Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 26. oktdber 1977 15 Ráðstefna um málefni sveitarfélaga á vegum Framsóknarflokksins Dagana 11. og 12. nóvember n.k. mun Framsóknarflokkurinn efna til ráðstefnu um sveitarstjórnarmálefni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Esju i Reykjavik og verður opin öllum sveitar- stjórnarmönnum og öðrum þeim, sem áhuga kunna að hafa á þeim málum, sem um verður fjallað. Tekin verða til meðferðar þrjú tiltekin mál. Dagskrá verður hagað þannig: Föstudagur 11. nóvember. Kl. 20.00 Ráðstefnan sett: Kristján Benediktsson borgarfulltrúi í Reykjavik. Ávarp: ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sroknarflokksins. Kl. 20.30 Atvinnumál: a) Hver eiga afskipti sveitarstjórna að vera af atvinnuuppbygg- ingu og hvernig er best að þeim sé háttað? Framsögu hefur Eggert Jóhannesson hreppsnefndarmaður, Selfossi. b) Byggðastefnan og áhrif Byggðasjóðs og annarra opinberra lánasjóða á atvinnuþróun hinna ýmsu byggðarlaga. Fram- sögumenn verða: Magnús Bjarnfreðsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi og Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi Akur- eyri. Fundarstjóri verður Jón A. Eggertsson hreppsnefndar- maður, Borgarnesi. Ólafur Kristján Jón Eggert Magnús Laugardagur 12. nóvember Kl. 9.30 Aldraðir og öryrkjar Hvernig getum við á sem árangursrikastan hátt ef) t;< félags- lega aðstoð við aldraða og öryrkja og staðið að byggingu ibúð- arhúsnæðis, dvalarheimila og sjúkrastofnana fyrir þessa hópa fólks? Framsögu munu flytja: Gylfi Guðjónsson, arkitekt, Reykjavik, Ingimar Ingimarsson oddviti Vik og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði. Fundarstjóri verður Guðjón Stefánsson, bæjarfulltrúi, Keflavik. Ingimar Ragnheiður Guðjón Kl. 11.00 Kaffi í hliðarsal á 2. hæð. Kl. 11.30 ibúðabyggingar og unga fólkið: a) Þáttur sveitarfélaga I byggingu ibúðarhúsnæðis. Framsögu hefur Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, Reykjavik. b) Lán til ibúðabygginga og vandaméíunga fólksins að eignast húsnæði. Framsögu flytur Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi. Fundarstjóri verður Kristján Magnússon, sveitar- stióri, Vopnafirði. Guðmundur Jóhann Kristján Kl. 13.00 Sameiginlegur hádegisverður. Þar mun Steingrlmur Hermannsson ritari Framsóknarflokksins flytja ávarp og m.a. ræð«-undirbúning næstu sveitarstjórnarkosninga. < Kl. 14.00-16.30 Umræðuhópar starfa og taka fyrir hin þrjú aðal- mál ráðstefnunnar. Formenn umræðuhópa verða: Magnús Bjarnfreðsson, Kópavogi, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Hafnarfirði og Jóhann H. Jónsson Kópavogi. Kl. 16.30 Umræðuhópar skila áliti. Siðan verða fyrirspurnir og umræður um niðurstöður þeirra. Fundarstjóri verður Brynjólfur Sveinbergsson, oddviti, Hvammstanga. Kl. 18.00 Ráðstefnunni slitið: Einar Agústsson varaformaður Framsóknarflokksins. Steingrimur Brynjólfur Einar A eftir framsöguræðum i hverjum málaflokki er gert ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum eftir þvi sem timi vinnst til. Ráðstefnan er opin öllum þeim er vinna að sveitarstjórnar- málefnum og öðrum, sem áhuga kunna að hafa á þeim málum, sem verður fjallað. - ’i Þátttöku ber vinsamlegast að tilkynna i sima 2 44 80 Kennara- samningarnir tiltölulega hagstæðir SKJ-REYKJAVÍK Timinn ræddi við Guðna Jónsson á skrif- stofu Sambands islenzkra barna- kennara og Ólaf S. Ólafsson, for- mann Landssam bands fram- h a 1 d s s k ó 1 a k e n n a r a , um samninga B.S.R.B. við rikið. Guðni sagði, að samningarnir væru tiltölulega hagstæðir fyrir barnakennara, og ýmis nýmæli væru i samningunum. Fyrst bæri að nefna, að kennarar, sem kenndu við 1.-6. bekk I skólum, sem störfuðu aðeins átta mánuði, höfðu ekki full laun,en nú hefur það verið leiðrétt i þessum samn- ingum. Annað mikilvægt atriði er, að nú er ekki gerður munur á gamla og nýja kennaraprófinu en annars þurftu menn með eldra prófið að starfa 10-12 ár til að ná sömu launum og þeir, sem koma beint út úr Kennaraháskólanum. Nú er eftir að raða i launastiga, en það verður gert á næstu 45 dögum. 1 kjarasamningunum, sem undir- ritaðir voru i gær kveður á um að rikisstarfsmenn hækki um launa- flokk eftir 15 ára starf, en eftir er að semja sérstaklega um starfs- aldurshækkanir kennara, en þær voru eftir punktakerfi. Kennsluskylda skólastjóra við minni skólana minnkar nú aðeins og jafnframt minnkar kennslu- skylda kennara, sem kenna i 1.-6. bekk úr 33 stundum á viku niður i 32 stundir. Guðni sagði að lokum, að ekki hefði enn unnizt timi til að meta launahækkun kennara i pró- sentum, en kennarar eru i fimm launaflokkum og munu færast til innan þeirra. Ölafur S. Ólafsson sagði, að eftir samninga væri enginn full- komlega ánægður, en þegar á allt er litið er engin ástæða til óánægju. Ýmis réttlætismál hefðu náðst fram, eins og sömu laun kennara með eldra og yngra kennaraprófið. flokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi, verður til viðtals að Rauðárárstig 1, laugardaginn 29. október kl. 10-12. Vínarkvöld Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik gengst fyrir Vinarkvöldi sunnudaginn 6. nóvember kl. 19.00 i Þórscafé. Kvöldverður, myndasýning. Bingó. Vinningar: Tvær ferð- ir til Evrópu o. fl. Nánari upplýsingar á skrifstofunni, Rauðárárstíg 18 simi 24480. Hafnasamband sveitarfélaga ÁRSFUNDUR Hafnasambandsins hefst á Hótel Húsavík, mánudaginn 31. október n.k. ki. 13,30. Flugferð frá Reykjavík kl. 10 o Alþingi andi utanrikisráðherra Emil Jónsson undirbúið, en það kom I hlut þáv. stjórnar ölafs Jó- hannessonar aðhafa framkvæmd þessarar ráðstefnu meö höndum. Þessar ráöstefnur hafa gefið mjög góöa raun og þar hefur komið glöggt fram hversu mikið verk ræðismenníslands,sem eins og ég áöan greindi flestir — raun- ar að einum undanskildum allir eru ólaunaöir áhugamenn, vinna fyrir okkur á erlendum vettvangi. Ég tel því sjálfsagt, að rfkisstjórn og Alþingi sýni þeim nokkra viðurkenningu á þessu starfi meö þvi m.a. að fullgilda þann samn- ing, sem hér um ræðir og hefur inni að bera nokkur réttindi og ákvörðun um réttarstöðu þessum mönnum til handa”. SKIPAUTGCRB RÍKISINS M.s. Esja fer frá Reykjavik miðviku- daginn 26. þ.m. vestur um land I hringferð. Vörumóttka til hádegis sama dag til Vest- fjarðarhafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar og Akureyrar. M.s. Hekla fer frá Reykjavik föstudag- inn 28. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka miðvikudag ogf'immtúdag til Ves t ma nna ey ja, Aust- fjarðarhafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. sama dag Stjórnin Launaráð hefur samþykkt að gangast fyrir fjár- söfnun til stuðnings við þá félagsmenn B.S.R.B. sem átt hafa i verkfalli. Launamálaráð hefur opnað giró reikning no. 9300-8, og hvetur rikisstarfmenn innan BHM til að taka þátt i söfnuninni. BHM Tryggingastarf Starf tryggingamanns við tsafjarðarskrifstofu er laust til umsóknar. Starfiðerfólgið i sölu trygginga og uppgjöri tjóna. Æskileg menntun er verzlunar- eða iðnnám. Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu Armúla 3. SAMVINNUTRYGGINGAR Starfsmannahald Menntamálaráðuney tið. rjzacjx Laus staða Staða framkvæmdastjóra fjármáladeildar Ríkisútvarps- ins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfs- reynslu sendist ménntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. nóvember n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.