Tíminn - 02.11.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.11.1977, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 2. nóvember 1977 19 flokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, verður til viðtals á skrif- stofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18 laugardaginn 5. nóvember kl. 10-12. Kjördæmisþing Austurlandskjördæmis Kjördæmisþing framsóknarmanna i Austurlandskjördæmi verður haldið i félagslundi Reyöarfiröi 5. og 6. nóvember. Þingið hefst laugardaginn 5. nóvember kl. 2 e.h. með venjuleg- um þingstörfum. Fjallað veröur um framboösmál. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, ræðir stjórn- málaviðhorfið. A laugardagskvöld verður skemmtun i Félagslundi og hefst hún kl. 10. Vilhjálmur Hjálmarsson flytur ávarp. Jóhann Briem skemmtir. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. A sunnudag veröur þingstörfum haldiö áfram og hefst þingið kl. 10.30 f.h. Þá flytur Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri, erindi um vega- mál. Stjórn kjördæmissambandsins. Formannafundur Akveðið hefur verið að efna til fundar með formönnum kjör- dæmasambandanna, og þeim öðrum sem framkvæmdastjórn flokksins ákveður i samræmi við lög flokksins. Fundurinn verður haldinn að Hótel Heklu Rauðarárstig 18 dag- ana 3. og 4. desember. Nánar tilkynnt með bréfi. Snæfellingar — nærsveitir Seinna spilakvöld Framsóknarfélaganna verður að Breiðabliki laugardaginn 5. nóvember og hefst kl. 21.00 Alexander Stef- ánsson sveitarstjóri i ólafsvik flytur ávarp. Góð kvöldverðlaun. Hljómsveitin Alfa Beta leikur fyrirdansi. Heildarverðlaun fyrir bæði kvöldin eru farmiðar fyrir tvo til Kanari * eyja á vegum Samvinnuferða. Stjórnin Miðstjórnarfundur S.U.F. Miðstjórnarfundur Sambands ungra Framsóknarmanna veröur haldinnföstudaginn 18. nóv.og laugard. 19. nóv. næstkomandi að Hótel Heklu. Dagskrá: Föstudagur 18. nóv. Kl. 16.00 Setning. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Kl. 16.10 Skýrsla stjórnar. Umræður. Kl. 18.00 Mál lögð fyrir þingið Kl. 20.00 Nefndarstörf. Laugardagur 19. nóv. Kl. 9.30 Nefndarstörf. Kl. 13.00 Afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Fundarslit. Kjördæmisþing framsóknar- manna f Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel Varðborg Akureyri 5. og 6. nóvember. Þingið hefst laugardaginn 5. nóvember kl. 10.00 f.h.. Auk venjulegra starfa verður fjallað um framboð flokksins til næstu alþingiskosninga. Stjórn K.F.N.E. Flugmálanefnd Fundur verður haldinn i flugmálanefnd Framsóknar- flokksins fimmtudagiun 3. nóvember kl. 17 i skrifstofu flokksins að Rauðárárstfg 18. flokksstarfið Kynningarfundir, vegna skoðanakönnunar Framsóknar- flokksins f Vesturlandskjördæmi verða á eftirtöldum stöðum: Félagsheimilinu, Ólafsvík, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 21.00. Samkomuhúsinu Grundarfirði, föstudaginn 4. nóvember kl. 21.00. Röst, Hellissandi, laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Frambjóðendur til skoðanakönnunarinnar mæta allir á fund- unum, en þeir eru: Alexander Stefánsson, oddviti, ólafsvik. Dagbjört Höskuldsdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi. Halldór E. Sigurðsson, ráðherra Borgarnesi. Séra Jón Einarsson, Saurbæ. Jón Sveinsson, dómarafulltrúi, Akranesi. Steinþór Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri, Búðardal. Vesturlandskjördæmi Mosfellingar — Nágrenni Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hlégarði fimmtudaginn 10. nóv. n.k. kl. 21. Jón Skaftason talar um viö- horfin f stjórnmálum og Haukur Nielsson Helgafelli ræðir um hreppsmálin. Allir velkomnir. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjarneskjördæmi verður haldið i Festi Grindavik sunnudaginn 27. nóvember og hefst kl. 10.00 árd. Dagskrá nánar auglýst siðar. Formenn flokksfélaga eru minntir á kosningu fulltrúa á þing- ið. Stjórn KFR FUF í Kópavogi Aðalfundur Félags ungra framsóknar- manna I Kópavogi verður haldinn 8. nóvem- ber að Neðstutröð 4. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur Kristinsson, erindreki SUF kynnir vetrarstarfið. Stjórnin Umf. Víkverji. Félagsmálanámskeið Umf. Vikverji gengst fyrir námskeiði i almennum félagsstörfum og hefst þaö á Rauðarárstig 18 Rvik, þriöjudaginn 15. nóv. kl. 20. Aætlaður námskeiöstimi er 7 kvöld. Kennarar veröa frá Félagsmálaskóla UMFI. Námskeiðið er öllum opið. Þátttöku- gjald er kr. 3.000 Nánari upplýsingar i sima 12546. U.M.F. Víkverji Laus staða Staða sérfræðings (skordýrafræöings) í dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 28. október 1977. Færð O segir Þorskafjarðarheiði ófær, en ennfremur er þungfært á Breiöa- dalsheiöi og Hrafnseyrarheiði, en þær átti aö ryöja f gær. Klettháls var ruddur i fyrradag. A Norðuríandi eru vegir yfir- leitt færir nema hvaö hálka er mikil á fjallvegum. Þungfært var til Siglufjarðar i gær, en til stóð þá aö hreinsa veginn. Aðeins er jeppafært til Ólafsfjarðar fyrir Ólafsfjarðarmúla. Færð á vegum á Norðausturlandi er erfið, Oxar- fjarðarheiöi er ófær og þungfært um Hólssand og Vopnafjaröar- heiði. A Austurlandi eru flestir vegir sæmilega færir, en viða hálka. A sunnanverðu landinu er færð viöast hvar góð. t»ing O handa við að koma sjónvarpi til sjómanna á rniöum, en það hafði ekki náð fram að ganga þá. Þá lýsti hann yfir þvi að hann ásamt Lúðvik Jóseps- syni (Abl) mundi endur- flytja frumvarpiö á þessu þingi og bað þingmenn að gera sér grein fyrir hversu stór hópur þetta væri, sjómenn sem ekki fengju notið sjónvarpsins. Ingvar Gislason (F) þakkabi svör ráðherra en taldi að flýta þyrfti að mun að koma sjónvarpi til landsmanna allra og rétt- lætanlegt væri að dagskrár- gerð og fl. þess- háttar sæti á hakanum á meðan þó illt væri. Ennfrem- ur minnti hann á þann mögu- leika að hækka afnotagjöld til bráðabirgða i þvi skyni að full- komna dreifikerfi og byggja nýj- ar stöðvar. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra lýsti ánægju sinni með áhuga þing- manna um þessi efni og ræddi nokkuö það sem fram hafði komiö I umræðum. Sagði hann m.a. að væntanlegur gervihnöttur mundi aö sjálfsögöu valda mikilli bylt- ingu en ekki væri næg vissa um hann til þess að fresta fram- kvæmdum af þeim orsökum. Menntamálaráðherra svaraði gagnrýni um litvæðingu á þann veg að hæpiö væri að heimila inn- flutning litatækja og láta borga mikið af þeim án þess að standa fyrir nokkurri litvæðingu. Hann sagði ennfremur að tekjur af inn- flutningi tækjanna kæmi dreifi- kerfinu til góða þó siöar yrði og raunar strax á næsta ári. Um sjónvarp til sjómanna á fiskimiðum sagði hann að ekki væri til áætlun um byggingu endurvarpsstööva fyrir miöin enn sem komiö er en möguleikar á sliku yrðu væntanlega athugaöir. Hann sagöi að möguleikar á notk- un myndsegulbanda væru I könn- un i nefnd en vegna ummæla Péturs Sigurössonar tók hann fram aö hann teldi aö ekki ætti að standa aö framkvæmdum I land- inu með skeröingu rikistekna. Aðrir sem tóku þátt i umræöun- um voru Gylfi. Þ. Gislason (A) og Helgi F. Seljan (F). HJAbPÆÆ HALLGRÍMSKIRKJU GÍRÓ 151009

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.