Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 26. október 1977 U tanríkisráðherra: Aðild Islands að alþj óðasamningi um ræðissamband — sjálfsagt að viðurkenna starf og réttarstöðu ræðismanna SsraH alþingi Mánudaginn s.l. mælti Einar Ágústsson utanrikisráðherra fyr- ir frumvarpi til laga um aðild Is- lands að alþjóöasamningi um ræðissamband. t frumvarpinu felst að rikisstjórninni sé heimilt fyrir tslands hönd aö gerast aðili ,,að alþjóðasamningi um ræðis- samband sem gerðurvar i Vlnar- borg 24. april 1963 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þess- um, svo og að viðbótarbókunum varðandi rikisborgararétt og skyldubundna lausn deilumála. Akvæöi samningsins skulu hafa lagagildi á Islandi. 2. gr. Ráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd laga þess- ara. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi konungsúr- skurður um réttindi ræðismanna annarra rikja frá 25. april 1821 og konungsúrskurður um réttindi út- lendra ræðismanna frá 5. ágúst 1834”. Einar Agústsson 1 ræðu sinni sagöi utanrlkisráö- herra m.a.’ „Hér er lagt fyrir Al- þingi frumvarp til laga um aðild Islands að alþjóðasamningi um ræöissamband. Málið á þann að- draganda, aö árið 1963 var af hálfu Sameinuðu þjóðanna boðað til ráöstefnu i Vinarborg til að ræða samningsgerð um ræðis- samband, en drög að sllkum alþjóöasamningi höfðu þá verið gerð af þjóðarréttarnefndinni. Þessari ráðstefnu lauk I aprll 1963 og var þá undirskrifaöur samn- ingur um ræðissamband, svo- nefndur Vínarsamningur sem tók gildi 1967. Með lögum frá 1971 var rikisstj. heimilað aö gerast aðili fyrir Islands hönd að Vlnarsamn- ingnum um stjórnmálasamband frá 1961 og gekk sá samningur i gildi gagnvart íslandi hinn 17. júnl 1971. Ráðgert var, að Island gerðist fljótlega einnig aðili að Vinarsamningnum um ræðissam- band frá 1963, en staðið hefur á is- lenzkri þýðingu samningstextans þar til nú, eins og I aths. segir. Þar eru enn fremur talin upp þau riki, 84 talsins, sem 20. april s.l. höfðu gerst aöilar aö þessum samningi, en þess jafnframt get- ið, að ýmis önnur riki hafa undir- ritað samninginn, en enn þá ekki fullgilt. Það er ræðismönnum Islands I hag, að Island gerist aðili að Vinarsamningnum um ræðissam- band. Samningurinn hefur að geyma skrásetningu á gildandi reglum þjóðaréttarins varðandi ræðismenn, svo sem um störf þeirra, réttindi og skyldur og um stofnun, meðferö og slit ræðis- sambands. Með hliðsjón af þvl að langflestir ræöiserindrekar Is- lands erlendis eru kjörræðis- erindrekar, þ.e.a.s. ólaunaðir ræðismenn, er ráðgert að gefa svohljóðandi yfirlýsingu, þegar Island gerist aðili að Vinarsamn- ingnum um ræöissamband: „Með skirskotun til 22. gr. samningsins lætur rikisstjórn Is- lands I ljós þá ósk, að I löndum þar sem venja hefur verið að leyfa rlkisborgurum viðtökurikis- ins eða þriðja rlkis að taka við skipun sem kjörræöiserindrekar fyrir Island, verði þeirri venju haldið áfram. Islenska rlkis- stjórnin lætur einnig i ljós þá von, að önnur rlki, sem taka upp ræð- issamband við Island muni fylgja sömu venju og veita samþykki til skipunar kjörræðiserindreka I samræmi við 2. og 3. mgr. 22. gr. samningsins”. Eins og hæstvirtum alþingis- mönnum er kunnugt, þá fór fram á s.l. sumri i ágústmánuði ráö- stefna ræðismanna tslands er- lendis. Það varönnurráðstefnan I röðinni. Hina fyrri hafði fyrrver- Framhald á bls. 15 Með þessari tillögu er lögð áhersla á að á þessu stigi málsins samþykki Alþingi viljayfirlýs- ingu þess efnis, að kjósendum veröi gert auöveldara en nú er að velja milli frambjóðenda á þeim lista sem þeir kjósa.” Á eftir Ragnari tók til máls Benedikt Gröndal (A) og benti á að viða og ekki aöeins á tslandi fari nú {ram umræður um hvern- ig megi ná þeim markmiðum að gera kosningar hvorutveggja lýð- ræðislegri og persónubundnari. Hinsvegar kvaöst hann vera þeirrar skoðunar aö varðveita ætti kosti hlutfallskosninganna um leið og þess væri freistaö að ná fram ofangreindum markmið- um. Magnús T. Ólafsson (Sfv)lagði áherzlu á að nauösynlegustu breytingar á kosningafyrirkomu- laginu yrðu gerðar fyrir næstu kosningar. Sagðist hann ekki sjá nein tormerki á að svo gæti orðið væri viljinn fyrir hendi. Þá kvað hann það vera álit sitt aö fram- gangur þessa máls varðaði álit Alþingis. Jón Skafta- son (F) kvaðst fagna þeim umræð- um sem nú hefðu orðið I sölum Alþing- is og hversu málefnalegar þæ r v æ ru. Hann tók und- ir orð Magnúsar T. Ólafssonar, að afar mikilvægt væri aö á þessu þingi yrði fram kornið þeim laga- breytingum til réttlátara kosn- ingaskipulags sem unnt. væri að koma fram með einföldum laga- setningum. Þá lýstihann yfir þvl aö sjálfur hefði hann flutt lagafrumvarp um breytingar á kosningalögum vegna þess að hann óttaðist um afdrif málsins.yrði skipuð önnur nefnd til aö fjalla þar um. Taldi hann það ekki réttu leiðina til að ná fram úrbótum fyrir næstu kosningar. I lagafrumvarpi slnu, sagði hann, væri gert ráö fyrir aö kjör- listar yrðu settir upp I stafrófsröð og kjósanda væri falið að setja númer við frambjóðendur eftir eigin höfði. Bollaleggingar Ragn- ars Arnalds um hversu mörg númer kjósandi þyrfti að merkja inn sagði Jón að væru út I hött. Hann hefði haldiö þessu opnu i frumvarpinu végna þess að hann teldi það geta staðist þannig 1 framkvæmd og við talningu væri hægt á einfaldan, rökréttan og réttlátan máta að raða frambjóð- endum eftir atkvæðismagni enda þótt ekki nærri allir merktu við nema fáa þingmenn. Þá sagði Jón Skaftason að um þetta sem annað I frumvarpinu væri hægt að fjalla betur og rann- saka þegar málið verður tekið fyrir á þingi og i nefnd. Aðrir sem i umræðunum tóku þátt voru Gylfi Þ. Glslason (A), Ellert B. Schram (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (A) og Svava Jakobsdóttir (Abl). Breytingum á kosninga- lögum verði fram komið fyrir kosningar Nokkrar umræður urðu I gær I sameinuðu Alþingium breytingar á kosningalögum en Ragnar Arn- alds (Abl) mælti þá fyrir þings- ályktunartillögu um þau mál sem hann flytur ásamt fjórum öðrum þingmönnum Alþýðubandalags- ins. I ályktuninni segir: „Alþingi ályktar aðkjósa fimm manna nefnd, er skipuð sé einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, til að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 52 1959, um kosningar til Alþingis, er miði að þvl að gera kjósendum auðveld- ara en nú er að velja milli fram- bjóðenda á þeim lista sem þeir kjósa.” 1 greinargerð með tillögunni og efnislega samhljóða þeirri ræöu sem Ragnar Arnalds flutti I gær, segir m.a.: ,,Sú skoðun hefur átt vax- andi fylgi að fana.að réttur kjósenda til að hafa áhrif á röð frambjóö- enda þess lista, sem þeir kjósa.sé alltof „ ... takmarkaður. Ragnar Arnalds Hefur þetta m.a. leitt til þess, að prófkosningar eða skoö- anakannanir til undirbúnings framboðslista hafa orðið tlðari og verið reyndar I ýmsum myndum. Þvl er þó ekki að leyna, að próf- kosningar eru á ýmsan hátt gall- aðar, enda almennt óæskilegt I stjórnmálum að kosningar snúist fyrst og fremst um persónulega verðleika einstaklinga. Með þessu er þó alls ekki sagt að hæfi- leikar og dugnaður einstakra manna skipti litlu við skipan framboöslista, en gæfulegra er aö pólitiskar kosningar snúist fyrst og fremst um málefni, en ekki eingöngu um menn. Eðlilegast virðist að á kjördegi geti kjósandinn valið milli flokka á málefnalegum grundvelli og samtlmis átt þess kost að velja milli frambjóðenda flokksins. Þess háttar fyrirkomulag tiðkast I mismunandi myndum i öðrum löndum og koma ýmsir möguleik- ar til greina.” Þá ræddi Ragnar um ýmsar fyrirmyndir i öörum löndum og hugsanlegar leiðir til að ná ofan- greindum markmiðum og sagði slðan: „Flutningsmenn þessarar tillögu hafa enn ekki tekið afstöðu til þess, hvaða leiö yröi heppileg- ust I þessum efnum, enda eðlileg- ast að væntanleg þingnefnd kanni fyrst nánari framkvæmd máls- ins. Hins vegarerþað aðalatriöið, að sú leið, sem valin er, sé sann- gjörn og jafnframt veröi kosn- ingaaðferðin einföld og auðskilin. Jón Skaftason Skóli fyrir þroskahefta að Staðarfelli í Dölum — fjármunum varið til sérkennslu skila sér aftur, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra i svari við fyrirspurn frá Jónasi Arnasyn Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaraðherra svaraði I gær fyrirspurn frá Jónasi Arna- syni um hver starfsemi væri fyrirhuguö I húsakynnum Hús- mæðraskólans að Staðarfelli. t svari ráðherra kom fram, að nokkrir fyrrum húsmæðraskólar landsins væru nú fullnýttir til námskeiðahalds I heimilisfræð- um, en að Laugalandi I Eyjafirði og Staðarfelli I Dölum hafi kennsla fallið niður, I bili a.m.k. Siðan lýsti menntamálaráð- herra þvf yfir, að menntamála- ráðuneytiö hafi I hyggju, i fullu samráði viö heimaaðila, að koma áfót sérkennslu fyrir þroskahefta að Staðarfelli. „Ætlunin var”, sagði ráðherra, ,,að hefja sllka starfsemi þegar I haust. Var gerö starfs-og kostnaðaráætlun og sótt um aukafjárveitingu I þessu skyni. En fjármálaráðuneytið taldi eigi unnt, þar sem hér var um verulegar fjárhæðir að ræða, aö verða við þeirri beiöni utan fjárlaga. Fjárveiting til þessarar fyrirhuguðu starfsemi er heldur ekki tekinupp I fjárlagafrumvarp fyrir 1978, en erindiö um þaö ligg- ur fyrir og verður tekið til með- ferðar I Fjárveitinganefnd og á Alþingi. Ég geri mér vonir um það, að Alþingi verði viö beiðni um fjár- veitingu til þess að hefja á ný skólahald á Staðarfelli. Þar eru allmikil og að mörgu leyti ágæt~ húsakynni og virðist fráleitt að hugsa sér annað en nýta þau á þann hátt, sem hagkvæmastur þykir.” Þá fjallaði menntamálaráð- herra um nauðsyn sérkennslu fyrir þroskahefta og gat þess, að Staðarfellsskólinn yrði ,,að nokkru leyti I umsjá eða undir handleiðslu Oskjuhliðar- skólans I Reykjavlk, sem er aöal- skólastofnun rlkisins á þessu sviði.” Þar yrði ekki um dvalar- heimilieöa geymslustað að ræða, heldur hæfingarstofnun ogmikil áherzla yrði lögð á skóla- og fræðslustarfsemi. Að lokum sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráö- herra: „Það hefur verð menntamála- ráðuneytinu mikil stuðningur og I raun og veru hvatning við þessa áætlanagerð hversu velviljuð skólanefnd Staðarfellsskóla hefur verið þessum hugmyndum og áhugasöm um það, að Staðarfell gæti á ný tekiö til starfa I þágu uppeldismálanna, þótt I breyttu formi væri. Einnig hafa tveir þingmenn Vestlendinga, þeir As- geir Bjarnason og Friöjón Þórö- arson lagt þessu máli lið. Ný og breytt viðhorf I skóla- málum, I byggingamalum skól- anna, skólaskipan og innri gerð, afleiðing breyttra hátta á ýmsum sviðum hafa valdið þvl, að verk- efni einstakra skóla hafa raskazt. Þaö veröur eitt af mörgum við- fangsefnum við setningu nýrrar löggjafar um framhaldsskóle- stigið, að skipuleggja skólastarfið i landinuþannig að skólamann- virki þau, sem fyrir eru verði nýtt á haganlegan hátt.” Að lokinni ræðu menntamála- ráðherra uröu nokkrar umræður um málið og fyrstu til máls tók Jónas Árnason (Abl) og þakkað góð svör ráðherra. Hann lagöi siðan áherzlu á að fjárveiting fengist til Staðafellsskóla á þess um vetri. Aðrir, sem til máls tóku, voru Sigurlaug Bjarnadóttir (S) Frið- jón Þórðarson (S), Oddur Ölafs- son (S) og loks menntamálaráð- herra, sem m.a. lýsti yfir þeirri skoöun sinni aö væri f jármunum rétt varið til sérkennslu og hæf- ingarstarfsemi skiluöu þeir sér bókstarflega aftur og það fjár- hagslega. Vilhjálmur Hjálmarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.