Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 1
SIMI 2 88 66 Matthías Á. Mathiesen: „Aukin útgjöld 4-500 milljónir SSt-Rvk. A þessu stigi er ekki hægt að gefa upp nákvæmar töl- ur um, hve mikil útgjöld ný- gerðir samningar viö rikis- starfsmenn munu hafa í för meö sér fyrir rikiö. Þaö mun láta nærri að aukin útgjöld muni nema um 4-500 milljónum. Þessar tölur munu þó breytast nokkuö með visitöl- unni og nákvæmar tölur liggja ekki enn fyrir, sagði fjármála- ráðherra aðspurður i samtali við Timann i gær. Kristján Thorlacius: „Vegna mistaka náðust ekki betri samningar” áþ-Rvik. — Ég er ánægðastur meö þaö að okkur tókst aö ná fram reglum i sambandi viö færslur milli lægstu launaflokk- ana, og á þann hátt fær lægst- launaöa fólkið verulegar kjara- bætur, sagði Kristján Thor- lacius formaður BSRB.— Þeir sem voru i starfi fyrsta júli og taka laun fyrir neðan fimmta- flokk, þurfa nú þrjú og hálft ár til aö komast i fimmta launa- flokk, en þar eru launin i efsta launastiganum 121. þúsund krónur á mánuði Hinsvegar sagðist Kristján hafa orðið fyrir vonbrigðum með það að samninganefnd rikisins gekk ekki að þeirri kröfu BSRB, að eftirlaunaþegar fengju að njóta persónuuppbót- ar i desember. Þaö væri vitað að eftirlaunafólkið væri gjarnan sá Framhald á bls. 19. , GISTING ■ MORGUNVERÐUR Halldór E. Sigurðsson: ,,Samningarnir sambærilegir við samninga sveitarfélaga” áþ-Rvik — Ég er mjög ánægöur yfir þvi aö samningar skyldu takast, og aö verkfalliö skyldi ekki veröa lengra, en raun ber vitni, sagöi Halldór E. Sigurös- son samgöngumálaráöherra, rétt fyrir undirskrift samnings- ins milli BSRB og rikisvaldsins. — t sambandi viö þessa samn- inga vil ég vekja athygli á þvi, aö þarna er i fyrsta sinn samiö viö opinbera starfsmenn, þar sem þeir hafa verkfallsrétt. Meö honum eru þeir komnir jafnfætis viö aörar stéttir þjóö- félagsins. Halldór sagði aö með samn- ingunum hefði bilið milli opin- berra starfsmanna og annarra þegna þjóðfélagsins minnkað aö miklum mun, og nefndi sem dæmi samninga þá sem hafa verið gerðir viö kennara innan BSRB. Innan þeirrar stéttar hefur löngum verið mikil Framhald á bls. 19. l-yrir vörubiláCxí Sturtu- 1 grindur Sturtu dælur Sturtu- drif Skrifað undir áþ-Rvik. Laust eftir klukkan átján I gær voru samningar BSRB við rikiö undirritaöir I hátiðarsal Háskóla tslands. Ekki eru menn á eitt sáttir um ágæti samning- anna, og telja forystumenn BSRB aö samningar Starfsmannafélags Reykjavikurborgar hafi spillt fyrir hagstæöum niöurstööum. Nú er eftir að semja um nær alla sérkjarasamninga aöildarfé- laga BSRB, en veröi þvi verki ekki lokið á næstu 45 dögum fer máliö fyrir kjaranefnd, sem hefur svipaðan tima til aö kveða upp úrskurðsinn. Þaö veröur þvi isið- asta lagium mánaðarmót janúar- febrúar, sem sérsamningunum verður lokið. Undir samninginn I gær skrif- uðu rétt um 40 manns. A efri myndinni eru þeir Kristján Thor- lacius og Matthias A. Mathiesen að rita nöfnsin, en Halldór E. Sig- urösson samgöngumálaráðherra horfirá. —Timamyndir: Gunnar. Verkfalli opinberra starfsmanna lokið: Ansneri aratKvæ • X 1 p • greiosla iynr 15. næsta mána áþ-Rvik Klukkan hálf átta i gær- morgun samþykkti samninga- nefnd BSRB nýjan kjarasamning viö rikissjóö. 29 greiddu atkvæöi meö kjarasamningnum, en 5 voru á móti. Eftir aö þessi úrslit voru kunn samþykkti stjórnin og samninganefndin aö fresta verk- falli, og gert er ráö fyrir aö opin- berir starfsmenn hafi lokiö at- kvæöagreiöslu þann 15. nóvem- ber. Helztu atriöi nýja samnings- ins eru þau, aö persónuuppbætur veröa 40 þúsund, eftir 10 ára starf og sama gildir um hlutastarf. Launastiganum svipar mjög til borgarsamningsins, fyrir utan 4.160 krónu viöbót i september, október og nóvember. Oriofsdag- ar veröa ekki taidir meö I fridög- um. Verkfallsréttur fékkst ekki viöurkenndur á samningstimabil- inu. Eftir 15 ára baráttu fá opin- berir starfsmenn i dagvinnu, kaffitima eftir klukkan 17, og aö lokum fékkst launaflokkshækkun eftir 15 ára starf. Eina breytingin frá launastiga bæjarstarfsmanna er fyrrgreind hækkun á september, október og nóvember. Hins vegar eru i samningum rikisstarfsmanna á- kvæöi um hraðari færslu milli fimm lægstu launaflokkana. Persónuuppbótin, sem er 40 þús- und, greiðist eftir 10 ára starfs- aldur. Uppbótin er hlutfallsleg fyrir minna starf, og miðast viö starfshlutfalliö i greiðslumánuöi. Samkvæmt sérstakri bókun fá þeir, sem unniö hafa í 9 ár hjá þvi opinbera, einnig persónuuppbót- ina. A næsta ári hækkar uppbótin til samræmis viö vaktaálag og tekur á sig visitölu og áfanga- hækkanir. Greiðslur sem þessi eru nýtt atriði i samningum rikis- starfsmanna, en nokkur bæjar- starfsmannafélög hafa þegar náö þvi isamninga sina. Sé miöaö viö samninginn hjá Reykjavikur- borg, þá veröur BSRB aö teljast hafa náð betri niðurstöðu. Hjá fyrri aðilanum nær uppbótin ein- göngu til þeirra sem eru I föstu og fullu starfi, en þaö hefði útilokaö ýmsa starfshópa innan BSRB. Varðandi samningsréttarmálin var eftirfarandi bókun gerö: Veröi röskun á umsaminni visi- tölutryggingu launa, frá því, sem þessi samningur gerir ráð fyrir, getur hvor aöili um sig krafizt endurskoöunar á kaupliöum samningsins. Þegar mánuöur er liðinn frá þvi að krafa um endur- skoöun kemur fram, getur hvor aöili um sig visað málinu til sáttasemjara og sáttanefndar, er skal þá reyna sættir. Þegar sátta- meðferö er hafin getur hvor aöili um sig óskað opinberrar greina- geröar Hagstofu Islands um þró- ; un verðbóta eða jafngildi þeirra I þjóðfélaginu, þaö sem af er ■ samningstimans, og þaö sem fyr- ' irsjáanlegt er að veröi á samn- ingstimanum. Nýtt samkomulag ■ gildi til loka samningstlmans. I sambandi við launahækkanir ! og launastigann, þá hækkaði | miðja hans einna mest. Þar eru ; fjölmennustu flokkarnir innan | BSRB og samanburöur hefur sýnt, að þar var mestra hækkana þörf. 1 fyrsta tilboði samninga- nefndar rlkisins var gert ráð fyrir 7,5% launahækkun ofan á 10. - flokk, en samkvæmt þeim samn- ingi sem BSRB samþykkti, þá nemur hækkunin að jafnaði 18 til $ 20%.Hæstfer kauphækkunin I 13. ;ír launaflokki en þar er hún 21%. Þá r var einnig samið um hækkun í; vaktaálags um nætur og um helg- ar. Hvorki BSRB né Slarfsmanna- félagi Reykjavikurborgar fá laugardaga meðtalda þegar or- % lof er reiknað út. Flest bæjar- p starfsmannafélögin hafa samið um tvoeða fjóra laugardaga, sem g ekki eru taldir með i orlofi. Hjá ;; sumum er heildarfriið þvi orðið allt að sex vikum. Lengsta orlofið ri hjá BSRB i dag er fimm vikur og einn dagur, en stytzt er það fjórar ; vikur. — ------------------------------------------------------, 237. tölublað — Miðvikudagur 26. október—61. árgangur v - ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.