Tíminn - 20.10.1977, Side 15

Tíminn - 20.10.1977, Side 15
Fimmtudagur 20. október 1977 15 Ný herrafata- og tízkuverzlun — málsaumaþjónusta á sama stað ,,Farið frjálslega með staðreyndir” UndanfariO hafa birzt í dagblöð- unum auglýsingar frá einum inn- flytjanda litsjónvarpstækja og er i þeim vitnað i niðurstöður kann- ana, sem birtar eru i júlihefti þýzka neytendablaðsins Test. Af þessu tilefni viija Neytendasam- tökin benda á, aö þýzku neyt- endasamtökin eru I alþjóöasam- tökum neytenda (IOCU) og eitt af inntökuskilyrðum þeirra er, að aðildarfélögin leyfi engum að hagnýta sér I hagnaðarskyni upp- lýsingar þeirra eöa ráðleggingar. Upplýsingar þær, sem koma fram i auglýsingunni, hijóta þvi að vera birtar i algjöru heimildar- leysi. Hitter þó alvarlegra, aö i aug- o Ólíklegt samgöngumálaráðherra og hann var spurður að þvi hvort hann teldi góðar likur á samkomulagi. — Ég tel að nú sé stefnt að þvi að ná samningum, sagði Halldór, — og ég vona að þær viðræður sem nú standa yfir endi með sam- komulagi. Það er ekki gott að segja hversu langan tima við þurfum og um það hvenær verk- fallið leysistvil ég ekki tjá mig um. — Það er greinilegt, sagði Hall- dór ennfremur, — að það var ekki hægt að ná saman endum um daginn. Viö erum nú búnir að vera hér á samningafundum um tvo sólarhringa og sérkröfurnar hafa tekið allan timann til þessa. lýsingunni er farið mjög frj áls- lega meö staðreyndir og dregnar skakkar ályktanir af gefnum for- sendum. Aðferðin, sem þýzka blaðið notar, er að gefa hinum ýmsu tækniatriðum stjónvarps- tækjanna einkunn ýmist plús eöa minus. Auglýsandinn beitir siðan þeirri lævisu brellu að leggja saman plúsa og draga siðan min- usana frá og þykjast þannig vera búinnaðfinna út einkunnina, sem tækið fær. Þetta er mjög villandi þar eö tæki geturfengið plús fyrirheldur litilvægt atriði, en aftur á móti minus f yrir þau, sem mikilvægári geta talizt. Af þessu leiöir, að hver plús og hver minus vegur ekki jafnt. Þess skal getið, aö þetta er aðferð, sem blaðiö sjálft treystir sér ekki til þess að nota. A hitt ber einnig aö benda, að könnunin nær einungis til ákveð- innar tegundar sjónvarpstækja, þ.e. þeirra sem ætlaö er aö standa á boröi og hafa ákveöna skerma- stærö. Hún segir þvi ekkert um aðrar gerðir sömu tegundar. Til viðbótar má benda á, að könnunin nær eingikigu til tækja, sem al- gengust eru á þýzkum markaði en ekki íslenzkum. Slikar kannanir sem þessi eru fyrst og fremst gerðar til þess aö auövelda fólki að taka ákvaröanir, en ekki til þess að taka ákvaröanir fyrir fóík. Af þessu gefna tilefni vilja Neytendasamtökin eindregið vara fólk við auglýsingum af þessu tagi. I vikunni sem leiö var opnuö ný herrafataverzlun undir nafninu Herrahúsiö og ný tlzkufata- verzlun, Adam. Verzlanirnar eru I sama húsnæði á horni Ingólfs- strætis og Bankastrætis I hiisi þvi sem kennt er við Málarann. Verzluniner á öllum fjórum hæö- um hússins. A fyrstu hæö og i kjallara húss- ins verður tizkuverzlunin Adam sem er tizkuverzlun fyrir unga fólkið bæöi konur og karla, verzlun með skyrtur, peysur, bindi, sokka og fleira. Herrahúsið veröur á fyrstu og annarrihæö og á þriðju hæð verður ný þjónustu- miðstöð Sportvers. Þar verður málsniöaþjónusta saumastofa fyrir breytingar og önnur þjón- usta við viöskiptavini, s.s. „smoking” leiga, en þá þjónustu hefur verið hægtað fá I Herrahús- inu I Aðalstræti 4 á annað ár og nýtur hún sivaxandi vinsælda. I hinni nýju herrafataverzlun geta þvi karlmenn á öllum aldri keypt föt, sem þeir þurfa. Hönnun á innréttingum og breytingum i hinu nýja verzlunarhúsnæði geröi teikni- stofan Arko og hafði Jón Róbert Karlsson yfirumsjón með verk- inu. Trésmiðameistari I Herra- húsinu varFelixÞorsteinsson og 1 Adam Hörður Jónsson. Málara- meistari var Sigurður Ingólfsson rafmagnsvinnu gerðiRafko hf. og pipulagningarmeistari var Sigurður Bjarnason. Sportver hf Herrahúsið og Adam eru dótturfyrirtækiSportvers hf. sem fór fyrst að framleiöa herraföt 1964 undir vörumerkinu Kóróna- föt. Auk jakkafata komu á markaðinn stakir jakkar og bux- ur.SIðan hefur framleiöslan vax- iöörtognúersvo komiö aö Sport- ver er einn stærsti framleiðandi á karlmannafötum á tslandi, með 25% af islenzka markaðinum á karlmannafötum, að innflutningi meðtöldum. Herrahúsið var stofnað árið 1965, þegar verzlun var opnuð I Aðalstræti 4, og var það fyrsta verzlun Sportvers. Herrahúsið Nýja húsnæði verzlananna i Bankastræti. A litlu mynd- inni eru frá vinstri Guðgeir Þórarinsson verzlunarstjóri og Björn Guðmundsson framkvæmdastjóri Sport- vers I hinu nýja og rúmgóða húsnæði. hefur starfað þar síðan og er nú veriö að stækka búðina um nærri helm ing. I janúar 1970 keypti Herrahúsið hf. Herrabúöina sem rak verzlan- ir i Austurstræti 22 og í Vestur- veri. Þær störfuðu áfram undir sama nafni. Haustið 1970 var tizkuverzlunin Adam stofnuö sem selur klæðnað fyrir ungt fólk og starfaði hún fyrst I Vesturveri, en fluttist árið 1973 að Laugavegi 47 og starfar hún þar enn. Lee Cooper I september 1976 hóf Sportver framleiðslu á gallabuxum undir nafninu Lee Cooper, meö fram- leiðsluleyfi frá brezka fyrirtæk- inu Lee Cooper International sem er einn helzti framleiðandi galla- buxna I Evrópu. Vörur þessar hafa hlotið miklar vinsældirhér á landi og hefur reynzt erfitt að anna eftirspurn. Fyrirtækið er- lendis sér um aö leggja til snið, útvegar efni, sem uppfyllir ströigustu gæðakröfur, aii þess sem þaö litur eftir, að framleiösl- an uppfylli öll þau skilyröi sem það setur sinni eigin framleiðslu. Aætla má að gjaldeyrissparnaöur af framleiðslu þessara vara hér á landi i' staö þess, að þær væru fluttar fullunnar inn sé um 60%. Framkvæmdastjóri Sportvers er Björn Guðmundsson, en hann hefur lært klæðskeraiðn. Verzlunarstjóri hinna nýju verzl- ana og forstöðumaður þjónustu- miðstöðvar er Guögeir Þórarins- son. Innkaupa- og sölustjóri verzlananna er Guðmundur Ólafsson, en hann hefur veriö verzlunarstjóri i Herrahúsinu I Aðalstræti frá 1%5. Framleiðslu- stjóri er Asbjörn Björnsson og skrifstofustjóri er Jón Sveinsson. Vegna hagstæðra innkaupa og í framleiðslu, getum við nú boðið þessi vinsælu sófasett og sófaborð á neðangreindu verði: aukinnar hagræðingar Sófasett með dralon áklæði kr. 225.000 Skammel meðdralonáklæði kr. 28.000 Sófaborð70x140 cm frá kr. 55.000 Hornborð 70x70 frá kr. 40.000 Getum boðið úrval af öðrum áklæðum. Hringið eða skrifið eftir áklæðapruf- um. Eigum einnig fjölmargar gerðir af sófaborðum úr mismunandi viðar- tegundum og með ýmsum gerðum af plötum, svo sem: Eir, marmara, keramik o.fl. o.fl. Fæst einnig sem hornsófi á tilsvarandi verði. EÖ EÖ ^ Eg3 Lady sófasettið SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 'f EgSES3EKSEÖEÖEÖ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.