Tíminn - 20.10.1977, Side 13
Fimmtudagur 20. október 1977
13
Ný barna-
bók eftir
Astrid
Lindgren
Lina langsokkur og Emil I Katt-
hoiti eru frægar bækur eftir
Astrid Lindgren. Nd hefur Mál og
menning gefiö út nýja barnabók
eftir hana, Elsku Mió minn, meö
styrk frá norræna þýöingarsjóön-
um.
Þessi nýja saga hefst með þess-
um oröum:
„Hlustaöi nokkur á útvarp 15.
október i fyrra? Heyröi nokkur,
að auglýst var eftir týndum
dreng? Auglýsingin var svona:
Lögreglan I Stokkhólmi lýsir
eftir BUa Vilhjálm Ólasyni, niu
ára, sem hvarf frá heimili sinu,
UK>landsgötu 13, klukkan 18 i
fyrradag. Búi Vilhjálmur Ólason
er ljóshæröur og bláeygur. Hann
var klæddur brúnum stuttbuxum,
grárri peysu og meö rauöa koll-
húfu. Þeir, sem geta veitt upplýs-
ingar um Búa Vilhjálm Ólason,
eru beönir aö hafa samband viö
rannsóknarlögregluna.
Já, þaö var svona, sem þau
auglýstu. En enginn gat veitt
upplýsingar um Búa Vilhjálm
Ólason. Hann er horfinn.
Enginn fékk nokkru sinni aö vita,
hvaö um hann haföi oröiö....”
Átta
krossaðir
Forseti tslands hefir i dag sæmt
eftirtalda islenzka rikisborgara
heiöursmerki hinnar islenzku
fálkaoröu:
Benedikt Gröndal, fv. formann
Vinnuveitendasambands íslands,
stórriddarakrossi, fyrir störf aö
félagsmálum, Einar Bjarnason,
prófessor, stórriddarakrossi, fyr-
ir embættis- og fræöslustörf,
Gunnar Guöbjartsson, formann
Stéttarsambands bænda, Hjarö-
arfelli, Snæfellsnesi, riddara-
krossi, fyrir störf aö landbúnaö-
armálum, Halldór Þorsteinsson,
útgeröarmann, Vörum i Garöi,
Geröahreppi, riddarakrossi, fyrir
störf aö sjávarútvegsmálum,
Ingólf Guöbrandsson, forstjóra,
riddarakrossi, fyrir störf aö tón-
listarmálum, Jóhann Gunnar
Ólafsson, fv. bæjarfógeta, stór-
riddarakrossi, fyrir embættis- og
fræöistörf, Pál Þorsteinsson, fv.
alþingismann, Hnappavöllum,
öræfum, riddarakrossi, fyrir
störf aö félagsmálum og Þorvald
Skúlason, listmálara, stórridd-
arakrossi, fyrir myndlistarstörf.
Auglýsingadeild Tímans
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
t
David Graham Phillips:
j
43
SUSANNA LENOX
(jánHelgason
jakkann svo að þér vektuð síður athygli þótt einhver
vegfarandi kynni að verða yðar var". t
„Þér eruðsvei mér hugkvæmur", hrópaði Susanna og
hristu jakkann úr brotunum.
Nú raðaði hann matnum á dúkinn. Hann skar í sundur
einn kjúklinginn, opnaði glasið, sem aldinmaukið var í,
og hagræddi brauðinu, grænmetinuog smjörinu. „Og nú
byrjum við", sagði hann.
Sólin var sigin að baki hæðanna í norðvestri. Fuglarnir
voru byrjaðir kvöldsöngva sína. Vindblær þyrlaði til
lausum lokkum í dökku hrokknu hári hennar, um leið og
hann þaut framhjá. Og þau sátu með krosslagða fætur
sitt hvorum megin við dúkinn og hlógu og gerðu að gamni
sinu og mötuðust. Loks tóku stjörnurnar að blika á hinni
óravíðu, ópalbleiku festingu himinsins. Þegar þau höfðu
matazt, hallaði hún sér á olnbogann og hlustaði á hann
segja frá lífi sínu meðal blaðamannanna í Cincinnati.
Rökkrið hafði færzt yf ir og varð að dumbrauðu myrkri.
„ Við leggjum af stað, þegar tunglið kemur upp", sagði^
hans. „Þér getið setið fyrir minnsta kosti eitthvað
leiðarinnar".
Sársauki skilnaðarstundarinnar fór að gera vart við
sig i huga hennar. Ó, hve allt yrði tómlegt, þegar hann
væri farinn. „Éq hef ekki saqt vður, hvað éq heiti",
mælti hún.
Steinsteypunámskeið
Dagana 1. til 10. nóvember n.k. verður
haldið námskeið um útreikninga og hönn-
un steinsteypuvirkja fyrir starfandi verk-
fræðinga, tæknifræðinga og nemendur á
siðasta námsári i byggingarverkfræði.
Ingeniördocent Ervin Poulsen flytur fyr-
irlestra og stjórnar æfingum á námskeið-
inu. Prófessor Július Sólnes hefur skipu-
lagt námskeiðið og verður Ervin Poulsen
til aðstoðar. Hann veitir og nánari upplýs-
ingar um námskeiðið i sima 25088.
Dagskrá
Þriðjudagur 1. nóvember
kl. 17-19. Forsendur útreikninga og staölar.
Miðvikudagur 2. nóvember
kl. 17-19. Beygjubrotþol, aöferö A.
Fimmtudagur 3. nóvember
kl. 17-19. Beygjubrotþol, aöferö B.
Föstudagur 4. nóvember
kl. 17-19. Súlur og bitasúlur, aöferö I.
Laugardagur 5. nóvember
kl. 10-12. Bjálkasúlur, aöferö II.
Mánudagur 7. nóvember
kl. 17-19. Bjálkasúlur undir skökku álagi.
Þriðjudagur 8. nóvember
kl. 17-19. Aöferö Vianellos.
Miðvikudagur 9. nóvember
kl. 17-19. Kiknun ramma.
Fimmtudagur 10. nóvember.
kl. 17-19. Tölfræöilegt gæöaeftirlit meö steinsteypu.
Væntanlegir þátttakendur eru beönir um aö tilkynna þátt-
töku sina i námskeiöinu til skrifstofu Verkfræöingafélags
tslands, sfmi 19717, sem fyrst. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaöur viö 40, og er þvf áríöandi aö láta skrá þátttöku
sina og greiöa þátttökugjald, kr. 10.000,-, til skrifstofu
VFl, Brautarhoiti 20, Reykjavik.
Aðlokum er vakin athygli á háskólafyrirlestri um sprung-
ur I steinsteypu, sem Ervin Poulsen mun flytja þriðjudag-
inn 1. nóvemberkl. 15:15iTjarnarbæ (gamla Tjarnarbió).
öllur er heimill aðgangur.
Námskeiðið sjálft mun að öðru jöfnu fara fram i stofu 158 i
húsi Verkfræði- og raunvisindadeildar við Hjarðarhaga.
F.h. Verkfræðingafélags Islands og
Verkfræði- og raunvisindadeildar H.l.
Hinrik Guðmundsson, frkv.stj.
„ Ég hef sagt yður hvað ég heiti — Roderick Spenser —
með s, ekki c".
„Ég man það", svaraði hún. „Ég gleymi því aldrei...
Ég heiti Súsanna Lenox."
„Hvað var það áður......?" Hann þagnaði snögglega.
„Hvað það var áður?" Hún hugsaði sig um og reyndi
að átta sig á þögn hans. „Ó", sagði hún með raddblæ,
sem kom honum til þess að sjá eftir þeirri heimsku sinni
að haf a minnt hana á þetta. „ Ég heiti Súsanna Lenox —
og mun alltaf heita það. Lenox — það var ættarnafn
móður minnar". Hún hikaði við, en ákvaðað segja allt af
létta. Hún bætti því við af talsverðu stærilæti: „Móðir
min tók ekki í mál að giftast neinum manni. Það segir,
að hún haf i verið dregin á tálar, en nú skil ég, hvernig í
öllu liggur. Hún vildi ekki leggjast svo lágt að giftast."
Spenser velti vöngum yfir þessu en skildi ekki, hvað
hún var að fara. Hann fann, að hann mátti ekki spyrja
meira. !, Ég þarf ekki annað en líta f raman í yður til þess
aðsannfærast um, að móðir yðar hefur verið góð kona",
sagði hann. Oq til þess að leiða talið af þessari háska-
samlegu braut vék hann aftur að ferðalaginu. „Og
— hvað ferðalagi yðar viðvíkur, þá hef ég hugsað um,
hvað skynsamlegt sé fyrir yður".
„Þér ætlið að hjálpa mér?" sagði hún fil þess áð taká
af öll tvímæli.
„Hjálpa yður?" sagði hann innilega. „Eins og ég get.
Nú skuluð þér hlusta á ráðagerð mína. Þér segist ekki
geta farið með póstbátnum?"
„Fólk þekkti mig. Ég — ég er f rá Sutherland".
„Þér treystið mér — til fulls?".
„Já, það geri ég sannarlega".
„Hlustið þá á mig — eins og ég væri bróðir yðar. Viljið
þér gera það?"
„ Já".
„Þér farið með mér til Cincinnati. Ég fer með yður í
Félagsheimilið, þar sem ég bý, og segi, aðþér séuð systir
mín. Og ég útvega yður vinnu. Svo — svo getið þér sjálf
séð yður farborða úr því".
„En þetta yrði svo mikil fyrirhöfn".
„Ekki meiri heldur en aðrir tóku á sig mín vegna,
þegar ég lagði út í líf ið með tvær hendur tómar". Þegar
hún anzaði þessu ekki, spurði hann: „Hvað eruð þér að
hugsa um. Ég sé varla framan í yður í þessu stjörnu-
skini".
„ Ég er að hugsa um, hve þér eruð góður maður", sagði
hún blátt áfram.
Hann hló vandræðalega. „Ekki er ég sakaður um það