Tíminn - 02.11.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1977, Blaðsíða 3
Miövikudagur 2. nóvember 1977 3 Tuttugu ferðir með pílagríma til Jedda Dómkirkjan I Skálholti — hiö forna biskupssetur hefur veriö biskups- laust i nær tvær aldir. _ V ígslubiskup í Skálholti — segja sunnlenzkir prestar Aöalfundur Prestafélags Suöurlands var haldinn I Skálholti dagana 11. og 12. september siöastliöinn. Félagssvæöi Presta- félags Suöurlands nær yfir Vest- ur-Skaftafells-, Rangárvalla-, Ar- nes-, Reykjavíkur- og Kjalarnes- prófastsdæmis. Fráfarandi formaöur félagsins, sr. Guömundur Óli Ólafsson i Skdlholti, stjórnaöi fundinum, sem hófst meö guösþjónustu i Skálholtsdómkirkju, en þar pré- dikaöi sr. Halldór Gunnarsson i Holti. Aö loknum venjulegum aöal- fundarstörfum var rætt um álit starfshátlanefndar þjóökirkjunn- ar, en þaö var lagt fyrir presta- stefnu tslands á liönu sumri og visaö þá til frekari kynninga og umræöna i deildum Prestafélags íslands, héraösfundum og öörum eftirfarandi: „Aöalfundur Prestafélags Suöurlands, haldinn i Skálholti dagana 11. og 12. september 1977, leggur áherzlu á, aö vlgslubiskupi Skálholts- biskupsdæmis veröi biíiö aösetur i Skálholti og fengin umsjón biskupsdæmisins um öll sérmál þess. Fundurinn telur aö tillögur þær, sem fram koma I áliti starfs- háttanefndar um skipan biskups- embætta þjóökirkjunnar stefni i rétta átt og lýsir eindregnum stuöningi viö þær.” Þarsem fráfarandistjórn baöst eindregiö undan endurkjöri voru eftirfarandi prestar kosnir i stjdrn Prestafélags Suöurlands: sr. Frank M. Halldórsson, for- maöur, sr. Valgeir Ástráösson, ritari og sr. Birgir Asgeirsson, gjaldkeri. (Frá Prestafélagi Suöurlands). t gærmorgun höföu þotur Flug- leiöa fariö samtals 20 feröir meö pflagrlma frá óran I Alsir og Kanó i Nigeriu til Jeddah i Saudi- Arabiu. Þar af höföu 11 feröir veriö farnar frá Oran og nlu frá Kanó. Flutningarnir hófust 25. októ- ber og eru framkvæmdir meö tveim þotum af geröinni DC-8-63, sem flugliöar Loftleiöa fljúga. Þetta er i þriöja skiptiö, sem Flugleiöir taka þátt I þessum flutningum, og gert er ráö fyrir aö farþegar veröi alls 28 þús. i ár. 1 fyrra voru fluttir 16 þúsund far- þegar milli Kanó og Jeddah, en áriö þar áöur voru ekki fluttir far- þegar, en mikiö af farangri I sam- bandi viö þessa trúarhátiö Múhameöstrúarmanna. Þar sem pilagrimaflutningar i ár fara fram frá tveim borgum, frá Oran i Alslr og frá Kanó i Nigeriu, er liöinu skipt og eru fjórar áhafnir á hvorum staö. Auk þess er allfjölmennt starfsliö á jöröu niöri sem annast viöhald þotanna og afgreiöslu. Pllagrlmaflutningarnir fara fram I tveim önnum, sú fyrri stendur til 15. nóvember en siöan veröur hié i 10 daga. Heimflutn- KARl SKJÖNSBERG, formaöur Kvenréttindaféiags Noregs og lektor i Bókasafnsfræöi viö Stat- ens Bibliotekskóle, Osló, heldur tvo fyrirlestra I Norræna húsinu i þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn er I kvöld miöv. 2. nóv. kl. 20:30 og nefnist „Kjönnsrollemönster i nyere skandinaviske barne- og ungdomsböker” og sá siöari ann- aö kvöld 3. nóvember kl. 20.30 og nefnist „Den kvinnepolitiske situ- asjon i Norge”. Kari Skjönsberg hefur fengizt viö rannsóknir á barnabókum i Noregi undanfarin 25 ár, og skrif- aö um þaö efni fjölda greina og ingur pilagrlmanna til Alsir og Nigeriu hefst svo 25. nóvember og á aö vera lokiö 15. desember. bóka. Ein merkasta bók hennar er „Kjönnsroller, miljö og sosial lagdeling i ba rnel ittera turen” (1972)/ og fyrr á þessu ári kom dt hjá Gyldendal I Kaupmanna- höfn bókin „Kjönnsrollemönster I skandinaviske barne- og ung- domsböker”. Kari Skjönsberg hefur jafn- framt þessu tekiö virkan þátt i kvenréttindabaráttu og veriö for- maöur Norsk Kvinnesaksforen- ing frá 1972, en sá félagsskapur var stofnaöur 1884. Hún hfur skrifaö fjölda greina um kven- réttindi, og gefiö út bókina „Mannssamfunnet midt imot” (Osló Gyldendal 1974), þar sem fjallaö er um kvenréttinda- hreyfinguna i Noregi I 100 ár. Kari Skjönsberg flytur tvo fyrir- lestra i Norræna húsinu I þessari viku. Annar fjallar um hiutverka- munstur kynjanna I barna- og unglingabókum, hinn fjallar um stööu kvennabaráttu I Noregi. Presley-kvöld i Ameriska bókasafninu 1 kvöld veröur sérstök kynn- ing á Elvis Presley I Ameriska bókasafninu Neshaga 16. Þor- steinn Eggertsson veröur kynnir á þessu Presley-kvöldi og ræöir um lif og stíl söngvar- ans. Kynningin hefst klukkan 8.30 og er öllum opin. ík\míh> . ........... (: í<;u: iiR ..........ffl*•*:■!»• ....................* [_j Þotan, sem veröa mun I áætlunarflugi Kenya Airways Þota Arnarflugs leigð til Kenya F.I. Reykjavik. — Arnarflug h/f hefur leigt eina B 720 þotu til Kenya Airways og hófst leigu- samningurinn I gær 1. nóvember. Stendur hann til aö byrja meö til 15. marz á næsta ári. Þotan veröur I flugi á áætlunar- leiöum Kenya Airways, fyrst og fremst á leiöum innan Afrlku og Aslu. Þrjár flugáhafnir ásamt flugvirkjum fylgja vélinni og hafa þær aösetur i Nairobi i Kenya. Fornar dyggðir og nýjar: Fjáröflun vegna Sj álfbj argarhúss Föstudaginn 4. nóvember n.k. verður haldin miðnætur- skemmtun i Háskólabiói til styrktar byggingu Sjálfs- bjargarhússins viö Hátún 12 i Reykjavik. I vesturálmu hússins — ibúöa- álmu — er nú veriö aö innrétta tvær efstu hæöirnar, en I húsinu veröa alls 36 ibúöir á fjórum hæöum, sérstaklega innréttaöar meö þarfir fatlaöra i huga. Efsta hæöin, þar sem eru nlu Ibúöir, veröur tekin I notkun um næstu áramót og áfram veröur haldiö eftir þvi sem fjárhagur leyfir. Vonazt er til aö allar ibúöirnar veröi tilbúnar til notk- unar fyrri hluta næsta árs, ef fjáröflun gengur vel. Þá er ónefndur þriöji áfangi Sjálfsbjargarhússins, sundlaug- in, en grunnur hennar var steyptur áriö 1968. Samtökin hafa ekki haft bol- magn til þess aö koma sund- laugarbyggingunni lengra áleiöis og er þaö mjög miöur, þar sem ætlunin er aö reka hana aö hluta I sambandi viö endur- hæfingarstöö Sjáifsbjargar, sem starfrækt hefur veriö i hús- inu i rúmlega hálft annaö ár. Þar aö aidci er sund tvi- mælaiaust sú bezta þjálfun og Iþrótt, sem völ er á fyrir hreyfi- hamlaöa. Leikkonurnar Guörún ,‘s- mundsdóttir og Sigrlöur Haga- lin hafa allan veg og vanda af fjáröflunarskemmtuninni I Há- skólabiói og sjá um leikstjóm, en alls taka rúmlega 20 leikarar úr Leikfélagi Reykjavlkur þátt I sýningunni. Haraldur Einars- son samdi dansana og Aróra Halldórsdóttir, leikkona sér um búninga. Forsala aögöngumiöa veröur i Austurstræti, fimmtudaginn 3. nóvember milli kl. 15.00 og 18.00. Það verða leikarar úr Leikfélagi Reykjavikur, sem annast söluna klæddir ýmsum leikbúningum. Þá veröa jafnframt seldir happdrættismiöar Sjálfs- bjargar, en nýju happdrætti er nú veriö aö hleypa af stokkun- um. Aðgöngumiðar að skemmtun- inni veröa jafnframt seldir i Há- skólablói n.k. fimmtudag og föstudag. Tveir fyrirlestrar um kvenréttindamál i Norræna húsinu Vetraráætlun Flug- leiða í gildi Vetraráætlun millilandaflugs Flugleiöa gekk I gildi I gær. Áætlunin er svipuö og siöastliöinn vetur og veröa feröir flugvéla Loftleiöa og Flugfélags tslands Hátiðarmessa i Saurbæ A slöastliönu sumri átti Hall- grfmskirkja I Saurbæ tuttugu ára vfgsluafmæli. 1 tilefni afmælisins verður efnt til sérstakar hátiöar- guösþjónustu I kirkjunni sunnu- daginn 6. nóvember n.k. og hefst hún kl. 14. Dr. Björn Björnsson, prófessor I guðfræði predikar. Sr. Björn Jónsson á Akranesi þjónar fyrir aítari ásamt sóknarprestinum sr. Jóni Einarssyni, prófasti. Organleikari verður frú Fríöa Lárusdóttir. Sóknarprestur flytur lokaorö og greinir frá gjöfum til kirkjunnar. sem hér segir: Til Kaupmannahafnar veröur flogiö alla daga, til Oslo er flug tvisvar I viku á þriöjudögum og sunnudögum, til Gautaborgar verður flogiö á laugardögum.Til Glasgow veröa fjögur flug i viku á mánudögum, miövikudögum, föstudögum og laugardögum, til Luxemborgar verða daglegar ferðir og tvær feröir á miöviku- dögum og föstudögum. Til New York veröa feröir daglega, til Chicago veröur flogiö á þriöju- dögum og fimmtudögum. Til Færeyja verða feröir á fimmtu- dögum og sunnudögum. Auk þeirra feröa sem aö framan greinir og eru fyrst og fremst flug meö farþega, veröa sérstakar vöruflutningaferöir til og frá Kaupmannahöfn einu sinni i viku, þ.e. á mánudögúm. Flogiö er til og frá Keflavikurflugvelli nema til Færeyja, þangaö er flog- iö frá Reykjavikurflugvelli og um Egilsstaöi I báöum leiðum á sunnudögum. Milli Nassau á Bahama og Luxemborgar flýgur þota Inter- national Air Bahama þrjár ferðir I viku. Auk þess veröa farin all- mörg leiguflug á þessari leið á vetri komanda. iarlakórinn Fóstbræöur — Lára Rafnsdóttir viö hljóðfærið. Söngför Fóstbræðra um Austurland Karlakórinn Fóstbræöur fer i söngför austur á land 5. og 6. nóvember n.k. Kórinn syngur á þrem stööum, Höfn i Hornafiröi, Neskaupstaö og Egilsstööum. Laugardaginn 5. nóv. syngja Fóstbræður i Sindrabæ I Höfn i Hornafirði og hefst söngskemmt- unin kl. 16.00. Sunnudaginn 6. nóv. verður söngskemmtun I Egilsbúö i Neskaupstaö og hefst söngurinn kl. 14.30. Sama dag kl. 20.15 syngja Fóstbræöur I Vala- skjálf á Egilsstöðum. Efnisval kórsins er mjög fjöl- breytilegt, sungin varöa islenzk þjóölög, erlend lög og lög úr óper um eftir Mozart oe Waener. Tveir kórfélagar, þeir Hákon Oddgeirsson og Hjalti Guö- mundsson syngja einsöng meö kórnum, en undirleik annast Lára Rafnsdóttir. Stjórnandi Fóst- bræöra er Jónas Ingimundarson. För Fóstbræöra aö þessu sinni er farin meö tilstyrk menningar- sjóös félagsheimila.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.