Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagur 26. október 1977
Strandaglópar
í Grindavíkur-
höfn
utan
ínótt
F.I. Reykjavik — Háhyrning-
arnir fjórir, sem urðu stranda-
glópar í Grindavikurhöfn i nýaf-
stöðnu verkfalli voru sendir ut-
an i nótt. Voru þeir fiuttir með
flugvél frá tscargo til fyrri
ákvörðunarstaðar, sem er I Hol-
landi, en lokastaður verður i
Kaliforniu. Dýrin voru fiutt
flugleiðina I kössum, kældum
með is og fóðruðum með geysi-
lega þykkum svampi. Tekur
flugferðin um 5 klukkustundir.
Aösögn Jóns Kr. Gunnarsson-
ar, forstjóra Sædýrasafnsins,
sem seldi gripina, er mikilli
byrði aflétt, þegar dýrin verða
komin utan.
— Það hefur reyndar farið
ágætlega um þau i Grindarvik-
urhöfn, nóg til af æti og sjór
hreinn, en litið er hægt að vita
um, hvernig dýrin lukkast fyrr
en komið er i heimahöfn, sagði
hann.
Það var Guðrún GK með Jón
Gislason skipstjóra i farar-
broddi, sem veiddi upphaflega i
net sin undan ströndum Horna-
fjarðar,sex háhyrninga á fimm
vikum. Tveir komust til út-
landa, áður en verkfallið skall á.
Sædýrasafnið hefur nú ekki leyfi
fyrir fleiri háhyrningum, en að
Iiáhyrningarnir I Grindavíkurhöfn. Þeir fóru út með tscargo-flug-
vél til Iiollands i nótt. Timamynd: Gunnar
sögn Jóns er góður hagnaður af hann Sædýrasafninu mikil lyfti-
sölu þessara sex dýra og verður stöng.
Gjöf til Kópavogshælis
Laugardaginn 22. okt. 1977
fór fram athöfn i félagsheimil-
inu iKópavogiþar sem afhent
var minningargjöf til Minn-
ingarsjóðs Vals kr. 20.000 —
frá Lions-klúbbnum Muninn i
Kópavogi. til minningar um
Hermann Hermannsson, fyrr-
um knattspyrnumann i Val og
islenzka landsliöinu.
Viðstaddir athöfnina voru
ekkja Hermanns, Unnur Jóns-
dóttir, Albert Guðmundsson,
samherji Hermanns i fjölda
ára i Val, Gunnar Gunnarsson
og Guðmundur Frimannsson
úr aðalstjórn Vals. Frá Lions-
klúbbnum voru viðstaddir Ur
stjórn klúbbsins, þeir Þór Erl-
ing Jónsson formaður, Sturla
Snorrason gjaldkeri, Hörður
Sigurjónsson og Stefdn
Tryggvason sem afhenti gjöf-
ina.
Hermann heitinn Her-
mannsson var mjög virkur
meðlimur I Lions-klúbbnum
Muninn I Kópavogi og starfaöi
þar allt til dauðadags, og
gengdi þar ýmsum trúnaðar-
störfum.
Handprj ónar-
ar stofna
samtök
Það er hugur i prjónafólki um
þessar mundir og hyggst þaö nú
stof na með sér samtök til að sam-
ræma betur kjör sin, en eins og
allir vita hafa þau mál öll verið á-
kaflega laus i reipum um árabil.
Akveðiö hefur veriö, að stofn-
fundursamtaka prjónafólks verði
haldinn laugardaginn 5. nóvem-
bern.k.kl. 2i Glæsibæ. Þar verð-
ur lögð fram reglugerð samtak-
anna og ýmis mál reifuö. Rætt
verður um bætt kjör þess fólks,
sem eingöngu prjónar úr lopa, og
um dreifingarstöð, sem starfi á
vegum prjónafólks. Þá verður
lögð fram gjaldskrá sem vonast
er til að fáist samþykkt af verð-
lagsstjóra.
Fólk er hvatt til að fjölmenn á
fundinn
Bók kvikmyndaleikkonunnar
Liv UlLmann
Umbreytingin
komin út
Mest umtalaða bók 1 vestrænum heimi.
Metsölubók í þremur heimsálfum.
Liv vill sýna manneskjuna án grímu.
HELGAFELLSBÓK
/