borga sig bezt. Það verður
meiri vinna og ódrýgra að
skipta verkinu niður á margar
tegundir. Hins vegar hafa
margir einhvern blett meö gul-
rófum, enda má geyma lengur
fram eftir haustinu að taka þær
upp.
— Það eru ekki neinir sjúk-
dómar i kartöflunum hjá ykk-
ur?
— Ekki er hægt að segja það.
Sveppurinn, sem algengastur er
i kartöflum, er lika til hér, en
hans gætir litið, svo að ekki er
hægt að segja, að hann valdi
miklum skaða. Það hefur verið
reynt að fara vel meö kartöfl-
umar, þegar þær eru teknar
upp, enda tel ég að það varði
mestu, að þær skaddist ekki á
leiðinni úr moldinni og f hús.
— Þið geymið uppskeruna
sjálfir?
— Já, þetta er alls staðar
komið i það horf, að bændurnir
geymi kartöflurnar sjálfir og
beri ábyrgð á þeim þangað til
Grænmetisverzlunin i Reykja-
vik tekur við þeim. Siðan er
kappkostað að þær seljist sem
fyrst, svo að Grænmetis-
Þessa vönduöu kartöflugeymslu i Forsæti fengu blaöamenn Tlmans að skoða þegar þeir voru á
ferð um Flóann á dögunum. — Timamynd: Róbert.
verzlunin þurfi aðgeymaþær hjá
sér sem allra stytzta tlma.
Þetta er eiginlega orðið hefð, og
liklega er það sá hátturinn, sem
affarasælastur er, enda eru nú
komnar góðar frostheldar
geymslur á öllum bæjum, og
okkur tekst að geyma kartöfl-
urnar, ekki siður en Grænmetis-
verzluninni.
— Aö lokum, Sigurjón: Þú
kannt auðvitað vel þessum
garöyrkjubúskap, sem þú
stundar með slikum myndar
skap?
— Já, það er nú svo einkenni-
legt aö þeir sem einna minnstan
áhuga hafa á kúabúskap til
dæmis, þeir una bezt viö garö-
ræktina. Ég er einn i þeirra
hópi. Mér hefur alltaf þótt kart-
öflurækt skemmtileg atvinna
mér finnst það ævintýri likast
»á'vorin,þegar allt veröur skrúð-
grænt á fáum vikum. Ég tel lika
að kartöflurækt gefi sizt minna i
aöra hönd en aðrar búgreinar ef
vel er um hana hugsaö. Þótt
uppskeran sé alltaf dálitið mis-
jöfn frá ári til árs, þá er þetta
alls ekki svo slæmt þegar á
heildina er litið.
—VS
Jöfn og falleg uppskera.
Tímamynd: Róbert.
a í vetur?
Cavin Lyall. A siðast liðnu ári
kom út hjá Hörpuútgáfunni bók-
in Teflt á tæpasta vað, eftir
sama höfund.
Ast i skugga óttans er ný bók
eftir hinn vinsæla danska höf-
und, Erling Poulsen. I fyrra
kom út bókin Hjarta mitt hrópar
á þig, einnig eftir Erling
Poulsen. Ast i skugga óttans er
önnur bókin i röðinni af Rauðu
ástarsögunum, sem Hörpu-
útgáfan byrjaði að gefa út á sið-
astliðnu ári.
Þrjár úrvals barnabækur
koma nú frá Hörpuútgáfunni i
endurútgáfum. Þaö eru bæk-
umar Heims um ból, helg eru
jól, jólasálmar valdir af séra
Jóni M. Guöjónssyni, en teikn-
ingar gerði Gyða L. Jónsdóttir.
Viö jólatréð, eru jólavisur,
valdar af Hermanni Ragnari
Stefánssyni danskennara.
Teikningar eru eftir Halldór
Pétursson.
Nú er glatt hjá álfum öllum,
álfaljóð valin af ólafi Hauki
Arnasyni, fyrrv. skólastjóra..-
Teikningar eru eftir Halldór
Pétursson.
ólafur Haukur Amason.
VOLVO ÞJÓNUSTA
Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka
VOLVO tilboó fram til 30.11.
1. Vélarþvottur
2. Hreinsun og
feiti á geymissambönd
3. Mæling á rafgeymi
4. Mæling á rafhleðslu
5. Hreinsun á blöndung
6. Hreinsun á bensíndælu 13. Ljósastilling
Verð með söluskatti:
4 cyl. B18-B20-B21 Kr. 17.299.00
6 cyl. B30-B27 Kr. 18.299.00
Innifalið í verði: Platínur, olíusía, þurrkublöð,
ventlalokspakkning,kerti, vinna, vélarolía.
^VELTIB HF
KliTli k»7TÍl
kI Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200
7 Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Stilling á viftureim
10. Skipt um olíu og olíusíu
11. Mæling á frostlegi
12. Vélastilling