Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 20
 f f E&MBi > Whutom iMiðvikudagur 26. október 1977 * 18-300 I Auglýsingadeild . Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI JflRlFATNAPUR . «50® . Sýrö eik er sígild eign HUftCifl TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 „Tryggja verður bet ur öryggi flugmála” — segir Agnar K. Hansen flugmálastjóri, „með hliðsjón af þeirri röskun, sem varð á flugmálum í verkfalli BSRB” SSt-Rvk. Þótt margt hafi gengið úr reipum i nýaf- stöðnu verkfalli og margs konar starfsemi lamazt, hefur sjálft verkfallið sjálfsagt ekki bitnað eins illa á nokkurri starfsemi og á flugsamgöngum og flug- málum almennt. Leyft var sjónflug í innanlands- f lugi og utaniandsf lug var algerlega háð undanþág- um verkfallsnefndar BSRB, og auk þess var öll flugumferðarstjórn í lágmarki og sinnti aðeins brýnustu öryggisstörfum. uðum ógöngum. Annað veigamikið atriði varð- andi flugmál er flugumferðar- stjórn, sagði Agnar einnig. Við megum kallast heppnir, aö um- ræðum um að taka flugumferð- arstjórn úr höndum íslendinga eða öllu heldur það svæði, sem þeir hafa haft umsjón með, og fá það i hendur Kanadamönnum og Bretum, er lokið og fyrirsjá- anlegt að stjórn á svæðinu verður áfram i okkar umsjá. En undanfarin 2-3 ár hefur Alþjóð- lega flugmálastofnunin reynt að fá áðurnefndum löndum hana i hendur. Við erum þátttakendur I al- þjóðlegu samstarfi á sviði flug- mála og við verðum að gæta þess af fremsta megni að þar verði sem minnst truflun á. Það má segja, að þetta verkfall hafi verið og verði okkur þörf lexia og lærdómsrik. Það verður kannski til þess, að augu manna opnist fyrir nauðsyn þess og Það eru þvi margar spurning- ar sem vakna varðanc'i flugmál, og af þvi tilefni sneri Tiipinn sér til Agnars K. Hansen flug- málastjóra og leitaði álits hans á stöðu flugmála hér með hliö- sjón af verkfallinu. Það alveg ljóst, sagði Agnar, að tryggja verður betur öryggi flugmála i framtiöinni, og þá með tilliti til aðstæðna eins og komu upp nú i verkfallinu. Það er þjóðinni fyrir beztu og það er yfirvöldunum fyrir beztu. Auk þess er það Flugleiöum nauð- synlegt gagnvart samkeppni á alþjóðamarkaði aö sem minnst truflun verði á flugsamgöngum hér, og fyrir þá aðila hérlendis sem byggja starfsemi sina að miklu leyti á ferðamönnum. út- lendingar sem fregnir hafa af ástandinu hér eins og það var i verkfallinu munu sjálfsagt hugsa sig tvisvar um áður en þeir takast á hendur ferðir hing- aö, af ótta við að lenda i svip- mikilvægi fyrir alla þjóðina, að flugsamgöngur haldist i góðu lagi, sagði Agnar K. Hansen flugmálastjóri að lokum. „Ekki slæmir mið- að við aðstæður” Fjögurra ára áætlun um hafnargerðir — segir Einar Olafsson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana — meðal mála á næsta aðalfundi um samnmgana SSt-Rvk. ,,\liðað við aðstæður eru þessir samningar ekki slæmir”, sagði Einar ólafsson formaður starfsmannafclags ríkisstofn- anaogeinn af samningarmönnum BSRB I samtali við Timann i gær. „Hefði betri samstaða rikt innan hreyfingarinnar, má ætia að þessir samningar hefðu getað orðið ágætir”, sagði Einar enn- fremur. „Ég er fyrst og fremst óánægð- ur með samstöðuna i þessu verk- falli. Hún vár ekki nógu góð, þótt að samtök okkar séu samstæðari en önnur ámóta samtök i land- inu,” sagði Einar. Ég tel þessa samninga sfzt verri en aðra samninga sem gerðir hafa verið i yfirstandandi kjaradeilu. 1 samningunum felst viss leiðrétting á kjörum rikis- starfsmanna miðað viö aöra samningsaðila á vinnumarkaðin- um og vegna kjarasamninganna sjálfra þarf forusta BSRB ekki að bera neinn kinnroða,” sagði Einar einnig. Aðspurður um þau 5 mótat- kvæði sem féllu i lokaatvkæða- greiðslunni innan samninga- nefndar BSRB, sagði Einar: Eitt Jökuihlaup í Súlu á Skeiðarársandi EV-Kirkjubæjar- klaustri.— Jökulhlaup- ið I Súlu á Skeiðarár- sandi hófst á siðastlið- inn föstudag, en er nú i örum vexti. Súla á upp- tök sin i öræfajökli og kemur vatnið sem er töluvert i þe&su hlaupi, úr Grænalóni. Súla hleypur meö vissu ára- bili, og er brúin á henni mikið mannvirki og má mikiö ganga á ef hún skemmist, en möguleik- inn er ávallt fyrir hendi. Vegur- inn i kringum brúna er einnig mjög verklegur og er i hönnun þessara mannvirkja reiknað með slikum hlaupum. Hafnasambandsins, sem haldinn verður á Húsavík aðildarfélag BSRB og pólitisk völd tóku að sér að vera mótunar- aðilar i þessum samningum og ég tel að þau mótatkvæði sem fram komu i lokaatkvæðagreiðslu spegli þá staðreynd, sagði Einar Ólafsson að lokum. F.I. Reykjavik — Aðaifundur Hafnarsambands tslands veröur haldinn dagana 31. okt. og 1. nóvember n.k. á Húsavik. Að sögn Gunnars B. Guömundssonar hafnarstjóra i Reykjavik og for- manns Hafnarsambandsins liggja mjög mörg mál fyrir fund- inum að þessu sinni, fjárhagsmál mengunarmál, fjögurra ára áætl- un um hafnargeröir og ný viðhorf I strandferðum. Fjárhagsmálin verða fyrst á dagskrá eins og venjulega og mun Gylfi ísaksson verkfræðingur sem unniö hefur aö athugunum þessara mála fyrir Hafnarmála- stofnunina flytja framsöguerindi um fjárhaginn. Mengunarmál og varnir gegn olíumengun sjávar munu verða I höndum Siglinga- málastofnunar rikisins og munu siglingamálastjóri Hjáímar R. Báröarson og Magnús Jóhannes- son taka til máls. Aætlun um hafnargerðir sem Hafnamálastofnunin hefur unnið að fyrirtimabilið 1977-1980 verður fylgt úr hlaði með framsöguer- indum ólafs Steinars Valdemars- sonar, skrifstofustjóra I sam- gönguráðuneytinu og Aöalsteins Júliussonar hafnarmálastjóra. Loks verður fjallaö um ný við- horf i strandferöum og mun for- stjóriSkipaútgerðar rikisins Guð- mundur Einarsson, fjalla um efn- iö. 1 Hafnarsambandinu eru 52 hafnir og er þátttaka fulltrúa á aöalfundum venjulega 70 manns. Fundurinn hefst mánudaginn 31. október n.k. kl. 13.30 að Hótel Húsavik. Rækj usj ómenn við Djúp geta senn hafið veiðar á ný SSt-Rvik. — Meöan á verkfalli opinberra starfsmanna stóð var mikill urgur I rækjusjómönnum við Isafjaröardjúp.þarsem þeir gátu ekki stundað rækjuveiðar vegna kyrrsetningar rann- sóknaskipa frá Hafrannsókna- stofnun, og eins að dtibússtjóri Hafrannsókna á lsafirði, Guð- mundur Skúli Bragason var I verkfalli, en þessir tveir aðilar urðu að kanna rækjumiðin og seiðamagn á þeim, svo hægt væri að segja fyrir um á hvaða svæðum mætti veiöa. Nú, að afstöðnu verkfalli, ætti hins vegar ekki aö dragast lengi, að sjómenn við tsafjarð- ardjúp geti hafiö rækjuveiöar. Jón B. Jónsson, deildarstjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu sagði I samtali við Timann i gær aö liklegt væri að rækjusjómenn gætu byrjað veiöar i dag. Aö visu heföi veriö bræla fyrir vest- an i gær, en þá hefði Guömund- ur Skúli ætlað út til að kanna miöin og ekki væri vist að hann hefði komizt út. Um leiö og búiö er að kanna miðin og ákveða veiöisvæöi fara rækjubátamir út. Aö lokum tók Jón fram, aö gremja rækjusjómanna viö Djúp væri skiljanleg, þeir heföu orðiö illa úti i verkfalhnu vegna veiðibannsins, en 40 rækjubátar við Djúp stöðvuðust i verkfall- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.