Tíminn - 20.10.1977, Side 16

Tíminn - 20.10.1977, Side 16
16 Fimmtudagur 20. október 1977 Áttræður Eggert Guðmundsson bóndi á Bjargi Borgarnesi Einn okkar ágætu aldarmóta- manna er áttræBur i dag, 20. okt. 1977. Hann er yngstur þeirra kunnu bræ&ra frá Eyri f Flókadal, Vigfúsar veitingamanns.Lárusar bónda og Björns forstjóra sem voru synir hjónanna Kristinar Kláusdóttur og Guðmundar Egg- ertssonar er bjuggu á Eyri árin 1884-1920.Eina dóttur, Guðrúnu að nafni áttu þau hjón, en hún lézt um tvitugsaldur. Eggert ólst upp hjá foreldrum sinum og er hjá þeim meðan þau lifðu en þau létust bæði á Eyri, Guðmundur árið 1922 en Kristin sjö árum slðar. Ariö 1929 gerðistEggert bóndi i Vatnshorni i Skorradal og bjó þar og i Bakkakoti i sömu sveit árin næstu til 1938 en flytur þá að Bjargi i Borgarnesi og hefur búið þar síðan eða nær f jörtiu ár. Hafði Vigfús bróðir hans reist Bjarg og búið þar um skeið en er hann reisti veitingaskála á Hreðavatni hvarf hann frá búrekstri en lét Bjarg i hendur Eggerts bróöur sins, en hann hefur einnig stundaö ýmiskonar verkamannavinnu i Borgarnesi samhliöa búrekstrin- um. Þegar Bjarg var reist stóð það vænan spöl ofan viö kauptún- ið en er nú að hverfa inn i aöal- byggð þess. Allvænt tún er þó á Bjargi enn utan við húsaþyrp- inguna eða i jaðri hennar. Eggert kvæntist 1930 ágætri konu Aðalheiði Lilju Jónsdóttur bónda Olafssonar og Agnesar Guðnadóttur konu hans er bjuggu i Arnarfelli i Þingvalla- sveit. Börn þeirra Eggerts og Aöalheiðar eru fimm þrjár dætur og tveir syni'r, öll vel gefin og myndarfólk. Dæturnar eru: Kristin veitingakona i Nor- ræna húsinu i Reykjavik, Jóna skrifstofukona i Reykjavik og Guðrún einnig skrifstofukona hjá Kaupfélagi Borgfirðinga i Borg-_ amesi. Þær Jóna og Guðrún hafa' báðar stúdentsmenntun. Synirnir eru: Guðmundur háskólakennari i Reykjavik og Jón Agnar mennt as kóla nem i. Seinustu árin hefir Eggert búið við miklar þrautir vegna alvar- legs slyss er hann varð fyrir og ekki hefir tekizt að ráða bót á og fyrir þær sakir hefir hann orðið aö vera á sjúkrahúsum langtímum saman og oft við mikla vanliðan. En stundum getað verið heima og notið aðhlynningar sinnar góðu konu og barna þeirra sem ekki hafa verið fjarverandi. En þrátt fyrir þessa miklu og óbætanlegu erfiöleika vegna slyssins hefir hann oft getað notið sins andlega þróttar og hæfileika sem hann er gæddur og haft not bóka og blaða og haldið sinni ágætu minnisgáfu og athygli á þvi, sem gerzt hefir, bæði á heimilihansog mörgu sem gerzt hefir annars staðar bæði i héraðihans og utan þess viðsveg- ar um landið. A æskuárum Eggerts nutu fæstir mikiilar fræðslu né skólanáms, svo var og um Egg- ert, en engu að siður náði hann þvi aö verða vel að sér i mörgum greinum, bæði iandlegum efnum og verklegum. Æskuheimili hans gat veitt hon- um þá aðstöðu á æsku- og ung- lingsaldri að hann las margt og gat jafnast við þá er skólagöngu nutu, eöa jafnvel staðið þeim feti framar um sumt Foreldrar hans voru þeir hæfileikum gæddir að þau gátu veitt honum og systkin- um hans það uppeldi sem ungum mönnum hæfði, bæöi til andlegs og verklegs þroska. Kristin móðir Eggerts innti störf sin af hendi með myndarskap og árverkni um allt innanbæjar og við hvað annað sem taldist i verkahring hennar. Guömundur, faðir Eggerts var góöum hæfiieikum búinn og einn hinn fjölfróðasti bóndi á þeim Hma. Hann haföi minnisgáfu svo ör- ugga að óvenjulegt er. Hann gat sagt þeim er við hann ræddu, ald ur fjölda manna bæði þeirra er hann var kunnugur og annarra, sem hann þekkti aöeins að nafni, hvar sem þeir höfðu verið eða voru á landinu. Hann gat sagt meö fullu öryggi fæðingardaga og ár fjölda manna og aðra merkis- daga þeirra og hann mundi einnig á efri árum sinum hvernig veðrið hefði á þeim degi veriö, er þessi- eða hinn hafði fæðst eða dáið Sama var um marga atburði frá liðnum tima. Hann las mikið einkum söguleg og þjóðleg fræði. Hann hafði alveg t.d. fylgzt með skrifum þeirra Björns M. Olsen siðar háskólarektors og Finns Jónssonar háskólakennara hvar Eddukvæðin væru til orðin og haföi myndað sér ákveðnar skoð- anir og rök fyrir þvi og mörgu öðru bókmenntalegs efnis, jafn- framt því tók hann þátt i umræð- um manna um almenn þjóömál bæði innanlands og erlendis, hvort sem þaö var þá að gerast eða liðið var. Þau hjón Guðmundur og Krist- in bjuggu á Eyri allan búskap sinn, og þar var Guðmundur fæddur 22. marz 1857. Þar höfðu foreldrar hanseinnig búið frá þvi 1835, en þau voru Eggert Gislason prests siðasti Hftarnesþingum og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir og voru þau hjón bræðrabörn. Þeir Gisli prestur i Hitarnesþing- um — Glimu-Gisli kallaður — og Vigfús bóndi á Signýjarstöðum voru báðir synir Guðmundar „ökonomusar” siöast bónda á Gullberastöðum og konu hans Guðrúnar Þorbjarnardóttur hins auðga I Skildingarnesi. KrisHn húsfreyja á Eyri kona Guðmundar móðir Eggerts á Bjargi var Kláusdóttir Sigmunds- sonar og konu hans Astrfðar Jónsdóttur er lengst bjuggu á Steðja i Flókadal. Börn Astriðar voru: Þorbjörg, kona Jóns bónda Eggertssonar i Ausu i Andakil og ólafur, er var bóndi á Steðja eftir lát móður sinnar. Þau hjón Kláus Sigmundsson og kona hans voru bæði ættuð úr Hnappa- dalssýslu, hann fæddur á Brúar- hrauni en kona hans var frá Snorrastöðum en þau flytja 1855 suður í Reykholtsdal og þá að Reykholti. Eggert i Borgamesi mun eiga margt frændfólk vestan Hitarár I Kolbeinsstaðarhreppi og viðar um þær sveitir. A æskuárum Eggerts á fyrsta tug aldarinnar bárust hugsjónir ungmennafélaganna til landsins sem alkunnugt er og hreif hug æskufólksins i landinu framar öll- um öðrum félagshreyfingum. A fyrstu 20 árunum e. 1906 eöa frá stofnun þeirra verður nær allur æskulýður landsins hugfang- in af boðskap þeim og störfum og sækir fast á að geta lagt hönd á plóginn. Þau velja sér I byrjun kjörorðið „Islandi allt” og er með þvi fast að orði kveðið og ekki lítið færzt i fang. Fannst þvi mörgum af eldri kynslóðinni djarfar talað en unnt væri að gera aö veruleika en þvi var svarað af þeim ungu meö ljóðlinum Guðmundar Magnússonar ,,sé merkið hreint sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur.sem mætir þér”. Eggert gerðist ákveðinn og dugmikill ungmennafélagi jafn- skjótt og aldur leyfði, og naut Ungmennafélagið Dagrenning lengi áhuga hans, dugnaðar og fórnarlundar á sama hátt og bræðra hans. Þessara starfa er ánægjulegt aö minnast, þótt liðn- irséu nokkrirtugirára. Um sömu mundir og ungmennafélögin ráku brautryöjendastarf sitt af mest- um áhuga var önnur félagsmála- hreyfing i landinu að ná meiri og fastari tökum en áður. Þaö voru samvinnufélögin. Þau voru að visu búin að starfa um allmörg ár I sumum byggðum landsins, en þeim óx nú ásmegin. Þau hófu nú störf sin I flestum héruðum landsins og við almenna þátttöku, þrátt fyrir óvenjumikla og al- menna erfiðleika, vegna fjár- hagsástandsins í landinu, en héldu þó velli viðast hvar. Þessi félagsstarfsemi var Eggerti að skapi og gerist hann áhugasamur um aukin störf þeirra bæði meðan hann var bóndi i Skorradal og ekki siður er hann flytur að Bjargi. Hann getur þvi nú, þegar hann er áttræður minnzt stuðn- ings sins við þessar mikilsverðu félagsmálahreyfingar báöar, og þvi sem þær hafa áorkað bæði i þágu einstaklinganna og alþjóð- ar, þvi aö hann hefir unnið þeim báðum af einlægni og miklum dugnaði. Við þessi aldursmörk getur hann og minnzt þess að hafa átt og eiga enn gott og myndarlegt heimili sem kona hans og börn hafa átt sinn mikla þátt I fyrr og siðar, sem er þó honum mikil- vægast eftir að heilsa hans sjálfs bilaöi og hann þurfti meiri að- stoðar og hjálpar við en meðan þrek hans sjálfs var óbugað og hann gat gengið að hverju starfi sem fyrir hendi var af fullum áhuga og óbilaðri hreysti. Ég votta Eggert innilegustu þakkir fyrir löng og góð kynni og störf hans I þágu góðra mála og óska honum að æfikvöldið verði hlýtt og bjart og fjölskylda hans megi njóta farsældar um framtið alla. Jón ivarsson ( Verzlun 13 Pjónusta ) r" r/J'/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆAr/*/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/*/Æ/A f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ ETTINE Tökum aö okkur múr- og sprunguviögerð- arþjónustu, einnig málningarvinnu innan húss, glerisetningu o.fl. Upplýsingar i 2 sima 5-17-15 ^ZÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i Æ/J 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i V/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i \ í Rafstöðvar til leigu Flytjanlegar Lister dieselrafstöðvar. Stærðir: 2,5 kw, 3,5 kw og 7 kw. ^ Vélasalan h.f. Símar 1-54-01 & 1-63-41 '/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/i f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ, BUCHTAL 7 í. t. Auglysingadeild Tímans t 1 f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ MOTOROLA Alternatorar i bíla og báta f/Æ/Æ/Æ/Æ/i í@. I Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa i flestar geröir bifreióa á 2 W/a sérstaklega hagkvæmu ^ y verði. é Fullkomin þjónusta f é við isetningu. ^ ^ Höggdeyfir \ | Dugguvogi 7 — Sfmi 30-154 2 2 'é- j L ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J W j, ^ Auglýsingadeild ..........j, f. ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Jf é ' —--------------------——-------“■ VÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Ji^ Einnig alls konar mat fyrir 12, 24 og 32 volta. Platínu- 2 2 lausar transistorkveikjur i flesta bila. Hobart rafsuðuvélar, ^ Haukur og ólafur h.f. f Ármúla 32 — Simi 3-77-00. ^ZÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ír/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J Æ ÆÆ ÆÆ Æ/ Æ \ allar stærðir samkvæma eftir yðar óskum. Komið eða hringið í síma 10-340 KOKK HUSIÐ í Lækjargötu 8 — Simi 10-340 Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A T/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ % r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆZA. \ Mikið úrvai af skartgripum úr siifri og gu/ii Hringar, hálsmen, lokkar og ótal margt fleira. Handunnið íslenzkt víravirki. Gerum við skartgripi úr silfri og gulli. Þræðum perlufestar. Gyllum og hreinsum. POSTSENDUM. 1 Gefið góðar gjafir - verzlið hjá gullsmið. i I ! Fljót, góð og örugg þjónusta ‘jjuti versla-nahöllin LAUGAVEGI 26 101 REYKJAVÍK SÍMI 17742 ^ i'MBBSasm aimi iu-ouu -æ ^ ^ %r/Æ/Æ/jr/Æ/Æ/Æ/Æ/*sjr/Jr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já \r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ///Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jr/Æ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.